Dagur - 09.09.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 9. september 1994
Til sölu
eru eftirfarandi skrifstofumunir úr þrotabúi
A. Finnssonar hf.
Skrifborð, hillusamstæða, sófaborð, skilrúm, hillur,
stólar, fundarborð og fleiri munir.
Tilboðum skal skila til skiptastjóra þrotabúsins Gests
Jónssonar, Mörkinni 1, Reykjavík fyrir 15. sept. 1994.
Allar upplýsingar gefur Kristín í síma 12603 og 12604
frá kl. 9-16 og annast hún jafnframt um að sýna mun-
ina.
O ©
Skrifstofa jafnréttismála
Jafnréttisráð Kærunefnd jafnréttismála
Jafnréttisviður-
kenning 1994
Jafnréttisráð auglýsir eftir hugmyndum og/eða tilnefn-
ingum um aðila sem unnið hafa aó framgangi jafnrétt-
ismála á árinu 1994 og komið geta til álita sem vióur-
kenningarhafar vegna vel unninna starfta í þágu jafn-
réttis kvenna og karla.
Viðurkenningu Jafnréttisráðs getur fyrirtæki, stofnun,
skóli, bæjarfélag, félagasamtök eða einstaklingur feng-
ið sem á einn eða annan hátt hefur skaraó fram úr á
sviði jafnréttismála í þjóðfélaginu.
Hugmyndir eða tilnefningar sendist eóa tilkynnist til
Skrifstofu jafnréttismála, pósthólf 996, 121 Reykjavík
eða í síma 91-27420 fyrir 16. sept. nk.
Byggðavegi 98
HELGAR-
TILBOÐ
Léttreyktur
lambahryggur
kr. 689 kg
Sojabrauð
kr. 99 stk.
Heimsendingarþjónusta
alla virka daga kl. 11 & 14.
Opið alla daga til kl. 22.
Byggðavegi 98
FRÉTTIR
King iidv a Mnuicyn
Þing NBO, Nordiska kooperatva och alimanntyttiga bostadsfðretags organisation, hófst í Iþróttahöllinni á Akureyri
í gærmorgun og sækja þingið um 350 manns. Aðalfundur NBO var svo haidinn eftir hádegið. Síðdegis skoðuðu þing-
fulltrúar gömul hús á Akureyri og í Laufási við Eyjafjörð. í dag halda þingstörf áfram en síðdegis mun Ossur
Skarphéðinsson, umhverflsráðhcrra, afhenta Umhvcrflsviðurkenningu NBO 1994, sem nú eru afhent í fyrsta sinn. Á
myndinni er þingfúlltrúum skemmt yfir einhverju sem Árni Björnsson, frá Þjóðminjasafninu, hafði að segja þeim.
GG/Mynd: Robyn
Aðalfundur Eyþings:
Samið um úttekt á
förgun og hirðingu úrgangs
- sameiginlegra lausna leitað
Aðalfundur Eyþings var haldinn
að Hnitbjörgum á Raufarhöfn í
gærdag. „Það er þokkalega vel
mætt á fundinn en þó verður að
viðurkennast að tíminn er
kannski ekki sem heppilegastur
fyrir alla. Það eru göngur og
réttir og ýmsir menn úr sveitun-
um eiga ekki heimangengt þess
vegna. Eigi að síður er þokka-
lega mætt,“ sagði Einar Njáls-
son, formaður Eyþings, í samtali
við Dag.
Aðspurður um helstu mál sem
greint var frá í skýrslu stjórnar
sagði Einar: „Við erum búin að
gera saming um útttekt á hirðingu
og förgun úrgangs á svæðinu. Við
höfum gert þríhliða samning við
Umhverfisráðuneytið og Samband
íslenskra sveitarfélaga um úttekt-
ina, sem verður unnin á Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen
hf. á Akureyri. Starfið mun hefjast
nú í september og ljúka í febrúar á
næsta ári. Þetta er vióamikill
málaflokkur sem sveitarfélögin
munu fást við á næstunni og við
bindum vonir við að þessi úttekt
velti uppp valkostum til lausnar á
þessu máli. Með úttektinni erum
við öðrum þræói að vita hvort við
getum ekki fundið einhverjar sam-
eiginlegar lausnir fyrir stærra
svæói sem yrði hagkvæmara fyrir
sveitarfélögin en ef hver og einn
væri að leysa þetta fyrir sig.“
í skýrslunni var gerð grein fyrir
störfum umdæmanefndanna og
kosningunni um sameiningu sveit-
arfélaga.
