Dagur - 10.06.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 10. júní 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SlMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(íþróttir),
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Kötturínn sagði
ekki ég...
Símanúmerabreytingin fyrir réttri viku síðan virðist
í stórum dráttum hafa gengið vel, þótt vissulega
hafi komið fram ýmsir hnökrar. Við því var auðvitað
að búast og ekkert við því að segja. Þetta var viða-
mikil breyting og tæpast hægt að ætlast til að allar
hliðar hennar myndu ganga lipurlega fyrir sig í
fyrstu atrennu.
Hitt er það að ný símaskrá var gefin út í tengsl-
um við símanúmerabreytinguna og samkvæmt há-
værum röddum í Þjóðarsál Rásar 2 allsstaðar að af
landinu, hefur ýmislegt farið úrskeiðis við vinnslu
skrárinnar. Nöfn hafa fallið út, jafnt fyrirtækja sem
einstakhnga, þess eru meira að segja dæmi að nöfn
sambýlisfólks hafi verið felld út. Erfiðlega hefur
gengið að fá skýringar Pósts og síma á þessum
óvanalega tíðu mistökum við vinnslu símaskrárinn-
ar og það versta er að það virðist enginn bera
ábyrgð á þeim. Á fyrstu síðu símaskrárinnar kemur
fram eins og vera ber að útgefandi hennar sé Póst
og símamálastofnunin en síðan segir orðrétt: „At-
huga ber að Póst- og símamálastofnunin ber ekki
ábyrgð á röngum skráningum í Símaskrána. Það
sama gildir um ábyrgð stofnunarinnar ef skráning
hefur falhð út.“
Er nema von að spurt sé; hvernig í ósköpunum
má þetta vera? Póstur og sími er með þessari sak-
leysislegu klausu að segja að hann beri enga
ábyrgð á því sem hann gefur út! Þetta nær ekki
nokkurri einustu átt. Auðvitað hlýtur Póstur og sími
að bera ábyrgð á sinni eigin útgáfu, það þýðir ekk-
ert að benda á einhvern annan óskilgreindan aðila
út í bæ og segja að hann beri ábyrgð á mistökum
sem hafa orðið í símaskránni. Almenningur í land-
inu, í það minnsta þeir sem hafa orðið fyrir því að
vera þurrkaðir út úr símaskránni, hljóta að eiga
heimtingu á haldgóðri skýringu frá Póst og síma-
málastofnuninni á alvarlegum mistökum við
vinnslu símaskrárinnar og jafnframt væri fróðlegt
að heyra skýringar stofnunarinnar á því að hún beri
alls enga ábyrgð á sinni eigin útgáfu.
I UPPAHALDI
Auðjón Guðmunds-
son er 22 ára Akur-
eyringur og nemi
við gœðastjórnunarbraut
Háskólans á Akureyri þar
sem hatin er búinn með
þrjú ár affjórum. í sumar
vinnur hann hinsvegar
sem kokkur í Kaupfélag-
inu í Varmahlíð; er „yfir-
sullari“ að eigin sögn. í
Kaupfélaginu er bœði
dagvöruverslun og veit-
ingasala og einnig er þar
selt bensín. Margir ferða-
menn eiga viðkomu í
Varmahlíð, sérstaklega á
sumrin, og þegar mest er
hafa viðskiptin oft verið
fjórföld miðað við á vet-
urna. Aukin viðskipti kalla
á fleira starfsfólk og Auð-
unn er einn úr 40 manna
hópi sem vintia í kaupfé-
laginu í sumar. Á veturna
vinna þar hinsvegar ein-
ungis 16 manns.
Þegar blaðamaður
Dags var á ferðinni í
Skagafirðinum nýlega
greip hann Auðjón glóð-
volgan í eldhúsinu og
hann er í uppáhaldi hjá
okkur að þessu sinni.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Ávextir."
Uppáhaldsdrykkur?
„Morgan í kók.“
Auðjón Guðmundsson.
Hvaða heimilisstörffrnst þér
skemmtilcgust/leiðinlegust?
