Dagur - 25.04.1995, Blaðsíða 15
MINNINC
Þriðjudagur 25. apríl 1995 - DAGUR -15
Ágústa Frímannsdóttir
M Fædd 4. september 1958 - Dáin 15. apríl 1995
Ágústa Frímannsdóttir fæddist í
Reykjavík 4. september 1958.
Hún lést í Landspítalanum 15.
apríl sl.
Foreldrar Ágústu eru hjónin
Frímann Hauksson, f. 19. febrú-
ar 1930 og Þorbjörg Elíasdóttir
f. 22. apríl 1930, sem búa á Ak-
ureyri.
Ágústa lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ákureyri
1979 og hjúkrunarprófi frá
Hjúkrunarskóla Islands í des-
ember 1982. Að prófl loknu
starfaði hún sem hjúkrunar-
fræðingur á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri, Sjúkrahúsi
Siglufjarðar, Centrallasarettet í
Eskilstuna í Sviþjóð og síðast á
Héraðssjúkrahúsinu á Blöndu-
ósi frá ársbyrjun 1989.
Árið 1981 giftist Ágústa Ingv-
ari Þóroddssyni, f. 18. mars
1958. Þau skildu. 17. júní 1985
giftist Ágústa eftirlifandi eigin-
manni sinum, Ómari Ragnars-
syni lækni, f. 3. janúar 1957.
Börn Ágústu eru Eydis Ing-
varsdóttir, f. 2. apríl 1976, Unn-
ur Björg Ómarsdóttir, f. 12.
ágúst 1984 og Frímann Haukur
Omarsson5 f. 9. október 1986.
Útför Agústu fór fram frá
Akureyrarkirkju í gær, mánu-
daginn 24. apríl.
Dökkan skugga hefur dregió fyrir
sólu. Hjörtu okkar eru full af
söknuði. Hún Ágústa mamma
okkar er dáin, horfin. Viö sjáum
hana ekki lengur, en sitjum eftir
með tár í augum. Samt er mamma
alltaf nálæg, næstum eins og hún
sé rétt handan við homið og
væntanleg á hverri stundu. Þó
kemur hún ekki aftur, ekki í lík-
ama. En meö því aó rifja upp allar
minningamar sem við eigum um
mömmu, kemur hún til okkar aft-
ur og aftur. Allir hlutimir hennar;
handavinnan, fötin, ilmvatnió;
færa hana nær og vió hugsum stolt
og full ástúðar til þessarar yndis-
legu konu sem gaf okkur svo
margt. Kona, sem aldrei tapaði
reisn sinni, þrátt fyrir erfíð veik-
indi. Kona, sem við litum skilyró-
islaust upp til og elskuóum. Móóir
okkar, hún deyr ekki, því minn-
ingin lifir áfram. Vió geymum
þessa minningu í hjörtum okkar
sem glóandi gimstein og tökum
hana fram aftur og aftur og dá-
umst aó henni.
Eydís, Unnur Björg og
Frímann Haukur.
Okkur langar til aö minnast
Ágústu Frímannsdóttur vinkonu
okkar og félaga, feró hennar í
gegnum lífió var allt of stutt.
Nýlega fengum við að vita að
Ágústa hefði veikst af þeim sjúk-
dómi sem varð hennar banamein,
sem við þó trúöum og vonuðum
að hún ntyndi vinna bug á meó
hjálp lækna, vegna hreysti sinnar
og viljastyrks.
Þegar andlátsfréttin kom fyllt-
ist rnaður fyrst reiði í garð Drott-
ins fyrir að taka Ágústu svona
fljótt frá okkur þar sem okkur
fannst að hún ætti eftir að upplifa
og gera svo margt, t.d. aó fylgjast
með og taka þátt í þroska og
menntun barna sinna.
Þegar spurt er, hvers vegna,
veróur fátt um svör. Við trúum
því aó síóar munum vió skilja
Drottin og fyrirgefa honum.
Við kynntumst Omari og
Ágústu þegar við dvöldumst í Esk-
ilstuna í Svíþjóó ásamt fleiri ís-
lendingum, karlmennimir við
framhaldsnám í læknisfræði en
konumar aö mestu heimavinnandi.
