Dagur - 22.04.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 22.04.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 22. apríl 1995 Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 24. apríl 1995 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Sigríður Stefánsdóttir til viðtals á skrif- stofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 21000. 19.-23. apríl í Hlíbarfjalli Glerár- hverfi Kjarna- skógur Gengur 20 kílómetra á dag Hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, hann Ásgrím- ur Stefánsson, en hann gengur á skíðunum sínum um 20 kílómetra dag hvern. Ásgrímur sem er 75 ára gam- all fer úr Glerárhverfinu, nyrsta hverfinu á Akureyri, og sem leið liggur inn í Kjarna- skóg í suðurhluta bæjarins. Munid söfnun Lions fyrir endurhœfingarlaug íKristnesi Söfnunarreikningur í Sparisjóði Glæsibœjarhrepps á Akureyri nr. 1170-05-4018 98 Veröld Soffíu: Hver ert Akureyringarnir Þröstur Ásmunds- son og Aðaiheiður Steingrímsdóttir þýddu bókina. Þann 1. apríl kom út hér á landi bókin Veröld Soffíu, skáldsaga um heimspeki eftir norskan lýðháskólakennara Jostein Gaarder. Veröld Soffíu hefur farið sigurför um hinn vestræna heim en bókin hefur þegar verði þýdd á 32 tungu- mál og hún hefur selst í mörg- um milljónum eintaka í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Aust- urlöndum. Þýðendur bókarinnar á ís- lenska tungu eru hjónin Þröstur Asmundsson og Aðal- heiður Steingrímsdóttir, sem bæði eru kennarar í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Veröld Soffíu var kynnt af Fé- lagi áhugamanna um heim- speki í Deiglunni á Akureyri fyrir skömmu. Blaðamaður Dags mætti á staðinn og tók þýðendurna tali. í Deiglunni situr hópur fólks og veltir því fyrir sér hverskonar bók hún sé þessi Veröld Soffíu, bókin sem var skrifuð af kennara í Björg- vin í Noregi fyrir unglinga um ungl- ingsstúlkuna Soffiu og heimspekina. Bókin sem hefur sigraö heiminn svo annað eins hefur ekki þekkst síðan bækumar Saga tímans og Nafn rós- arinnar náðu tökum á fjölda lesenda um allan heim. Þýðendur ávarpa viðstadda sem síðan njóta leiklesturs úr bókinni, lesturs sem dregur fram eðli bókar- innar og formið, einmitt formið, samræðulistina, sem ef til vill er galdurinn að baki árangrinum. Til að hugsa Einar Logi Vignisson og Þórgnýr Dýrfjörð velta upp spumingum og svömm um þessa einstæðu bók. Ein- ar bendir á að bókin hafi setið vikum saman í efsta sæti vinsældarlistans í Bretlandi og fleiri löndum og seljist í bílfarmavís. Hann segir ljóst að Ver- öld Soffíu verði ekki lesin í einum rikk og ekki heldur lesin aðeins einu sinni. Hún sé bók til að hugsa í kringum og hugsa með. Þórgnýr segir leitina að einföld- um útgangspunkti einkenna bókina og það sé réttlætanlegt í því skyni að vekja áhuga þeirra sem ekki þekkja til. Veröld Soffíu geti fyllt lesendur áhuga á heimspeki og gefið þeim nokkuó skýra hugmynd um hug- myndasögu Vesturlanda. Kennslubók í MA Stúlka í hópi áheyrenda segir frá ánægju nemenda Menntaskólans á Akureyri, sem lesa Veröld Soffíu Þórgnýr Dýrfjörð. „Veröld Soffíu er spennandi skáld- saga sem leiðir lesandann inn í heill- andi heim heimspekinnar. Forvitni Soffíu er vakin þegar hún fær bréf frá ókunnum manni. Bréfunum fjölgar og smátt og smátt raöast saman heilleg mynd af kenningum evrópsku hugsuðanna allt frá goð- sögunum og grísku heimspekingun- um fram til nútímans. Sofflía verður gagntekin af áleitnum spumingum um tilveruna enda „er hægt að iíkja leit heimspekinganna eftir sannleik- anum við leynilögreglusögu." Líf SoffTu er líka viðburðaríkt og vís- indaleg rökfræói getur komið sér vel þegar greiða á úr erfiðum flækjum." sem kennslubók, með efnistökin og bókina. Þar er Sigurður Ólafsson að kenna bókina fyrstur hérlendra kenn- Einar Logi Vignisson. ara. Hún talar um hve skemmtilegt það sé að setja sig í spor Soffíu og kynnast þannig heimi heimspekinn- ar, hvemig formið opni nemendum Menntaskólans á Akureyri leiðina að kenningum genginna hugmynda- fræðinga. Hvernig er bókin? - Hvað segja þýðendumir þau Þröst- ur og Aðalheiður? „Hún er að forminu til skáldsaga um sögu heimspekinnar. I bókinni er sagt frá stúlku í norskum smábæ sem skyndilega fær bréf frá ókunnum að- ila með spumingum sem lúta að undrinu mikla, að