„Ég man ekki eftir neinu sem
mér finnst skemmtilegt. Heimil-
isstörf eru svo fjarlæg mér, ég
geri bara þaó sem ég neyðist til
að gera heima. Mér finnst hrika-
legt aó vaska upp og cnn vcrra að
strauja.“
Stundar þú einhverja markvissa
hreyfingu eða líkamsrœkt?
„Já, cg skokka og svo rcyni cg að
synda ef ég get.“
Ertþú í einhverjum klúbb eða fé-
lagasamtökum?
„Nei, engum.“
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
„Moggan stundum, annars les ég
bara það scm er til heima.“
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
„Tíu lyklar stjómandans, sem er
fræðibók."
/ hvaða stjörnumerki ert þú?
„Ég er ekta vog.“
Hvaða hljómsveWtónlistanmður er í
mestu uppálialdi hjá þér?
„Ég er velþekktur sem Guns and
Roses aðdáandi. Nirvana og Off-
spring eru líka í uppáhaldi.“
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Frcyr Gauti Sigmundsson, júdó-
kappi.“
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
„NBA körfuboltann og citthvaó
annað sorpcfni.“
Hvar skemmtir þú þér best?
„Á 1929.“
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
„Dabba.“
Hver er að þínu nmtifcgursti staður
á íslandi?
„Ætli þaó sé ekki í speglinum?
Nei, nei Akureyri er fallegust."
Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir
aðflytja búferlum nú?
„Mér líður ágætlega þar sem ég
er.“
Hvaða hlut eða fasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mund-
ir?
„Gám til að geyma dót í.“
Hvernig vilt þú helst verja fríslund-
umþínum?
„Á fylleríi."
Hvað œtlarðu að gera í sumarfrí-
inu?
„Vinna og aftur vinna." AI
Himneskt hótel
í Mexíkó
Hér er paradís á jörðu. - Þetta er
eins og í himnaríki. - Slíkar yfir-
lýsingar munu gestir Quinta Real
hótelsins í Guadalajara í Mexikó
iðulega gefa. Quinta Real hótelin
má finna á fimm stöðum í landinu.
Þau eru glæsileg, heimilisleg, frið-
sæl, gestir fá viðmótsþýðar vió-
tökur, þjónustan er sérlega góð,
lögð er áhersla á gott andrúmsloft,
smekklegar byggingar, innrétting-
ar og skreytingar og hvert smáat-
riði úthugsað.
Er íslenskt fjölmiðlafólk var á
ferð í Mexíkó í vor var því boðið
Morgunverðarborðið sem íslenska fjölmiðlafólkinu var boðið að var glæsilega skreytt og vel vandað til borðbúnaðar
Og veitinga. Myndir: IM
Hörpuleikur við morgunverðarborð-
ið er kórónan, cnginn velkist lengur í
vafa um að hótclið er himncskt.
Og þjónar með hvíta hanska, til-
búnir um leið og borð kemur á boll-
ann.
að skoða fjölda hótela. Mörg
þeirra voru afburóa glæsileg og
gátu af ýmsu státað. I minning-
unni situr þó sérstaklega morgun-
verðarborð á Quinta Real og í
upphafi aöalferðamannatímans á
Islandi er kannski ekki úr vegi aö
átta sig á því hvað gerir heimsókn
á hótel eftirminnilega.
Það er ekki alltaf það sem kost-
ar mesta peninga sem skiptir
mestu máli. Hörpuleikur við
morgunverðarborðið á ef til vill
ekki sístan þátt í að gestunum á
Quinta Real fínnst mynd sín af
paradís eða himnaríki fullkomnuó.
Friósæld, fallegur gróður og
fuglasöngur í garðinum við tjöm
meó skrautfiskum er ef til vill
ekki það auðveldasta til aö endur-
skapa hjá íslenskum ferðaþjón-
ustuaðilum, en með hugmynda-
flugi og að áhersluatriðunum
fundnum mætti skapa svipuð hug-
hrif. Friðsældin er mörgum eftir-
sóknarverð og hún er ef til vill of
oft rofin að óþörfu. Að leggja alúð
við matreiðslu, veita lipurlega
þjónustu og láta gestum líða eins
og heima hjá sér er nokkuð sem
vekur löngun þeirra til að koma
aftur og benda vinum og kunn-
ingjum á fundinn unaðsreit á jarð-
kringlunni IM