í svona lítilli Islendinganýlendu
myndast fljótlega órjúfanleg vina-
tengsl og sérstaklega varð vinskap-
ur kvennanna mikill. Margt var sér
til gamans gert og stofnuöu kon-
umar fljótlega félag sem kallað var
Islenska læknafrúarfélagið í Esk-
ilstuna. Þaó hafði á stefnuskránni
aö skipuleggja gleðistundir og
feröalög þar sem karlmennimir
fengu hvergi að vera nærri. Ávallt
var gleði og léttleiki ríkjandi á
þessum samvemstundum og feróa-
lögum og mikið hlegið og var það
ekki síst Ágústu aó þakka. Eftir að
heim var komið héldust þessi
tengsl, fengu þá karlmennimir og
börnin stundum að vera með.
Áhrifa Ágústu mun gæta í
brjóstum okkar um ókomin ár.
Gleói og léttleiki voru ávallt í fyr-
irrúmi, er stundum okkar bar sam-
an. Minnumst við samverustunda í
Stokkhólmi í lok síðasta árs, þar
sem við nutum lífsins og þess að
vera til.
Þökkum við fyrir aö hafa feng-
ió að kynnast Ágústu.
Elsku Omar, Eydís, Unnur
Björg og Frímann Haukur, megi
Guð styrkja ykkur í raunum ykkar.
Óttar, Júlía og börn.
Kæra Ágústa!
Það er með miklum erfiðis-
munum sem ég sest niður til að
setja á blað nokkur kveðjuorð til
þín. Innra með mér er háð mikil
barátta þar sem hugurinn neitar að
trúa aó þú sért farin frá okkur. Þú
háðir stuttan en mjög snarpan bar-
daga við illvígan sjúkdóm og
beiðst lægri hlut, en þó án þess aó
tapa reisn þinni og stolti, þú virki-
lega tókst í homin á óargadýrinu.
En eftir sitja fjölskylda þín og vin-
ir og höfum við tæpast áttað okkur
á hvað gerst hefur.
Við ólumst upp á Syðri-Brekk-
unni á Akureyri, garðar okkar
voru hom í hom. Mæður okkar
umgengust töluvert, en samt náð-
um við ekki saman að ráði í þá
daga, þú varst hlédræg og ég í fyr-
irferðamiklum vinkvennahópi. En
örlögin höguðu því þannig að
1986 uróum við aftur nágrannar,
nú í Eskilstuna í Svíþjóó. Sem fyrr
varstu seintekin, en smám saman
komst ég inn fyrir skel þína og
komst þá að því þvílíka perlu þú
hafóir aó geyma. Það gilti um þig
að því meira sem maður þarf að
hafa fyrir því aó kynnast mann-
eskju því traustari verður sú kynn-
ing. Árin í Svíþjóó vom okkur
góó, við áttum margar góðar sam-
verustundir, bömin okkar uxu úr
grasi og léku sér áhyggjulaus í
skógarjaðrinum, við fórum í bað-
strandaferðir, 17. júní var haldinn
árlega í Harpsund, íslendingadag-
ar í Uppsala, að ógleymdum versl-
unarferðum í barnafatabúðir þegar
barnabætumar komu.
Eftir heimkomuna varö vega-
lengdin lengri á milli okkar, þú
settist að á Blönduósi en ég á Dal-
vík. Samt náðum við betur og bet-
ur saman, síminn var mikið notað-
ur og vió heimsóttum hvor aðra
með fjölskyldum okkar. Það var
alltaf fastur punktur í Reykjavík-
urferðum að koma við á Blöndu-
ósi hjá ykkur Omari. Nú svo fór-
um við í ógleymanlega ferð saman
til Orlando haustið ’93 þar sem
börnin okkar og reyndar við öll
áttum unaðslega daga saman.
Mér leið alltaf vel í návist
þinni, Ágústa.
Mér finnst það hafa verió í gær
sem þið voruð hjá okkur í skíða-
ferö, en þaó var víst í lok febrúar
sl., en þá vorum við að koma
Omari upp á bragðið meó skíóin
hér í Böggvisstaðafjalli. Síðan
stóó til aö þú færir feró lífs þíns í
júní nk., en þá ætluðu þið Omar
að fara til Hong Kong og Kína.
En þá kom reiðarslagið.
Elsku Ágústa, ég ætla að biðja
fyrir Ómari þínum og börnunum,
þeim Eydísi, Unni Björgu og Frí-
manni Hauki, og foreldrum þínum
Þorbjörgu og Frímanni, biðja Guð
að hjálpa þeim að yfirstíga miss-
inn mikla.
Þórir, Bjami, Anna Elvíra og
Vilhjálmur kveðja þig líka með tár
í hjarta.
Vertu sæl.
Þín vinkona,
Sigrún Bjarnadóttir.
