Dagur - 24.05.1995, Side 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 24. maí 1995
ÍÞRÓTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
Knattspyrna -1. deild karla:
Frábær byrjun
- Leiftursmenn tóku Framara í kennslustund
Keppni í 1. deild karla í knattspyrnu hófst í
gær með glæsibrag. í fyrsta leik mættust
Fram og Leiftur á Vaibjarnarvelli í Laugar-
dal og Leiftursmenn hófu mótið með með
stórsigri, 4:0. Jón Þór Andrésson var hetja
dagsins og skoraði þrjú fyrstu mörk íslands-
mótsins, í sínum fyrsta deildarleik með
Leiftri.
Leiftursmenn komu Frömurum í opna
skjöldu með krafti og áræðni og heimamenn
áttu í raun aldrei möguleika.
Fyrstu mínútumar var leikurinn opinn og
skemmtilegur en eftir stuttan kafla þar sem
Framarar höfðu völdin tóku Leiftursmcnn al-
mennilega við sér. Gunnar Már Másson átti
skalla sem sleikti markstöngina og Jón Þór átti
Handknattleikur:
Valdimar og
Valur á förum
Valdimar Grímsson, hornamaðurinn snjalli,
mun þjálfa og leika með iiði Selfoss næsta
vetur. Valdimar hefur leikið með KA undan-
farin tvö ár og verið lykilmaður í velgengni
félagsins. Þetta verður frumraun hans í
þjálfarastöðu. Brotthvarf Valdimars er mikil
blóðtaka fyrir lið KA, sem sér einnig á eftir
vinstri hornamanni sínum síðasta vetur, Val
Arnarsyni.
Valur hefur ákveðið að snúa aftur til
Reykjavíkur en hann hefur verið í láni frá Val
undanfama tvo vetur. KA-menn búast við að
allir aðrir leikmenn síóasta vetrar verói áfram í
herbúðum félagsins.
gott skot sem small í stönginni. Tveimur mín-
útum síðar, á 32. mínútu, kom fyrsta markið.
Þá átti Páll Guðmundsson skot í stöng, boltinn
barst út í teig og úr þvögunni náði Jón Þór að
skora fyrsta mark deildarinnar. Skömmu síðar
átti Ragnar Gíslason þmmuskot utan teigs en
Birkir Kristinsson varði í þverslá og Framarar
sluppu með skrekkinn, 1:0 fyrir gestina í hléi.
Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks sóttu
Framarar töluvert en á 57. mínútu fékk Leiftur
skyndisókn og Jón Þór bætti við öðm marki.
Boltinn barst inn í teiginn og Jón Þór ýtti bolt-
anum yfir línuna úr þröngu færi. Atli Einars-
son fékk ágætt færi um miðjan hálfleikinn en
Þorvaldur Jónsson varði vel í marki Leifturs.
Hinum megin varði Birkir góðan skalla frá Ne-
bojsa Corovic. Þriðja mark Jóns Þórs kom á
70. mínútu eftir að hann fékk stungusendingu
inn fyrir Fram- vömina. Þremur mínútum síðar
innsiglaði Páll Guðmundsson sigurinn með
góðu skoti eftir góðan undirbúning Ragnars á
vinstri kanti, 4:0.
Jón Þór var maður leiksins og byrjar vel í
Leifturs-búningnum. Þá átti Þorvaldur mjög
góðan leik í markinu og sá við sóknaraðgerð-
um Framara.
„Það er gott að fá þrjú stig í byrjun móts.
Þetta er það sem ég lagði upp fyrir leikinn og
það tókst. Þetta er mikilvægur sigur og það er
jafn mikilvægt að fólk fjölmenni á völlinn og
styði liðið í fyrsta heimaleiknum, gegn KR um
helgina,“ sagði Oskar Ingimundarson, þjálfari
Leifturs í leikslok.
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson - Jón Þór Andrésson,
Nebojsa Corovic, Gunnar Oddsson, Sigurbjöm Jakobs-
son, Slobodan Milisic, Ragnar Gíslason, Gunnar Már
Másson (Steinn Gunnarsson), Pétur Bjöm Jónsson,
Páll Guömundsson (Einar Einarsson), Baldur Bragason
(Matthías Sigvaldason).
