Dagur - 09.09.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 09.09.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 9. september 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 9641585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (fþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LESENÞAHORNIÐ LEIÐARI---------------------- Ræður markaðslögmálið? Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá telst þetta sumar með þeim lélegri í flestum laxveiðiám á Norðurlandi. Eins og oft áður leita menn ákaft skýringa á minnkandi veiði en fá augljós svör eru í sjónmáli. Sú staðreynd sýnir kannski fyrst og fremst að enn höfum við ekki næga þekkingu á vexti og sveiflum í laxastofn- inum og hvaða náttúrulegir þættir hafa áhrif á hann. Fyrr í vikunni vakti veiðimaður í Vatns- dalsá athygli í Degi á afleiðingum hinnar slæmu veiði í ám á Norðurlandi og benti á að sú krafa hljóti að koma upp að veiði- leyfi lækki í verði. Sumar eins og nú er að líða hafi fælt marga veiðimenn frá lax- veiðiánum á Norðurlandi og því sé rök- réttast og samkvæmt markaðslögmálinu að verð á leyfunum lækki. Laxveiðar hafa um margra ára skeið verið þrætuepli í almenningsumræðunni á íslandi og hvað eftir annað hafa komið upp kröfur um að veiðileyfi verði skatt- lögð. Víst er að vinsælar laxveiðiár skila drjúgri peningaveltu, bæði í beinni veiði- leyfasölu og þjónustu við veiðimenn. Þess vegna skiptir þessi rekstur talsverðu máli fyrir sveitirnar, einhver störf geta verið í húfi og tekjur fyrir landeigendur sem ekki veitir af þegar harðnar á dalnum í því sem heitir hefðbundinn landbúnaður. í þessu ljósi má þvi líta á laxveiðiárnar sem mik- ilsverðan þátt fyrir landshluta eins og Norðurland, í gegnum þær skapast tekjur inn á svæðið og mikilsverð landkynning enda margir erlendir veiðimenn sem hing- að koma, nær eingöngu til laxveiða. Þegar sumarið verður gert upp hvað laxveiðina varðar þá er í mörg horn að líta. Fyrst og fremst þarf að svara þeirri spurn- ingu hvort hin dræma veiði muni draga úr eftirspurninni. Svari menn því játandi þá þarf að bregaðst við. Markaðslögmálið gildir hér eins og í mörgu öðru. FSA að minnsta kosti eins og þriggja stjörnu hótel Lesandi hafði samband við blaða- mann Dags og vildi mótmæla kröftuglega gagnrýni sem fram hef- ur komið í blaðinu vegna fæðis sjúklinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann dvaldi, nú í lok ágúst, í tíu daga á lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahúsins og sagði að aðbúnaður allur, þjónusta og fæði hefði verið fyrsta flokks. Lesandinn sagði aö honum væri ekki kunnugt um að neinn sjúklinganna, sem lágu á deildinn með honum, hefði verið óánægóur, enda væri þjónustan slík að ef sjúklingar væru ekki fullkom- lega ánægðir með allt væri því kippt í liðinn einn, tveir og þrír. Lesandinn vildi taka það fram að þar sem hann er nú á öðru sjúkra- húsi hér á landi og hefur dvalið þar í nokkra daga hefði hann saman- burð milli sjúkrastofnana og hann væri svo sannarlega FSA í vil. Les- andinn vildi senda starfsfólki FSA bestu kveðjur og þakka fyrir topp- þjónustu. Jóhann. Athugasemdir um hegðun Akureyringa í umferðinni Árni Valur Viggósson hafði sam- band og sagóist vilja taka undir með Þórunni, sent skrifaði les- endabréf í Dag á fimmtudag um notkunarleysi bílstjóra á Akureyri á stefnuljósum. Ámi sagðist hafa velt því fyrir sér hvort skýringin væri sú að Ák- ureyringar kærðu sig ekki urn aó láta nokkum mann vita hvert þeir ætluðu að fara og notuðu þess vegna ekki stefnuljós. Hann vildi hvetja Akureyringa til að kippa þessu öryggisatriði í liðinn og nota stefnuljós eins og vera ber. Ámi Valur sagði jafnframt að hann teldi að vegfarendur á Akur- eyri væru í stórhættu alla daga á hringtorginu sem er á mótum Glerárgötu og Undirhlíóar. Hann sagði að allt of margir hefðu ekki hugmynd um hvernig ætti að keyra á hringtorgi. Árni Valur sagðist hafa frétt aó til hefói staö- ið aó setja upp annaó hringtorg á Akureyri en hætt hefói verió við það vegna þess að ekki hefði tek- ist að kenna Akureyringum að keyra um hringtorg! Hann sagóist einnig vera undrandi á því að þeg- ar hringtorgið, sem þegar er í notkun, var opnað hefði ekki verið lögregla þar til að leiðbeina öku- mönnum, „þarna hefur aldrei sést lögregla,“ sagói Árni Valur. Árni vildi jafnframt koma á framfæri þeirri fyrirspurn hver bæri ábyrgð á bílum sem væru númerslausir að framan, en hann taldi að þar væri um einhverskon- ar tísku að ræöa. Merkjasala á vegum Krabba insum Um næstu helgi, 9.