Dagur


Dagur - 21.06.1995, Qupperneq 5

Dagur - 21.06.1995, Qupperneq 5
Miðvikudagur 21. júní 1995 - DAGUR - 5 Akureyrskur stórsöngvari í tónleikaferð: er bara ég Páll Jóhannesson er Akureyr- ingur í húð og hár, en hefur ekki búið hér síðan 1989 er hann fluttist til Svíþjóðar. Hann bjó í bernsku á Stíflu í Glerárhverfí, sem þá var rétt fyrir utan bæinn. ísiendingar höfðu litla vitneskju um þennan stórsöngvara þar til fyrir skömmu er hann birtist á skjánum fyrir leik íslcndinga og Svía, þar sem hann söng þjóð- sönginn okkar fyrir um 30 þús- und manns á leikvanginum, og ótalda sjónvarpsáhorfendur. Páll er staddur hér á landi í tón- leikaferð ásamt Lenu Tivelind messósópran, en þau munu syngja í Glerárkirkju á Akureyri annað kvöld klukkan 20.30 og í Safna- húsi Dalvíkur á sama tíma á föstu- dagskvöld. Aður en þau komu til Islands héldu þau tónleika í Nor- egi og Svíþjóð vió góðar undir- tektir, og hafa nú þegar haldið eina tónleika í Reykjavík. Páll segist hafa lagt ýmislegt fyrir sig annað en sönglistina. „Eg útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1971 og fór þá að vinna hjá Vegagerð ríkisins. Þar var ég í eitt ár, en hóf síðan nám í bátasmíði við Slippstöðina. A sama tíma og ég var í bátasmíð- inni fór ég að læra söng hjá Sig- uröi Demetz, og svo fór að ég ákvað að einbeita mér alfarið að söngnum. Með það fyrir augum flutti ég suður 1976 og hóf nám við Söngskólann í Reykjavík sama ár, hjá Magnúsi Jónssyni.“ Arið 1981 var svo kominn tími til að fara til útlanda til frekara náms og tók Páll stefnuna á Italíu eins og flestir óperusöngvarar. Þar Hlíðabólskrakkarnir albúnir til skrúðgöngu. Vináttutengsl þriggja leikskóla á Akureyri Síðastliðinn föstudag, 16. júní, tóku þrír leikskólar á Akureyri, Hlíðaból, Holtakot og Klappir, með formlegum hætti upp vin- áttutcngsl. Þctta var gert á formlegan og skemmtilegan hátt. Krakkarnir á leikskólunum fóru í skrúðgöngu frá túninu við Undirhlíð yfir í dvaldi hann til 1986, er hann kom aftur heim til Islands. A árunum 1986-1989 bjó Páll á Akureyri og kenndi söng við Tónlistarskólann, en þá greip útþráin hann aftur og nú var það Svíþjóð sem var fyrir- heitna landið. „Fyrsta árió söng ég í kór Stora Teatren í Stokkhólmi, en árið 1990 bauðst mér eitt aðalhlutverk- anna í óperettunni Vínarblóð. Ég tók því og reyndin varð sú að óperettan var sýnd 176 sinnum á sjö mánuðum. Það var mjög skemmtilegt, en líka erfitt; óper- ettur reyna sérstaklega á raddbeit- inguna og slíta röddinni mjög mikið út, það er erfiðast af öllu að syngja óperettu, þar blandast sam- an talað oró og sungið.“ Haustið 1990 fékk Páll síðan fastráðningu hjá Konunglegu óperunni í Stokk- hólmi, og hefur síðan þá sungið í fjölmörgum hlutverkum. Páll segir að hann sé nú farinn að hugsa sér til hreyfings. „Ég er búinn að vera þama í fjögur ár og þaö skeður ekki neitt. Maður fær enga möguleika á að ná miklum starfsframa hjá óperunni. Ég hef alls ekki staðnað í söngnum sjálf- unt, þetta hefur verið ágæt þjálfun að því leyti, en ég finn að ég fæ ckki þá möguleika sem mér finnst ég þurfa og það er ekki upplífg- andi. Innan Konunglegu óperunn- ar er mjög erfitt að komast lengra án þess hreinlega að segja upp, sanna sig annars staðar, og koma Páll Jóhanncsson tcnór og Lcna Tivelind halda tónlcika í Glcrárkirkju ann- að kvöld kl. 20.30 og í Safnahúsi Dalvíkur á sania tíma á föstudagskvöld. síóan aftur til baka. Þcss vegna fannst mér tilboð forráðamanna óperuhússins í Basel, um að syngja þar, mjög freistandi." Menn frá óperunni í Basel heyrðu í Páli í vetur og urðu mjög hrifnir af söng hans og í framhaldi af því buðu þeir honum að syngja eitt aðalhlutverkanna í Operudraugn- um. „Ég hef ekki cnn fengið samninginn í hcndur en ég vona það besta. Operuhefðin er mjög stcrk í þýskumælandi löndum og þess vegna væri mjög gaman að fá tækifæri til að syngja þar.“ Einhverjir hafa viljað líkja hon- um við Kristján Jóhannsson en Páli frnnst engin ástæða til þess, heldur segir aö hver söngvari hafi sín sérkcnni: „Kristján syngur eins og Kristján, cn ég er bara ég og verð að standa fyrir því sem ég geri og syng. Þó við syngjum sömu rödd, eru raddir tveggja ten- óra aldrei eins.“ Aðspurður segist Páll ánægður með að koma heim og syngja fyrir Islendinga. „Við Lena fengum góóar móttökur á tónleikunum í Reykjavík og við vonum að þær verði það cinnig hérna norðan heiða. Ég cr spenntur aö syngja fyrir Norðlendinga. Það er alltaf mest spcnnandi að syngja fyrir sitt heimafólk, því þar er aö finna hörðustu gagnrýnenduma.“ shv J.lijíl í jíffij TiljJJíJ •lj,jJJjrl HjJiJ'j£>i JyjJtu f v-! < kvenfélagslundinn við Áshlíð. Þar voru teknar myndir, farið í lciki og afhent skjöl. í þessum formlegu vináttu- tengslum leikskólanna felast með- al annars samstarf bamanna, starfsfólks og foreldra barnanna, en einnig taka þau til samnýtingar á búnaði og kcnnslutækjum. óþh jJJU úJíJu Midvikudagstilbod Skinkufars kr, 299,- kg. ❖ Krakkarnir á Holtakoti í fullum skrúða. Myndir: Robyn. Fimmtudagstilbod Nýreykt kindabjúgu frá KEA í metravís ^^Hrísalundi Afgreiðslutími: Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30 laugard.kl. 10.00-18.00

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.