Dagur


Dagur - 12.07.1995, Qupperneq 5

Dagur - 12.07.1995, Qupperneq 5
Miðvikudagur 12. júlí 1995 - DAGUR - 5 Taktur og tónaseiður „Taktur og tónaseiður“ er yfir- skrift tónleika, sem efnt var til í tengslum við Listasumar 95 í vest- ursal Listasafnsins á Akureyri sunnudaginn 9. júlí. Tónlistar- mennirnir sem fram komu voru þau Arna Kristín Einarsdóttir, þverflautuleikari, og Geir Rafns- son, slagverksleikari. Arna Kristín hefur lokið „Per- formance Diploma" frá Indiana University í Bloomingdale og Geir brottfararprófi frá Tónlistar- skóla FÍH. Bæði stefna á frekara nám í Bretlandi. Þessir tveir tón- listarmenn eru glæsilegir fulltrúar þeirra hæfileikaríku karla og kvenna, sem komið hafa út úr tón- listarskólum landsins á undanförn- um áratugum. Hæfni þeirra á hljóðfæri sín er mikil, eins og Ijós- lega kom fram í leik þeirra á tón- leikunum í Listasafninu á Akur- eyri. Efnisskrá tónleikanna var vel til þess fallin að sýna tæknilega getu, jafnt flautuleikarans sem slagverksleikarans. Hún hófst á verki eftir Niel DePonte, sem ber heitið Thoughts. Það er skrifað fyrir flautu og víbrafón. Verkið skiptist í tvo hluta, og er hinn fyrri hægur, en hinn síðari hraður og byggir nokkuð á jazzízkum atrið- um. Það er lagrænt og býður upp á innileika í túlkun, einkum f hæga hlutanum. Hinn hraðari krefst hins vegar verulegrar tæknilegrar getu. Hvort tveggja Iék tónlistarmönn- um í hendi. Annað verkið var Rhythm Song eftir Paul Smadbeck. Verkið er einleiksverk fyrir marimbu. Geir lék þetta seiðandi verk af mikilli fími. Hæfni hans í kjuða- meðferð var glæsileg, en hann hafði fjóra í höndum og Iék með hverjum sem sjálfstæður væri. Þriðja verkið var eftir Alice Gomez. Það heitir Concertino Indio og er skrifað fyrir piccalo- flautu og slagverk. Verkið byggir á tónlistarminnum frá Indíánum Norður-Ameríku. Það skiptist í þrjá hiuta, sem heita eftir þjóð- flokkum Indíána: Mayans, Nava- ho og Crow. Kaflarnir eru nokkuð ólíkir að brag, en allir sverja sig í ættir sínar og kom það glögglega í ljós í leik tónlistarmannanna, ekki TONLI5T HAUKUR A6U$T$$ON SKRIFAR síst í slagverksleik Geirs, sem var öruggur og ákveðinn. Eftir hlé lék Arna Kristín ein- leiksverkið Syrinx eftir Claude Debussy. Verkið er afar rómant- ískt og fagurt og gerði Arna því góð skil. Hún lék það úr miðsal safnsins og jók þannig áhrif túlk- unar sinnar, sem fékk á sig blæ fjarlægðar og þess, að leikið væri í skógarlundi. Annað verkið eftir hlé var magnað og prógrammískt verk eftir André Jolivets: Cinq Incant- ations. Verkið er einleiksverk fyrir flautu. Svo sem nafnið bendir til, er verkið í fimm hlutum. Hver hefur sinn blæ, en allir mynda þó samfellda heild, sem er áhrifarík og afar myndræn. Verkið er tæknilega erfitt og reynir mjög á flautuleikarann. Arna lék það af miklu öryggi. Sérlega skemmti- legt var að fylgjast með túlkun hennar á fyrsta kaflanum, sem henni tókst listilega vel að byggja upp sem samræðu, og síðasta kafl- anum, sem er afar hraður og krefj- andi. Lokaverk tónleikanna var Ijúft smáverk eftir Wilbur Chenowith, sem ber heitið Vocalise. Verkið er skrifað fyrir flautu