Alþýðublaðið - 23.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1921, Blaðsíða 4
4 alþyðublaðið Von Hefts’ alt til lifs- ins þarfa. Kotnið því þangað sem þið fáið nauðsynjar ykkar á sama stað, með sanngjörnu verði Mikl- Brunabótal á húsum (einnig húsum i smfðum :ryggingar ), innanhúsmunum, verzlunarvörum ar vörur fyrirliggjandi. Aftur er komið góða og fallega lýsið, nauðsynlegt fyrir eldri og yngri, sem þurfa að fita sig; það gerir ungdóminn hraustan. Komið i Von og gerið kaup þar. Sfmi 448. Virðingarfylst. Gunnar S. Sigurðse. og ailskonar lausafé annast Sighvatur Bjarnason banka- stjóri, Amtmannsstfg .2 — Skrifstofntími kl. 10—12 og 1—6. Nýjar kartöflur komu með Botníu í Kaupfélögin. JEI.f. Versl. „Hlíf“ Hyerfisg. 60 A. Nýkomið: Flugnayeiðarar. Sultu- tau i lausri vigt. Saumamaskínu olía og hin ágæta steikarfeiti, ódýrari en áður. Símar 1026 og 728. Alþýdubladið er óðýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagbiað landsins. Kanp- ið það og lesið, þá getið Alþbl. er blað allrar alþýðu. Alþýðnmenn verzla að öðru jöfnu við þá sem auglýsa f blaði þeirra, þess vegna er bezt að Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðriksson. Carit Etlar: Ástin vaknar. Alt var i uppnámi i húsinu þegar fakob kom aftur heim. Herbergin íjögur, sem Englendingarnir höfðu sezt að í, voru öll uppljómuð og gluggatjöldin næld saman. Magdalena stóð í götudyrunum, svipurinn var enn myrkari en vanalega. „Þú hefir komið heim með undarlegar manneskjur," sagði hún. „Þær umsnúa öllu. Fyrst og fremst féll þeim ekki, að við brendum mó í eldstónni, það varð að út- vega skógvið. Þá voru stóru fatakisturnar dregnar burtu 'og öll sængurfötin mín góðu, og ofan á alt saman heimtaði ungfrúin að allir gluggar væru rifnir upp á gátt svo að hreint loft gæti streymt inn.“ „Veslings barniðl" sagði Jakob. „Hún hefir þó sann- arlega fengið nóg af hreina loftinu 1 dag. Hún þarfnast frekar að fá þur föt og heitt rúm." „Eg hefi lánað henni fötin mín,“ sagði Magdalena, „en henni lá við gráti, þegar hún var komin í þau. Eg hefi aldrei séð þvílik föt og þau, sem hún á: smágert lín, gisklæði, flauel og þykt silki, og silkiskór, með næfurþunnum botnum. Gamli maðurinn er að skrifa 1 vasabók sína, kynblendingurinn þýtur úr einum stað í annan eins og lkorni og sópar burtu öllum sandinum á gólfinu. Eg fekk þeim fallegu rúmábreiðuna, sem eg prjónaði sjálf handa þér um jólin, og sem þú tímdir ekki einu sinni sjálfur að nota; þegar eg kom aftur inn hafði hún breitt það á gólfið fyrir framan sig og stóð á þvi. Hún skoðar mig í krók og kring eins og mál- verk og þuklar á fötum mlnum. Það er mikillæti t framkomu hennar, áleitni í brosi hennar, sem styggir mig. — Hvaða fólk er þetta eiginlega?" „Það er fólk, sem hamingjan og auðurinn hafa veitt allar gjafir slnar, og sem er vant við að sjá alla hlýða sér. Því getum við ekki breytt, við skulum því hegða oss eins og aðrir. Meðan þau í morgun ráku um hafið á litlum trjábút hékk líf þeirra á örmjóum þræði, við skulum því hafa þolinmæði með þeim í kvöld og gæða þeim lftið eitt.“ Fiskimennirnir trufluðu Jakob rétt í þessu. Þeir komu neðan að frá sjónum með fyrstu hlcðsluna af farangri lávarðarins. Engin orð fá lýst gleði öldungsins. Aftur á móti virtist kynblendingurinn uppnæm af þvl, hversu munir húsmóður hennar voru hörmulega útlítandi. Fiskimennirnir höfðu öilu bjargað. Það var áreiðanlegt, en án tillits til þess hvernig það var gert. Vaxkerti og fataöskjur voru, hvað innan um annað, vafið innan 1 flauelshettur og híalínskjóla. Utan um sumt var vafið reiðaslitrum, sem létu eftir sig svartar tjörurákir á hvltu silkinu. Helst hafði úr blekbittu yfir Isaumsteppín. Auk þess lak sjórinn úr flestum böglunum. Lávarðurinn kærði sig kollóttann um þetta smávægi. Hann sat við eitt af opnu koffortunum og lét í té ríkulegar sannanir fyrir þakklátsemi sinni. Fiskimennirnir yfirgáfu húsið himinlifandi, nema Pétur Bos, sem lávarðuririnn réði hjá sér til þess, að þjóna sér meðan hann dveldi á eynni. „Uhl“ sagði Pétur. „Það getum við þakað dugnaði mínum, og svo hinu að eg tala Ensku nærri því betur en lávarðurinn." Pétur Bos var líka ómetanlegur þjónn. Hann þekti ráð við öllu og kunni alt; það hélt hann að minsta kosti sjálfur. Þegar Elinora tann það, að næddi inn með rúðunum, kom Pétur daginn eftir með trésmið sem setti tvöfalda glugga í annað herbergið. Hann tók hurðina af hjörunum og setti dyratjöld i staðinn, hann færði til húsgögnin og hélt við snarkandi eldi í öllum öfnum. Elinora lá í legubekk, sveibup sjölum, og sagði Æ fintýriö eftir Jack London, er nú fullprentað á ágæt- an pappir með mynd höfundarins. Þetta er ein- hver allra skemtilegasta saga Londons, sem er meðal frægustu ritnöfunda síðari ára. — Bókin er yfir 200 síður og kostar að eins 4 kr. send frítt hvert á land sem er gegn póstkröfu. Bók- hlöðuverð er 6 kr. Kanpendnr Alþýðublaðsins fá söguna fyrir kr. 3,50 Sendið pantanir sem fyrst til Alþýhiblddsins, Reykjavik. Ath. Skrifið á pöntunina hjá hverjum þið kaupið Alþýðublaðið, ef þið kaupið það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.