Dagur - 02.02.1995, Síða 4

Dagur - 02.02.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 2. febrúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTIN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 96-27639 LEIÐARI----------------------- Staða kjötiðnaðarins Óumdeilt er að á liðnum árum hafa átt sér stað miklar fram- farir í kjötvmnslu hér á landi. Aukin áhersla hefur verið lögð á markaðsmálin, vöruúrvalið er miklu meíra en hér á árum áður og ef marka má góðan árangur kjötvinnslumanna f sam- keppnum á erlendri grundu eru íslenskar kjötvinnslur að framleiða gæðavöru. Hins vegar eru ekki allir á sama máli um þetta. f nýjasta tölublaði íslensks iðnaðar, fréttabréfs Samtaka iðnaðarins, birtist hugleiðing Vilmundar Jósefssonar hjá Meistaranum hf. í Reykjavík um matvælaiðnaðinn þar sem dregin er dökk mynd af stöðu íslensks kjötiðnaðar. Hann segir að kjötiðnað- urinn standi illa að vígi gagnvart innflutningi eins og sakir standa. Hins vegar megi snúa „þeirri slæmu stöðu til hins betra einkum ef strangar gæðakröfur eru hafðar að leiðar- Ijósi." Máli sinu th stuðnings nefnir Vilmundur að vegna þrýst- ings frá verðkönnunum dagblaða, neytendasamtökum, stór- mörkuðum og opinberum innkaupastofnunum hafi kjötiðnað- arfyrirtæki orðið að lækka vöruverð og þá um leið að draga úr vörugæðum. AUar verðkannanir haíi verið geiðar án tillits til gæða vörunnar, lægsta verði hafi verið hampað mest. „Nú er svo komið," segir Vilmundur „að gæðum ýmissa vöruteg- unda hefur hrakað svo að í óefni er komið. Sem dasmi má nefna að mér er til efs aö á íslandi sé hægt að fá skinku sem mundi standast gæðakröfur í nokkru ESB-landi", Vilmundur nefnir einnig að óheyrileg samkeppni kjötiðn- aðaifyrirtælrja hafi orðið til þess að veikja þau svo mjög að nauðsynleg nýsköpun og þróun hafi orðið útundan vegna ónógs hagnaðar. Vilmundur leggur til að hagræðingu verði náð fram í greininni með því að stækka og sameina fyrirtæk- in, „Þvi öílugri sem framleiðslueiningarnar eru því betur eru þær í stakk búnar að mæta innflutningnum. “ Þessi greining Vilmundar á íslenskrí kjötvinnslu er ófögur og hún vekur spurningar. Er ástandið eins svart og hann vill vera að láta? Er það rétt að samkeppnin sé orðin svo hörð á þessum markaði að gæöum hafi verið fórnað til þess að geta boðið vöruna á hagstæðu verði? Það eru vissulega skiptar skoðanir um það innan kjöt- vinnslugeirans að töfralausnin sé að stækka kjötvinnslufyrir- tækin. Útkoma litlu kjötvinnslanna er i mörgum tilfellum ekk- ert lakari en þeirra stærri og ekki er hægt að færa á það sönn- ur að framleiðslugæði ráöist af stærð fyrirtækjanna. Hvaða skoðun sem menn hafa á þessari greiningu Vil- mundar Jósefssonar er ljóst að framundan er breytt umhverfi á þessu sem öðrum sviðum viðskiptalífsins. Við því þarf is- lenskt atvinnulíf að bregðast í tíma. Um ÚA, SH og ÍS - að gefnu tilefni Hitamál þessa vetrar er hugsan- legur flutningur viðskipta meó af- urðir Útgeróarfélags Akureyringa hf. frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna til Islenskra sjávarafurða hf. og sölu hlutafjár bæjarins í ÚA. I því