Dagur - 12.11.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 12.11.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. nóvember 1994 - DAGUR - 11 Akureyrarkirkja: Söfitiun í orgelsjóð fer vel af stað Eins og fram hefur komið er hafin söfnun til viðamikilla og nauðsyn- legra endurbóta á stærsta hljóð- færi á Akureyri, orgeli Akureyrar- kirkju. Fyrsti liður í fjársöfnuninni voru tónleikar Kórs Akureyrar- kirkju og Barnakórs Akureyrar- kirkju 6. nóvember sl. en þar söfn- uðust 85.500 krónur. Um næstu skref í söfnunni skal upplýst: - Tekið verður við frjálsum framlögum í Safnaóarheimili Ak- ureyrarkirkju og hjá sóknarprest- um Akureyrarkirkju. - Þeir einstaklingar sem leggja fram 2.500 krónur eða meira fá bókina „Sögu Akureyrarkirkju" eftir Sverri Pálsson sem þakklæt- isvott. - Stofnaður hefur verið sérstak- ur orgelsjóður og öll framlög sem koma í sjóðinn veröa skráð í sér- staka gjafabók. Reikningur sjóðs- ins er í Landsbanka Islands, Akur- eyri, nr. 119077. - A næstu vikum og mánuðum munu félagar úr Kór Akureyrar- kirkju ganga í hús og fyrirtæki og leita eftir stuðningi sóknarbarna. - Allur ágóði af basar og kaffi- sölu Kvenfélags Akureyrarkirkju eftir hátíðarmessu 20. nóvember mun renna í söfnunina. - Næstu fjáröflunartónleikar verða sunnudaginn 4. desember en þá hcldur Björn Steinar Sólbergs- son, organisti Akureyrarkirkju, „maraþontónleika" og mun ágóði af þeim tónlcikum renna í orgel- sjóóinn. Tónleikarnir verða kynnt- ir SÍÓar. (Frétlatilkynning) Tríó Birgis Marinóssonar Músík við smærri og stærri uppákomur Örvar, Birgir og Steingrímur. Upplýsingar hjá Birgi Marinóssyni, sími 96-21774 og Steingrími Stefánssyni, sími 96-21560. Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps: Gasnrýnír rikisstjornma Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps hefur samþykkt bókun þar sem áformum ríkisstjórnarinnar um greiðslur sveitarfélaganna í At- vinnuleysistryggingasjóð á næsta ári er mótmælt. Bókunin er svohljóðandi: „Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps tekur undir gagnrýni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga á vinnubrögð ríkisvaldsins varðandi áform um framhald á greiðslum sveitarfélag- anna í Atvinnuleysistrygginga- sjóð. Skorar hún á Alþingismenn aó koma í veg fyrir þau áform rík- isstjórnarinnar, aó sveitarfélögin verði þvinguð til greiðslna í sjóó- inn, veröi að veruleika.“ óþh Sjálfstæðiskvennafé- lagið Vörn: Jóhanna kjör- in formaður Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Varnar á Akureyri var haldinn mánudaginn 7. nóvember sl. Kosin var ný stjórn og hana skipa: Formaöur: Jóhanna H. Ragn- arsdóttir. Varaformaður: Anna Björg Björnsdóttir. Ritari: Nanna C. Ingvadóttir. Gjaldkeri: Erla Oddsdóttir. Meðstjórnandi: Freyja Jóns- dóttir. Varastjórn: Guðrún Lárusdótt- ir, Helga Ingólfsdóttir og María Sigurbjörnsdóttir. I kjördæmisráði sitja Jóhanna H. Ragnarsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir og Guðrún Lárusdótt- ir. Að loknum aðalfundarstörfum ræddi Arnar Páll Hauksson, deild- arstjóri Ríkisútvarpsins á Akur- eyri, um konur í fjölmiólum. (Frétlatilkynning) Með 160 starfsmönnum Eimskips erlendis sem starfa í íslenskum starfsstöðvum í 10 löndum og með E‘||l||0|/ |f| 40 umboðsfyrirtækjum um heim allan hefur Eimskip myndað þéttriðið þjónustu- og upplýsinganet tHVIwK H'** sem stendur vörð um hagsmuni viðskiptavina fyrirtækisins. Eimskip - fólk með þekkingu, reynslu, verk- og tæknikunnáttu og víðtæk alþjóðleg tengsl - fagfólk á öllum sviðum flutningaþjónustu. Fólk að störfum - fyrirfólk!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.