Dagur - 10.06.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 10.06.1995, Blaðsíða 20
TVÖFALDUR 1. VINNINGUR Drápa sporðrenndi 44 cm egar Sverrir Reynisson, bóndi á Bringu í Eyjafjarðar- sveit, kom í fjósið á flmmtudags- morguninn var, þann 8 júní, bar tíkin hans hún Drápa sig heldur aumlega. Drápa er hvolpur, fædd í lok desember, minka- hundur af hundakyni Vignis Stefánssonar á Akureyri. Tíkin húkti út í horni og virtist sem eitthvað stæði fast í hálsi hennar. Sverrir sá þó ekki neitt þegar hann leit upp í Drápu en ákvað að fara með hana til Akur- eyrar á Dýraspítala Elfu Ágústs- dóttur dýralæknis. Elfa taldi lík- legast að rif eða eitthvað því líkt stæði í tíkinni, gaf henni róandi lyf og skoðaði á henni hálsinn. „Þá sá ég eitthvað í kokinu á henni og það endaði með því að ég dró út úr henni 44 cnt langan keyrisbút með skaftinu og öllu saman. Drápa var eins og sverð- gleypir í sirkus meðan á leiknum stóð,“ sagði Elfa. Hún sagðist aldrei Itafa heyrt um neitt þessu líkt en keyrisbúturinn er stífur og óbeygjanlegur og hefur því staðið keyri beint í gengum tíkina endilanga. Eins og áður sagði er Drápa að- eins tæplega hálfs árs og af minkahundakyni og því ekki stór vexti, í það minnsta ekki miðað við að hún innbyrti 44 cm langan hlut sem er úr plasti og gúmíi og er þvermál skaftsins 2-3 cnt þar sem það er breiðast. Drápa var þó hin hressasta þeg- ar eigandi hennar, Sverrir á Bringu, sótti hana til Elfu og virð- ist henni ekki hafa orðið nieint af þessurn sérkennilega morgun- verði. Þess má geta að Drápa átti nöfnu á Bringu, einnig tík af minkakyni sem hvaif með svip- legunt hætti þann 8. apríl síðast- liðinn. „Drápa eldri, var að snúast í kringum mig í fjósinu þennan morgun og svo hvarf hún skyndi- lega og síðan hefur ekkert til hennar spurst og hvorki fundist tangur né tetur af henni,“ sagði Sverrir. Það má því segja að það sé ekki ein báran stök í hunda- ræktinni á Bringu í Eyjafjarðar- sveit. KLJ Enn eitt betlibréfið frá Filippseyjum Kona á Akureyri hafði sam- band við blaðið og vildi vekja athygli á bréfi sem hún hafði fengið á dögunum í pósti frá Filippseyjum. Bréfritari seg- ist vera gamall, fátækur faðir sem hafi tvö börn á framfæri. Hann lætur ekki vel af brauð- stritinu og leitar því eftir pen- ingagjöfum frá húsmóðurinni á Akureyri. Fyrir nokkrum misserum síðan, líklega hálfu öðru ári, greindi Dagur frá ekki ósvipuðu bréfi frá Filippseyjum sem hafði verið fjöl- faldað og sent til fjölmargra á Ák- ureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Meira að segja rithöndin gæti ver- ið sú sama, en undirskriftin önnur. Þeir sem Dagur hefur rætt við um þetta mál eru sammála um að fólk ætti að Iáta það vera að svara þessum bréfum, enda virðist nokkuð ljóst að örbirgð bréfritara sé ekki eins mikil og ætla mætti af texta þeirra. Eins og áður segir voru mörg slík betlibréf frá Filippseyjum send til íslands fyrir nokkrum misserum og við athugun kom í ljós að bréfritari hafði greinilega í höndum gamla símaskrá, því margir viðtakenda voru fyrir löngu búnir að skipta um heimilis- fang. Það santa er uppi á teningn- O HELGARVEÐRIÐ Samkvæmt spá frá Veöur- stofu íslands mun veöriö halda áfram að leika við Norðlendinga. í dag er spáö áframhaldandi góöviöri; hiti á bilinu 15-20 stig. Á sunnu- dag og mánudag verður svipað veöur, vestlæg átt, sólríkt og hlýtt. i, Maaa u um nú. Áðumefnd húsmóðir á Akureyri var áður heimilisföst á Isafirði og þangað var bréfið sent, en er fyrir nokkru flutt þaðan til Akureyrar. Svo virðist því sem stuðst sé við gamla íslenska síma- skrá á Filippseyjum, hugsanlega þá sömu og áður. óþh ínnanhúss- málning 10 lítrar L kr. 4.640,- KAUPLAND Kaupangi - Sfmi 462 3565 1 Eins og sverðgleypir í sirkus Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir á Akureyri, er hér með tíkina Drápu. Elfa heldur á keyrinu sem á einhvern undarlegan hátt hvarf ofan í Drápu. Þetta er í hæsta máta lygilegt, en samt dagsatt. Mynd: Robyn Toyota um helgina Komdu og reynsluaktu einstökum jeppa. Það er lygilega gott að keyr’ann! Nokkrir Toyota Corolla Hatchback Special Series seldir á sérstöku afmælistilboði Toyota Landcruiser STW Thrbo Diesel STD á frábæru verði Reynsluakstur á glænýjum risapick-up T-100 Repsluakstur á Toyota Camry GX V-6 Repsluakstur á RAV 4 5 dyra BILASALAN ST0RH0LT Óseyri 4 • Akureyri • Sími 462 3300 TOYOTA \ji 5 dyra MV 4 jeppin er Itominn og kostar aðeins 2.389.000 kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.