Dagur - 02.02.1995, Side 6

Dagur - 02.02.1995, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 2. febrúar 1995 Á slóðum Ferðafélags Akureyrar: Btjtiiá' BAUGASEL OG NAGRENNI Oxnhóll Úr innanveróum Hörgárdal ganga tveir djúpir dalir vestur í fjöllin, allt aó sýslumörkum Skagafjarð- arsýslu. Syöri dalurinn heitir Myrkárdalur en sá nyrðri og lengri Barkárdalur. Barkárdalur er nær 15 km á lengd, frá bænum Barká vestur í efstu drög dalsins austan undir Héðinsskarði. Há og brött fjöll umkringja Barkárdal. Sunnan við dalsmynnið er Slembimúli sem rís bratt upp í um 900 m hæð yfir sjó. Vestur frá Slembimúla heitir Sveigsfjall sunnan Barkárdals. Hæstu tindar þess ná rúmlega 1300 m hæö y. sjó. Vestan vió botn Barkárdals gnæfa miklir hamraveggir Jökul- fjalls (1399 m) en í dalbotninum er einn stærsti hvilftarjökull norð- anlands, Barkárdalsjökull, um 5 km2 að stærð. Noróan Barkárdals er Baugaselsfjall sem skilur að nokkru Barkárdal frá Féeggstaða- dal. í Barkárdal er grösugt undir- lendi. Þar er venjulega kyrrviðra- samt á vorin og fram eftir sumri enda nær hafgola varla inn í dal- inn. Hins vegar geta komið þar stórvióri af suðri, einkum um haust og vetur. I Barkárdal voru lengi þrír bæ- ir, allir noróan Barkár. Við dals- mynnið stóð Sörlatunga, en sá bær fór í eyði 1964. Nokkru innar stóðu Féeggstaðir sem fóru í eyði 1940. Fremsti bær í Barkárdal var Baugasel er stóð á flötu nesi, í um 290 m hæð y. sjó, 6 km vestan ár- móta Barkár og Hörgár. Baugasel hét áður Bauganes og þar mun hafa verið búið meira og minna Á hlaðinu í Baugaseli þ. 5. mars 1994. Ljósmynd: Jóhanna Steinmarsdótlir. Laugardaginn 4. febrúar n.k. efnir Ferðafélag Akureyrar (FFA) til skíðagönguferðar í Baugasel. Er þetta jafnframt fyrsta ferðin á dagskrá FFA á nýbyrjuðu ári. Far- iö verður frá skrifstofu FFA í Strandgötu 23 kl. 09 að morgni og ekið að Bugi í Hörgárdal, sjá meðfylgjandi kort af Baugaseli og nágrenni. Gengið veróur á skíðum frá Bugi í Baugasel, vegalengd 6- 7 km, hækkun um 200 m. Þetta er létt ganga, áætlaður göngutími í Baugasel á sólbjörtum sumardegi. Horft inn Barkárdal til Barkárdalsjökuls Og Jökulfjalls. Ljósmynd: Skúli Jóhannesson. Baugasel frá fomöld. Samfelld búseta var í Baugaseli frá því um 1750 og fram til 1965 er bærinn fór endan- lega í eyði. Hér var góð útbeit og engjar í betra lagi. Túnió í Bauga- seli gaf af sér fimm kýrfóður og undir lokin var jörðin vel hýst. Hingað var einnig lagður sími og akfær vegur. í Baugaseli var oft margt í heimili. Síðustu árin bjuggu hér t.d. tvenn hjón með af- komendum sínum: Friófinnur Sig- tryggsson og Una Zóphoníasdóttir og Friðfinnur Friðfinnsson og Rannveig Ragnarsdóttir. Vegna nálægðar fjallanna var skuggasælt í Baugaseli. Af bæjar- hlaðinu sá ekki til sólar frá 10. október til 8. mars eða í tæpa fimm mánuði á ári hverju. Munu ekki önnur býli hérlendis hafa ver- ið lengur án sólar í skammdeginu nema etv. Kambfell í Djúpadal í Eyjafjarðarsveit og Syöri-Fjörður í Lónssveit. Ferðafélagið Hörgur var stofn- að í Baugaseli á Jónsmessunótt 1981. Næstu árin gerðu félagar úr Hörgi gamla bæinn í Baugaseli að verulegu leyti upp og er hann nú sæluhús félagsins. I bænum eru fjögur rúmpláss og gaseldavél. Bærinn er öllum opinn, svo fremi að gengið sé vel og þriflega um. Margar skemmtilegar göngu- leiðir eru í Barkárdal og nágrenni. Auðveldast er að leggja