Dagur - 10.02.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 10.02.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 10. febrúar 1995 FRÉTTIR Rjómaterta í boði SH Eins og fram hefur komið í fréttum þá voru forsvarsmenn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna afar ánægðir þegar sú niðurstaða lá fyrir að þeir héldu viðskiptunum við Útgerðarfélag Akureyringa. í morgunkaffinu í gærmorgun sendi SH síðan starfsmönnum ÚA hcljarinnar rjómatertu með kaffinu af þessu tilefni og var ekki annað að sjá en SH-veit- ingarnar smökkuðust vel. Mynd: Robyn. Notkun seiðaskilju við rækjuveiðar áskilin á stóru svæði fyrir vestanverðu Norðurlandi: Reglugerðén tekur gildi 1. mars fyrir togara en 1. maí fyrir rækjuveiðiskip Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráö hefur samþykkt aó á árinu 1995 verði lagt á sérstakt sorpurðunargjald. Gjaldið skal lagt á fyrirtæki, stofnanir og einstak- linga meó atvinnurekstur og eru gjalddagamir tveir, 1. mars og 1. maí. Gjaldinu er skipt í fimm flokka og er upphæðin frá kr. 4.000 og upp í kr. 300.000. Bæjar- stjóm raðar fyrirtækjum í flokka, m.a. eftir magni og umfangi úr- gangs. Aðilar skuiu sjá um að úr- gangi sé komið á uróunarstað. ■ Bæjarráð hefur tekið jákvætt í erindi frá Kvikmyndasjóði íslands, þar sem spurst er fyrir um áhuga Sauðárkróksbæjar á aó koma á fót eins eða tveggja daga kvikmynda- hátíð í tilefni þess að í ár em 100 ár frá því að fyrsta kvikmyndin varsýnd í heiminum. ■ Á fundi bæjarráðs var lögó fram tillaga um að taka upp afgreiðslu- gjald fyrir afgreiðslu mála í bygg- inganefnd. Afgreiðslu var frestað. ■ Rafveitustjóri skýrði frá því á fundi veitustjómar, að í júní nk. verður Rafveita Sauóárkróks 70 ára. Rætt var um á hvem hátt eigi að minnast þeirra tímamóta en engar ákvarðanir teknar. ■ Rafveitustjóri skýrði frá því á sama fundi, að Rafmagnsveitur ríkisins hefðu einhlióa hækkað sölutopp samkvæmt innkaupa- samningi Rafveitu Sauðárkróks, um 2,4% frá og með 1. janúar sl. Rafveitan hafði hins vcgar óskaó eftir lækkun á sölutoppi. Afleió- ingamar cm þær að í staó þess að Rafveitan hefói sparað eina millj- ón kr. á árinu 1995, aukast út- gjöldin um rúmlega 700 þús. kr. Veitustjóm lýsir mikilli óánægju með þá viðskiptahætti hjá Rarik, að knýja fram hækkun á topptaxta til Rafveitunnar og efast um lög- mæti þeirra viðskiptahátta Rarik að neyða sína viðskiptavini til að hækka aflnotkun, þrátt fyrir kostn- að og vinnu vió aö fara spamaðar- leið í innkaupum. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri Sími96-26900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Furulundur 2b, Akureyri, þingl. eig. Reynir Björnsson og Sigríður M. Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og ís- landsbanki h.f., 15. febrúar 1995 kl. 10.00. Furulundur 2g, Akureyri, þingl. eig. Jón Ásmundsson, gerðarbeiðendur Bygginaarsjóður ríkisins, Búnaðar- banki íslands, Sameinaði Lifeyris- sjóðurinn og íslandsbanki h.f., 15. febrúar 1995 kl. 10.15. Litlahlíð, íb.hús, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Lilja G. Axelsdóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkis- ins, 15. febrúar 1995 kl. 13.30. Melasíða 6b, íb. 102, Akureyri, þingl. eig. Ingvar Kristjánsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Vátryggingafélag ís- lands h.f. og íslandsbanki h.f., 15. febrúar 1995 kl. 09.30.____________ Ægisgata 25, ásamt vélum og tækjum, Árskógshreppi, þingl. eig. Gylfi Baldvinsson, gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóður (slands, Hafnar- bakki h.f., Lind h.f., Sýslumaðurinn á Akureyri og Vátryggingafélag ís- lands h.f., 15. febrúar 1995 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 8. febrúar 1995. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um notkun seiðaskilju og rækjuveiðibann fyrir Norðurlandi. Notkun seiðaskilju er áskilin á svæðum þar sem mikið er um smákarfa og smáa grálúðu en á þeim svæðum sem veiðarnar eru al- farið bannaðar er það gert í því skyni að vernda smárækju. Bannsvæðin eru Skagafjarðar- Bókaútgáfan Iðunn á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir og hefur af því tilefni ákveðið að efna til stærsta og veglegasta bókamarkaðar sem útgáfan hef- ur nokkru sinni haldið. Bókamarkaðurinn verður hald- inn á Akureyri, í samvinnu við Bókaverslunina Möppudýrið og stendur frá sunnudeginum 12. febrúar til sunnudagsins 26. febrú- ar. Hann verður settur upp í hús- dýpi, svæði suðaustur af Kol- beinsey og svæði á Skjálfanda- dýpi. Rækjuveiöar á þessum svæðum hafa verið bannaðar um nokkurra mánaða skeið og felst engin breyting í þessari reglugeró að því leyti. Seiðaskiljusvæðin eru þrjú, tvö ný, og er annað mjög stórt