Dagur - 26.04.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 26.04.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Mióvikudagur 26. apríl 1995 Aðeins ellefu dagar eru í mesta íþróttaviðburð sem fram hefur farið á íslenskri grund, þ.e. 14. heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik. Þá mun athygli milljóna sjónvarps- áhorfenda víða um heim beinast að Islandi og er talið að allt að 50 milljónir manna muni horfa á einstaka leiki sem fram fara á Akureyri, en keppnin fer einnig fram í Hafnar- flrði, Kópavogi og Reykjavík. Sviss og Túnis leika opnunar- leik keppninnar í Laugardalshöll 7. maí, þá Ungverjar gegn Kóreu, síðan fer fram opnunarhátíð keppninnar og að henni lokinni leika strákarnir okkar, þ.e. íslenska landsliðið gegn því bandaríska. Fyrsti leikdagurinn á Akureyri er 8. maí, sem og í Hafnarfirði og Kópavogi, en á Akureyri leika þann dag Spánverjar gegn Kúvæt; Svíar gegn Hvít-Rússum og Eg- yptar gegn Brössum. Síðasti leik- dagur á Akureyri í riðlakeppninni er 14. maí en síðan verða leiknir tveir leikir í 16 liða úrslitum og tveir í 8 liða úrslitum og l'ara þeir leikir fram 16. og 17. maí. Þá daga sem keppnin stendur yfir verður Iþróttahöllin á Akureyri miópunkturinn; bæði fara allir líklegir. Riðillinn hér gengur stundum undir nafninu „Dauðarió- illinn“, því ljóst er aó þrjú geysi- sterk lið munu berjast um tvö efstu sætin. Lið Hvít-Rússa verður að teljast lakara að styrkleika og þá enn frekar lið Brasilíumanna og Kúvæta. Lió sem hafa nánast verið afskrifuð fyrir úrslitakeppni HM hafa stundum komið verulega á óvart, og má þar nefna Iið Suö- ur-Kóreu sem gerði Islendingum skráveifu í Sviss 1986 og lið Kúbu. hins vegar ekki kunnugt um það. Líklegt má telja aó þeir sem hyggjast koma hingað um lengri veg hafi þegar tryggt sér hótel- rými. Ferðaskrifstofumar hafa margar hverjar ekki gengið frá sínum pöntunum gagnvart miða- sölu og liggja margar hverjar á sínum pöntunum. Mióasalan er því enn eitt stórt spurningar- merki,“ segir Kristján Einarsson. A næstu dögum verður gengið frá svokölluðu „On-line kerfí“ gagnvart miðasölu en með því er hægt að sjá á sama andartaki og miði er seldur hversu margir mið- ar hafa verið seldir á einstaka leiki. Sú staöa er ekki enn fyrir hendi að ekki fáist mióar á ein- staka leiki á Akureyri. Það gæti hugsanlega gerst í 16-liða eóa 8- liða keppninni, en þá koma hingað til keppni lið nr. 3 og 4 úr Kópa- vogsriölinum, og það verða lík- lega Frakkar, Þjóðverjar, Danir eða Rúmenar. Þjóðverjar eru með stóran hóp áhangenda með sér, og það gæti skapað vandkvæði að Ellefu dagar til HM ’95: Úrslita í riðlínum á Akureyri beðið með einna mestri eftirvæntingu - Talant Dujshebaev, einn besti handknattleiksmaður heims, leikur hér með Spánverjum leikirnir þar fram og eins veróur þar ýmislegt að gerast þá daga sem ekki er leikió. Formaður und- irbúningsnefndar HM ’95 á Akur- eyri er Gunnar Jónsson en starfs- maður nefndarinnar Kristján Ein- arsson. Þeir félagar voru inntir eft- ir því hvort umfang keppninnar væri meira en gert var ráó fyrir í upphafi þegar undirbúningur hófst fyrir norðan. 