Dagur - 25.04.1995, Qupperneq 3
FRETTIR
Þriðjudagur 25. apríl 1995 - DAGUR - 3
Landsmót hestamanna 1998:
Það er sannarlega eftir einhverju
að slægjast fyrir sveitarfélögin
- sagði Sigurður Þórhallsson framkvæmdarstjóri LH
Eins og fram hefiir komið í Degi
hafa sveitarfélögin í Eyjafirði
gefið vilyrði fyrir fjárframlagi til
uppbyggingar á hestaíþrótta-
svæði á Melgerðismelum í Eyja-
Qarðarsveit verði Landsmóti
hestamanna árið 1998 valinn
staður þar.
Sigurður Þórhallsson, fram-
kvæmdarstjóri Landssambands
hestamannafélaga, sagói aó þaó
væri ljóst aö slík mót væru farin
að skipta verulegu máli fyrir fleiri
en hestamenn. Þaó væri virkilega
eftir einhverju aö slægjast fyrir
sveitarfélögin því aö mót eins og
Landsmót hestainanna skildi veru-
legt tjármagn eftir í héraóinu.
„A síóasta Landsmót á Hellu
1994 komu hátt í fimm þúsund er-
lendir gestir. Alþjóðasamband
landssambanda eigenda og rækt-
enda íslenskra hesta, FEIF, starfa
nú í 19 þjóðlöndum og skráöir
meólimir eru um 50 þúsund, þar
af eru 8 þúsund á íslandi í 48
hestamannafélögum. Hér á landi
hafa um 1000 manns atvinnu af
hestamennsku á einn eða annan
hátt, sem er eins og störf í einu ál-
veri ef út í það er farió.
Þetta framtak sveitarfélaganna í
Eyjafirói er ákveðið nýmæli og
viö hestamenn hljótum að fagna
því. Ég held aó þegar kemur að
því aö velja landsmótsstaó 1998
komi þetta mjög til skoðunar en
þessi mál eru í þróun og ýmsum
spurningum ósvaraó. Nú er í um-
ræóunni að fjölga landsmótum og
þá gæti landsmótsstöóunum
einnig fjölgað, mótin hafa verið
haldin á fjögurra ára fresti síðan
árið 1950.“
Guðmundur Jónsson á Reykj-
um, formaður Landssambands
Hestamannafélaga, sagði að þetta
vilyrði sveitarfélaganna í Eyjafirði
sýndi jákvæðan hug þeirra gagn-
vart hestamennsku og því bæri að
fagna en á þessu stigi væri ekki
hægt aö segja neitt um val á næsta
landsmótsstað.
Formannafundur Landsam-
bands Hestamannafélaga verður
haldinn í byrjum maí og munu
Landsmótsmálin vera þar á dag-
skrá. KLJ
Staöa hafíss vestur af landinu eðlileg miðað við árstíma:
Verulega minni hafís á
norðanverðu Grænlandssundi
Hafísinn, landsins forni fjandi,
hefur nálgast landið að undan-
förnu og í ískönnunarflugi sem
Landhelgisgæslan fór í sl.
þriðjudag út af Vestfjörðum og
Norðvesturlandi var hann næst-
ur landi 35 sjómflur norðnorð-
vestur af Kögri.
Þéttleiki hafíssjaðarsins var
víóast 4-6/10 og 7-9/10. Á
meðfylgjandi mynd má sjá af-
stöðumynd af stöðu hafíssins.
Eiríkur Sigurðsson, veðurfræó-
ingur á hafísdeild Veóurstofunn-
ar, segir ástand ísjaðarsins mjög
eðlilegan mióað við árstíma en
hins vegar sé ísinn á norðanverðu
Grænlandssundi, nálægt Score-
bysundi, miklu minni og því
valdi sterkir norðnorðaustan
vindar sem hafi þrýst ísnum suð-
vestur um Grænlandssund og
eins þjappaó honum upp að
Grænlandsströnd. Ástand sjávar,
þ.e. hlýrri sjór, á einnig þátt í
þessari þróun.
