Dagur - 27.07.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 27.07.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. júlí 1995 - DAGUR - 5 Hjörleifur Vaisson og Urania Menelau á tónleikaferð sinni á Húsavík. Mynd: IM Tónleikaferd Hjör- leifs og Uraniu - Dalvíkurkirkju í kvöld og Akureyri föstudagskvöld Hér á landi eru stödd þau Hjörleif- ur Valsson fiðluleikari og Urania Menelau píanóleikari og munu þau halda tónleika á nokkrum stöðum á norðurlandi og vestfjörðum nú í vikunni. Fyrstu tónleikamir voru haldnir í Safnahúsinu á Húsavík á þriðju- dagskvöld. í kvöld, fimmtudag spila þau í Dalvíkurkirkju. Föstu- daginn 28. júlí verða tónleikar í sal Tónlistarskólans á Akureyri en síð- an liggur leiðin til ísafjarðar og þar munu þau leika í sal grunnskólans, sunnudaginn 30. júlí. A efnis- skránni verða verk eftir W.A. Moz- art, G. Fauré og tékknesku tón- skáldin B. Smetana og L. Janácek. Allir tónleikamir hefjast kl. 20.30. Urania Menelau er fædd 1973 í Nicosiu, höfuðborg Kýpur, og hóf ung nám á hin ýmsu hljóðfæri við tónlistarskóla Nicosiuborgar, sem rekinn er og stjómað af foreldrum hennar. Sautján ára að aldri hlaut hún styrk frá tekkneska ríkinu til tónlistamáms við Prag Konserva- tóríið og lýkur hún námi að ari liðnu. Hún hefur víða komið fram í Tékklandi og Kýpur og vakið at- hygli fyrir flutning stofutónlistar. Hjörleifur Valsson fæddist á Húsavík 1970 og hóf þar fiðlunám. Hann var tíu ára er hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Isafjarðar og varð fyrir miklum áhrifum af einstökum tónlistarskóla Ragnars H. Ragnar. 18 ára hóf hann sitt nám í fiðluleik í Osló, og eftir útskrift vorið 1993 frá Oslóartónlistarkon- servatóríinu hlaut hann tékkneskan ríkisstyrk og hefur numið síðastlið- in tvö ár í Prag. Valsson/Menelau tvíeykið hefur leikið saman í tæp tvö ár og komið fram víða í Prag, og meðal annars kynnt íslenska tónlist fyrir tékk- neskum menningarvitum á all- mörgum samkomum tengdum norðurlöndunum. Vorið ’94 léku þau fyrir Vaclav Havel forseta Tékklands og Vigdísi Finnboga- dóttur við opnun málverkasýningar Errós í Prag. (fréltatilkynning) /-----------------; \ Vegleg veisluborð Borðin svigna undan krásum og góðgœti hvert föstudagskvöld frá kl. 19.00-22.00. Borðapantanir í síina 463 1400. Yegleg veisluborð - Verið velkomin Hrafnagili Sími 463 1400 LJÓSMYNDASAMKEPPNI •Ásklllim er réttur tll að nota verölaunamynclirnar í auglýslngum. Þú færð upplýsingar og þátttökuseðil í næstu búð. SkilaJTestur er til 31. ágúst 1995. hófst í morgun Opiö laugardaga kl. 10-12 Gránufélagsgötu 4 Akureyri, sími 462 3599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.