2. deild karla 1995
1. umferð:
Mán. 22. maí kl. 20.00 KA-Víkingur
Mán. 22. maí kl. 20.00 Stjaman-ÍR
Mán. 22. maí kl. 20.00 Víðir-Skallagrímur
Mán. 22. maí kl. 20.00 Fylkir-HK
Mán. 22. maí kl. 20.00 Þróttur-Þór
2. umferð:
Sun. 28, maí kl. 14.00 Víkingur-Þór
Sun. 28. maí kl. 14.00 KA-Stjaman
Sun. 28. maí kl. 14.00 ÍR-Víóir
Sun. 28. maí kl. 14.00 Skallagrímur-Fylkir
Sun. 28. maí kl. 14.00 HK-Þróttur
3. umferð:
Fös. 2. júní kl. 20.00 Stjaman-Víkingur
Fös. 2. júní kl. 20.00 Víöir-KA
Fös. 2. júní kl. 20.00 Fylkir-ÍR
Fös. 2. júní kl. 20.00 Þróttur-Skallagrímur
Fös. 2. júní kl. 20.00 Þór-HK
4. umferð:
Mán. 12. júní kl. 20.00 Víkingur-HK
Þri. 13. júní kl. 20.00 KA-Fylkir
Þri. 13. júní kl. 20.00 Stjaman-Víðir
Þri. 13. júní kl. 20.00 ÍR-Þróttur
Þri. 13. júní kl. 20.00 Skallagrímur-Þór
5. umferö:
Fim. 22. júní kl. 20.00 Fylkir-Stjaman
Fös. 23. júní kl. 20.00 Víðir-Víkingur
Fös. 23. júní kl. 20.00 Þróttur-KA
Fös. 23. júní kl. 20.00 Þór-ÍR
Fös. 23. júní kl. 20.00 HK-Skallagrímur
6. uinferð:
Sun. 2. júlí kl. 20.00 Víkingur-Skallagrimur
Sun. 2. júlí kl. 20.00 KA-Þór
Sun. 2. júlí kl. 20.00 Stjaman-Þróttur
Sun. 2. júlí kl. 20.00 Víóir-Fylkir
Sun. 2. júlí kl. 20.00 ÍR-HK
7. umferð:
Fös. 7. júlí kl. 20.00 Fylkir-Vikingur
Fös. 7. júlí kl. 20.00 HK-KA
Fös. 7. júlí kl. 20.00 Þór-Stjaman
Fös. 7. júlí kl. 20.00 Þróttur-Víöir,
Fös. 7. júlí kl. 20.00 Skallagrímur-ÍR
8. umferð:
Fim. 13. júlí kl. 20.00 KA-Skallagrímur
Fim. 13. júlí kl. 20.00 Stjaman-HK
Fim. 13. júli kl. 20.00 Vióir-Þór
Fim. 13. júlí kl. 20.00 Fylkir-Þróttur
Fös. 14. júlí kl. 20.00 Víkingur-ÍR
9. umferð:
Þri. 18. júlí kl. 20.00 ÍR-KA
Mið. 19. júlí kl. 20.00 Þróttur-Vikingur
Mið. 19. júli kl. 20.00 Skallagrímur-Stjaman
Mið. 19. júlíkl. 20.00 HK-Víðir
Mið. 19. júlí kl. 20.00 Þór-Fylkir
10. umfcrð:
Sun. 23. júlí kl. 20.00 ÍR-Stjaman
Sun. 23. júlí kl. 20.00 Skallagrímur-Víðir
Sun. 23.júlí kl. 20.00 HK-Fylkir
Sun. 23. júlí kl. 20.00 Þór-Þróttur
Mán. 24. júlí kl. 20,00 Víkingur-KA
11. umferð:
Fim. 27. júlí kl. 20.00 Þór-VSkingur
Fim. 27. júlí kl. 20.00 Stjaman-KA
Fim. 27. júlí kl. 20.00 Víðir-ÍR
Fim. 27. júlí kl. 20.00 Fylkir-Skailagrímur
Fim. 27. júlí kl. 20.00 Þróttur-HK
12. umferð:
Mið. 2. ágúst kl. 19.00 Víkingur-Stjaman
Mið. 2. ágúst kl. 19.00 KA-Víðir
Mið. 2. ágúst kl. 19.00 ÍR-Fylkir
Mið. 2. ágúst kl. 19.00 Skailagrímur-Þróttur
Mið. 2. ágúst kl. 19.00 HK-Þór
13. umferð:
Fös. 11. ágúst kl. 19.00 HK-Víkingur
Fös. 11. ágúst kl. 19.00 Fylkir-KA
Fös. 11. ágúst kl. 19.00 Vióir-Stjaman
Fös. 11. ágúst kl. 19.00 Þróttur-IR
Fös. 11. ágúst kl. 19.00 Þór-Skallagrímur
14. umferð:
Sun. 20. ágúst kl. 18.30 Víkingur-VSðir
Sun. 20. ágúst kl. 18.30 KA-Þróttur
Sun. 20. ágúst kl. 18.30 ÍR-Þór
Sun. 20. ágúst kl. 18.30 Skallagrímur-HK
Sun. 20. ágúst kl. 18.30 Stjarnan-Fylkir
15. umferð:
Fös. 25. ágústkl. 18.30Skallagrímur-Víkingur
Fös. 25. ágúst kl. 18.30 Þór-KA
Fös. 25. ágústkl. 18.30 Fylkir-Víóir
Fös. 25. ágúst kl. 18.30HK-ÍR
Fös. 25. ágúst kl. 18.30 Þróttur-Stjaman
16. umferð:
Sun. 3. scpt. kl. 14.00 KA-HK
