Dagur - 15.06.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 15. júní 1995
FRÉTTIR
Leikskólakennarar semja:
Meðalhækkun launa
tæp 14 prósent
Má bjóða þér sæti?
Það var ckki mikið cftir af þessari bifrcið cftir að siökkviiiðsmcnn höfðu farið um hana hcidur ómjúkum höndum
með kiippunum sínum. Æfingar mcð klippurnar cru haldnar minnst cinu sinni á ári tii að tryggja að mcnn scu vcl
undir það búnir að bcita þcim í ögn alvarlegri aðstæðum. Mynd: Robyn.
Reynslusveitarfélagið Akureyri:
Undirbúningsvinna í gangi
Leikskólakennarar greiddu á
mánudag atkvæði um nýjan
kjarasamning milli Launanefnd-
ar sveitarfélaga og Félags leik-
skóiakennara. Samningurinn fel-
ur í sér 13.95 prósenta meðal-
hækkun Iauna og er betri en leik-
skólakennarar áttu von á og því
ólíklegt annað en hann verði
samþykktur.
Gunnhildur Bimisdóttir, leik-
skólakennari í Arholti, var einn af
fulltrúum leikskólakennara í samn-
ingavióræóunum. Hún segir aö
stærsta breytingin í þessum samn-
ingum sé að þaö náðist að sam-
Akureyri:
ívar ráðinn
hafnarvörður
Hafnarstjórn Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum í gær, að
ráða ívar Reimarsson, í stöðu
hafnarvarðar. Fyrir voru tveir
hafnarverðir á Akureyri en þeir
verða nú þrír.
Ivar helúr starfað sem annar
tveggja tollvarða á Akureyri síó-
astliðin þrjú ár en áður starfaði
hann sem tollvöróur á Keflavíkur-
flugvelli.
Ivar hefur bæði skipstjórnar-
og vélstjómarréttindi, sem þýðir
að hann getur verið einn um borð í
Sleipni, nýja dráttarbáti Akureyr-
arhafnar. Hann kemur til starfa
um miðjan júlí. KK
Hafnarstjórn á Húsavík hefur
fest kaup á flotbryggu frá Rifósi
í Kelduhverfi. Bryggjan verður
sett út frá hafnarstéttinni en þar
þarf að dýpka áður. Einnig þarf
að endurbæta bryggjuna og
auka við búnað og verður það
gert hjá Vélaverkstæðinu Múla.
Viðlegupláss fyrir 12 báta
ræma launatöflu hjá leikskólakenn-
umm scm starfa inn á leikskólum
hjá ríki, borg og sveitarfélögum en
áður vom ríki og borg með aðra
launatöflu. Auk 13.95 prósenta
meðalhækkunnar hækka lægstu
laun meira en önnur. Samkvæmt
gömlu samningunum voru byrjun-
arlaun leikskólakennara 67.672
krónur en í nýgildandi samningum
verða byrjunarlaun, þegar allt hefur
verið rciknað inn í, 81.613 krónur
sem er um 20 prósenta hækkun.
Nýi kjarasamningurinn gildir til
31. desember 1996. Auk ofan-
greindra atriöa em þessar breyting-
ar helstar:
- Mánaðarlaun hækka um 2.700
krónurfrá 1. janúar 1996.
Sérstakur launaauki er
greiddur á heildarlaun án orlofs
sem eru undir 80.000 krónum að
meðaltali á mánuði miðað við fullt
starf. Launaauki greiðist tvisvar
sinnum árið 1995 og tvisvar sinn-
um 1996.
- Starfsnám og nám leikskóla-
kennara verður metió til þriggja ára
starfsaldurs í stað eins árs eins og
var í fyrri samningi.
- Desemberuppbót nemur 35
prósentum af launaflokki 307, 7.
þrepi, eða um 30.000 krónum.
- Leikskólakennarar sem hafa
lokið eins árs viðurkenndu fram-
haldsnámi í starfsgrein sinni hækka
um einn launaflokk og heimilt er aö
hækka um tvo launaflokka eftir
tveggja ára eða lengra framhalds-
nám. AI
verður við bryggjuna og að auki
rými við bryggjuhausinn fyrir tvo
báta sem gerðir veröa út til
skemmtisiglinga.
Bryggjan var keypt fyrir 300
þúsund en reiknað er mcð að
framkvæmdirnar kosti í heildina
1-1,5 milljónir. IM
Akureyri er sem kunnugt er eitt
tólf reynslusveitarfélaga á land-
inu, sem á næstu árum munu
gera ýmsar tilraunir með nýj-
ungar í stjómsýslu. Er þetta
hugsað sem liður í frekari verk-
efnatilflutningi frá ríki til sveit-
arfélaga með það að markmiði
að styrkja sveitarstjórnarstigið
og færa ákvarðanatöku nær al-
menningi.
Nefnd á vegum Akureyrarbæj-
ar hefur á undanförnum mánuðum
unnió í málinu og einn nefndar-
manna er Jón Björnsson, félags-
málastjóri. Að hans sögn hafa síð-
an í apríl staðið yfir viðræður vió
ráöuneytin og viðeigandi ríkis-
stofnanir um þau vcrkefni þar sem
Um 15-17 starfsmenn munu
flytjast búferlum til Akureyrar í
tengslum við flutning höfuð-
stöðva Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna. Þar af eru tvenn
hjón og því er um 12-13 ljöl-
skyldur að ræða sem koma til
með að setjast að í bænum.
