Dagur - 01.11.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 01.11.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 1. nóvember 1994 FRÉTTIR Landsþing hestamannafélaga: Reglur um lyfjamál í höfn Landsþing hestamannafélaga var haldið á Hvolsvelli um helg- ina. Um tímamótaþing var að ræða þar sem samþykktar voru reglur um lyfjamál. Einnig var rætt talsvert um breytingar á keppnisreglum og var ákveðn- um þáttum þar vísað til milli- þinganefndar „Þetta var afar málefnalegt og gott þing. Aðalmálið voru auðvit- að þessar reglur um lyfjamál sem Akureyri: Innbrot í Gullnámuna Skömmu fyrir klukkan tvö síð- astliðinn fóstudag var lögregl- unni á Akureyri tilkynnt um innbrot í Gullnámuna, peninga- spilasal Happdrættis Háskóla íslands í Hofsbót 4. Að sögn umsjónarmanns Gull- námunnar var stolið 32.000 krón- um í peningum. Farið var inn um glugga á suöurhlið hússins. Inn- brotið var framiö á tímabilinu kl. 23.00 á fimmtudagskvöld til kl. 11.00 á föstudagsmorgun. Innbrot- ið hefur ekki verið upplýst. voru var afar vel undirbúnar af hálfu þeirra sem aó þeim unnu og um þær náðist góð samstaða," sagði Guðlaug Hermannsdóttir, einn af þingfulltrúum Hesta- mannafélagsins Léttis á Akureyri. „Við hjá Létti erum afar lukkuleg með að þetta skuli vera komið í gegn þar sem við höfum barist fyrir þessu undanfarin þrjú þing. A síðasta þingi var reyndar skorað á mótshaldara að lyfjapróf yröu gerð, sem ekkert var gert með. Auóvitað hafa fjölmiðlar gert mikió úr þessum lyfjamálum. Hestamenn almennt eru ekki á kafi í þessu heldur heyrir það til undantekninga. En það er gott að hafa góóar reglur til að fara eftir, Iög og vióurlög, þannig að ekkert fari úrskeiðis," sagói Guðlaug. Nú er það komið í reglugerð að á öllum stórmótum verður að lyfjaprófa og að auki geta menn átt von á lyfjaprófi á gæðinga- keppnum hvar sem er um landið. A þinginu var einnig rætt um hvort endurskoóa þyrfti keppnis- reglur og var því vísað til milli- þinganefndar. Meöal annars hvort rétt sé aö stóðhestar og geldingar keppi saman eins og nú er og hvort leyfa ætti ræktunarsambönd- um að taka þátt í keppnum. „Þetta eru viðkvæm mál en ég hef trú á að þetta leiði til þess að allar keppnisreglur verði endurskoóar Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki hafa orðið níu óhöpp þar sem ekið hefur verið á búpening í nýliðnum októbermánuði í um- dæmi þeirra. Lögreglan vill beina því til beggja aðila, bæði eigenda búpenings og öku- manna, að sýna aðgát vegna þessa nú í skammdegi og hálku. Síðastlióinn miðvikudag var ekið á hest við Narfastaði á Siglu- Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi var mikil hálka í Húnavatns- sýslum um helgina og frá því á laugardagsmorgun og fram á mánudag urðu átta umferðar- óhöpp á svæði lögreglunnar á Blönduósi. Bæði var um Bílslys á Vatnsskaröi Um kaffileytið á laugardag varð bílslys við eyðibýlið íbishól á þjóðvegi númer eitt á austan- verðu Vatnsskarði. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki var hálka orsök slyssins. Kona sem var farþegi í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús á Sauðárkróki, hún slasaðist ekki al- varlega. KLJ Vinnuveitendasamband íslands, Samtök iðnaðarins og skrifstofa atvinnulífsins á Akureyri héldu félagsfund með norðlenskum fé- lagsmönnum þessara samtaka á Hótel KEA sl. fimmtudag. Magnús Gunnarsson, formaður VSI, segir að fundurinn hafi m.a. verið til undirbúnings 60 ára afmælis Vinnuveitendasam- bandsins og verið að undirbúa Magnús Gunnarsson, formaður VSI, á fundi atvinnurekcnda á Hótel KEA. Mynd: Robyn mjög ítarlega,“ sagöi Guðlaug. Ekki var tekin ákvörðun um næsta landsmótsstað, enda er það ekki hlutverk þingsins heldur stjórnar. HA fjarðarvegi, einnig var ekið á fol- ald við Laugarholt í Skagafírði. Á föstudaginn var ekið á á nautpen- ing á Siglufjarðarvegi við Ytri- Hofdali og sama dag var ekið á hest við Fremrikot. A laugardag- inn var ekið á hest á Vatnsskarði. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki var ekki um slys á mönnum að ræða í neinum af þessum óhöppum. KLJ árekstra og út af akstur að ræða. Bifreió var ekið út af við Geita- skaró. Þrír voru í bifreiðinni en meiðsl voru Htilsháttar. Lögreglunni var tilkynnt um ölvaðan ökumann i Langadal og lenti lögreglan í eltingarleik við hann og endaói sú ökuferð utan vegar. Okumaður var fluttur á sjúkrahús. Árekstur varð á mótum Skaga- strandarvegar og Norðurlandsveg- ar. Ekki urðu slys á fólki. Aðfara- nótt sunnudags valt bíll við Hvammstangavegamót. Fimm manns voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús. Á sunnu- dag varð árekstur í Hrútafirði. Annar ökumaðurinn leitaði til læknis. Tvcir árekstrar urðu á Blönduósi en ekki urðu slys á fólki. KLJ ákveðna stefnumótunarvinnu. Auk þessi hafí undirbúning að næstu kjarasamningavinnu bor- ið á góma. „Við höfum verið á feróalagi um landið til undirbúnings ráð- stefnu vegna afmælisins, en við erum að reyna að horfa til frarn- tíðar og skilgreina vandamálin og átta okkur á því hvar við verðum eftir 50 ár. Samningar cru lausir um ára- mótin og það er eðlilegt og nauó- synlegt að sest verói niður nú meó viósemjcndum okkar og samió áð- ur en núverandi samningar renna út. Það væri farsælast fyrir alla. Oll umræða um átök á vinnumark- aði skapar ákveöna óvissu og vió veröum varir vió að það skapar einnig óróleika á fjármagnsmark- aðinurn, þ.e. á vextina. Við viljum ræða við verkalýðshreyfinguna nú, enda engin ástæóa að bíða þar til eftir áramót. Viö höfum séð fólk vera mánuðum saman án kjarabóta vegna þess að verið er að takast á um kjaramál allt of lengi. Það þarf að flýta samninga- viðræðum til þess að óvissan skemmi ckki fyrir okkur,“ sagði Magnús Gunnarsson, formaður VSI. GG Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Atvinnumálanefnd hefur samþykkt aó styrkja átakió „Islenskt, já takk“, sem ætl- unin er að standi yfir nú fram að áramótum. Samþykkt að styrkja verkefnið um 150 þús. kr. ■ Á fundi bygginganefndar 19. október sl. var tekið fyrir erindi frá Sigurjóni Haralds- syni, Tröllagili 6, um lóð í Giljahverfi fyrir 350-400 fer- metra fjölnotahús - leikskóla, sérskóla, ráðstefnu- og gisti- heimili. Ef ekki er til lóð í Giljahverfi fyrir þessa starf- semi óskar Sigurjón eftir því að bygginganefnd bendi á aórar lóóir sem komi til greina. Bygginganefnd frest- aói aó taka afstöóu til erindis- ins og var byggingafulltrúa falið að kanna nánar mögu- leika á lóðum og áætlanir umsækjanda. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi Haraldar Áma- sonar f.h. GcislagÖtu hf. um aö breyta húsinu Geislagötu 10 þannig að á 1. hæó verði verslun og þjónusta (starf- semi óákveðin) og á 2. hæö og í risi verði íbúóir. ■ Skólancfnd Tónlistarskól- ans samþykkti ályktun á fundi sínum 17. október að brýna nauðsyn beri til þess að keyptur verói konsertflygill til cflingar tónlistarlífi bæjar- ins.^ ■ Á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs var tekið fyrir bréf frá lramkvæmdastjóra íþróttafélagsins Þórs þar sem því er lýst að íþróttafélagið Þór sé tilbúió að leggja fram land og búningsaðstöóu þcgar Akureyrarbær hefst handa við úrbætur fyrir knattspymu- menn. ■ Atvinnumálanefnd hefur skipaö fímm manna starfshóp til að kanna stöðu málmiðn- aðar á Akureyri. Starfshópur- inn skili atvinnumálanefnd áliti eigi síóar en 15. nóvem- ber nk. I starfshópnum eru: Guðmundur Stefánsson, Há- kon Hákonarson, Pétur Bjamason, Þórarinn B. Jóns- son og Hálfdán Örnólfsson. ■ Á fundi atvinnumálanefnd- ar 14. október sl. var lögð frant styrkbciðni tij atvinnu- málancfndar frá ígulkcrinu hf. vegna flutnings fyrirtækis- ins til Akureyrar. Nefndin samþykkti að veita ígulkerinu hf. styrk að upphæð kr. 1 milljón cr grciddur vcrói út í tvennu lagi kr. 500 þús. strax og kr. 500 þús. eftir nánara samkomulagi vió Igulker hf. eftir að starfsemin er hafin. Bæjarráð hcfur samþykkt þessa bókun atvinnumála- nefndar. ■ Á fundi umhverfisnefndar 26. október sl. kom fram að eitt erindi og ein fyrirspum hafi borist, þar sent bændur í nágrenni Akurcyrar lýsa áhuga á aö vcita bæjarbúum þjónustu; kartöllugeymslu og garólönd til leigu. Umhverfis- nefnd áformar að kynna sér aðstöðu þcirra sem hafa áhuga á að veita þessa þjón- ustu. HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI SKIPAGÖTU 12, SÍMI 96-25311 Til sölu almennar kaupleiguíbúðir í Helgamagrastræti 53 Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsókn- um um tvær þriggja herbergja almennar kaupleigu- íbúðir í Helgamagrastræti 53. Hámarks lánshlutfall er 90% af kaupverði, 20% til 25 ára og 70% til 43 ára með 4,9% vöxtum. Vakin er at- hygli á því að lánstími á 20% láni hefur verið lengdur úr 5 árum í 25 ár. Greiðslubyrði á mánuði af einni millj- ón króna er um 4.700 af 70% láni og 5.800 af 20% láni. Réttur til kaupa á almennri kaupleiguíbúð er ekki bundinn skilyrðum um tekju- og eignamörk, en umsækjendur þurfa að geta sýnt fram á greiðslu- getu. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást hjá Húsnæðisskrifstofunni, Skipagötu 12, 3. hæð, sími 96- 25311. MEISTARAFÉLAG BYGGINGAMANNA NORÐURLANDI Málarar Málarameistarar Námskeið um Yfirborbsefni fyrir steinfleti utanhúss verður haldið í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, 4. hæð, föstudaginn 4. nóvem- ber 1994 kl. 13.00-17.00. Á námskeiðinu verður fariðyfir; Úttekt á yfirborðsefnum. Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna steyptra veggja. Val á yfirborðsefnum fyrir steinfleti utanhúss. Námskeiðið er fyrir málara og hentar einnig þeim sem sjá um viðgerðir steyptra veggja og undirbúa þá undir málun. Allar nánari uppýsingar og skráning fer fram hjá F.B.E. í síma 22890 og M.B.N. í síma 11222. Fræbslurdb byggingaribnabarins. Ekið é hross og naut ^ Húnavatnssýslur: Atta umferðar- óhöpp um helgina Fjölmennur fundur VSÍ og Sl é Hótel KEA: „Flýta þarf samninga- viðræðum til að óviss- an skemmi ekki fyrir" - segir Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.