Sun. 3. sept. kl. 14.00 Stjaman-Þór
Sun. 3. sept. kl. 14.00 Víðir-Þróttur
Sun. 3. scpt. kl. 14.00 ÍR-Skallagrímur
Sun. 3. sept. kl. 14.00 Víkingur-Fylkir
17. umferð:
Sun. 10. sept. kl. 14.00 ÍR-Víkingur
Sun. 10. sept. kl. 14.00 Skallagrímur-KA
Sun. 10. sept. kl. 14.00 HK-Stjaman
Sun. 10. sept. kl. 14.00 Þór-Víöir
Sun. 10. sept. kl. 14.00Þróttur-Fy!kir
18. umferð:
Lau. 15. sept. kl. 14.00 Víkingur-Þróttur
Lau. 15. sept. kl. 14.00KA-ÍR
Lau. 15. sept. kl. 14.00 Stjaman-Skallagrímur
Lau. 15. sept.kl. 14.00 Víðir-HK
Lau. 15. sept. kl. 14.00 Fylkir-Þór
Dean Martin lék sinn fyrsta leik á íslandi með KA og var besti maður vallarins. Hér sést hann i
baráttu við Víkingana Sveinbjörn Allanson og Petar Pisanjuk. Mynd: sh
Knattspyrna - 2. deild karla:
KA byrjar af krafti
- Víkingar lagðir
„Þetta var alveg frábært. Það var spilað við
erftðar aðstæður hérna á mölinni og maður
veit af fyrri reynslu að svona leikir geta farið
alla vega,“ sagði Pétur Ormslev, þjálfari KA,
eftir að hafa leitt lið sitt til sigurs á Víking-
um í fyrstu umferð 2. deildarinnar í knatt-
spyrnu. Leikið var á malarvelli KA á mánu-
dagskvöld og heimamenn unnu verðskuld-
aðan sigur, 3:0, eftir að hafa haft yfir í hálf-
lcik, 1:0.
KA sótti fyrstu mínútumar en eftir það jafn-
aðist leikurinn. Lítið var um opin færi en KA-
menn höfóu yfirhöndina á miðjunni og ógnuðu
meira. Englendingurinn Dean Martin spilaði í
fyrsta sinn á malarvelli og stóð sig vonum
framar. Hann var á hægri kantinum hjá KA og
áttu vamarmenn Víkinga i miklum erfiðleikum
með að hemja hann. Martin lagði grunninn að
fyrsta marki KA þegar hann lyfti boltanum inn
á miðjan teiginn þar sem Þorvaldur Sigbjöms-
son skallaði í bláhomið og kom KA-mönnum
á bragðið. Minnstu munaði að Víkingar næðu
að jafna á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks en
Sigurður Eyjólfsson hitti ekki boltann í upp-
lögðu færi og KA fór með forustu í leikhléið.
Strax í upphafi síðari hálfleiks bættu KA-
strákar öðm marki við. Helgi Aðalsteinsson
átti þá glæsilega fyrirgjöf frá hægri og Gísli
að velli á mölinni
Guðmundsson skallaði í netið við fjærstöng,
glæsilegt mark og staðan 2:0.
Heimamenn gáfu aóeins eftir í baráttunni á
miðjunni um tíma í síðari hálfleik og Víkingar
fengu fleiri sóknir. Við það opnaðist vöm Vík-
inga og KA-menn áttu hættuleg upphlaup. Eft-
ir eitt slíkt kom þriðja niark liðsins á 85. mín-
útu. Dean Martin sendi þá fallega sendingu inn
fyrir vömina á Þorvald Sigbjömsson sem
sloppinn var einn i gegn. Sveinbjöm Allanson,
markvörður Víkings, varði skot Þorvaldar en
hann fylgdi vel á eftir og kom boltanum í net-
ið, 3:0.
Dean Martin var bestur KA-manna í leikn-
um og sýndi mikil tilþrif á hægri kanti. Hann
og Þorvaldur Sigbjömsson náðu vel saman og
KA-menn geta verið bjartsýnir á sumarið eftir
þessa byrjun. „Mér fannst Dean spila mjög vel
og var vel yfir því sem hægt var að búast við af
honum eftir að hafa verið hér á fjórum æfing-
um og lék í fyrsta sinn á möl,“ sagði Pétur
Ormslev eftir leikinn.
