Dagur - 24.05.1995, Page 3
FRETTIR
Miðvikudagur 24. maí1995 - DAGUR - 3
Hinir sívinsælu
'ióalda
menn
frá Siglufirbi
í hörkustubi
laugardagskvöld
Borbapantanir fyrir matargesti
í síma 22200
Miðaverb á dansleik kr. 700,-
Kjarasamninga
- heimild til verkfallsboðunar
endurnýjuð á næstu dögum
Félagar í Sambandi ísl. banka-
manna (SIB) felldu í allsherjarat-
kvæðagreiðslu kjarasamninga sem
undirritaðir voru þann 5. maí sl.
Atkvæði féllu þannig að 67%
þcirra sem atkvæði greiddu voru á
móti samningunum en 33% með.
Kosningaþátttaka var liðlega 90%.
Samningaumleitanir höfðu
staðið yfir með hléum frá áramót-
um, þar til samningar voru undir-
ritaðir í maí og lagðir undir dóm
félagsmanna í allsherjaratkvæða-
greiðslu. Mat stjórnar og samn-
inganefndar SIB er aó þrjú atriði
hafi einkum ráðið því að samning-
ar voru felldir. I fyrsta lagi telja
bankamenn að sá mikli sparnaður
og hagræðing sem náðst hefur
fram í bankakerfinu með upp-
sögnum og meira álagi á starfsfólk
hafi ekki skilað sér í samningun-
um. I öðru lagi er útbreidd skoöun
félagsmanna að launakerfið þarfn-
ist róttækra endurbóta og í þriðja
lagi telur samninganefnd sig hafa
ofmetið vilja félagsmanna til að
slaka á orlofsrétti gegn lokun
banka á aófangadag.
Stjórn og samninganefnd SIB
hefur ákveðið að cndurnýja heim-
ild til verkfallsboðunnar. Hámarks
aðdragandi verkfalls bankamanna
er 30 dagar. HA
MA-ingar dimittera
Fjórðubekkingar í Menntaskólanum á Akureyri brugðu á leik sl. töstudag í
tilcfni þess að kennslu er lokið og prófin taka við. Klæddi hver bekkjardciíd
sig upp með sínum hætti, síðan ók allur hópurinn um bæinn í dráttarvcla-
vögnum og leit við hjá lærifeðrunum, sem fengu góðar gjafir að venju.
Mynd: KK
Gríptu
tækifærið
Ótrúlegt úrval
jakkafötum
Öðruvísi efni
og öðruvísi
snið
m
HERRADEILD
'X. Gránufélagsgötu 4
N' Akureyri • Sími 23599
Háskóli Islands:
Akvorðun um fjarhæð skra-
setningargjalds ekki byggt á
lögmætum sjónarmiðum
- aö mati umboðsmanns Alþingis
Umboðsmaöur Alþingis hefur
sent frá sér álit, þar sem hann telur
ljóst að ákvörðun um fjárhæð
skrásetningargjalds í Háskóla Is-
lands, fyrir námsárió 1992-1993
hafi ekki verið byggt á lögmætum
sjónarmiðum. Gísli Tryggvason,
laganemi, kvartaði yfir innheimtu
skrásetningargjalda við Háskóla
íslands fyrir skólaárið 1992-1993
en honum var gert að greiða kr.
25.700. Beindist kvörtun hans að
þeirri ákvöróun háskólaráðs frá
27. maí 1993, að synja kröfu hans
um endurgreiðslu skrásetningar-
gjaldsins og aukagjalds fyrir nefnt
skólaár.
Umboðsmaður segir það ekki
liggja fyrir hversu hátt umrætt
skrásetningargjald mátti vera fyrir
námsárið 1992-1993 og því verði
ekki fullyrt hvort það var ákveðió
of hátt og ef svo var, hversu mikið
oftekið var. Hann hins vegar bein-
ir þeim tilmælum til Háskólans að
fjárhæð skrásetningargjaldsins
verði reiknuð út í samræmi við
þau sjónarmið sem fyrir liggja.
Reynist gjaldið hafa verið ákvarð-
að of hátt, beri aö endurgreiða
Gísla Tryggvasyni það sem oftek-
iö hefur verið.
„Hérna er það komið í ljós með
áliti umboðsmanns, að Alþingi
þarf að taka ákvörðun um, að taka
upp skólagjöld. Það er ekki hægt
að gera með ákvörðun háskóla eða
ráðherra. Ríkisstjórnin og Alþingi
hafa sett Háskólann í mjög óþægi-
lega stöðu, enda hefur háskólaráö
ítrekað lýst andstöðu við þessa
leið, að neyðast til þess að taka
upp skólagjöldf sagði Gísli
Tryggvason, í samtali við Dag.
I kvörtun Gísla kemur fram aó
hann telur að í innheimtu fyrr-
nefnds skrásetningargjalds við
Háskólann felist skattheimta, sem
ekki eigi sér stoð í viðhlítandi
skattlagningarheimild. Ennfremur
kemur fram í kvörtun hans, aö
verði ekki fallist á að hér sé um
skattheimtu að ræða, heldur þjón-
ustugjöld, þá styðjist slík gjald-
taka ekki við nægilega lagastoð.
Loks taldi Gísli að Háskólanum
hafi ekki verið heimilt að leggja
15% álag á skrásetningargjöld,
sem greidd voru eftir 5. júlí 1992.
Háskólaráð samþykkti í mars
Bankamenn fella
1992 að skrásetningargjald skóla-
ársins 1992-1993 skyldi vera kr.
22.350,- og skiptast þannig að kr.
17.000,- skyldu renna til háskól-
ans. kr. 3.200.- til Félagsstofnunar
stúdenta og kr. 2.150,- til stúd-
entaráðs. Veittur var greiðslufrest-
ur til 5. júlí 1992 en eftir þaö
skyldi gjaldið greitt með 15%
álagi. Menntamálaráöherra stað-
festi Ijárhæó skrásetningargjalds-
ins meö bréfi til rektors í júní.
Gísli greiddi gjaldið með álagi,
með fyrirvara um lögmæti gjalds-
ins og álagsins um miðjan ágúst
1992. Leitaði hann síðan eftir end-
urgreiðslu gjaldsins aó öllu leyti
eða hluta, þar sem hann taldi að
gjaldtakan hefði ekki næga laga-
stoð en háskólaráð hafnaði því.
Umboðsmaður telur heimilt aö
standa undir kostnaði sem hlýst af
starfsemi sem er í nánum og efnis-
legum tengslum við skrásetningu
nemenda með heimtu skrásetning-
argjalda en óheimilt sé að hækka
gjaldið vegna annars kostnaðar
við rekstur Háskólans, svo sem al-
menns rekstrarkostnaðar við yfir-
stjórn skólans, sem ekki tengist
skrásetningu við skólann. Þá telur
umboðsmaöur lagaheimild skorta
til þess að ráðstafa skrásetningar-
gjöldum til stúdentaráðs og því sé
sú ráóstöfun óheimil. KK