sem hér fer á eftir ætla ég að tjá mig um mitt álit á þessum mál- efnum. Rétt er aó geta þess að ég lít svo á að þessi skrif mín tengist ekki setu minni í stjóm ÚA heldur því að ég bý hér á Akureyri og mér er ekki sama um hvemig ráðskast er meö hagsmunamál af þessu tagi. Aður en ég held lengra vil ég taka fram að það er mín skoðun að fyrirtæki eins og ÚA eigi stöðugt aó vera með það í gagnrýninni skoðun hvort sölumálum félagsins sé best borgió eins og þeim er fyr- irkomió á hverjum tíma eða hvort æskilegt sé að breyta til. Ég held líka aó það sé eðlilegt að bæjaryf- irvöld geri öðru hverju upp við sig hvort breyta beri sinni hlutafjár- eign í peninga og þá hvenær og hvemig standa beri að slíkri breyt- ingu. Atburðarás síðustu daga er ágætt tilefni til slíkra hugleiöinga. Sala hlutabréfa Akureyrarbær hefur eignast hluta- bréf í ÚA gegnum árin við það aó fjárhagslegri aðstoð bæjarins, þeg- ar ÚA átti í kröggum, var breytt í hlutabréf. ÚA er aðlaðandi kostur fyrir fjárfesta og áhrifamikió inn- an atvinnugreinarinnar. A því leikur enginn vafi að styrkur ÚA og sjálfstæði hafa verið mikilvæg atriði fyrir fyrirtækió og Akureyri. ÚA hefur vegna þess trausts, sem það hefur notið, getað sótt hlutafé til almennra fjárfesta landsins og náð að halda uppi fullri atvinnu og verðmætasköpun þrátt fyrir skerð- ingu aflaheimilda undanfarinna ára. Fyrirtækió hefur getað beitt stærð sinni til þess að afla hag- stæðra viðskipta og talað sjálf- stæóri röddu á hvaða vettvangi sem er. Hluthafar - og þar með talinn Akureyrarbær - hafa getað treyst því aó álcvaröanir teknar við stjómarborð ÚA em teknar með hagsmuni ÚA að leiðarljósi og fullur skilningur hefur verið á því hjá bæjaryfirvöldum að til lengri tíma litið færu hagsmunir hluthafa og þar með hagsmunir Akureyrar- bæjar saman við hagsmuni ÚA. Þau sjónarmið sem uppi eru um hugsanlega sölu hlutabréfa Akur- eyrarbæjar í ÚA eru þrenns konar. í fyrsta lagi er spumingin hvort selja eigi bréfin eða ekki. I öðru lagi hvort selja eigi bréfín á þann hátt að dreifð eignaraðild sé tryggð og aó ÚA haldi þar með sjálfstæði sínu. I þriója lagi er svo spurningin hvort hlutabréfm skuli seld einhverri blokk í vióskiptalíf- inu, sem síðan myndi ráða mál- efnum ÚA. Mér finnst persónulega koma til greina að Akureyrarbær selji einhvern hluta bréfa sinna í ÚA. Mér fínnst m.ö.o. ekki sáluhjálp- aratriói að Akureyrarbær eigi meirihluta í ÚA. Mér fínnst það þó ekki ráðlegt að selja bréf bæj- arins við núverandi aóstæður. Og ef eóa þegar bærinn tekur ákvörð- un um að selja sín bréf eóa hluta þeirra þá finnst mér að bréfín eigi að selja á þann hátt að tryggð sé dreifó eignaraðild eftir því sem það er hægt. Þetta þýðir að ég tel óráðlegt að selja KEA og/eða Samherja bréf bæjarins í ÚA. Ég tel reyndar aö fresta eigi umræð- um um sölu bréfanna um eins árs skeið eða svo og ef niðurstaðan þá veróur sú að selja eigi bréfín þá eigi að selja þau í smáum skömmtum og hugsanlega gefa Akureyringum kost á forkaupsrétti upp að ákveðinni upphæð. Ég vil taka það fram áður en ég held lengra að ég tel þaö alfarið ákvörðun Akureyrarbæjar