maður er til í þess- um heimi og að þessi heimur skuli vera til. Stúlkan heitir Soffía, sem á grísku þýðir viska, og er á fimmt- ánda ári. Svo hefst dálítil spennusaga um samskipti stúlkunnar við hinn ókunna velgjörðarmann hennar sem vildi bjarga henni frá því að missa sjónar á ævintýralegustu gátum lífs- ins. Smám saman fær þessi unga stúlka innsýn í sögu hugsunarinnar, heimspekinnar. Það er fjallað um heimsmynd goðanna, grísku heim- spekingana, kristnina, endurreisnina, barroktímann, upplýsinguna, róman- tíkina, Hume, Kant, Hegel, Marx, Á heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri brugðu þau Viðar Egg- ertsson og Bergljót Arnaids sér í hlutverk sögupersónanna í Veröld Sotllu, heimspekikennarans Alberto og Soffíu. Hér fara þau í gegnum kenningar hollenska heimspekings- ins Baruch de Spinoza en bókar- kaílinn nefnist, Guð er ekki tírúðu- leikhússtjóri. Norðmaðurmn Jostein Gaarder Höfundur bókarinnar, Veröld Soffíu, er fæddur í Osló árið 1952. Hann er kennari, kenndi heimspeki, trúar- bragðasögu og bókmennir en hefur nú alfarið snúið sér að ritstörfum. Fyrsta bók hans smásagnasafnið Greiningin kom út árið 1986 og ár- ið 1990 fékk hann tvenn verðlaun fyrir unglingabókina Kabalemyst- eriet. Veröld Soffíu hugsaði Gaarder sem kennslubók í heimspeki en hún varð hvorutvcggja í senn skáldsaga og saga heimspekinnar. Höfundur skýrir Velgengni bók- arinnar sem vísbendingu um vaxandi þörf fyrir nýja tegund almennings- fræðslu. Hann telur að nútímafólk vilji hafa yfirsýn yfir menningarsög- una einmitt nú á tímum umbrota og hruns á gömlum gildum. Það vilji vita aó samfélagið sé ekki „menn- ingarlaust“ og að ótal þræðir hangi sanian í tilverunni. Til að ná tökum á tilverunni vilji fólk þekkja eigin ræt- ur. Gaarder segir að það eina sem við þörfnumst til að geta orðið góðir heimspekingar sé að geta undrast og að enginn eigi að hræðast orðió heimspeki. Darwin, Freud og Sartre svo ég nefni nokkur dæmi en Lísa í Undralandi, Bangsímon, Rauðhetta, Mikki mús, Snar og Snöggur, Pétur Pan og Andrés Ónd koma líka við sögu. Það er galdur sögunnar að hún er tvöföld í roðinu, kannski margföld í roðinu, saga um sögu, um sögu, um sögu og hvað er veruleiki?" Sumar með Sofííu - Hvaó varð til þess að þió ákváðuð að þýða þessa bók? „Þaó var haft samband vió okkur frá bókaútgáfunni Máli og Menningu og óskað eftir því að við tækjum þetta verkefni að okkur og það varð úr. Vió hófum verkið í upphafi síð- asta árs en þýðingin fór fyrst og fremst fram síðastliðið sumar.“ Þröstur og Aðalheiður hafða bæði fengist við þýðingar áður Þröstur hefur meðal annars þýtt Lofheimsk- unnar og Handan góðs og ills ásamt Artúri Björgvini Bollasyni en Aðal- heiður hefur fengist við þýðingar léttari bókmennta. - Svo þið hjónin hafði setið sam- an með Soffíu og Alberto síðasta sumar? „Já, það má segja það, þetta var mikið Soffíu sumar. Dætur okkar tvær, sem eru nokkru yngri en sögu- hetjan Soffía brugðu sér meira að segja í hlutverk hennar enda fátt ann- að rætt á heimilinu á tímabili en Ver- öld Soffíu." Þau hjónin eru sammála um að við verkið hafi þau bætt hvort annað upp sem þýðendur bókarinnar, Aðal- heiður hafi búió yfír meiri þekkingu á tungumálinu sem þau voru að þýða úr, norskunni, en Þröstur hafði aftur á móti verið betur heima í efni bók- arinnar, hugmyndasögunni. Svalar þörf Þau benda á aó Veröld Soffíu viróist henta fólki á öllum aldri. í henni séu dregin fram aðalatriðin og þau séu sett fram á aðgengilegan hátt þannig að hugmyndasagan verður skemmti- leg um leið og hvergi sé slakað kröf- um. Til þess þurfi vissulega verulega mikla snilligáfu. Aðalheiður og Þröstur segja að það virðist Ijóst aö það sé mikil þörf fyrir bók eins og þessa, þörf fyrir ákveöna heildarsýn á þann þráð sem liggur í gegnum tímana. „Þú ert til hér og nú og þú ert afsprengi ákveð- innar þróunar, þú varðst ekki til fyrir einhverja tilviljun, það liggur löng og mikil saga að baki. Bókin vekur hugann, vekur upp forvitnina og vilj- ann til þess að spyrja spuminga og er ákveðin þjálfun fyrir mannshugann. Hún er því afar heppileg sem kennslubók hvort sem er á skólabekk eða til sjálfsnáms fyrir fólk á öllum aldri,“ sögðu þau Þröstur og Aðal- heiður. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.