Dagur - 05.07.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 05.07.1995, Blaðsíða 12
VEÐRIÐ Súld eða rigning verður fram eftir morgni á öllu Norðurlandi. Síðan snýst í hvassa austan og norðaust- anátt með rigningu. Hiti verður 5 til 14 stig norðan- lands, heitast í innsveitum. Áfram verður rigning á fimmtudag en um helgina veróur léttskýjað og þurrt veður og þá hlýnar einnig í veðri, þ.e. grillveður. Guðmundur Olafur OF landaði í Krossanesi Aftur lifnaði yflr Ioðnuveið- inni síðdegis í gær eftir fremur daufa veiði framan af deginum og voru þá margir bát- ar á landleið með fullfermi. Að- alveiðisvæðið er 30 til 40 sjómfl- Mikill snjór í Fjörðum Ovenjumikill snjór er enn í Fjörðum en þó er gróður aðeins farinn að koma til og byrjaður að springa út. Stefán Kristjánsson frá Grýtu- bakka fór með nokkra ferðamenn í Fjörður nýlega á hestum. „Vió vorum eina 8-9 kílómetra á snjó þegar við fórum yfir heiðina,“ segir Halldór, og segir greinilegt að þaó sé ekki langt síðan gróður hafi verið að koma undan snjó. „Eg hef ekki trú á að verði fært þama á bílum fyrr en eftir svona þrjár vikur.“ AI ur austur af Kolbeinsey. Fyrsta loðnan barst til Krossa- nesverksmiðjunnar í gær er Guð- mundur Olafur OF-91 landaði þar um 600 tonnum. Ekki er vitaö um fleiri báta til Akureyrar, en fyrir liggur að bræða nokkuð af beinum og fleiru frá fiskvinnsluhúsum en loðnubræóslan gæti hafa hafrst í nótt. Heldur virðist vera að lifna yfir þorskveióum í Smugunni en þang- að eru á leiðinni nokkur fjöldi rússneskra togara úr rússnesku landhelginni og er taliö að þeir séu á eftir þorskgöngu þangað. Tveir norðlenskir togarar eru í Smugunni; fyrstitogarinn Stakfell ÞH-360 frá Þórshöfn og ísfisktog- arinn Svalbakur „gamli“ EA-302 frá Akureyri. GG - segja þau Roelien og Marcel Ahverju sumri kemur fjöldi ferðamanna til Akureyrar. Þetta sumarið virðast þó færri heimsækja bæinn en í meðal- ári, en þau Roelien Broos og Marcel Kaljee frá Hollandi eru hæstánægð með að hafa komið til íslands, hvað sem öllum fjöldatölum líður. Þau hafa verið héma í um það bil tvær vikur, en ætla að fljúga af landi brott á þriðjudaginn í næstu viku. Roelien hefur nýlok- ið námi og í tilefni af því ákváðu þau skötuhjúin að skella sér í feróalag. Roelien segir að tilvilj- un hafi að mestu ráðið því aó Is- land varð fyrir valinu. „Eg sá mjög ódýrt flugfar til Islands auglýst í dagblaði og við vissum að þetta var sérstakt og fallegt land, svo við ákváðum að slá til. Við höfum heldur ekki orðið fyrir vonbrigðum, ferðin hefur verið mjög skemmtileg." Roelien og Marcel ferðast með rútum um landið, og ganga þess á milli. Þau keyptu sér rútu- kort sem gerir þeim kleift að aka hringinn í kringum landið, með hvaóa sérleyfishafa sem er. Þau geta einnig fengið afslátt á tjald- stæðum ef þau framvísa kortun- um. „Okkur finnst sumt dýrt, flest reyndar er tvisvar sinnum dýrara en í Hollandi. Það sem við urð- um samt mest hissa á var að ávextir eru lítið dýrari en heima, en við bjuggumst vió að þeir væru dýrasta matvaran. Við myndum alveg vilja borga minna en við gerum, t.d. fyrir tjald- stæði, en við erum að borga 700- 900 krónur fyrir nóttina,“ sagði Roelien. Þau hófu ferðina í Reykjavík og fóru austur fyrir. Þau stopp- uðu á ýmsum stöðum og til Ak- ureyrar komu þau frá Egilsstöð- um, með viðkomu í Mývatns- sveit. Frá Akureyri ætla þau til Ólafsfjarðar, í von um að sjá miðnætursólina, ef veðurguðimir verða þeim hliðhollir. Aðspuró segjast þau ómögulega geta gert upp á milli staða á landinu. „Okkur fannst að Jökulsár- gljúfur hlyti að vera fallegasti og sérstakasti staðurinn á Islandi þegar við vorum þar. Allir þessir ísjakar fljótandi í vatninu um há- sumar. Svo héldum við áfram og sáum fleiri fallega staði, eins og til dæmis Mývatnssveit, og fannst öræfín, hverimir og öll náttúran ótrúleg svo við gáfumst bara upp á að gera upp á milli staða. Landið er fallegt og hver landshluti hefur sín sérkenni," sagði Marcel. Þau langar til að koma aftur til landsins en eru raunsæ. „Við segjum þetta um næstum alla staöi sem við heimsækjum," sagði Marcel. „Okkur langar allt- af til að koma aftur, en það er svo margt annað sem við eigum eftir að sjá í heiminum. Fyrst gerum við það og síðan komum við aftur.