og marimbu. I raun er verkið útsetning á fallegu og rómantísku smálagi. Arna Kristín og Geir léku það af natni, svo að ljúf laglínan og mjög seið- andi undirleikurinn nutu sín til fullnustu. Vestursalur Listasafnsins á Ak- ureyri hæfir vel til tónleika sem þessara, en líður stórlega fyrir það, hve mikill hávaði berst inn frá umferðinni í Grófargili. Gluggana þarf að hljóðþétta með einhverju móti. Að þessu atriði fráteknu voru tónleikar þeirra Örnu Kristínar Einarsdóttur og Geirs Rafnssonar sérlega ánægju- legir og áheyrendum þekkilegir, eins og gjörla mátti heyra á inni- legu þakkarklappi þeirra í lokin. ARA19ÍS: Afmælisdagskrá næstu daga Fimmtudagur 13. júlí Kl. 18.30-21.00: Kynning á framleiðslu fyrirtækja í sjávarútvegi. Sjávarréttahlaðborð á Hótel Ólafsfjörður. Kl. 20.30-21.45: „Horfðu glaður um öxl". Söguannáll Ólafsfjarðar sýndur íTjarnarborg. Miðapantanir ÍTjarnarborg kl. 17-21 í síma 466 2188. Föstudagur 14. júíí Kl. 20.30: Tónlistarveisla. Ólafsfirskir atvinnumenn flytja blandaða dagskrá í Tjarnarborg. Kl. 23.00-03.00: Vinafundir á hótelinu og Grillbarnum. „Pöbbarölt." Laugardagur 15. júlí Kl. 13.00-03.00: Fjölbreytt dagskrá frá hádegi og fram á rauða nótt. Sýningar í Náttúrugripasafni, Barnaskóla og Gagnfræðaskóla og gallerí handverksfólks í Tjarnarborg, opið á hverjum degi frá kl. 13.00-18.00. Stuðningshópur fólks sem fengið hefur hálsáverka verður með fund í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, miðvikudagskvöldið 12. júlí 1995 kl. 20. Gengið er inn um kapelludyr. Þorsteinn Hjaltason lögfræðingur verður gestur fundar- ins. ALLIR VELKOMNIR. Stjórnin. HRISALUNDUR Sögur af Sæmundi firóða á ensku og þýsku Iceland Review hefur gefið út bók með sögum af Sæmundi fróða á ensku og þýsku. Njörður P. Njarð- vík endursagði sögurnar sem áður hafa komið út á íslensku undir heitinu Púkablístran og fleiri sög- ur af Sæmundi fróða. Hann hefur jafnframt skrifað formála í ensku og þýsku útgáfuna. Margar skemmtilegar sögur hafa verið sagðar af Sæmundi fróða og flestar eru þær um sam- skipti hans við Kölska og alla hans púka. í þessa bók hafa einmitt tólf hinna þekktustu frásagna verið valdar og endursagðar. Sæmund- ur, sem varð prestur í Odda á seinni hluta elleftu aldar, hafði stundað nám í Svartaskóla í París. Sagt var að hann hefði komið það- an svo fróður og fjölkunnugur að sjálfur Kölski hlyti að hafa verið lærifaðir hans. En þeir kumpánar elduðu löngum grátt silfur saman. Bókin er ríkulega myndskreytt með teikningum eftir Gunnar Karlsson. Enskur titill bókarinnar ..........* m Thf. D i:\ion Whisti.e er The Demon Whistle - Sæmund- ur the Wise and his dealings with the devil. John Porter þýddi. En enskur titill hennar er Das Teuf- elspfeifchen - Sæmundur der Gel- erhrte und seine Geschafte mit dem Teufel. Gudrun M. H. Kloes þýddi. Báðar útgáfurnar eru kiljur, 64 bls. Bókin kostar kr. 747 (m. vsk.) ' fyrir þig! Lausfryst ýsuflök kr. 376,- kg ■ Ungaegg kr. 249,- kg Saltkjötfars kr. 399,- kg 1 AFGREIÐSLUTIMI: Mánud.-föstud. kl. 10.00-19.30 Laugard. kl. 10.00-18.00

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.