100 blaðamenn til Akureyrar Kristján Einarsson segir tjölda þeirra fréttamanna sem hafa boð- aó komu sína noróur fara fram úr öllum áætlunum en til Akureyrar hafi boóað komu sína 98 blaða- menn, meóan á sama tíma hafi 106 blaðamenn boðað komu sína á leikina í Laugardalshöll. Af þeim 19 leikjum sem fram fara á Akureyri hefur þegar verið ákveð- ið að sýna 18 þeirra í beinni út- sendingu í sjónvarpi. Riðillinn hér þykir einn sá skemmtilegasti; hér leika Evrópumeistarar Svía, Spán- verjar sem hafa náð geysigóóum árangri að undanförnu og hafa m.a. fengið í sínar raóir Rússann Talant Dujshebaev Mukh sem leikur með spænska liðinu Teka, en hann er talinn einn besti hand- boltamaóur heims, ef ekki sá besti. Dujshebaev hefur öðlast spænskan ríkisborgararétt. I liói Egypta eru margir þeirra leik- manna sem geróu Egypta aó heimsmeist- /A) urum U-21, þ.e. leik- ( menn yngri 'A en 21 árs 1 og þeir eru því til alls .. -Ay , - , v!> f / >*• ~v /\ 4, /WT, I ' 1 90% framkvæmda við íþróttahöllina varanlegar yVið þurftum að gera meira fyrir Iþróttahöllina á Akureyri en t.d. gera þarf í Smáranum í Kópavogi og í Kaplakrika í Hafnarfirði þarf að búa til fréttamannaaóstöðu í sumarhúsi sem staðsett er fyrir ut- an við íþróttahúsió en tengt því. Hér hefur mikið verió framkvæmt, m.a. geróur neyóarútgangur út úr Vaxtarræktinni en um 90% af þeim framkvæmdum sem gera þarf í húsinu fyrir HM- keppnina eru varanlegar, þ.e. þær 'verða áfram. Fréttamannaaóstaðan sem búin er til á svióinu verður áfram til og þaó veróur hægt að nýta hana á margvíslegan máta. A meðan á keppninni stendur veróur hún í þriggja metra hæð en þaó veróur hægt aó hafa hana t.d. í metershæð. Þaó jákvæða við þess- ar framkvæmdir við Iþróttahöllina er það aó lokið er við fram- kvæmdir vió húsið, en húsið hefur verió í notkun hátt á annan áratug, tekið formlega í notkun 1. desem- ber 1982 en fyrsta skóflustungan tekin árið 1974. A suðvesturhom- inu fer keppnin fram í þremur sveitarfélögum en flestir munu halda til í Reykjavík og nýta sér aóstöðuna þar, en hér á Akureyri veröum viö aö skapa aóstöðuna fyrir alla, þ.e. liðin, fréttamennina, áhangendur liðanna o.fl. sem dreift er á þrjú sveitarfélög fyrir sunnan,“ segir Gunnar Jónsson. Miðasalan í „On-Iine kerfí“ Er vitað hversu margir munu koma til Akureyrar til aó fylgjast meó keppninni hér? „Liðin og þeir sem tengjast þeim er um 150 manns, um 100 fréttamenn munu koma svo bara þessi hópur fer langt meó aó fylla allt hótelrými hér. Framboð hótel- rýmis á Akureyri er um 150 her- bergi, eða um 270 rúm, og er þeg- ar orðið fullbókað á þeim öllum á meóan á keppninni stendur hér. Til viðbótar þessu hótelrými er svo Kjarnalundur með um 60 rúm og svo er auðvitaó möguleiki á gistingu lengra frá, eins og t.d. á Dalvík og Svalbaróseyri og í bændagistingu. Einhverjir kunna einnig að hafa tiyggt sér húsnæói með leigu á íbúðum en okkur er Bragi Axelsson með hluta þeirra minjagripa sem verða til sölu meðan á keppninni stendur. Mynd: GG koma öllum þessum hóp í gistingu og útvega þeim mióa á leikina, a.m.k. fyrir þá sem ekki hafa keypt sér miða á