hvort selja eigi bréf bæjarins í ÚA eða ekki og þá hvemig að þeirri sölu skuli staóið. Þær ákvarðanir eru á engan hátt stjómar ÚA, enda eru stjómarmenn þar aðeins fulltrúar eigenda en ekki öfugt. Öðru máli gegnir um val á söluaðila. Sú ákvörðun er í eðli sínu stjómar ÚA og ég tel að veigamikil rök þurfí til til þess að rökstyója bein afskipti eigenda. Val á söluaðila í starfí mínu og áhugamálum hef- ur falist að ég hef kynnst flestu því ágætis fólki, sem vinnur fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávarafuróa hf., bæði hér og erlendis. Ég get meó góðri samvisku vottaó hvar sem er að ég tel að þessi fyrirtæki bæði hafí á að skipa hæfileikaríkum starfs- mönnum. SH hefur gegnum árin sannaó að þeir hafa getu til þess að selja afurðir ÚA og ég er ekki í vafa um að að loknum hæfilegum aðlögunartíma geti IS einnig klár- að sig á því verkefni. Áherslur þessara fyrirtækja eru nokkuð mismunandi. Ég hef til dæmis oft lýst hrifningu minni á því hvemig ÍS stendur að þróunarstarfi sínu. Ég hef einnig oft sagt að ég telji að styrkur SH liggi fyrst og fremst í því aó þeir hafí mikinn skrið- þunga og geti selt mikið magn á stuttum tíma en að styrkur IS liggi fremur í nettum ballettdansi þar sem hæfileikinn til að nýta óvæntar aðstæður er ríkur. Ég hygg þó að fulltrúar beggja sölu- aðilanna mundu sjá ástæðu til að mótmæla þessum skoóunum mín- um við fyrsta tækifæri. Viö það verð ég að búa og mun ekki skipta um skoðun fyrr en mér finnst sjálfum ástæða til. Á hitt vil ég benda aftur, að val söluaðila er í eóli sínu ákvörðun stjómar ÚA og þá ákvörðun á að taka á grundvelli rekstrarforsendna ÚA í bráð og lengd. Hugsanleg afskipti eigenda félagsins þurfa mikillar réttlæting- ar við. Ef við horfum fyrst á málið út frá forsendum ÚA þá hljótum við að staldra við áratuga samstarf fé- lagsins við SH og þau áhrif og eignatengsl, sem ÚA hefur í SH. ÚA hefur selt afurðir sínar í gegn- um SH áratugum saman án þess að á þau samskipti hafi borið skugga. ÚA hefur verið stór fram- leiðandi innan SH og félagsformið hefur valdið því að fulltrúar ÚA hafa komist til mikilla áhrifa inn- an SH og að ÚA er orðið stærsti eigandi að SH. Miðað við for- sendur og sögulega reynslu þurfa því að vera verulegar líkur á ávinningi ef slíta á slík viðskipta- tengsl. Allar upplýsingar sem liggja fyrir varðandi hugsanlegan ávinning ÚA við aö skipta um söluaðila benda til þess að ^sá ávinningur sé ekki fyrir hendi. ÍS- menn sjálfir hafa tekið fram að þeir geti fyrst og fremst tryggt sambærilegt verð fyrir afuróir ÚA en ekki betra. Skýrslumar taka undir þetta en þó með þeirri vió- bót að IS muni lenda í erfiðleikum til að byrja með viö að auka sölu sína um magn sem nemur afurð- um ÚA. Mér finnst því liggja fyrir aó þaó eru ekki forsendur til þess að skipta um söluaðila ef meta á Pétur Bjarnuson. út frá hagsmunum ÚA eingöngu. Þá erum við komin að hinu at- riðinu. Spumingin er hvort önnur atriði séu svo veigamikil aó það réttlæti að fulltrúar meirihluta eig- enda hlutist ti! um málefni ÚA með þeim hætti að láta aðra hags- muni en hagsmuni ÚA ráða ferð- inni varóandi