fyrir vestanverðu Norðurlandi en hitt lítið noröur af Kolbeinsey. Þriðja næði við hlið Rúmfatalagersins, þar sem Bónus var áður. Opið verður frá 10-18.30 virka daga en frá kl. 10-21 laugardagaog sunnudaga. Boðinn verður gríðarlegur fjöldi bókatitla á ótrúlega hag- stæðu verði og er óhætt að full- yrða að sjaldan hafa sést jafngóð kjör á bókamarkaði, segir í frétta- tilkynningu frá Ióunni. Á mark- aðnum verða boðnar nýlegar bæk- ur jafnt og eldri titilar og hafa seiðaskiljusvæðið er á Rifsbanka. Notkun seiðaskilju á nýju svæð- unum tekur gildi fyrir skuttogara 1. mars nk. en fyrir önnur skip 1. maí nk. Innan svæðisins fyrir vestanverðu Norðurlandi hefur notkun seiðaskilju verið áskilin frá því í júnímánuði 1994. Notkun seiðaskilju á því svæði er því þeg- ar áskilin fyrir öll skip. Á Skaga- fjarðardýpi, sem er innan þessa svæðis, eru allar rækjuveiðar bannaðar, einnig á svæði suðaust- ur af Kolbeinsey og á svæði á Skjálfandaflóa. I tillögum Hafrannsóknastofn- unar til ráðuneytisins segir m.a.: „Seiðaskiljur skilja allan fisk yfir ákveðinni lengd út úr vörpunni. Hægt er að segja að allur fiskur yfir 20 cm skiljist út og töluvert af fiski milli 10-20 cm. Veiði á karfaseiðum dregst saman um u.þ.b. 50% sé notuð seiðaskilja og jafnvel meira þegar seiðin eru í stærri kantinum.“ Um tillögu Hafrannsóknastofn- unar var fjallað á fundum þar sem þátt tóku fulltrúar frá ráðuneytinu, Fiskistofu, LÍÚ, FFSÍ, Sjómanna- sambandinu og Vélstjórafélagi ís- lands og urðu aðilar sammála um að gefa út reglugerðina. GG margar bókanna aldrei áður sést á bókamörkuðum. Þama má finna allar tegundir bóka, íslensk og þýdd skáldverk, spennusögur, ástarsögur, þjóðleg- an fróðleik, fræðirit, kennslubæk- ur, ljóðabækur, smásagnasöfn, handbækur, uppflettirit, ævisögur, bamabækur, bæöi íslenskar og þýddar, ritsöfn og hvers kyns bækur aðrar, allar með miklum af- slætti. Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist erindi írá Sambandi íslenskra sveitar- félaga, þar sem greint er frá undirbúningi að samvinnu sveitarfélaga landsins um að- stoð við Súðavíkurhrepp vcgna tekjumissis og tjóns á eignum hreppsins af völdum snjóflóð- anna þar 16. janúar sl. Stjóm Sambandsins mælir meó því við sveitarfélögin að þau styrki Súöavíkurhrepp með 60 króna lágmarksframlagi á hvem íbúa. Bæjarráð samþykkti í gær aó Bæjarsjóður Akureyrar leggi fram kr. 1.000.000,- til aóstoð- ar í Súðavík. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá bæjarstjóminni í Álasundi, vinabæ Akureyrar í Noregi. I bréfinu em ítrekaðar samúóar- kvcðjur til íslendinga vegna snjóllóðaslysanna í janúar og l'ylgdi meö ávísun aö upphæö 10.000 norskar krónur, sem framlag til söfnunarinnar „Samhugur í verki“. Sem frek- ari aðstoð hefúr bæjarstjómin sctt af staö fjársöfnun í Ála- sundi og nágrenni og hvatt til fjárstuónings frá vinabæjunum Lahti, Vásterás og Randers. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að gcrast stuðningsaðili Fram- kvæmdasjóðs Háskólans á Ak- ureyri, með því að greiða fram- lag til sjóösins aö upphæð kr. 25.000. II Bæjarráð hefur staðfest viö- urkcnningu aö upphæö kr. 500.000, sem bæjarstjóri færði handknattleiksdeild KA, í til- efni bikarmeistaratitils um síð- ustu helgi. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Eimskipafélagi íslands í Reykjavík, þar sem því er lýst yfir aö félagió staðfesti allt sem fram kemur í bréfi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna til bæjarstjórnar Akureyrar, dags. 23. janúar sl. og snýr að þjónustu Eimskips og starfsemi félagsins á Akureyri og einnig aó þaó er sett fram í samráói vió og mcð samþykki Eim- skips. 1 þessu sambandi er bent á beinar siglingar milli Akur- eyrar og Evrópulanda sem gætu hafist á haustmánuðum, gámaviðgerðarstöð á Akureyri og byggingu frystigeymslu á Akureyri. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Guðjóni B. Kristjánssyni, f.h. Hrímgulls sf. í bréfinu eru kynntar hugmyndir um bygg- ingu vistvænna húsa og skipu- lag vistvænna byggðakjarna út frá sjónarmiðum heilsu- og umhverfisvemdar. Bæjarráð samþykkti að senda skipulags- nefnd og húsnæðisnefnd bréfið til skoðunar. ■ Bæjarráð gctur ekki fallist á hækkun launaliöar í fjárhags- áætlun Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar fyrir árió 1995 eins og þar er gert ráð fyrir. Vísaó er í þessu sambandi til ákvæðis í 5. grein laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988. Bæjarráð Icggur til aó framvegis verói samningsum- boð fyrir starfsmenn Heilbrigð- iseftirlits Eyjafjarðar í höndum kjarasamninganefndar Akur- eyrarbæjar. Bókaútgáfan Iðunn á hálfrar aldar afmæli: Bókamarkaður á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.