Dagur - 12.11.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 12.11.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 12. nóvember 1994 FRÉTTIR Kennarar blása í herlúðra: „Kennarar nú mun harðari í afstöðu sinni" - segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, um væntanlega kjarasamninga Kjaramál voru rædd á fundi fulltrúaráðs HÍK (Hins íslenska kennarafélags) 31. október sl. og á hliðstæðum fundi KÍ (Kenn- arasambands íslands) sama dag og þar voru lagðar fram tillögur í kjaramálum. Tillögurnar voru kynntar félagsmönnum á lokuð- um fúndi í Verkmenntaskólan- ;m á Akureyri sl. fímmtudag. lelstu kröfurnar eru að grunn- aup hækki um 2 til 6 launa- iokka en allir kennarar grunn- raðist tveimur launaflokkum hærra en skv. núverandi samn- ingum. Að loknum tveimur ár- um í starfi hafi menn hækkað í áföngum um 4 launaflokka til viðbótar. Vinnutími kennara verði skil- greindur upp á nýtt og undirbún- ingur kennslu, kennsluskulda o.fl. verói endurskoðaó. Arganga- og fagstjórn í grunnskólum og deildastjórn í framhaldsskólum Nómskeið um gæðastjórnun í byggingariðnaði Nómskeiðið, sem ætlað er félagsmönnum Samtaka iðnaðarins, verður haldið á vegum Skrifstofu at- vinnulífsins á Norðurlandi. Tími: Föstudagur 18. nóv. kl. 13-16 Laugard. 19. nóv. kl. 8-12 MarkmiS námskeiðisins er að veita verktökum þjálfun í að byggja upp eigið aæðakerfi til að mæta vaxandi kröfum í byggingariðnaði. Leiðbeinandi er Olafur Jakobsson, ráðgjafi hjá íslenskri gæðastjórnun sf. Skráning fer fram í síma 96-11222,91-16010. SAMTÖK IÐNAÐARINS ----------------------------------------x AKUREYRARBÆR Reynslusveitarfélag Óskað eftir tillögum Akureyrarbær hefur verið valinn til aó vera eitt tólf reynslusveitarfélaga skv. lögum um reynslusveitar- félög nr. 82/94. Reynslusveitarfélagaverkefnið gerir ráð fyrir, aó á tímabilinu 1995 til 1999 verði gerðar tilraunir á eftir- töldum sviðum: -að reyna nýjungar í rekstrarfyrirkomulagi ein- stakra málaflokka hjá sveitarfélaginu og í stofnun- um þess, - að reyna nýjungar í stjórnsýslu, svo sem í stjórn- un einstakra málaflokka, skipan nefnda, samskipt- um við bæjarbúa o.þ.h., - aö fengnar verói undanþáguheimildir frá ákvæð- um tiltekinna laga og reglugerða, -að sveitarfélagið taki að sér, frá 1. jan. 1996, ný verkefni sem ríkið hefur annast, enda komi til auknar tekjur þess vegna. Akureyrarbær hefur skipað framkvæmdanefnd vegna verkefnis þessa, undir forystu bæjarstjóra. Framkvæmdanefndin lýsir með auglýsingu þessari eftir hugmyndum og tillögum bæjarbúa um breyting- ar sem fallið gætu innan ramma reynslusveitarfé- lagaverkefnisins. Bæjarskrifstofur veita upplýsingar um nefndarmenn en þeir gefa eftir föngum umbeónar upplýsingar um einstök verkefni. Óskað er eftir að skriflegar tillögur bæjarbúa berist til bæjarstjóra fyrir 25. nóv. nk. Bæjarstjóri. ____________-_____________________________________/ verói aukin m.a. þannig aó ákvæöi komi í kjarasamning um stundafjölda í faglegri stjórnun miðað viö þær kennslustundir sem á bak viö standa. Kennsluskylda framhaldsskólakennara í fullu starfi lækki um 3 klst. miðaó vió fulla kennsluskyldu viö 55 ára aldur og um aðrar 3 klst. viö 60 ára aldur. Aö áliti fulltrúaráðs HÍK eru þessar tillögur hóglegar, en ekki er fjarri að álykta að þær tákni í raun 30 til 49% kauphækkun, nái þær fram að ganga óbreyttar. Ný- liði í kennslu skal fá eina klst. í af- slátt af kennsluskyldu. Þetta sam- svarar til unt 3,85% kjarabóta fyrsta árið í framhaldsskóla en 3,45% í grunnskóla. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að allt sent snýr að vinntímanum sé ekki kauphækkun, en það muni hins vegar skapa ný störf í skólunum sem tengist einsetningu skóla sem allir stefni að. „011 niðurfærsla á kennslu- skyldu mun hafa í för með sér aukna bundna viðveru hjá kennur- um. Endanleg útfærsla á launa- kröfum liggur fyrir á næstunni, en hver launaflokkur þýðir um 3% hækkun svo mest getur þetta orðið 18% hækkun. Vonandi getum við lagt frani kröfur okkar á fundi nteð viðsemjanda, ríkisvaldinu, eftir 21. nóvember, en bæði KÍ og HIK kalla saman sínar samninga- nefndir í næstu viku. Félögin stefna að samfloti í samningavið- ræðum svo nú standa kennarar sameinaðir. Það getur skipt máli hvaó gerist í pólitíska litrófinu því ef boðað yrði til kosninga um áramótin þá er kannski ekki skynsamlegt að herja á einhverja starfsstjórn í stjórnarráðinu sem væri umboðs- laus. Hugur kennara til samninga- viðræðna er nú allt annar en hann var í allsherjaratkvæöagreiðslunni fyrir hálfu ööru ári, afstaðan mun harðari. Verkfall er boðað eftir allherjaratkvæðagreióslu og það getur tekió um fimm vikur,“ sagði Eiríkur Jónsson. GG Sjúkraliðaverkfallið: Engin í verkfalli á Noröurlandi Nú er sem kunnugt er hafið verkfall hjá Sjúkraliðafélagi ís- lands, sem hefur lamandi áhrif á margar sjúkrastofnanir. Áhrif verkfallsins á Norðurlandi eru hins vegar engin og ekki er búist við að það breytist. Aðeins 7 sjúkraliðar á Norður- landi eru í Sjúkraliðafélagi Islands sem stéttarfélagi og starfa þeir á nokkrum stofnunum á Húsavík og Akureyri. AUir þessir sjúkraliðar starfa nú á undanþágu. Eins og Helga Dögg Sverrisdóttir sagði, en hún er formaður deildar Sjúkraliðafélagsins á Norðurlandi, þá hefur afar lítinn tilgang aó láta einn sjúkraliða fara í verkfall á vinnustað, þar sem kannski starfa 10 sjúkraliðar. HA Grenjaðarstaðarprestakall: Stefnt að Iqörmanna- fundi í næstu viku Aðaldal undir prestakallið. Það eru 28 fulltrúar úr sóknunum fjór- um sem eru kjörmenn viö að kalla prest til starfa og þurfa % þeirra að vera sammála um valið. IM Akureyrarmótiö í tvímenningi í bridds: Baráttan harðnar enn - tvö pör efst og jöfn fyrir iokaslaginn Baráttan á Akureyrarmótinu í tvímenningi í bridds harðnar enn og þegar aðeins 5 umferðir eru eftir af mótinu, eru tvö pör efst og jöfn með 319 stig. Þetta eru Reynir Helgason og Sigur- björn Haraldsson annars vegar og Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson hins vegar og stefnir í einvígi þessara para næsta þriðjudag. Magnús Magnússon og Stefán Ragnarsson eru í þriðja sæti með 219 stig, Hörður Blöndal og Grettir Frímannsson eru í fjórða sæti með 206 stig, Hermann Tóm- asson og Ásgeir Stefánsson í fimmta sæti með 153 stig og Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson í sjötta sæti með 96 stig. Finim umferðir voru spilar sl. þriðjudag og þá uróu Hörður og Grettir efstir með 61 stig, Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson hlutu 54 stig og Örn Einarsson og Frímann Guðmundsson 49 stig. Á sunnudaginn mættu 12 pör í Sunnuhlíðina. Pétur Guójónsson og Stefán Ragnarsson urðu efstir með 227 stig, Reynir Helgason og Sigurbjörn Haraldsson hlutu 202 stig og Stefán Sveinbjömsson og Jón Sverrisson 179 stig. KK „Við eigum eftir að taka afstöðu og velja á milli nokkurra sem hafa gefið upp að þeir vilji koma hingað sem prestar,“ sagði Stef- án Skaftason, sóknarnefndar- maður í Aðaldal. Stefnt er að því að kjörmenn í Grenjaðarstaðar- prestakalli haldi fund í næstu viku og komi sér saman um að kalla prest til starfa. Sem stendur þjónar Magnús G. Gunnarsson á Hálsi Grenjaðar- staðarprestakalli og hefur þar meó 10 sóknum að sinna. Auk Grenjaðarstaóar heyra kirkjurnar á Þverá í Laxardal, Ein- arsstöðum í Reykjadal og Nesi í Ný húsgagnaverslun á Akureyri Ný húsgagnaverslun tók til starfa á Akureyri í gær. Hún heitir Öndvcgi og er til húsa að Dalsbraut 1. í Öndvegi cru seld sófasctt af ýmsum gerðum, borðstofuhúsgögn, stólar og lampar, svo eitthvað sé nefnt. Á myndinni eru feðginin Jóhann Ingimarsson og Hclga Jóhannsdóttir í verslun sinni. Mynd: Robyn Starfsfólk vín- veitingahúsa á námskeið Áfengisvarnanefnd ríkisins og Áfengisvamanefnd Akur- eyrar standa fyrir námskeiði í Alþýðuhúsinu við Skipa- götu á Akureyri nk. mánu- dag kl. 20.30. Nánskeiðið er ætlað handhöfum vínveit- ingaleyfa og starfsmönnum vínyeitingahúsa. Á fundinum veróa flutt mörg og fróðleg erindi cr tengjast störfum starfsfólks og eigenda vínveitingahúsa. Fjallaó veröur um ábyrgð for- cidra á drykkjuvenjur ung- linga. Ástæða er til að hvetja starfsmenn vínveitingahúsa til að mæta á fundinn. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.