Dagur - 14.07.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 14.07.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 14. júlí 1995Í - fyrir þig! Tilboð Rauðvínslegin grillsteik kr. 699 kg var 1049 Bónda Brie 100 g kr. 110 var 137 EMMESS sumarkassi kr. 299 var 467 Heilhveitibrauð kr. 119 var 168 Sviss Mix kakómalt kr. 299 var 387 Kynnum í dag Sviss Mix kakómalt frá kl. 16 til 19 Afgreiðslutími: Mánud.-föstud. kl. 10.00-19.30 laugard. kl. 10.00-18.00 Úr Mývatnssveit. Vindbelgur í fjarska. Mývatnssveit: Nýir valkostir í ferðaþjónustu í sumar verður boðið upp á nýja valmöguleika í náttúruskoðun Mývatnssveitar. Nú fyrir skömmu hóf Karl Ingólfsson að bjóða uppá gönguleiðsögn í sveitinni. Hægt er að velja um fjölbreytt- ar gönguferðir, hjólaferðir og hellaferðir. Auk þessa er hægt að koma með séróskir og gildir þá einu hvort um er að ræða göngu niður að Laxá, hjóltúr umhverfis Gæsafjöllin eða skíðagöngu á Bílasala Verð 730.000. ’88, ek. 99 þ. Herðubreið. Hugmyndin með þessari nýju þjónustu er hugsuð sem liður í því að þjóna enn betur þeim ferða- mönnum sem sækja Mývatnssveit heim, eða eins og Karl orðar það snýst þetta um svokallaða „græna ferðaþjónustu" þar sem áhersla er lögð á gæði en ekki magn. Þ.e.a.s. hugað er að einstaklingnum og hans sérþörfum. Gönguleiðsögn sem þessi hefur tíðkast í evrópsku Ölpunum í fleiri tugi ára og notið mikilla vinsælda. Karl er vel kunnugur staðhátt- . um í Mývatnssveit og segir tryggt að með leiðsögn hans sjái menn allt það sem púður er í í Mývatns- sveit. Eins og áður sagði eru ýmis- konar pakkaferðir í boði og má þar nefna: Bláfjall / Dagsferð Ekið er að Bláfjalli og gengið á hátindinn. Til baka um Lúdents- og Þrengslaborgir. Seljahjallagil-Lúdent / Dagsferð Hjólað suður með Hverfjalli og Lúdents- og Þrengslaborgum. Gengið inn og upp með Selja- hjallagili. Leirhnjúkur - Reynihlíð /Dagsferð Ekið í Kröflu, gengið á Leir- hnjúk og hverir og eldstöðvar skoðaðar. Gengið til baka um Sátu og Hlíðarfjall. Hlíðarfjall / Kvöldganga Gengið um Eldá og Lönguhlíð. Einnig er möguleiki á að fara ríð- andi að fjallinu og ganga til baka. Vindbelgur / Kvöldferð Hjólreiðar og ganga. Karl sagði hugmyndina hafa orðið að veruleika fyrir tilstilli Þórðar Höskuldssonar, ferðamála- stjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, og þetta væri liður í því að fá ferðamenn til að fram- lengja dvöl sína í sveitinni. Enn- fremur vildi Karl taka fram að þeir aðilar sem starfa að ferðamál- um og ferðaþjónustu á staðnum hafi allir tekið mjög jákvætt í þetta enda reynir hann að nýta þá þjónustu sem til staðar er. Allar frekari upplýsingar um gönguleiðsögnina, og skráningu, fást á Hótel Reynihlíð í síma 464- 4170. GH Bflaskipti Verð 1.140.000. Bflasala • Bílaskipti Peugeot 205 GTí 1900 ’89, Subaru Sedan 4x4 ’86, ek. 116 þ. Renault Clio RT A/T ’92, ek. 50 þ. ek. 93 þ. Verð 750.000. Verð 490.000. Verð 850.000. i Bflaskipti • Bílasala Volvo 440 Turbo ’89, ek. 97 þ. Verð 850.000. Toyota Touring 4x4 XL ’90, ek. 90 þ. Verð 920.000. Sýnishorn úr söluskrá: Pajero 5 d. DTI ’92 VW Golf st. ’94 Galant ss ’92 Terrano DT 5 d. ’92 L-200 DC Turbo ’93 Vegna mikillar sölu vantar allar tegundir bíia á skrá og á staðinn Vantar einnig tjaldvagna á staðinn Stór og góður sýningarsalur öldur hf. B í L A S A L A við Hvannavelli Símar 461 3019 & 461 3009 Þjómistubók útgerðar og fiskvinnslu komin út Út er komin önnur útgáfa af Þjón- ustubók útgerðar og fiskvinnslu, en fyrsta útgáfa kom út í nóvem- ber 1993 undir nafninu Þjónustu- bók fískvinnslunnar. Bókinni hef- ur allri verið breytt, bæði hvað varðar útlit og efnistök og er um tvöfalt stærri en fyrsta útgáfa. Bókin er hugsuð sem handbók allra þeirra er tengjast útgerð og fiskvinnslu, heimild sem þeir geta nýtt sér daglega til að nálgast upp- lýsingar um stjornun, reglugerðir og markaðsmál í greininni og til að finna þjónustufyrirtæki. Bókinni fylgir ítarleg atriða- orðaskrá með tilvísunum bæði í þjónustuskrána og upplýsingakafl- ana. Einnig er að finna ýmsan fróðleik, svo sem nöfn fiska á ýmsum tungumálum, mál og vog o.fl. Þjónustubók útgerðar og fisk- vinnslu er 304 bls. Útgefandi er G.L. útgáfan, Klapparstíg 25-27. Fiskistofa dreifir bókinni til allra handhafa fiskvinnsluleyfis, en aðr- ir geta nálgast hana hjá útgefanda. Frítt í sund og sauna fyrir kaffigesti Verið velkomin Hrafnagúi • Sími 4-63 1400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.