Dagur - 15.12.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 15.12.1994, Blaðsíða 9
Fímmtudagur 15. desember 1994 - DAGUR - 9 Laufásprestakall: Aðventukvöld og kyöld stund við kerMjós Aðventukvöld verður í Grenivík- urkirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Dagskráin verður fjölbreytt og sniðin fyrir bæói unga og aldna. Kór Kirkjunnar syngur að- Valdimar Gunnarsson, settur skóla- mcistari MA, flytur hugleiðingu á kvöldstund í Laufáskirkju þriðju- dagskvöidið 20. desember. ventu- og jólalög undir stjórn Bjargar Sigurbjömsdóttur. Ung- menni úr Tónlistarskóla Eyjafjarð- ar leika á hljóðfæri og sr. Hannes Örn Blandon flytur hugleiðingu. Baldvin Kr. Baldvinsson bóndi í Torfunesi syngur einsöng og sam- verunni lýkur með ljósahelgileik sem væntanleg fermingarböm flytja. A þriðjudagskvöldiö 20. des- ember verður „kvöldstund við kertaljós“ í Laufáskirkju og hefst sú stund kl. 21. Ljósin á aðventu- kransinum verða tendruð og lesið verður jólakvæði. Valdimar Gunnarsson flytur ræðu og kór kirkjunnar syngur aóventu- og jólalög. Nemendur úr Tónlistar- skóla Eyjafjarðar leika nokkur lög á hljóðfæri. Jón Þorsteinsson, ten- ór, syngur nokkur sálmalög við undirleik Gígju Kjartansdóttur. Þessari kvöldstund lýkur með því að bömin fá kertaljós og lesnir verða spádómar úr Ritningunni um fæðingu frelsarans. Að end- ingu syngja kirkjugestir saman Aðventukvöld verður í Grenivíkur- kirkju nk. sunnudagskvöld. Að venju verður fjölbreytt dagskrá. jólasálminn Heims um ból. Allir eru innilega velkomnir á þessar samverustundir á Grenivík Og í Laufási. (Fréllatilkynning) Nýtt fyrirtæki: Líkkistusmíði í samkeppni við innflutning Félagsfundur Deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra, skorar á viðsemjend- ur sjúkraliða að ganga til samninga hið fyrsta. Deildin lýsir yfir fullum stuöningi við kjarabaráttu sjúkraliða í stéttarfélagi sjúkraliða. Samúðarverkfall sjúkraliða mun ekki vcrða á Norðurlandi cystra cn til að sýna samhug munu sjúkraliðar ganga blys- för frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri niður á Ráöhústorg laugardaginn 17. desember nk. kl. 15.00. Þeim sem vilja sýna sjúkraliðum stuöning er vel- komið að slást í hópinn. Feðgarnir og tresmiðirmr Einar Valmundsson og Valmundur Einarsson hófu nýlega rekstur á Trésmiðjunni Einval að Oseyri 4 á Akureyri. Auk þess að bjóða upp á al- hliða trésmíðaþjónustu hafa þeir hafið smíði og framleiðslu á lík- kistum ásamt tilheyrandi búnaði og sér Elsa Pálmey Pálmadóttir, eiginkona Valmundar, um alla saumavinnu þessu samfara. Einar er þessum þáttum mjög kunnugur því fyrirtæki hans sá um slíka þjónustu um langt árabil á árum áður. Vegna þess hve Islendingar eru formfastir og heföbundir í þessum málum hefur sáralítil breyting orðið á þessari smíó í gegnum árin og ætla starfsmenn fyrirtækisins aö halda fast í þá hefð í samkeppninni við innflutn- ing og leggja sig fram um að halda framleiðslunni heima í hér- aði. JÓH SSSól á Akureyri SSSól gaf nýverið út geislaplötuna Blóð, sem hlotið hefur geysigóðar viðtökur. Hljóm- sveitin heldur norður yfir heiðar á morgun, föstudag, og muna leika þar á miðnæturtónleikum á skemmtistaðnum 1929 á Akur- eyri. (Úr fréttatilkynningu) | BÓKABÚÐ JÓNASAR | 0mar Ragnarsson og Þorgrímur Þrdinsson árita bækur sínar Fólk og Fyrnindi, og Amó Amas og Kvöldsögur í versluninni í dag, fimmtudag, milli kl. 4 og 5. B0KABÚÐ ,bbH\* .E JONASAR JlllYJIs Hafnarstræti 108 - Sími 96-22685 Rafeindavirki óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 96-71323. Rafbær, Siglufirði FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Læknaritari Laus er til umsóknar staða á læknaritara á læknaritaramiðstöð FSA. Um er að ræða 100% starf, frá 1. janúar 1995 til eins árs. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Þorbjörgu Ingvadóttur, læknafulltrúa, fyr- ir 22. desember nk. og veitir hún jafnframt nánari upp- lýsingar í síma 96-30133. K2®QIli™ Húsgögn Ijós og listmunir UUUUUUUUUUUlUIUUUUUUllIlllllllUllllililiijJ u U U UU AUBSMBI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.