Dagur - 24.05.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 24.05.1995, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. maí 1995 - DAGUR - 7 íþróttahöllin á Akureyri: Efht tíl listahátíðar um hvítasunnuhelgina Um hvítasunnuhelgina verður efnt til listahátíóar í Iþróttahöllinni á Akureyri að frumkvæði Arnar Inga Gíslasonar á Akureyri. Há- tíðin samanstendur fyrst og fremst af tveim meginþáttum, þ.e.a.s. myndlist og danslist. Myndlistarþátturinn er dreginn saman úr námskeiðum sem Orni Ingi hefur verið með í vetur. Um 40 fullorðnir munu sýna mynd- verk sín sem eru unnin með ýmsu móti, aðallega þó málverk. Einnig munu 10 böm frá 6 ára til 11 ára sýna pastelmyndir. Nemendurnir eru frá mörgum stöðum s.s. Rauf- arhöfn, Kópaskeri, Olafsfirði, Dalvík, Hrísey, Árskógsströnd, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit og Akureyri. Á sýningunni verða 120 verk. í tengslum við sýninguna verð- ur opið kaffihús og ýmislegt verö- ur til sölu á sérstökum markaði sýningardagana. Við opnun sýn- ingarinnar verður sérstakur kökubasar á frumlegum kökum og tertum þar sem hugmyndaflugið hefur fengið byr undir báða vængi. Einnig verða til sölu tvær tegundir af bolum fyrir börn og fullorðna með myndum af verkum nemend^. Allur ágóði af kaffihúsi og mörkuðum mun renna í sérstakan ferðasjóö nemenda sem stefna á Parísarferð á haustdögum til þess að skoða listasöfn og annað menn- ingarlíf þar. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 3. júní kl. 15 og stendur til annars í hvítasunnu. Sýningin verður opin á laugardag og hvíta- sunnudag kl. 15-23 en 14 til 18 á annan í hvítasunnu. Danslist ’95 er landsmót í skapandi dansi sem nú fer fram í annað skipti og koma þátttakendur víða að. I fyrra voru um 120 þált- takendur og er nú búist við ennþá fleirum. Boðið verður upp á tvær danssýningar, laugardagskvöldið 3. júní og að kvöldi hvítasunnu- dags. Á daginn verður starfrækt danssmiója þar sem kennarar leið- beina. Ekkert þátttökugjald er á þetta dansmót, aðeins lágt skrán- ingargjald á hvem þátttakanda. Þátttakendur fá frítt fæði og fría gistingu. Omi Ingi Gíslason segir að til þess að kynna danslistina sem allra best sé í ráði að sýning- argestir greiði ekki aðgangseyri, heldur verði leitað til einstaklinga og fyrirtækja urn ofurlítinn stuðn- ing og yrðu þá sýningarnar í boði viðkomandi öllum Akureyringum og nærsveitamönnum til handa. Örn Ingi segir að ekki verði leitað skipulega til fyrirtækja um stuðn- ing heldur sé þess vænst að ein- hverjir fmni sig í því að styðja viö Iistahátíðina af sjálfsdáðum. Setning dansmótsins verður kl. 10 laugardaginn 3. júní en síðan geta gestir fylgst með danstímum sem fram fara á staðnum. Móts- stjóri verður Gjuðbjörg Amardótt- ir. óþh Karlakórinn Heimir í Skagafirði ásamt stjórnanda og undirleikara. Karlakórinn Heimir í Skagafirði: Heldur tónleika að Breiðumýri og á Dalvík Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tónleika í félagsheimilinu að Breiðumýri í Þingeyjarsýslu nk. sunnudag, 28. maí, kl. 14 og í Dalvíkurkirkju að kvöldi þess sama dags kl. 20.30. Söngstjóri Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikarar Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 96-26900 Söngskrá kórsins er fjölbreytt, má þar nefna lög eftir Björgvin Þ. yaldimarsson, Jón Bjömsson, Ómar Þ. Ragnarsson og fleiri ís- lenska höfunda, auk þess sem kór- inn flytur lög úr söngleikjum og óperum og fjölmörg önnur lög í léttari kantinum. Einsöngvarar með kórnum verða Einar Halldórsson, Hjalti Jóhannsson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Tvísöng og þrí- söng með kómum syngja Gísli, Pétur og Sigfús Péturssynir og Björn Sveinsson. Föstudaginn 2. júní kl. 21 mun Karlakórinn Heimir síðan halda tónleika í Siglufjarðarkirkju. Fimmtudaginn 8. júní ætlar kórinn í fjögurra daga söngferð suður á land. Sungið verður í Logalandi Borgarfirði, Vest- mannaeyjum, Selfossi og Ara- tungu. EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN HF. óskar eftir að ráða sölumann Viðkomandi þarf að hafa tölvukunnáttu og eins nokkurt inngrip í vélar. Umsóknir sendist á skrifstofu Sjafnar, Glerárgötu 28, merktar „Sölumaður." ---------------------------------Á AKUREYRARBÆR Sumarstörf fyrir fatlaða Sumarvinna fyrir fatlaða hefst í byrjun júní og verður í a.m.k. 6 vikur. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 27. maí til Atvinnuleitar fatlaðra, Hafnarstræti 104, Akureyri. Nánari upplýsingar fást hjá Maríu í síma 25880, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 11-12 f.h. AKUREYRARBÆR AKUREYRINGAR Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 3. júní nk. Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 29. maí - 2. júní nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja rusl sem hreinsað hefur verið af íbúðar- húsalóðum og sett er í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftirgreinda daga. Mánudag 29. maí: Innbær og suðurbrekka sunn- an Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Þriðjud. 30. maí: Lundahverfi og Gerðahverfi. Miðvikud. 31. maí: Miðbær, Oddeyri og Ytri- Brekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Fimmtud. 1. júní: Hlíðahverfi og Holtahverfi. Föstud. 2. júní: Síóuhverfi og Giljahverfi. Nánari upplýsingar varöandi hreinsunina verða gefnar á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins, Gránufé- lagsgötu 6, sími 24431. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Lækjargata 6, efri hæð og ris, Ak- ureyri, þingl. eig. Sigurður H. Jó- hannsson og Hjördís Á. Edvinsdótt- ir, gerðarbeiðendur Landsbanki ís- lands og íslandsbanki h.f., 31. maí 1995 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á Akureyri 23. maí 1995. Aðalfundur Skátafélagsins Klakks Af óviðráðanlegum orsökum veröur að fresta aug- lýstum aðalfundi sem halda átti í Hvammi, laugar- daginn 27. maí nk., um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórn Skátafélagsins Klakks. Umráðamenn fyrirtækja eru hvattir til aó taka þátt í hreinsunarátakinu, raða snyrtilega upp heillegum hlutum og henda (dví sem ónýtt er. Gámar fyrir rusl (ekki tað) verða staðsettir í hest- húsahverfunum í Breiðholti og við Lögmannshlíð þessa viku. Hestamenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Athygli er vakin á því að heilbrigðisnefnd er heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að undangenginni viðvörun með álímingarmiða. Heilbrigðisfulltrúi. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.