alla keppnina. Enn minna er vitað um þau lið sem leika í 8-liða úrslitum á Akur- eyri, þó ljóst að þaó verða tvö af þeim liðum sem leika í 16-liða úr- slitum auk tveggja nýrra úr riðlun- um fyrir sunnan. Ekki eru hins vegar miklar líkur á að það verði íslenska landsliðið. Kynningarfulltrúi á vegum Akureyrarbæjar „Akureyrarbær hefur ráðió Braga Bergmann sem kynningarfulltrúa, en hans hlutverk verður fyrst og fremst að kynna Akureyrarbæ fyr- ir þeim fjölda blaða- og frétta- manna sem hér verða staddir með- an á keppninni stendur. Blaða- menn munu fá kynningarbækling sem gefinn er út af HM-nefndinni hér á Akureyri og eins veróur þeim boðið í þrjár til fjórar skoðunarferðir um Akureyrarbæ og nágrannasveitarfélögin meó stuðningi Ferðamálaráðs. Sænska sjónvarpssstöðin TV-4 verður hér allan tímann með tökulið og mun þaó ferðast um Akureyri og ná- grenni og mynda auk þess sem stöðin mun senda efni héóan beint til Svíþjóóar sem ekki tengist á neinn hátt handknattleik. Þetta verður þó væntanlega mest efni sem tengist íþróttum, eins og snjó- sleðaferðir, hestaíþróttir o.fl.,“ segir Gunnar Jónsson. Afnot boðin af íþróttahúsinu í Ólafsfírði HM-nefndin fær íþróttahöllina til afnota 1. maí nk. en þeim lands- liðum sem hér leika verður séð fyrir æfingaaðstöðu í húsinu dag- lega og auk þess munu þau einnig hafa afnot af íþróttasal KA-heim- ilisins. Olafsfirðingar hafa einnig boðið afnot af nýju íþróttahúsi þar en ekki eru líkur á að það verði þegið vegna fjarlægóarinnar. Þó kunna þau lið sem fyrst koma til Akureyrar að nýta sér það í upp- hafí. Iþróttahöllin hentar mjög vel til keppni eins og HM ’95. Fjöldi búningsherbergja, herbergja til skrifstofuhalds, smærri fund- arhalda, veitingareksturs og ann- arrar starfsemi er allt til staðar í húsinu og að því leyti stendur Iþróttahöllin mjög vel í saman- burði við íþróttahúsin í Hafnar- firði, Kópavogi og Laugardals- höllma í Reykjavík. „I kaffíteríu Iþróttahallarinnar verður áhangendum liðanna boðið upp á ýmsa aðstöðu. Þar geta þeir hist og „peppað“ sig upp fyrir leiki enda er hugmyndin sú að Iþróttahöllin verói miðpunktur keppninnar, ekki bara keppnis- daga heldur alla daga. Þar verða sölubásar og veitingasala en veit- ingahúsið Greifinn mun sjá um hana. Sótt hefur verið um vínveit- ingaleyfi fyrir alla fjóra keppnis- staðina og líkur á að það fáist en umsóknin er send inn í samráði við dómsmálaráðuneytið. Sú um- sókn þarf að fara gegnum hendur áfengisvamamefndar og heil- brigðisfulltrúa áður en sýslumaóur gefur út leyfið, ef það verður gefið út. Vínveitingasala í íþróttahöll- inni auðveldar alla öryggis- og dyravörslu, því annars þyrfti að skoða hvern einasta plastpoka og tösku eða dós sem inn í húsið væri borið. Það yrði mjög alvarlegt mál og neikvæð auglýsing fyrir Akur- eyri ef bjórdós yrói hent inn á völlinn í beinni útsendingu sem 50 milljónir manna væru áhorfendur að,“ segir Kristján. íþróttahöllin þjónustumið- stöð HM-keppninnar I íþróttahöllinni verður eins og áð- ur er getið starfsemi tengd HM- keppninni alla dagana. Fyrirhugað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.