Dagur - 05.07.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 05.07.1995, Blaðsíða 1
126. tölublað Akureyri, raiðvikudagur 5. júlf 1995 ' Fuji-húsið austan Smiðjunnar. „Ruslahaugur bæjarins," segir Stefán Gunniaugsson. Skandia m, Ufandi samkeppm w - kegri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 „Töpum viðskiptum" - segir Stefán Gunnlaugsson, einn eigenda Smiðjunnar Eg tel að þetta hafi áhrif á viðskiptin hjá okkur og einnig f ísbúðinni, sem er f sama húsi og við,“ sagði Stefán Gunn- laugsson, einn eigenda Bautans og Smiðjunnar sem standa næst Fuji-húsinu. „Okkur var sagt að fram- kvæmdum yrði lokið innan átján mánaða þegar byggingin hófst í júlí 1992. Við vorum sáttir við það, cn svo líður og bíður og ekk- ert gerist. Miðað við þennan fram- kvæmdahraða veróur húsið tíu ár í byggingu. Það sem okkur iinnst verst er það að á þeim virðist ekki vera nein kvöð um aó halda snyrtilegu í kringum sig. Við hús- eigendur erum búnir að leggja bæði fé og fyrirhöfn í að gera um- hverfið héma huggulegt, en síðan er næsta lóð öll í drullu, rusli og drasli og ég get ekki annað en kallað þetta ruslahaug bæjarins. Okkur var tilkynnt af byggj- anda í vor að til stæði að kippa þessu í liðinn, en svo hefur ekki oröið. Mér finnst mjög skrýtið að engin af nefndum bæjarins skuli geta haft eitthvað að segja um þetta mál. Okkur finnst líka ein- kennilegt aó bærinn skuli geta veitt einhverjum leyfi sem hrein- lega spillir viðskiptum fyrir næstu aðilum. Og það eru alveg hreinar línur að það hefur gerst, bæði hjá okkur, sérstaklega í Smiðjunni, og hjá Isbúðinni. Húsbyggingin austan Smiðjunnar: „Langt út fyrir eölileg mörk“ - segir Hákon Hákonarson, formaður bygginganefndar Mér finnst þetta vera gengið langt út yfir öll eðlileg mörk hversu lengi hefúr dregist að koma þessu húsi upp,“ segir Hákon Hákonarson um Fuji- húsið svonefnda, fyrir austan Smiðjuna, sem verið hefúr í byggingu síðan sumarið 1992. „Þetta hefur gengið óskaplega hægt og engin bragarbót orðið á síðastliðið ár, því miður. Ég tek undir það heils hugar að þetta er til hins mesta ama að horfa á þetta svona sumar eftir sumar, hálfkar- að, og allan þann sóðaskap sem þessu fylgir.“ Aóspurður um hvort hann hefði fengió formlega kvörtun vegna byggingarsvæðisins sagði Hákon svo ekki vera, en það kæmi hon- um ekki á óvart þó aðkoman hefói Akureyri: Atvinnulausir heldur fleiri en í fyrra - en betra hljóð í fólki Atvinnulausir voru heldur fleiri fyrstu sex mánuði árs- ins 1995 en 1994, en þær upplýs- ingar fengust hjá Vinnumiðlun- arskrifstofunni á Akureyri að heldur betra hljóð væri í fólki sem kæmi þangað. Atvinnulausir voru að meðal- tali 575 fyrstu sex mánuði þessa árs, 309 karlar og 266 konur, en á síðasta ári voru 543 atvinnulausir að meðaltali fyrri helming ársins, 290 karlar og 253 konur. Atvinnu- leysi hefur því aukist um 5,89% milli ára. Atvinnuleysi var meira í öllum mánuðum þess árs nema í janúar, en þá voru 605 atvinnulausir á móti 670 árið 1994. shv áhrif á viðskipti veitingastaðarins Smiðjunnar, þetta væri ekki til þess aó laða fólk að matsölustað. Að sögn Hákonar strandar byggingin ekki á neinu sérstöku, að vísu hafi verið gerðar breyting- ar á húsinu, aðallega í þeim til- gangi að minnka það, en það ætti ekki að hafa þau áhrif að verkió tefðist jafn lengi og raun ber vitni. ingflokkur Framsóknar- flokksins kom saman til fundar á Hótel KEA á Akur- eyri í gær og áfram verður fundað í dag. Að sögn Valgerðar Sverris- dóttur, formanns þingflokks framsóknarmanna, er stóra mál- ið á þessum þingflokksfundum fjárlög næsta árs, en stjómar- flokkamir