Dagur - 03.08.1995, Page 1

Dagur - 03.08.1995, Page 1
78. árg. Akureyri, fimnitudugur 3. úgúst 1995 147. tiilublaö | Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Verslunarmannahelgin: Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu Hnúfubakar hafa vcriö inn á Skjálfandaflóa í sumar og Knörrinn fer daglega í hvalaskoöunarferðir frá Húsavík. A myndinni sést hnúfubakur lyfta sporöinum tignarlega og kveöja Árna Sigurbjarnarson og feröafólk um borö í Zodi- ak frá Knerrinum. Mynd im Næstu helgi er búist við að mikill íjöldi ferðamanna leggi leið sína hingað til Norður- lands. Að öllum líkindum verða fjórar skipulagðar hátíðir haldnar á Norðurlandi; Á Akureyri verður fjölskylduhátíðin Halló Akureyri haldin að venju, Síldarævintýrið verður rifjað upp á Siglufirði í fimmta sinn og tvær nýjar hátíðir bætast í hópinn en efnt verður til kántríhátíðar á Skagaströnd og haldin verður fjölskylduhátíð á Hrafnagili sem ber heitið „Ættar- mót Helga magra“. Eins og við er að búast mun lögreglan hafa aukin viðbúnað í tengslum við þessar hátíðir og aukins ferðamannastraums & aðra Verð á rækju fer heldur hækkandi: Fjórðungur kvótans enn óveiddur í byrjun júlímánaðar Um mánaðamótin júní/júli voru eftirstöðvar úthafs- rækjukvótans 15.473 tonn sem er 24,6% af aflaheimildum físk- veiðiársins sem eru 63 þúsund tonn auk 2.663 tonna sem fíutt voru frá fiskveiðiárinu 1994/1995. Engar líkur eru tald- ar á því að rækjuskipaflotanum takist að veiða allan rækjukvót- ann fyrir lok þessa mánaðar þegar fískveiðiárinu lýkur. Heildarrækjuveiðin á fiskveiði- árinu er því 50.190 tonn af úthafs- rækju og 8.593 tonn af innfjarðar- rækju, eða alls 58.783 tonn þegar tveir mánuðir eru eftir af físk- veiðiárinu. Allt fiskveiðiárið 1993/1994 veiddust 60.954 tonn af úthafs- og innfjarðarrækju. Inn- fjarðarrækjukvótinn var 9.114 tonn og enn eru óveidd 521 tonn, eða 5,7% heildarmagnsins. Utan- Tilraunastööin á Möðruvöllum: Fjórtán um- sóknir um bú- stjórann Fjórtán umsóknir bárust um stöðu bústjóra Tilrauna- stöðvar á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Samningi við fyrri bú- stjóra var sagt upp í vor og stað- an auglýst. Þóroddur Sveinsson, tilrauna- stjóri RALA, sem hefur daglega yfirstjórn á Möðruvöllum með höndum, segir að margar mjög góðar umsóknir hafi borist um bú- stjórastöðuna en búið sé að velja úr umsóknunum og næstu daga verði gengið til samninga við væntanlegan bústjóra. Hann mun síðan taka við starfinu um næstu mánaðamót. JÓH kvótaveiði, t.d. á Dohrnbanka í Flæmska hattinum er áætluð 2.000 tonn. Úthafs- og innfjarðarrækju- veiðin í aprílmánuði var 8.291 tonn á móti 6.455 tonnum á sl. ári, 7.277 tonn í maí á móti 7.155 tonnum í fyrra og 5.960 tonn í júní á móti 5.890 tonnum árið 1994 en þess ber að gæta að sjó- mannaverkfall hafði töluverð áhrif á aflabrögð í júnímánuði sl. Verðlag á rækju erlendis hefur ekki lækkað að undanförnu og vonir standa til að verðlag haldist eitthvað um sinn, a.m.k. lækki ekki. Verðið hefur heldur hækkað frá því í júlímánuði í erlendri mynt og því eru forsvarsmenn rækjuverksmiðjanna ekki óánægð- ir með ástandið. GG Um 40% krókabáta velja þorskaflahámark: Róðradagakerfið springur strax vegna mikillar endurnýjunar í smábátaflotanum Allir krókabátar eiga nú að vera í landi og taka út bann- daga til 14. ágúst nk. Eigendur krókaleyfisbáta þurftu 1. ágúst sl.að ákveða hvort þeir veldu að hafa bátana á róðradögum næsta kvótaár sem hefst 1. september nk. eða að velja þorskaflahámark sem miðast við afla þeirra á sl. ári. Af um 1.100 krókabátum höfðu í gær um 700 sent inn svar, 300 valið þorskaflahámark en 400 róðradaga eða banndaga- kerfið eins og það kerfi hét áður en raunar hefur því verið breytt lítilsháttar. Allir krókabátar verða að hlíta veiðibanni í 136 daga á komandi fiskveiðiári og verða þeir sem velja þorskaflahá- mark háðir sömu banndögum á fiskveiðiárinu 1995/1996 og er í dag. Ömólfur Ásmundsson á Siglu- firði, sem á 5 tonna krókabát, Sæ- dísi SI-19, segir að fiestir þeir krókabátaeigendur sem eigi 20 til 25 tonna kvóta og þaðan af minna freistist til að taka sóknardagana þó það líti kannski ekki allt of glæsilega út. „Menn em hræddir við þetta róðradagakerfi, halda að þetta springi strax því það er mikið af nýjum bátum