Dagur - 24.05.1995, Side 12

Dagur - 24.05.1995, Side 12
 Vinir á vordegi. Mynd: Robyn Silfurstjarnan í Öxarfirði: Malarvegirnir dýrir og þreytandi - segir Björn Benediktsson að er keyrt með 29,5 tonn af fiski frá Silfurstjörnunni í Öxarfirði til Reykjavíkur í hverri viku. „Við erum að senda vöru á heimsmarkað og getum hreinlega ekki bætt við okkur kostnaði vegna þungatakmark- ana á vegunum,“ segir Björn Benediktsson, en forsvarsmenn Silfurstjörnunnar eru afar óhressir með ástand vega í Norðursýslunni og sérstaklega á Tjörnesi. Bjöm segir að mikill akstur á malarvegum fylgi starfrækslu Silf- urstjömunnar, og ekki aðeins akst- ur flutningabílanna með fiskinn úr Öxarfirói til Húsavíkur, en þar koma þeir á bundið slitlag. Bjöm segist hafa tekið það saman að starfsmenn Silfurstjömunnar keyri 4300 km á viku á malarvegum vegna vinnu sinnar. Þá miðar hann við að fiski sé slátrað fjóra daga í viku, um 20 starfsmcnn vinni vió stöðina og nokkrir þeirra sameinist um bíl. 1M Kerling sigruð á vélsleöa Sauðburður langt kominn - mikil frjósemi í Ljósavatnsskarði Sauðburður er víðast hvar að verða langt kominn í sveit- um og gott hljóð er í bændum. Þó er snjór víða til baga, sérstak- lega er snjóþungt í Fljótunum, og hafa menn neyðst til að halda kindum að mestu inni. Að sögn Hermanns Herberts- Flotkví Akureyrar- hafnar á heimleið - dráttarbáturinn iagði af stað í gær Um klukkan fjórtán í gær að íslenskum tíma, lagði þýski dráttarbáturinn Fair Play XIV, af stað frá Keipeda í Litháen áleiðis til íslands, með fiotkví Akureyrarhafnar í togi. „Það er góð veðurspá fyrir næstu fimm daga og skipstjóri dráttarbátsins áætlaði að hann yrði ekki ncma 12 daga til Akureyrar, ef veðrió yrói gott,“ sagði Einar Sveinn Ólafsson, formaður hafn- arstjórnar, í samtali viö Dag. Dráttarbáturinn fer í fyrstu at- rennu til Skagcn í Danmörku, þaðan til Stavanger í Noregi, þá til Hjaltlandseyja og loks Færeyja. Frá Færeyjum verður haldið að austurströnd Islands og þaðan áfram til Akureyrar. Fimm rnenn eru um borð í flotkvínni á leiðinni en heildarvegalengdin sem farin er, cr rúmar 1700 sjómílur. Framkvæmdir vió flotkvíar- stæðið við Slippstöðina-Odda, ganga samkvæmt áætlun og reikn- aði Einar Sveinn með að dælu- skipió lyki sínu verki þar í vik- unni. KK sonar á Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði eru einungis um 30 ær af 239 óbornar. Hann segist ekki geta kvartað undan ófrjósemi. „Það kom ein fimmlembd um daginn og það hefur ekki áður gerst á þessum bæ. Síðan eru átta fjórlembdar, 28 þrílembdar, 147 tvílembdar og 24 einlembdar.“ Aðspurður hvort ekki væri erfitt að koma fénu fyrir sagðist Hcr- mann vera svo lánsamur að hafa nóg pláss, hægt væri aó setja féð í hlöðuna og gömul fjárhús. „Mað- ur reynir að setja eitthvað út á daginn, en það er alveg vonlaust að hafa kindur með lömb úti yfir nóttina. Eg hef þó ekki orðið var við að bændur í kringum mig hefðu fé úti.“ Tún í Ljósavatns- skarói eru töluvert undir snjó enn, en ekkert frost er í jöróu. Her- mann er því vongóður um að spretta geti oróið góð í sumar ef hlýnar fljótlega í veðri. „Sauðburðurinn gengur vel og honum verður mikið til lokið um mánaðamót,“ sagði Ríkharður Jónsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. Af 300 ám eru um 230 bomar. Mikill snjór háir bændum í Fljótum og tún eru lítið sem ekk- ert farin að koma undan snjó. „Við mokuðum með vélum í kringum húsin og getum núna að- eins stungið ánum út fyrir, en ann- ars er ekkert autt hér nema vegur- inn.