upp frá þjóðveginum fram Hörgárdal rétt eftir að komið er vestur yfir brúna á Hörgá hjá húsinu Bugi. Þaðan er fylgt ökuslóð inn í Barkárdal sunnan Barkár, undir Slembimúla. A móts við eyðibýlið Féeggstaði Yfirlitskort af Baugaseli og nágrenni. Gönguieiðin frá Bugi að Baugaseli er feitletruð. (Hjaiti Jóhannesson staðfærði eftir korti Landmælinga íslands). er göngubrú á Barká. Þar má ganga norður í Féeggstaðadal og etv. yfir fjöllin norður í botn Skíóadals. Slóðin inn Barkárdal liggur norður yfir Barká um 5 km vestan við Bug. Þar er brú á ánni. Brú þessi fauk reyndar af í suð- vestan stórviðri í febrúar 1991 en var síðar endurbyggð. Þá er stutt eftir, um 1,5 km, inn að Bauga- seli, Vestur frá Baugaseli liggja gönguleiðir inn á Barkárdalsjökul og þaðan um Héðinsskarð (1210 m y. sjó) í Hjaltadal eða Kolbeins- dal. Baugasel 2-3 klst. Þar veróur litast um og matast, síðan haldió heim sömu leið. Ingvar Teitsson, formaður gönguleiðanefndar FFA. Heimildir: 1) Bjami E. Guóleifsson: Obyggöaleiðir um- hverfis Þorvaldsdal og Hörgárdal. Arbók Feröafélags íslands 1990, bls. 93-220. 2) Bjami E. Guóleifsson: Munnleg heimild þ. 28.01. 1995. 3) Elsa B. Friófínnsdóttir frá Baugaseli: Munn- leg heimild þ. 25. 01. 1995. 4) Helgi Björnsson: Jöklar á Tröllaskaga. Ár- bók Ferðafélags íslands 1991, bls. 21-37. 5) ívar Olafsson: Ágrip af sögu Baugasels. Er- indi flutt á stofnfundi Feróafélagsins Hörgs aö Baugaseli 23. júní 1981. Heimaslóó, 1, 1982, bls. 7-11. -—■■x i uno„ 1231 1 • Féeggsstaðir\y^ Þútnáveílir — - 'Ur Söriamsp „.** ./ / /'/4®r Aa r .... A . . 0 / ° a N riraungerðs- • ^ ^ skttrö ,. W -Jr' Myrká j> „ •0. ' 854 saurbær ÆLr> -a Gerði JT & ' staðír m.Jf1 f* Asparkonur styðja sr. Pétur A dögunum færðu konur úr Lionsklúbbnum Ösp á Akureyri séra Pétri Þórarinssyni og fjölskyldu hans í Laufási peningagjöf í söfn- un um kaup á dráttarvél, en eins og kunnugt er lögðu tónlistarmenn honum einnig lið meó eftirminnilegum hætti um miðjan janúar. A myndinni eru konur úr Ösp ásamt sr. Pétri og eiginkonu hans, Ingibjörgu Siglaugsdóttur. óþh Póstlisti Hennes & Maurítz H&M Rowells er verslun sem starfrækt hefur verið hér á landi frá sl. hausti. Verslunin er til húsa í Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7, Reykjavík. Þetta heimsþekkta vörumerki er í eigu sænska fyrirtækisins Hennes & Mauritz, en þaó rekur eina stærstu verslunarkeðju Evr- ópu. Ahersla er lögð á vandaðan fatnað og hagstætt vöruveró. Verslanir Hennes & Mauritz eru nú hátt á fjórða hundraó víðsvegar í Evrópu, og er fatn- aður frá H&M, Islendingum er ferðast hafa erlendis, að góðu kunnur. Verslun H&M Rowells var mjög vel tekið hér á landi þegar hún tók til starfa sl. haust. Auk verslunarinnar er rekinn öflug póstverslun þar sem fólk getur fengió vöruúrvalið „heim í stofu“, en nýlega kom út í vor og sumar pöntunarlisti 1995, þar sem glæsilegur fatnaóur á góðu verði er kynntur. Slíkur verslun- armáti er afar hentugur, ekki síst fyrir þá, sem lengra eiga aó sækja verslanir með meira vöru- úrvali. Vörulistann er hægt að panta í síma: 884422 og fá viðskipta- vinir listann sendan heim gegn vægu verói. Þannig er hægt að skoða í rólegheitum hvaó versl- unin hefur upp á að bjóða. Eins og áður sagði er verslun- in H&M Rowells til húsa að Kringlunni 7, Reykjavík. (Fréttatilkynning.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.