„Þeir sem guðirnir elska, deyja
ungir“ segir máltakiö. Oft á tíóum
efast ég um réttmæti þessa orð-
taks, eða þá að skilningur minn
nær ekki nógu djúpt til þess að
skilja hin miklu sannindi sem það
á að tákna.
Þannig varð mér við þegar ég
heyrði andlát nýlegrar, en ágætrar,
vinkonu minnar og fjölskyldu
minnar, á laugardaginn fyrir páska.
Aður fyrr á árunum hafði ég
kennt Ágústu, þegar hún var nem-
andi í Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Falleg, dökkhærð, brosmild stúlka
sem engum tróð um tær og var til
fyrirmyndar í allri hegðan. Svona
hitti ég hana aftur meira en 20 ár-
um síðar þegar hún kom sem
hjúkrunarfræðingur í Austur-
Húnavatnssýslu, meó eiginmanni
sínum Ómari Ragnarssyni lækni
og bömum, og settust þau að á
Blönduósi.
Við Ómar urðum svo fyrir því
láni að lenda saman í stjóm Lions-
klúbbs Blönduóss og þannig hóf-
ust kynni fjölskyldna okkar.
Allt var bjart og fagurt og lof-
aði góðu um frekari kynni og
skemmtan, en þá dró skyndilega
ský fyrir sólu, í orðsins fyllstu
merkingu. Ágústa veiktist og sá
sjúkdómur sem hún fékk dró hana
til dauða á aðeins tveimur vikum.
Hvílíkt áfall!
Er nema von aó maður efist um
tilgang lífsins þegar svona gerist?
Er nema von að maður fyllist reiði
út í almættió og tilveruna? En,
hvað gagnar það að reiöast?
Ekkert. Lífið heldur áfram og
því veróum við að sinna. Við
þurfum að reyna aö græða sárin
og hjálpa þeim sem um sárt eiga
aö binda. Byggja upp þar sem
söknuður og sorg ríkja.
Með þessum orðum vil ég, fyr-
ir mína hönd, fjölskyldu minnar
og félaga í Lionsklúbbi Blöndu-
óss, votta innilega hluttekningu og
sorg vegna fráfalls glæsilegrar
konu í blóma lífs síns.
Eg veit að minning hennar lifir.
í Guós friði.
Arnar Einarsson, skólastjóri og
formaður Lionsklúbbs Blönduóss.
Þegar viö starfsfólk sjúkrahúss og
heilsugæslu á Blönduósi fréttum
lát Ágústu þann 15. apríl sl. eftir
aðeins tveggja vikna veikindi þar
sem enginn mannlegur máttur fékk
neitt við ráðið, var sem ský dragi
fyrir sólu. Einn ágætur samstarfs-
maður okkar, félagi og vinur var
horfinn úr hópnum, óvænt og
miskunnarlaust. Við sátum eftir
með harm í huga. Það var óskilj-
anlegt að Ágústa, þessi lífsglaði og
góði félagi okkar sem rúmum hálf-
unt mánuði áður hafði, hress og
áhugasöm, tekið þátt í önn dags-
ins, væri nú ekki lengur á meöal
okkar. Öllum var okkur svipað far-
ið er við heyrðum þessi hörmulegu
tíðindi. En svona er nú lífið einu
sinni, skin og skúrir, gleði og sorg,
stundum óskiljanlegt með öllu.
Ágústa starfaði sem hjúkrunar-
fræðingur við Héraðssjúkrahúsið á
Blönduósi, frá því hún flutti til
Blönduóss árið 1989 ásamt fjöl-
skyldu sinni. Okkur sem unnum
með Ágústu veróur alltaf ofarlega
í huga glaðvær og góður félagi og
vinur. Hún var hjartahlý, hress og
ákveðin, alltaf vakandi í starfi
sínu, árvökul um allt sem til betri
vegar mátti horfa. Hún var miklu
oftar veitandi en þiggjandi í lífi
sínu og starfi.
Ágústa hafði flesta þá kosti til
að bera sem prýóa mega góðan
hjúkrunarfræðing. Það var lán
okkar að fá að njóta þess að eiga
hana að samstarfsmanni, félaga og
vini. Starf sitt vann hún af hlýju,
metnaði og öryggi. I félagsstörf-
um innan stofnunarinnar lét hún
sitt ekki eftir liggja s.s. í skemmti-
nefndum, starfsmannaráði, launa-
nefnd hjúkrunarfræðinga og öllu
því sem máli skipti. Alltaf vildi
hún að hinn mannlegi þáttur og
réttlæti væru virt.