Fyrstu fjölskyldurnar flytja um
mánaðarmótin júní/júli. Búast má
við að flutningur höfuðstöðvanna
taki einhverjar vikur en það er líka
háð því hve vel gengur að innrétta
Linduhúsið þar sem starfsemin
Lögreglan á Akureyri stöðvaði
um helgina hestamenn sem voru
á leið til bæjarins með hey úr
Svarfaðardal. f öðru tilvikinu
kom heyið af bæ þar sem fé var
lógað í vor vegna riðuveiki en
stranglega er bannað að flytja
hey út af riðusvæðinu í Svarfað-
ardal.
Fyrstu afskipti hafði lögreglan
af þessum málum á föstudag þeg-
ar hún fékk ábendingar um að
um verkefnatilflutning getur orðið
að ræða, en liður í sveitarfélaga-
verkefninu er sem fyrr segir aö
sveitarfélög taki við verkefnum
frá ríkinu. Málefnin sem um ræðir
eru að sögn Jóns á sviði öldrunar-
þjónustu, málefna fatlaóra, menn-
ingarmála og húsnæðismála. Um
næstu áramót þarf í síðasta lagi að
liggja fyrir hvernig þessum til-
flutningi verður háttað.
í tengslum við reynslusveitar-
félagaverkefni er einnig rætt um
aó sveitarfélög geri tilraunir í
stjómsýslu. Aó sögn Jóns hefur sá
þáttur meira veriö iátinn bíða, en
þó hefur verið ákveóið að Akur-
eyrarbær hryndi af stað fræðslu-
verkefni sem heitir „Auður" og
vcrður til húsa.
Sturlaugur Daðason, fram-
kvæmdastjóri gæða- og þjónustu-
sviðs SH, segir misjafnt hvort
fjölskyldur séu búnar að útvega
húsnæði en húsnæðisleit hafi þó
gengið þokkalega. Makar starfs-
manna hafa einnig verið að leita
fyrir sér meó vinnu. „Mér er
kunnugt um aó einhverjir makar
hafa getað fengið sambærilegt
starf ef þeir hafa starfað hjá hinu
opinbera. Aðrir eru að leita að
vinnu," segir Sturlaugur. AI
hestamenn væru á leið til Akur-
eyrar með hey úr Svarfaðardal.
Það reyndist rctt og var ferðinni
hcitið í Breiðholt, hesthúsahverfi
Akureyringa, en þar er einnig
sauðfé. Á laugardag stöðvaði Ak-
ureyrarlögreglan heyflutningabíl á
Hörgárbrú og var hann einnig á
leið til Akureyrar úr Svarfaðardal.
Að beiðni formanns rióunefndar á
Akureyri var bílnum þegar snúið
til baka og verða ekki frekari eftir-
málar af þessu. JÓH
var ákveðið í síðustu viku. Er ver-
ið að auglýsa eftir starfmanni til
aó hafa umsjón meó reynslusveit-
arfélagaverkefnunum og stjóm-
sýsluverkefnunum í tengslum við
fræðsluátakið. HA
Stolinn bíll
fannst
Stolin Saab-bifreið fannst í gær-
morgun við Þelamörk. Lögregl-
an á Akureyri telur að bíllinn
hafl bilað og því verið yfirgefmn.
Eigandi bílsins hafði farið með
hann í viðgeró og var honum stol-
ið af bílastæði verkstæðisins að-
faranótt þriðjudagsins. Ekki hafði
verið gert vió bílinn og varó það
þjófunum til vandræða, því bíllinn
fór ekki í gang þegar hann fannst,
og hefur því gefið upp öndina á
leióinni. Eigandinn hafði ekki
einu sinn frétt að bíllinn hefði
horfið fyrr en honum var tilkynnt
aó bíllinn hans væri fundinn í
Hörgárdal, í lamasessi. Þjófarnir
læra væntanlcga af þessu að stela
næst bíl í lagi. shv
FÍA samdi
í gærmorgun var undirritaður
nýr kjarasamningur Flugleiða
og Félags íslenskra atvinnuflug-
manna og gildir hann til ársloka
1996.
Samingurinn felur í sér launa-
hækkanir til samræmis við það
sem samið var um á almennum
vinnumarkaði í vor. Því til viöbót-
ar var samið um hagræðingu í
sambandi viö flugmannsþjálfun
og bindiskyldu flugmanna á flug-
vélategundir sem felur í sér hækk-
un sérstaks launaálags úr 6,33% í
10%. KK
Banaslys í
Skagafirði
Banaslys varð í Skagafiröi á
tíunda tímanum á þriðjudags-
kvöld. Rúmlega fimmtug
kona úr Reykjavík beiö bana
er bíll sem hún ók, hafnaði
utan vegar og valt, á móts við
bæinn Stokkhólma í Akra-
hreppi. Konan var ein í bíln-
um og hún var látin þegar að
var komið. KK
Flotbryggjan sem Hafnarstjórn á Húsavík kcypti frá Rifósi við Vélavcrk-
stæðið Múla, þar scm unnið er að cndurbótum á hcnni. Mynd: im
Ef þú átt enga vini...
...er það kannski af þvíað
þú ert ekki búin(n) að sjá...
BRúðk «pm Ri I
Húsavík:
Flotbryggja frá
hafnarstéttinní
Flutningar höfuðstöðva SH:
Á annan tug fjöl-
skyldna til Akureyrar
Heyflutningar úr
Svarfaðardal stöðvaðir