“ shv Sólberg með 28 tonn úr Smugunni Allt fyrir garðinn í Perlunni við QKAUPLAND Kaupangi v/Myrarveg. simi 23565 Árleg áburðardreifing á Norðurlandi vestra: - meira lif i sjónum en á sama tíma í fyrra Olafsfjarðartogarinn Sólberg ÓF-12 landaði 28 tonnum af þorski í heimahöfn sl. sunnu- dag en togarinn var í Smugunni og aflinn sáralítill eins og sjá má á áðurnefndri aflatölu. Aðeins þrír íslenskir togarar eru nú í Smugunni; Stakfell ÞH- 360 frá Þórshöfn, Svalbakur EA-302 frá Akureyri og Már SH-127 frá Snæfellsbæ. Meira líf er í sjón- um í Smugunni nú en á sama tíma í fyrra og því góðar vonir um að veiði glæðist innan tíðar. Þrátt fyrir að dæmið gengi ekki upp að þessu sinni er fyrirhugað að senda Sólbergið aftur í Smug- una þegar afli tekur að glæðast en hann heldur nú til veiða á heim- slóð, sennilega á Vestfjarðamið. ísfisktogarinn Múlaberg ÓF-32 er fyrir sunnan land á karfaveiðum og hefur afli verið góður en hann landaði í Ólafsfirði mánudaginn 26. júní sl. 104 tonnum af blönd- uðum afla, þó mestmegnis karfa. Frystitogarinn Mánaberg ÓF-42 er fyrir vestan land á grálúðuveiðum og hefur aflað þokkalega. Sigurbjörg ÓF-1 er á grálúðu- veiðum vestur á Torgi ásamt fjölda annarra skipa, en einnig hefur hún verið á þorskveiðum og aflað vel. Þetta er fyrsti túrinn eft- ir sjómannaverkfall og kemur Sig- urbjörg ÓF væntanlega inn til löndunar að vikutíma liðnum eða fyrr ef vel aflast. Sigurbjörg ÓF fer á veiðar í Smugunni þegar afli fer aó glæðast þar, en skipið fór þangað í fyrra með misjöfnum ár- angri. GG Dreift á um 2000 hektara Igær hóf Landgræðsla ríkisins árlega áburðardreifíngu á húpvetnsku heiðarnar. Áburðar- dreifingin er á vegum Lands- virkjunnar samkvæmt samningi við bændur í tengslum við Blönduvirkjun, vegna lands sem þá fór undir vatn á heiðunum og annað jarðrask sem af virkjun- arframkvæmdum hlaust. Dreift verður 380 tonnum af áburði úr Douglasflugvél Landgræðslunn- ar, Páli Sveinssyni, auk þess sem um 40 tonnum verður dreift á ýmis svæði í sambandi við virkj- unarframkvæmdirnar. Landsvirkjun hefur látið gera 1100 m malbikaða flugbraut við Sandá á Auðkúluheiði, skammt sunnan Blöndulóns, aóal uppi- stöðulóns Blönduvirkjunnar, og þaðan fer áburðardreifing fram. Landsvirkjun réðist í gerð flug- brautarinnar vegna þess að annars hefði þurft að fljúga með allan áburð frá Sauðárkróki og var þetta talinn ódýrari kostur. Búist er viö að um 5-6 daga taki að dreifa áburðinum að þessu sinni ef veður helst hagstætt. Líkt og undanfarin ár eru það flugmenn Flugleiða sem fljúga landgræðsluvélinni í sjálfboðavinnu. Að sögn Sveins Runólfssonar er á hverju ári borið á um 2000 hektara lands, sem áður hefur ver- ið sáð í, en alls hefur verið unnið á liðlega 4000 hekturum og er þar kominn talsvert mikill gróður. „Tæknilega séð hefur þetta skilað ákaflega góðum árangri og ótrú- legt hversu vel gras þrífst í þessari hæð,“ sagói Sveinn. Einhverjar umræður munu vera komnar í gang varðandi end- urskoðun og breytingar á tilhög- um þessara aðgera, t.d. að land- græðslusvæðið verði stækkað í staó þess að bera áfrarn á sama landssvæðið. Hugsanlegar breyt- ingar eru hins vegar samningsat- riði milli viðkomandi sveitastjóma og Landsvirkunar. „Eg tel víst að þessu verði haldið áfram í einhverju formi og tel einnig tví- mælalaust að heiðamar eigi aö fá aó njóta þeirra aðgerða sem þá kann aó vera gripið til því þama hafa 4000-5000 hektarar gróins lands farið undir vatn,“ sagði Sveinn. HA Roelien Broos og Marcel Kaljce frá Hollandi að pakka niður. Mynd: BG „Gerum ekki upp á milli staða"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.