í flotanum sem hafa sáralitla viðmiðun og koma inn í róðradagakerfið. Þá skeður nán- kvæmlega það sama og í gamla kerfinu, aflinn verður miklu meiri en gert er ráð fyrir. Það hefur þó ekki verið mikið um endurnýjun eða nýsmíði hér á Siglufirði en auðvitað einhver endumýjun. Það hafa verið að streyma inn í króka- kerfið nýjir afkastamiklir bátar sem valda fyrst og fremst aflaaukning- unni en þeir em að koma inn fyrir báta sem sáralítill afli hafði komið inn á áður. Þeir höfðu jafnvel stað- ið uppi á kambi árum saman og vom síðan úreltir fyrir nýju bátana. Þetta er öflugir, hraðskreiðir og dýrir bátar og þurfa því að afla mikið,“ segir Ömólfur Ásmunds- son. Þess má geta að óheimilt verður frá 1. september nk. að stækka krókabát nema úrelda 2 rúmmetra fyrir hvem einn sem báturinn stækkar um. Afli siglfirskra krókabáta hefur verið fremur rýr að undanförnu og er það yfirleitt á þessum árstíma. hefðbundna ferðamannastaði. Á Siglufirði er búist við að allt að 7000 manns legjp leið sína í bæinn og að sögn Olafs Jóhanns- sonar, lögregluþjóns, verður um 10 lögregluþjónum bætt við en fyrir eru 4. Einnig hefur Björg- unarsveitin Strákar aðstoðað eftir fremsta megni. Ólafur bjóst ekki við verulegum vandræðum þar sem hátíðirnar hingað til hafi gengið mjög vel fyrir sig enda séu það helst fjölskyldur sem heim- sæki bæinn af þessu tilefni. Á Akureyri verða fleiri menn á vakt en venjulega en einnig verður eftirlit með umferð aukið til muna. „Við erum undir það búnir að það verði margt fólk í bænum og komum vonandi bara til með að iiðsinna fólkinu og þurfum ekki að hafa mikil afskipti af fólk- inu þó svo að við gerum það ef með þarf. En við leggjum aðal- áherslu á að halda uppi góðri og jákvæðri löggæslu. Ég vona að það verði margt fólk í bænum og að allt gangi vel fyrir sig,“ sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryflr- lögregluþjónn. Ólafur sagði að hátíðin í fyrra hefði gengið mjög vel fyrir sig þar sem lögreglan hefði verið vel und- ir það búin að taka á móti öllum þeim fjölda sem þá kom. Sú ný- breytni var tekin upp í ár að lög- regían hefur tekið þátt í undirbún- ingi hátíðarinnar og því viti menn nákvæmiega hvað verði um að vera og geti hagað störfum sínum eftir því, verst væri ef lögreglunni væri ekki kunnugt um alla dag- skrárliði. „Það er náttúrulega hagur okk- ar hér í þessum bæ að hingað komi gott fólk og við stefnum á það að hingað komi fjölskyldur og að hér geti fjölskyldum og sér- staklega börnum liðið vel.“ GH Það er ekki fyrr en í september- mánuði sem gera má ráð fyrir að aflinn fari eitthvað að glæðast. Bjöm Halldórsson gerir út lítinn bát í Ólafsfirði yfir sumarmánuð- ina, Þóreyju ÓF-50, en er sjómaður á togaranum Múlabergi ÓF yfir vetrartímann. Hann valdi róðra- dagakerfið en hann segir nokkra hafa valið þorskaflahámarkið, að- allega þá sem hæstu viðmiðunina hafa. T.d. hafi einn sem er með 22 tonna aflahámark valið það, en hann er með Sóma-800 bát. Sá hinn sami sjái hins vegar ekki fram á að sá afli dugi fyrir vöxtum og afborgunum af bátnum. „Sumarið 1997 má færa daga sem ekki nýtast yfir veturinn yfir á sumarið en næsta sumar má aðeins stunda veiðar í 15 daga í maí og júní og 16 daga í júlí og ágúst. Þetta gera stjómvöld til þess að pressa eins marga smábáta og mögulegt er inn í kvótakerfið og helst vildu þeir sjá alla innan kvótakerfisins. Þeir sem velja kvóta nú eiga þann valkost að breyta aftur yfir á næsta ári, en síð- an ekki söguna meir,“ sagði Bjöm Halldórsson í Ólafsfirði. GG Akureyri: Loksins minnk- ar atvinnuleysið A tvinnuleysisdögum fækk- /\.aði um 3612 í júlí miðað við júní og sé miðað við júlí- mánuð 1994 fækkaði dögun- um um 1340. Atvinnuleysisdögum fækk- aði um 32,1% milli mánaða, en atvinnulausir í júlí voru 422, fækkaði um 67 frá síðasta mánuði eða 13,7%. Atvinnu- lausar konur voru 255, fækkaði um 29 eða 10,2% og atvinnu- lausir karlar voru 167, fækkaði um 38, sem svarar 18.5%. Atvinnuleysi var óvenju mikið í júní og má aðallega rekja það til verkfalls sjó- manna og verkefnaleysis hjá fiskvinnslufólki af þeim sök- um. Ljóst er að atvinnuleysi í júlí á þessu ári er minna en í sama mánuði 1994 og er ís- lenskt atvinnulíf vonandi að rétta úr kútnum. shv

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.