ásamt embættismönn- um vinna aó því þessa dagana að í ársbyrjun 1992 var farið að setja inn t alla byggingaskilmála ákveðið tímaplan, þar sem kveðið er á um að húsnæði sem byggt er í bæjarlandinu skuli vera fokhelt og frágengið að utan innan 27-28 mánaða frá því byggingarleyfi er veitt. Leyfi það sem veitt var Gísla Gestssyni, eiganda hússins sem í byggingu er, var einhverra koma mynd á fjárlagafrumvarp- ið sem veróur lagt fram í byrjun næsta þings. Til fundar við framsóknarmenn koma m.a. fulltrúar Þjóðhagsstofnunar og fjármálaráðuneytisins. Valgerður vildi í gær lítið tjá sig um fjárlagadæmið, en sagði þó ljóst að það yrði erfitt viður- eignar. Meðfylgjandi mynd var tekin á þingflokksfundinum í gær. óþh hluta vegna ekki með þessum skil- málum. Þaö gerir málið allt erfið- ara í eftirrekstri, en byggingafull- trúi hefur margsinnis óskaö þess við eigandann að hann komi hús- inu í það horf að það sé ekki til lýtis, en Gísli hefur ekki sinnt þessum margítrekuðu tilmælum bæjaryfirvalda um að byggja á eðlilegum hraða. Bæjarstjóri hefur endurtekið óskað eftir upplýsingum um málið og hefur bygginganefnd falið byggingafulltrúa að vinna skýrslu um það eftir viðræóur við byggj- anda. Hún er væntanleg á næst- unni og mun verða til umfjöllunar í bygginganefnd á næstu vikum. shv Akureyri: Lögreglumaður bitinn af unglingi Lögreglan á Akureyri tók í fyrradag ölvaðan ungling í miðbænum og hugðist aka hon- um heim. Er þangað var komið brást unglingurinn hinn versti við og beit lögreglumann sem fylgdi honum í hendina. Lögreglumaðurinn þurfti aó leita aðstoðar læknis. Málið fer nú venjulega boðleið til rannsóknar- lögreglunnar. Ekki var í gær Ijóst hvort krafist yrði bóta til handa lögreglumanninum. GG Bílvelta við Knúts- staði í Aðaldal Gömul fólksbifreið valt um hálffjögurleytið í gær á veg- inum rétt sunnan við afleggjar- ann að Knútsstöðum í Aðaldal og er hún talin ónýt. Engin meiðsl uróu á þeim sem í bifreiðinni voru. GG Við urðum áþreifanlega varir við það síðasta sumar, en þá sagð- ist ein feróaskrifstofan ekki vilja koma til okkar í Smiðjuna, þar sem hún teldi aðkomuna ekki bjóðandi gestum sem ætluóu á gott veitingahús.“ shv Léleg veiði í Mývatni Veiði í Mývatni hefúr gengið mjög illa það sem af er og segir Gylfi H. Yngva- son, bóndi á Skútustöðum, veiði í júra' hafa verið eina þá lélegustu sem um getur. Taldi Gylfi að helst væri um að kenna köldum vetri og því að ís leysti mjög seint af vatninu. Þrátt fyrir þessa lélegu veiði hingað til vildi Gylfi ekkert fullyróa um að veiðin yrði dræm í allt sumar. „Þetta kemur stundum bara allt í einu einn góðan veður- dag.“ Sá fiskur sem hefur veiðst hingað til hefur þó verið nokk- uð góður eða um 1 til 3 pund og næg áta virðist vera til stað- ar. Mikió mý heíúr vcrið í sveitinni að undanfömu en að sögn Gylfa er það eitthvaó að minnka. „Það kom þama góð rykmýsganga og bitmý líka en þíetta er ekkert mikið núna. Ég mundi scgja að mýið væri svona í cðlilegri stærð í ár eftir að hafa verið mjög smátt und- anfarin ár. Þetta vom annars ósköp eðlilegar flugur sem höguðu sér eins og flugur eiga að gcra, bitu mann og vom hrcssar.“ Lífríkið í Mývatnssveit virðist að öðm leyti vera í góðu ástandi og sagði Gylfi að anda- varp hefði til dæmis gengið mjög vel. „Svo maður hrósi nú sveitarstjóminni, en við emm nú ckkert alltof gjamir á þaö héma, þá tóku þeir uppá því nýmæli að þeir hafa haft mann á launum vió það að halda nióri vargfugli, hrafni og svart- baki, yfir varptímann." GH Þingflokkur Framsóknarfiokksins: Fundar um fjár- lögin á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.