Ekki eru taldar miklar líkur á
aó hafísinn nálgist land, framund-
an séu tímabundnar suðvestanáttir
en hafis ætti ekki að koma inn á
siglingarleiðir nema einstaka ís-
spangir eða ísjakar. GG
Framkvæmdir við hafnarmannvirki á Akureyri:
Ekki sýnileg breyting á
hlutdeiid ríkisins í kostnaði
Á fundi hafnarstjórnar Akureyr-
ar fyrir skömmu var lagt fram
bréf frá Hafnamálastofnun, þar
sem taldar eru upp styrkhæfar
framkvæmdir Akureyrarhafnar
á árinu 1995.
Áætlaður kostnaður vió garð í
Krossanesi er kr. 3,6 millj. og
hlutur ríkisins 40%, áætlaður
enda um starf framkvæmdastjóra
hinna nýju Bændasamtaka Is-
lands, en umsóknarfrestur rann út
í síóustu viku. Almennt er talið að
annar umsækjandi, Sigurgeir Þor-
geirsson, fyrrverandi aðstoðar-
maóur Halldórs Blöndal í land-
búnaðarráðuneytinu, verói ráðinn
i starfið.
kostnaður við skjólgarð við flot-
kví er 14,4 millj. og hlutur ríksins
70%, við stálþil í Krossanesi kr.
55,4 millj. og hlutur ríkisins 40%,
dýpkun fyrir flotkví kr. 46,2 millj.
og hlutur ríkisins 70% og land-
festar kr. 18,4 millj. og hlutur rík-
isins 40%.
í bókun hafnarstjómar segir að
af þessu sjáist að þrátt fyrir fyrir-
heit samgönguráóherra um aukna
hlutdeild ríkissjóös í kostnaði vió
hafnarframkvæmdir á Akureyri
eru allir lióir sem upp eru taldir
hér að framan skertir um 20% frá
því sem er hámark ríkisþátttöku í
mannvirkjagerð hafnar. Þar með
er ljóst að engin breyting sýnist
veróa á þátttöku ríkisins í hafnar-
mannvirkjum á Akureyri frá því
sem verið hefur á undanfömum
árum.
I bréfinu kemur einnig fram að
gert er ráð fyrir að ríkissjóður
skuldi hafnarsjóði 60 milljónir kr.
í árslok 1995, sent er aukning frá
fyrra ári um rúm 100%. KK
Guðmundur
vill suður
Guðmundur Stef-
ánsson, fram-
kvæmdastjóri
Laxár hf., bæjar-
fulltrúi á Akureyri
og formaður at-
vinnumálanefndar
bæjarins, var
meðal umsækj-
Gatnagerð í Giljahverfi:
Samið við Ýtuna
Fyrir stuttu voru opnuð tilboð í
gatnagerð og lagnir í áfanga IV
A í Giljahverfi á Akureyri. Til-
boðið nær til 290 lengdarmetra
af götum og 270 Iengdarmetra af
stígum ásamt tilheyrandi holræ-
salögnum og jarðvinnu fyrir
vatnslagnir.
Sex aðilar buðu í verkið og á
fundi framkvæmdanefndar sl.
mánudag var samþykkt aó taka til-
boói Ytunnar hf. Það hljóðaói upp
á rúmar 10,5 milljónir króna,
82,03% af kostnaðaráætlun sem
var rúmar 12,8 milljónir. Önnur
tilboð voru frá G. Hjálmarssyni
(88,95%), Spretti hf. (88,98%),
Braga Pálssyni (89,89%), Guð-
mundi Gunnarssyni (96,14%) og
frá Halldóri Baldurssyni
(122,90%).
Skiladagur fyrri áfanga verks-
ins er 26. maí nk. og síóari áfanga
16. júní. HA
Skrifstofuhúsnæði
Stórt iðnfyrirtæki óskar að taka á leigu
skrifstofuhúsnæði.
Leigusalar leggi inn upplýsingar á afgreiöslu Dags,
Strandgötu 31, Akureyri, merkt „Kontór.“
Hestaíþróttadóm-
arar á Norðurlandi
Endurmenntunarnámskeiö verður haldið á Akur-
eyri laugardaginn 29. apríl.
Upplýsingar og skráning í símum 22029 (Örn) og
24848 (Jónsteinn).
0
Aðalfundur
Kaupmannafélags
Akureyrar og nágrennis
verður haldinn miðvikudaginn
26. apríl kl. 20.00 aó Hótel KEA.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin.
' y///////? /y/'/Y' /?///////? / >/</'/////,
zzf //////// //■'ý/z/r/'/ /'///////
Ráöhústorsi • Sími 11837