“ Lítið hefur misfarist af lömbum og frjósemin verið ágæt, u.þ.b. tvö lömb á kind. sr Hið glæsilega Qall, Kerling í Eyjafirði, lítur ekki þannig út að fýsilegt sé að klífa það með öðrum hætti en á tveimur jafn- fljótum. Jóhannes Rcykjalín frá Akri í Eyjafjarðarsveit var hins vegar annarrar skoðunar og á dögunum komst hann alla leið á toppinn á vélsleða. Er það fyrsta farartækið sem þangað kemst, fyrir utan þau sem fljúga um loftin blá, en m.a. hefur verið lent á lítilli flugvél á Qallinu. Kerling er í 1535 m hæð yfir sjávarmáli og vélsleðamenn hafa nokkuð reynt að komast á toppinn en jafnan þurft frá að hverfa. Jó- hannes fór hins vegar leið sem fá- um hefur dottið í hug til þessa, cn hann fór á fjallið að austanverðu og komst upp í annarri tilraun. Lét hann vel af ferðinni og taldi frá- leitt að um hættuspil hafi verið að ræða. Allar brekkur væru renni- sléttar og nóg pláss til að athafna sig, bæði í brekkunum og upp á toppnum. Færið var mjög stíft enda taldi Jóhannes leiðina tæp- lega færa að öðrum kosti. HA Hlutur Norölendinga i mottoku a rækju minnkaði um 10,4% á árunum 1992 til 1994 - jókst þrátt fyrir það um 6.819 tonn á sama tíma árunum 1992 til 1994 jókst . móttaka á rækju á Norð- austurlandi úr 12.414 tonnum í 14.693 tonn, en vegna aukningar á heildarmagni minnkaði hlut- deild af heildarmagni úr 29,9% árið 1992 í 23,1% árið 1994 en var 26,8% árið 1993. VEÐRIÐ Ekki er búist við miklum breyt- ingum á veðrinu í dag sam- kvæmt spá Veðurstofunnar. Spáð er austan og norðaustan átt og smáskúrum til landsins, hitinn verður 0-5 stig. Á morg- un og föstudag er einnig spáð norðaustan golu og súld, hitinn verður 2r7 stig um norðanvert landið. Á laugardag er síðan spáó hlýnandi og hægri breyti- legri átt. Sýslumannsembættið á Akureyri: Lokunaraðgerðir vegna vanskila hafnar Vanskil vegna vangoldins virðisaukaskatts og stað- greiðslu skatta hjá sýslumannns- embættinu á Akureyri nema um 99 milljónum króna og eru lok- unaraðgerðir vegna vanskilanna hafnar og í gær var innsiglað hjá tveimur fyrirtækjum og áfram verður haldið ef ekki vcrður samið um greiðslur eða skuldir greiddar. Sum þessara vegna gjaldþrota vanskila eru fyrirtækja og ekki líkur á að takist að innheimta þær upphæðir. Stærsta einstaka upphæðin er sjö milljónir króna á byggingafyrirtækið Híbýli hf. á Akureyri, sem varð gjaldþrota fyr- ir alllöngu síðan. Fjöldi fyrirtækja sem eru í vanskilum er svipaður og verið hefur undanfama mánuði og ár. GG Á árinu 1992 var tekið á móti 41.461 tonni á landinu öllu. Magnið jókst í 48.482 tonn á árinu 1993 en tók síðan vcrulega sprctt á árinu 1994, fór í 63.733 tonn. Mjög góó veiði hefur verið það sem af er þessu ári og í fyrsta skipti í langan tíma eru líkur á aó útgefinn rækjukvóti fyrir fisk- veiðiárið 1994/1995, alls 63 þús- und tonn, veiðist allur auk þess magns sem fært var milli ára. A Norðvesturlandi var tekið á móti 12.778 tonnum árið 1992, eða 30,8% af heildarmagni, það jókst í 13.537 tonn, eða 27,9% ár- ið 1993 og í 17.318 tonn eöa 27,2% á árinu 1994. Aðrir lands- hlutar hafa heldur aukið við sig á milli áranna 1992 og 1994, Aust- urland úr 5,5% í 5,9%; Reykjanes úr 1,5% í 4,6%; Vesturland úr 4,6% í 9,6% og Vestfirðir úr 27,7% í 29,7%. Móttaka rækju var því mest á Vestfjörðum á árunum 1993 og 1994 en var þar áður mest á Norðurlandi vestra. GG Innanhúss- málning 10 lítrar kr. 4.640,- 0 KAUPLAND Kaupangi ■ Simi 23565

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.