Dagur - 16.03.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 16.03.1995, Blaðsíða 12
Smíöum allargerðir innréttinga oginnihurða Trésmiðjan fllfo • Óscyri la • 603 Akureyri Sími 96 12977 • Fax 96 12978 Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar: Á þriðju milljón til heitavatnsbor- unar í Hólsgerði Sveitarstjórn Eyjaíjarðarsveit- ar samþykkti fyrir skömmu íjárhagsáætlun fyrir yfir- standandi ár. Samkvæmt henni verða skatttekjur sveitarfélags- ins rúmar 100 milljónir króna en rekstrargjöld að frádregnum tekjum málaflokka eru 77,2 milljónir. Til afborgana lána sveitarfélagins renna 6,5 millj- ónir króna, í gjaldfærða íjárfest- ingu fara 13 milljónir og í eign- færða fjárfestingu 4,1 milljón króna. Framkvæmdaliðir eru margir og fáir stórir. Stærstir þeirra eru viðhald og endurbætur á bama- skólahúsinu við Hrafnagil upp á 3,3 milljónir króna og borun eftir heitu vatni í Hólsgerði á komandi sumri. Þar er ætlunin að bora djúpa rannsóknarholu og verja til þess 2,5 milljónum króna. Fyrir liggur lánsloforð upp á 1,5 millj- ónr króna frá Orkusjóði vegna þessarar framkvæmdar. Auk þessa renna tvær milljónir til endurbóta á fjallskilaréttum í sveitarfélaginu, fyrst og fremst á Borgarrétt og Þverárrétt. Gerð aóalskipulags fyrir sveit- arfélagió veröur lokið á árinu. Að sögn Péturs Þórs Jónassonar sveit- arstjóra styttist í að það verði lagt fram til kynningar og því næst verður gefinn frestur til aó skila inn athugasemdum. Reikna má meó, að sögn Péturs, að sveitar- stjóm afgreiði nýtt aóalskipulag eftir mitt ár. Rekstur málaflokka er hærra hlutfall af skatttekjunum en í fyrra og segir Pétur Þór að þar komi fyrst og fremst tvennt til. I fyrsta lagi sé sveitarfélagið aö greiða hluta sinn í uppsöfnuðum halla á Tónlistarskóla Eyjafjarðar og í öðru lagi falli nú á sveitarfélagið að greiða heitavatnskostnað í Laugalandsskóla. Uppgreiðslu hallans á tónlistarskólanum verður lokið á árinu þannig aö rekstur málaflokka ætti að haldast nálægt 70% markinu. JÓH Frá kynningu Evrópsku ferða- og umhverflsverðlaunanna. Frá vistri. Sigurður Á Þráinsson, deiidarstjóri í umhverf- isráðuneytinu, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, Halldór Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráðhcrra, og Davíð Stefánsson frá samgönguráðuneytinu. Mynd: Halldór. Evrópsku ferða- og umhverfisverðlaunin kynnt á Akureyri: Ferðaþjónusta og umhverfis- mál verða ekki aðskilin Norðlenskir dagar hefjast í dag: Innkaupakeppni frambjóðenda - meðal þess sem í boði er á opnunarhátíð , í Hrísalundi kl 17.00 Idag hefjast svokallaðir Norð- lenskir dagar í matvöruversl- unum KEA á öllu Eyjafjarðar- svæðinu og standa yfir til 2. apr- fl. Er þetta í þriðja skipti sem Norðlenskir dagar eru haldnir með þessum hætti og er tilgang- urinn sem fyrr að koma á fram- færi norðlenskum framleiðslu- fyrirtækjum og stuðla að upp- byggingu þeirra. Opnunarhátíð verður í KEA Hrísalundi kl. 17.00 ídag. Meðal þess sem er á dagskrá er innkaupakeppni fulltrúa fram- boðslistanna í kjördæminu sem án efa veróur fróólegt að sjá. Þá verður leikin tónlist og boðió verður upp á kaffí og kökur. Flesta daga meðan Norðlenskir dagar standa yfir verður eitthvað að gerast í matvöruverslunum KEA. Auk margvíslegra kynninga og tilboða má nefna Iistviðburði og handverksfólk kynnir sína starfsemi. Þá er komið út sérstakt blað, þar sem meðal annars verða afsláttarmiðar sem gilda í verslun- VEÐRIÐ Spá Veðurstofunnar fyrir næstu sólarhringa er ekki beint glæsileg. í dag er spáð hvorki meira né minna en norðaustan hvassviðri eða stormi um norðanvert landið og snjókomu, norðlenskri stórhríö. Á morgun, laugardag og sunnudag er einnig norð- anátt í veðurspá Veðurstof- unnar, einkanlega er slæm spá fyrir morgundaginn. um. Að sögn Vöku Jónsdóttur hjá söluskrifstofu KEA er góð þátt- taka á