Dagur - 14.07.1995, Side 2

Dagur - 14.07.1995, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 14. júlí 1995 QDffBQaaílQCI ElD fifflD fiþff* «0000001 Föstudagur 14. júlí í dag opna Sigurhœðir, minningarsafn um Matthías Jochumsson. Opið daglega fró kl. 14-16. r ---------^ Notaðar tö/vur FRÉTTIR Sauðárkrókur: Málmey SK-1 á veiðar í dag - var til sýnis sl. þriðjudag Togarinn Málmey SK-1, áður Sjóli HF-1, kom í fyrsta skipti til nýrrar heimahafnar sl. þriðju- dag 11. júlí og var aflinn 210 tonn af frystum úthafskarfa af Reykjaneshrygg en aflaverð- mætið er 23 milljónir króna en frá áramótum er aflaverðmætið um 240 milljónir króna. Togarinn var til sýnis sl. þriðjudag en hann heldur aftur á veiðar í kvöld. I gær var verið að rnála nýtt merki og nafn á skipið. Einn ísfisktogara Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., Hegranes SK-2, lagði af stað í Smuguna á mið- nætti mánudags og verður aflinn saltaður um borð. Togarinn var að koma úr slipp þar sem skipið var málað, skipt um skrúfublöð og gert við lestina. Aflinn í Smug- unni er mjög lítill, en haft er eftir Málmey SK-1 í heimahöfn sl. þriöjudag með 210 tonn af frystum úthafs- karfa. Mynd:ÁS skipstjóra Svalbaks EA-302 frá sem þar hafi veiðireynslu telji að Akureyri að færeyskir skipstjórar veiði glæðist á næstunni. GG Econoline, árgerð ’90 15 manna í mjög góðu lagi til sölu. Skoðaður. Upplýsingar í síma 462 1560 á kvöldin. Vorum að taka upp nýjar gerðir af handsturtum, börkum og veggslám. 20% kynningar- afsláttur. Nú er tækifæri til að lagfæra í baðherberginu. >1111 fagmann. Draupnisgötu 2 ■ Akureyri Sími4622360 Láttu ekki sumarleyfið fara út um þúfur.. með óaðgæslu' UUMFEROAR RAÐ ----------------- Verið er að innrétta stjórnunarálmu fyrir háskólann þar sem Sólborg var áður til húsa. Mynd: BG Háskólinn á Akureyri: Framkvæmdir við Sól borg í fullum gangi Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum við að innrétta hluta þess húsnæðis sem áður tilheyrði vistheimilinu Sólborg svo það henti undir starfsemi skrifstofu yfirstjórnar Háskólans á Akur- eyri. Þorsteinn Gunnarsson, rektor við háskólann, segir að fram- kvæmdir gangi eftir áætlun. Vinna við stjórnunarálmu hófst seinni hluta júní og er áætlað að því verki ljúki 20. ágúst og skrifstofan flytji þangað fljótlega eftir það. Húsið, sem ætlað er fyrir stjórnun háskól- ans, er það eina af Sólborgarhús- næðinu sem háskólanum hefur ver- ið afhent en afgangurinn af hús- næðinu verður athentur um áramót. Skrifstofa yfirstjórnar verður því nokkuð einmana í nýja húsnæðinu til að byrja með en reiknað er með að öll starfsemi háskólans flytjist á Sólborgarsvæðið í framtíðinni. AI Eigum nokkrar 386 tölvur til sölu T#LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Síml 462 6100 k_______________Á Evrópskur sumar- háskóli í Austurríki 6.-13. ágúst 1995 Námskeið í Gaming í Austurríki ætlað ungu fólki sem ber yfirskriftina „Hverdagsdagurinn hvar sem er“. Verkefnin eru: Latnesk-Amerískir dansar, íþróttir, skapandi starf o.fl. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 16-22 ára, þurfa að hafa gott vald á ensku, æskilegt er að skilja þýsku líka. Þátttökugjald er kr. 18.000. Upplýsingar veittar í síma 552 2220 á skrifstofu Ungs fólks í Evrópu. Skilafrestur fyrir 15. júií Rottugangur á Náttúru- gripasafninu Það kennir ýmissa grasa - og dýra - á Náttúrugripasafninu en fólk á því að venjast að það sem þar ber fyrir augu sé með öllu líflaust. Nú bregður öðru við, því sprelllifandi náttúruunnandi, lítill og loð- inn hefur látið á sér kræla; nefnilega rotta. Starfsmaður varð var við það í fyrradag að einhver hefði gert sér gott af nestinu hans og uppgötvaðist þá að matargest- urinn hefði verið rotta. Mein- dýraeyði bæjarins var gert við- vart og gildrur hafa verið lagð- ar fyrir rottuna, en síðast þegar vitað var gekk hún enn laus. shv BHMR stefnir Akureyrarbæ og Lífeyrissjóði starfsmanna bæjarins Bandalag háskólamanna hefur stefnt Akureyrarbæ og Lífeyr- issjóði starfsmanna Akureyrar- bæjar fyrir Héraðsdóm Norð- urlands eystra til viðurkenn- ingar á rétti Alfreðs Schiöth, dýralæknis, til aðildar að Líf- eyrissjóði starfsmanna Akur- eyrarbæjar, en honum var vís- að úr sjóðnum þegar hann óskaði að hætta í Starfsmanna- félagi Akureyrarbæjar og ganga í fagstéttarfélag sitt, Dýralæknafélag Islands. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði BHMR-tíðinda. óþh Verðbólgan er 2,4% Verðbólguhraðinn í júlí er ívið minni en spáð var í vor, en hann er nú 2,4%. í ljósi þess- ara nýjustu tíðinda hefur Seðiabankinn endurmetið verðbólguspá sína til ársloka og gerir hann ráð fyrir minni verðbólgu á næstu tólf mánuð- um en í viðskiptalöndum. Að meðaltali gerir Seðlabankinn ráð fyrir svipuðu raungengi og í fyrra. Að undanteknu síðasta ári finnst ekkert ár með lægra raungengi svo langt sem mæl- ingar ná, eða frá árinu I963. óþh Mengun frá stækk- aðri ál- bræðslu innan marka Lögð hefúr verið fram skýrsla um mat á umhverfis- áhrifum vegna fyrirhugaðrar stækkunar álbræðslunnar í Straumsvík. Skýrsluna tók saman fyrirtækið Hönnun hf. fyrir ÍSAL, Markaðsskrif- stofú iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjun. Meginniðurstaða skýrslunn- ar er sú að mengun frá stækk- aðri álverksmiðju í Straumsvík með 200 þúsund tonna árs- framleiðslu verði innan allra þeirra marka sem sett eru í nú- gildandi reglugerðum. Önnur umhverfisáhrif stækkunar í Straumsvík eru að mati skýrsluhöfundar ekki þess eðl- is að þau mæli gegn fyrirhug- aðri stækkun. Athyglisvert er að í skýrsl- unni kemur fram að mengun af völdum flúoríðs í nágrenni Straumsvíkur sé komin niður að þeim mörkum sem voru til staðar áður en álverið tók til starfaárið 1969. Málið er nú til meðferðar hjá embætti Skipulagsstjóra ríkisins og mun úrskurðar þess vera að vænta í síðasta Iagi 11. september nk. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.