Lið KA: Eggert Sigmundsson - Steingrímur Birgisson,
Halldór Kristinsson, Bjarki Bragason - Helgi Aöal-
steinsson (Jóhann Amarson), Bjami Jónsson (Hermann
Karlsson), Höskuldur Þórhallsson, Dean Martin, Stef-
án Þórðarsson - Þórvaldur Sigbjömsson, Gísli Guð-
mundsson.
Knattspyrna - 2. deild karla:
Þórsarar fengu skell
„Þetta var ekki alveg eins og til var ætlast,"
sagði Nói Björnsson, þjálfari Þórs, eftir að lið
hans fékk skell í fyrstu umferð 2. deildar á
mánudag. Þór sótti Þrótt heim á gervigrasið í
Laugardal og greinilegt var að völlurinn
hentaði Þórsurum ekki vel. Þróttur sigraði
nokkuð örugglega, 3:0.
Það var 17 ára Dalvíkingur, Heiðar Sigur-
jónsson, sem reyndist Þórsurum erfiðastur og
skoraði tvö mörk. Það fyrra kom á 22. mínútu
með góðu skoti eftir aö Þórsurum tókst ekki að
hreinsa frá vítateig sínum. Þróttarar voru sterk-
ari i fyrri hálfleik en Þórsarar voru lengi að
komast í gang og lengi að átta sig á vellinum.
í síðari hálfleik voru það Þórsarar sem tóku
völdin. Liðió spilaði ágætlega og fékk gott færi
til að jafna á 73. mínútu þegar dæmd var
vítaspyma á Agúst Hauksson, þjálfara og leik-
mann Þróttar, fyrir að brjóta á Ama Þór Áma-
syni innan vítateigs. Páll Gíslason tók spymuna
en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar,
varði skot hans. Fjalar náði ekki að halda bolt-
anum og Hreinn Hringsson fyrstur að ná til
knattarins en skot hans hafnaði í stönginni.
Skömmu síðar áttu heimamenn góða sókn
og Heiðar Sigurjónsson bætti öðru marki við.
Við það var sem mesti dugurinn væri úr Þórs-
umm og sigri Þróttar var aldrei ógnað eftir það.
Það var síðan Gunnar Gunnarsson sem innsigl-
aði sigur Þróttar, 3:0.
Eftir að leiknum lauk átti Sveinbjöm Há-
konarson eitthvað vantalað við eftirlitsdómara
leiksins og fékk að líta rauða spjaldið fyrir vik-
ið. í gær var hann dæmdur leikbann og missir
af leik Þórs og Víkings á sunnudag.
Birgir Karlsson gat ekki leikið með Þórsur-
um vegna meiðsla og Páll Pálsson tók stöðu
hans aftast í vöminni. „Hann spilaði mjög vel
og ég var ánægður með hans frammistöðu,"
sagði Nói Bjömsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.
Lið Þórs: Ólafur Pétursson - Páll Pálsson, Eiður
Pálmason, Sveinn Pálsson - Þórir Áskejsson, Páll
Gíslason, Öm Viðar Amarson (Brynjar Óttarsson) ,
Dragan Vitorovic, Ámi Þór Ámason - Sveinbjöm Há-
konarson - Hreinn Hringsson (Sigurður Pálsson).
Frjálsar íþróttir:
Fjögur að norðan
- í landsliðshópnum
Landsliðsnefnd FRÍ hefur valið landslið ís-
lands í frjálsíþróttum til að keppa á Smá-
þjóðaleikunum í Luxemburg dagana 31. maí
til 3. júní. ísland sendir nú fullskipað lið í
allar keppnisgreinar frjálsíþrótta í fyrsta
sinn í sögu Smáþjóðaleikanna og jafnframt
er þetta fjölmennasta frjálsíþróttalandslið
okkar á erlendri grund í rúman áratug.
Ómar Kristinsson úr UMSE og Sveinn
Margeirsson úr UMSS em í hópi 9 nýliða í 38
manna landsliðshóp. Sveinn er aðeins 17 ára
og er einn efnilegasti langhlaupari Norðurlanda
og þó víðar væri leitaó í Evrópu. Hann keppir i
5.000 metra hlaupi og Gunnlaugur Skúlason,
félagi hans úr UMSS, keppir í 10.000 metra
hlaupi. Ómar keppir í 4x400 metra hlaupasveit
íslands. Þá er Sunna Gestdóttir, USAH, einnig
í hópnum og keppir í 100, 200 og 4x100 metra
hlaupum auk þess sem hún keppir í langstökki.