Norðlenskum dögum frá fyrirtækjum af öllu Norðurlandi. „Þó menn séu vissulega nokkuð fjötraðir vegna ófærðar og veðurs þá er almennur áhugi hjá fram- leiðendum að vera með,“ sagði Vaka. HA Igær boðaði Halldór Blöndal samgönguráðherra til blaða- mannafundar á skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri til að kynna verðlaunasamkeppni inn- an Evrópska efnahagssvæðisins um Evrópsku ferða- og um- hverfisverðlaunin. Þau verða veitt í fyrsta skipti á þessu ári. Markmiðið er að efla ábyrgðar- kennd stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustu gagnvart um- hverfinu við skipulag ferðamála og framkvæmd ferðaþjónustu. Er verkefnið eitt af fleiri verk- efnum sem fyrirhuguð eru á vegum Evrópusambandsins á sviði ferðaþjónustu. Oskað er eftir umsóknum frá áfangastöðum ferðamanna, sem þykja til fyrirmyndar vegna að- gerða til aó tryggja þróun sjálf- bærrar ferðaþjónustu í sátt við sitt umhverfi. Hugtakiö sjálfbær ferðaþjónusta á við stefnu og langtímaáætlun sem miðar að því aó tryggja áframhaldandi efna- hags- og félagsþróun, sem virðir umhverfið og gengur ekki á nátt- úruauðlindir. Þannig verði mögu- leikar komandi kynslóöa ekki skertir á neinn hátt. Halldór Blön- dal sagði það sína skoðun að ferðaþjónusta verói hvergi rekin nema umhverfisþátturinn sé hluti af hinu daglegu starfi. Þetta tvennt verði ekki aðskilið. Skilyrði eru afar ströng og Magnús Oddsson ferðamálstjóri sagði varla við því að búast að ís- lenskur aðili ætti möguleika í fyrstu tilraun. Mesti árangurinn af verðlaununum felist kannski í því að vekja aðila til umhugsunar um þessi mál því greinilega megi ým- islegt betur fara. Markmiðið sé hins vegar að ná verðlaununum til íslands innan ekki mjög langs Loðnuaflinn 310 þúsund tonn: Þórshöfn hæst norðlenskra hafna Loðnuaflinn á vetrarvertíð er kominn i tæp 310 þúsund tonn og alls 520 þúsund tonn á vertíðinni allri. Loðnukvótinn er 838 þúsund tonn og eru eftir- stöðvar loðnukvótans því 318 þúsund tonn og því vandséð að takist að veiða allan kvótann. Mestu magni á vetrarvertíð hafði í gær verið landað í Vest- Alls hafa rúm 8.300 tonn af loðnu borist til Akureyrar. Mynd: Robyn mannaeyjum, tæplega 60 þúsund tonnum, en á Norðurlandi hafði mest magn borist til Þórshafnar 10.371 tonn, síðan 10.348 tonn til Siglufjarðar, 8.383 tonn til Krossanesverkmiójunnar á Akur- eyri og 6.816 tonn til Raufarhafn- ar. Engin loðna hefur borist til Ol- afsfjarðar. GG Akureyrarbær: Tíu buðu sorppoka Igær voru opnuð tilboð í 350 þúsund sorppoka fyrir Akur- eyrarbæ. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofunum bárust tilboð frá 10 aðilum en ekki fékkst upp- gefið verð eða um hverja væri að ræða. Verður það væntanlega upp- lýst að loknum bæjarráðsfundi í dag. HA tíma. Ætli íslendingar að standa sig á alþjóðlegum ferðamanna- markaði verði þeir að vera a.m.k. jafn góðir og helst betri en aðrir á þessu sviði. Búast má við að það verði einkum sveitarfélög eða hérað- nefndir sem sækja muni um um- hverfisverðlaunin, þó einnig sé möguleiki á umsóknum frá ein- stökum ferðamannastöðum. „Þessi verólaun ýta undir þaó að minni hyggju hversu mikilvægt það er að héruðin sæki um, því auðvitað eiga umhverfis- og náttúruvemd- armál að vera í höndum hérað- anna. Þjóðgaróar á Norðurlandi eiga að vera í höndum Norðlend- inga sjálfra,“ sagði Halldór Blön- dal meðal annars. Þaó er dómnefnd í viðkomandi ríki sem metur umsóknir og velur 3-5 í lokasamkeppnina og um- sóknum skal skila fyrir 30. júní nk. Verðlaunin verða veitt á þeim stað sem sigrar í hvert skipti og þangað boðið 300 fréttamönnum auk annarra gesta. Sá staður sem fyrir valinu verður dettur því svo sannarlega í lukkupottinn því hann fær gífurlega kynningu og væntanlega fleiri ferðamenn. HA Innanhúss- Ining 10 lítrar lcr. 4.640.- KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.