Stjórn Eyþings og Rarik hafa
sett niður sameiginlegan starfshóp
á síðasta ári til að huga að aukn-
ingu á notkun raforku. Þetta er
þríþætt starfsemi. Starfshópurinn
er að athuga hvort hægt er að að-
laga raforkutaxta til fyrirtækja að
notkun þeirra þannig að fyrirtæki
sem nota mikla og stöðuga orku
fái hagstæðara verð. - Hvar hægt
er aó hverfa frá notkun olíu sem
orkugjafa og nota rafmagn í stað-
inn. - Hvaða möguleikar eru á
nýrri atvinnustarfsemi sem notar
raforku eða aðra innlenda orku.
Starfshópurinn er að gera könnun
á notkun olíu til hitunar á svæó-
inu. I vinnuhópnum eiga sæti: As-
geir Magnússon, framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarð-
ar, Stefán Jónsson, framkvæmda-
stjóri Atvinnuþróunarfélags Þing-
eyinga, Tryggvi Þór Haraldsson,
umdæmisstjóri Rarik á Akureyri
og Hjalti Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Eyþings.
Eyþing stóð fyrir ráðstefnu um
Byggö og samgöngur, sem haldin
var á Húsavík í febrúar sl.
„Stjóm Eyþings hefur verið í
vióræðum við Háskólann á Akur-
eyri um samstarf við námskeiða-
hald fyrir sveitarstjórnarmenn.
Þær viðræður hafa leitt til þess aó
nú í haust mun í samstarfi Ey-
þings og Háskólans á Akureyri
verða haldin námskeið í ritun
fundargerða, í skipulagi og stjórn-
un nefndarfunda og almennri
fundarstjórn, auk þess verður
haldið námskeió fyrir starfsfólk í
félagsþjónustu sveitarfélaga.
Eyþing hefur látið vinna grein-
argerð um möguleika á samein-
ingu heilbrigðiseftirlits á svæðinu.
Niðurstaóa þeirrar greinargeróar
er sú að kostnaðarlega muni það
litlu breyta, en greinargerðin hefur
verið send öllum héraðsnefndun-
um. Greinargerðin var gerð aó
beiðni Héraðsnefndar Norður-
Þingeyinga.
I skýrslunni er fjallað um nauð-
syn þess aö sveitarfélögin taki upp
viðræður um með hvaða hætti þau
koma fyrir starfsemi Fræðsluskrif-
stofunnar, nú þegar fyrirhuguð
yfirfærsla á grunnskólanum á sér
stað. Akveðið er aó setja niður
þriggja manna starfshóp á vegum
Eyþings til þess að velta upp val-
kostum í því máli.
Fjallað er um kynningu Iðnað-
arráðuneytisins á virkjunakostum,
virkjunaráætlunum fyrir jökuls-
árnar á Fjöllum, Brú og Fljótsdal
og væntanlega mun fundurinn
álykta um það á föstudaginn,“
sagöi Einar.
í dag verður fjallað um feróa-
þjónustu á Noróurlandi eystra og
markaðssetningu svæðisins sem
heildar. Einnig verða tillögur
afgreiddar og næsti fundarstaður
ákveðinn. IM
Heiðursborgari Dalvíkur,
Jón E. Stefánsson, látinn
Fyrsti heiðursborgari Dal-
víkur, Jón E. Stefánsson,
byggingameistari, lést að-
faranótt sl. mánudags á 93.
aidursári, en hann var fædd-
ur að Jarðbrú 4. maí 1902,
sonur Jóns bónda Jónssonar
og Jónínu Arnbjarnardóttur
og ólst upp m.a. að Syðri-
Másstöðum og Hjaltastöð-
um. í árdaga barnafræðslu á
íslandi sótti Jón skóla að
Þverá í Skíðadal þar sem
starfræktur var farskóli.
Um tvítugt fór hann að
vinna við smíðar og afla sér
þekkingar á því sviði og fékk
meistarabréf 25 ára gamall.
Jón var kvæntur Jónu Fann-
eyju Stefaníu Bergsdóttur frá
Hofsá. Þeim varð ekki barna
auðió en tóku árið 1942
stúlkubarn á þriðja ári, Elínu
Skarphéðinsdóttur, í fóstur.
Konu sína missti Jón þaó
sama ár.
Jón reisti myndarlegt íbúð-
arhús á Dalvík, Hvol, og var
hann lengst af kenndur við
það og kallaóur Jonni í Hvoli.
I dag hýsir Hvoll byggðasafn.
A fundi bæjarstjómar Dalvík-
ur 11. september 1980 var Jón
kjörinn fyrsti heiðursborgari
Dalvíkur en hann átti stóran
þátt í örri uppbyggingu Dal-
víkurbæjar, byggði auk fjölda
íbúðarhúsa m.a. kirkjuna,
íþróttahúsið og gamla skól-
ann. Útför Jóns fer fram nk.
laugardag kl. 14 á vegum bæj-
arins í samráði við aðstand-
endur. GG