ákvaróanir sem skipta fyrirtækið máli. Nú vil ég taka tvennt fram. í fyrsta lagi ætla ég ekki bæjarfulltrúum að virða hagsmuni ÚA vísvitandi að vett- ugi. í öðru lagi ætla ég að horfa framhjá siðferðilegum forsendum fyrir því að naumur meirihluti bæjarstjómar beiti naumum eign- armeirihluta í ÚA til þess að þvinga fram ákvörðun sem ekki er í samræmi við hagsmuni ÚA. Að þessum forsendum gefnum tel ég að það sé réttlætanlegt að bæjar- stjóm Akureyrar blandi sér í þessi mál. Atvinnuástand er erfítt á Ak- ureyri og sú staða sem upp er komin er ágætt tækifæri til að bæta það ástand. I þeirm svipting- um sem fram hafa komið hafa komið fram tvö tilboð til stuðn- ings atvinnulífi á Akureyri. Eitt frá hvorum þeirra söluaðila sem inn í þessa mynd hafa komið. IS reið á vaóið og bauðst til þess að flytja starfsemi sína til Akureyrar gegn því að fá að selja afurðir UA. SH fylgdi á eftir og bauðst til þess að flytja hluta af sinni starf- semi til Akureyrar auk þess að styója við atvinnulíf á Ákureyri með ýmsum hætti. Þessi tilboð hafa verið metin af hlutlausum að- ilum og mér viróist að af nióur- stöðum skýrsluhöfunda megi ráða að tilboð söluaðilanna séu nokkuð jöfn hvað atvinnuáhrif varðar. At- vinnulíf á Akureyri mun hagnast svipað hvort tilboðió sem tekið verður. I mínum huga stendur þetta eft- ir. Hagsmunir ÚA - a.m.k. til skamms tíma - benda til þess að rétt sé að halda áfram viðskiptum við SH og ekki verður séö að fyr- irtækið hagnist til langs tíma við aö skipta um söluaðila. Atvinnulíf á Akureyri mun hagnast svipað óháð því hvoru tilboðinu verður tekið. Eðlileg niðurstaða hlýtur því að vera sú að ÚA haldi áfram að selja afurðir sínar í gegnum SH og haldi þar með áfram að efla áhrif sín þar. Flutningur ÍS til Akureyrar En þýðir slík niðurstaða að ÍS flytji ekki sína starfsemi til Akur- eyrar? Ég fæ ekki séð að svo þurfi að vera. ÍS þarf að flytja næstu mánuði. Framleiðendur ÍS eru að- allega á Norður- og Austurlandi. Þaó væri því eðlilegt að ÍS flytti til Akureyrar af landfræðilegum ástæðum óháð viðskiptum við ÚA. KEA hefur gefið sterklega í skyn að þeirra áhrif dugi til þess að IS flytti til Akureyrar og ekki hefur heyrst að nokkur í Reykja- vík eða Hafnarfirði hafi gefið tryggingu fyrir viðskiptum gegn því að IS flytti í þau sveitarfélög. Akureyri er væntanlega framtíóar- miðstöð sjávarútvegs á íslandi og því ætti raunar ekkert að þurfa til þess að bæði SH og ÍS flyttu sína starfsemi til Akureyrar og Akur- eyri á bara að bjóöa bæði fyrir- tækin velkomin. En til þess að gera málið auðveldara fyrir ÍS ætti Akureyrarbær að bjóóast til þess að taka á sig allan kostnaó við flutning ÍS til Akureyrar, sjá þeim fyrir húsnæói í þrjú ár og sleppa þeim við þau gjöld sem á færi bæjarins eru í sama tíma. Jafn- framt á að bjóðast til þess að að- stoða það starfsfólk ÍS sem flytja vill norður við flutningana og á þann hátt að sjá til þess að ÍS flytji hingað norður á - til þess að gera - eólilegum viðskiptaforsendum. Pétur Bjarnason. Höfundur er sjávarútvegsfræöingur og á sæti í stjóm ÚA.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.