-11. scptem- ber, verða seld mcrki um land allt til styrktar starfi Krabba- meinsfélagsins, en merkjasala fé- lagsins cr nú orðin árviss. Að þessu sinni eru seld merki sem kosta 300 krónur og einnig áletr- aðir pennar á 300 krónur. Merkin og pennamir verða til sölu vió verslanir og gengið verður í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfé- laga Krabbameinsfélags Islands en það cru 24 svæðisbundin krabbámeinsfélög og fimm stuðningshópar sem hafa verið stofnaðir til að sinna félagslegri þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein. Undanfarin ár hefur verió unnið að því að efla starf svæðis- bundnu félaganna. Hafa nokkur þeirra þegar tekist á við veiga- mikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði firæðslu og forvama. Hefur það gcfið mjög góða raun og fleiri félög hafa hug á að fara út á þessa braut Stuðningshópamir hafa unnió mikió og óeigingjamt starf í þágu krabbameinssjúklinga og aö- standenda þeirra og hefur þaó haft ómetanlega þýðingu. Mcrkjasölunni um helgina er ætlað að renna scm styrkustum stoðum undir alla þcssa mikil- vægu starfsemi. Krabbameinsfé- lagió væntir þess að landsmenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að cfla baráttuna gcgn krabbameini. (Frétl frá Krabbameinsfélaginu, 6. sept. 1994.) Enn um FSA Sjúklingur á FSA skrifar: Uppi á fallegri hæð ofan við Innbæinn stendur sjúkrahúsið okkar (FSA). Fyrir forgöngu mik- ilmenna eins og t.d. Guðmundar Karls Péturssonar yfirlæknis, var þessi stofnun rekin og reist með hinum mesta myndarbrag. Alltaf síöan hefur sjúkrahúsið á Akur- eyri veriö talið með bestu stofnun- um sinnar tegundar og ekkert gef- ið höfuðborginni eftir í þeim efn- um. Farið hefur saman góð að- staða og framúrskarandi starfs- fólk. Þegar maður er ungur og hraustur, lítur maður þessa bygg- ingu gjarnan hornauga þegar ekið er framhjá og segir með sjálfum sér: „Hér skal ég aldrei dvelja.“ Einkum festast augun við skilti eitt stórt á ábcrandi stað þar sem stendur: „Innkeyrsla - Líkhús.“ Það fer ónotahrollur um mann og maóur hugsar með sér: „Þetta er leióin sem við förum öll.“ Svo líða árin og viðhorfin breytast. Fyrr en varir erum við orðnir aldraðir. Þá er gott að hafa skjól að leita í og fá lækningu og umönnun fómfúsra handa. Undanfarið hafa birst í Degi nokkrar greinar um FSA þar sem fæðið hefur verið á dagskrá. Ég hef dvalið á sjúkrahúsinu nokkr- um sinnum á þessu ári og hef ekk- ert út á matinn að setja, þvert á móti. Hann er bæði mikill og góð- ur. Af viðtali vió fjölda sjúklinga hér eru þeir alveg á sama máli. Dvöl á sjúkrahúsi er allt annað í reynd heldur en hún virðist vera úr fjarlægð í augum ungra, hraustra manna, þegar til kastanna kemur. Þar getur manni liðió vel, ef maóur kemur þangað meó já- kvæðu hugarfari. Hér þarf enginn neinu að kvíða. Læknar kunna mörg ráö til að draga úr þjáning- um fólks og það er viss léttir að kasta frá sér áhyggjum hins dag- lega streðs. Hitt er svo annað mál að meóal sjúklinga, eins og annarra hópa fólks, eru alltaf til svartir sauðir sem varpa skuggum á tilveruna og gera líflð að sorgargöngu. Ég held aó okkur Norðlending- um sé enginn greiói gerður með því að kasta rýrö á sjúkrahúsið okkar né aðrar norðlenskar stofn- anir. Varla getur þaó talist ólán aö næringarfræóingur ferðist milli sjúkrahúsa landsins til að ráðleggja um hollt mataræöi, eins og það er mikilvægt fyrir heils- una. Eða góóa brauðið sem bakað er hér innan veggja spítalans. Ekki kem ég auga á kosti þess að kaupa allt brauó í bakaríum, misjafnlega gamalt. Þaó þætti léleg húsmóðir sem gerði slíkt. Ég vil svo að lok- um þakka læknum, hjúkrunarkon- um og starfsfólki í mötuneyti góóa kynningu og óska því bjartrar framtíðar. Skemmdar- verk unnin Eg má ekki láta út þvott svo ekki séu skorin göt á hann hér og þar. Tvinninn skorinn í sundur og töl- urnar úr. Ég átti kápu úti á snúru sem ég ætlaði að fara í í bæinn en þá var búið að skera svo margar tölur úr henni að ég gat það ekki. Kjólar og rúmföt hafa verið skemmd, allt sem hægt er aó skemma. Það hefur líka verið far- iö inn og stolið svolitlu og ruslað í dóti. Bíllinn hefur líka verið skemmdur svolítió. Magnea K. Bjarnadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.