Ágústa bar ávallt hag fjölskyldu
sinnar fyrir brjósti og fóru kærleik-
ur og samheldni þeirra hjóna ekki
framhjá neinum er til þekkti.
Enn eigum við erfitt með að
átta okkur á að Ágústa skuli vera
dáin. Ung kona, full af vonum og
draumum um lífið, er hrifin burtu
frá okkur. Hennar er sárt saknað,
en sárastur harmur er þó kveðinn
að eiginmanni hennar Ómari og
bömum: Eydísi, Unni og Frí-
manni, foreldrum hennar og
tengdaforeldrum.
Við samstarfsmenn Ágústu heit-
innar fæmm öllum ástvinum henn-
ar okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja þau í sorg-
inni. Öll þökkum við henni sam-
fylgdina og samstarfið, og einnig
það fordæmi sem hún í lífi sínu og
breytni gaf okkur samfylgdar-
mönnum sínum. Við biðjum henni
blessunar á ókomnum vegum.
Samstarfsfólk Héraðssjúkra-
húss og Heilsugæslu, Blönduósi.
Heldur finnst manni réttlætið
naumt skammtað, þegar frískleg
kona og móðir, vart komin á miðj-
an aldur, er hrifin burt úr þessu
lífi, burt frá ungum bömum og
eiginmanni, burt frá ástkærum for-
eldrum. Ágústa Frímannsdóttir er
dáin, fallin frá, langt fyrir aldur
fram - og enda þótt nú séu nokkrir
dagar liðnir frá því okkur barst
þessi harmafregn, verður þessum
tíðindum vart trúað.
Ágústa ólst upp í Álfabyggð-
inni á Akureyri hjá traustum for-
eldrum sínum, Þorbjörgu og Frí-
manni. Hún var eina bam þeirra
hjóna og átti ást þeirra óskipta.
Við kynntumst henni strax þegar
við vorum á bamsaldri. Fjölskylda
okkar hafði þá flust á sömu slóðir
í Álfabyggóina og var samgangur
á milli heimilanna fljótt mjög
mikill, enda vinskapur mikill á
milli foreldra Ágústu og okkar.
Þetta var á þeim ámm, þegar
gatan var leikvöllur bama og úti-
leikir voru í hávegum hafðir. Og
sjaldnast var spurt um aldur, þegar
krakkahópurinn ærslaðist daglangt
og fram á kvöld. I þessum fjöl-
breytta hópi skar Ágústa sig úr
með sitt tinnusvarta hár og yfir-
vegaða fas. Og blíðlegt brosið fór
ekki framhjá nokkrum manni. Hún
var jafnan föst fyrir og ákveðin og
góður og traustur vinur.
Þegar tímar liðu fram skildu
leiðir og hvert okkar fór í sína átt-
ina. Vinskapur foreldra okkar og
Ágústu tryggði þó alltaf vimeskj-
una um leióir hvers annars. Raun-
ar fór þó svo, aó Sigrún, eitt okkar
systkina, átti eftir að endumýja
kynnin vió Ágústu síðar á lífsleið-
inni. Það átti fyrir þeim báðum aó
liggja aó starfa saman um nokkurt
skeið sem hjúkmnarfræðingar á
Akureyri.
Síðastliðin ár bjó Ágústa með
eiginmanni sínum og bömum á
Blönduósi. Við systkinin sáum
hana því æ sjaldnar. í ljósi þessa
munum vió því alltaf vera þakklát
fyrir það að hafa hitt hana af til-
viljun fyrir nokkmm vikum og fá
þar tækifæri til að spjalla stuttlega
saman. Þá gmnaði okkur ekki hið
minnsta að við ættum ekki eftir að
hitta Ágústu meira á lífsleiðinni.
Orð mega sín lítils á kveðju-
stund sem þessari, en samúð okk-
ar er öll með foreldmm Ágústu,
eiginmanni og bömum, sem hafa
misst svo mikió.
Gunnar Örn, Sigrún,
Sigmundur Ernir, Guðrún
og fjölskyldur.
Aðalfundur
Ferðamálafélags Suður-Þingeyjarsýslu
verður í Ýdölum þriðjudagskvöldið 2. maí
kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur F.V.S.A. verður hald-
inn miðvikudaginn 26. apríl 1995
kl. 20.30.
Fundarstaður: Alþýðuhúsið 4. hæð.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á L.Í.V. þing.
3. Önnur mál.
4. Kaffiveitingar.
FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ.
Stjórn F.V.S.A.