Dagur - 03.08.1995, Side 7
Fimmtudagur 3. ágúst 1995 - DAGUR - 7
Michacl Both, frá Liibeck í Norður-Þýskalandi, cr þjónn um borð. Hann hcfur unnið hjá fyrirtækinu í níu ár og
kann vcl við starfið. Hann cr yfirlcitt á skipinu í 5-6 mánuði samfleytt og fær svo tvcggja til þriggja mánaða frí á
milli, en fyrir hvcrn unninn mánuð fær Michael tólf virka fridaga, þannig að hvíldin á milli er góð.
Texti: Svanhildur Hólm Valsdóttir
Myndir: Björn Gíslason
raunar segir hann að þetta sé líf
sitt og þaó sé stundum erfitt fyrir
fólk að skilja hvers vegna. „Kær-
astan mín skilur til dæmis ekki
það sem ég geri, hún er að læra
ensku og þýsku. Þetta er eitthvað
sem mér finnst spennandi. Að
læra um jörðina er alltaf áhuga-
vert, aó komast að því hvernig
hún virkar. Mér finnst það til
dæmis mcrkilegra og áhugaverð-
ara heldur en að senda menn til
tunglsins. Hver er tilgangurinn
mcð því aó fara til annarrar plán-
etu þegar við vitum ekki einu
sinni hvemig þessi virkar? Það er
dýrt að framkvæma rannsóknir
sem þessa sem við erum að vinna
en ekki nærri því eins dýrt og að
senda menn út í geiminn.“
Eins og áður sagói á að rann-
saka eldvirkni á Atlantshafs-
hryggnum; hvernig eldvirknin á
Islandi sjálfu heldur áfram neðan-
sjávar. „Vió höfum rannsakað
þetta áður, cn þá nær landinu en
við ætlum að gera núna og á öðr-
um skipum. I þetta sinn ætlum við
að sigla norðar og skoða sérstakt
svæði á hryggnum. Við erum að
rannsaka í smáatriðum hvemig
eldfjöllin starfa, hvemig hraun
þau gefa frá sér; efnasamsetningu
þess og lögun á sjávarbotninum.
Við erum líka að skoða í hverju
eldgos á sjávarbotni eru frábrugó-
in eldgosum ofansjávar.“
Grunnrannsóknir
Hópurinn er ekki aó reyna aö
komast aó því hvaða áhrif eld-
virkni hefur á umhverfió, heldur
hvemig jörðin virkar. „Svæðið í
kringum Island er mjög merkilegt,
því þú getur séö hvemig það sem
gerist djúpt í jörðinni, í miðju
hennar, hcfur áhrif á það sem
venjulega gerist á sjávarbotnin-
um.“
A svæðinu sem þeir ætla að
skoða er mikið af „ungum“ eld-
fjöllum, en þegar talað er um ung
eldfjöll er átt vió fjöll sem eru
yngri en síðasta ísöld, þ.c.a.s.
yngri en 10.000 ára. Hraunið sem
flætt hefur frá þeim er enn bert,
ekki hulið t.d. grjóthnullungum
sem hafa borist með ís, eða öðrum
efnum og því er tiltölulega auð-
vclt að taka sýni úr því.
„Þetta eru grunnrannsóknir á
því sem gerist neðanjarðar og þær
eru einungis fræðilegar. Þær eru
ekki hagnýtar, í það minnsta ekki í
miklum mæli. Ef eldfjöllin hafa
áhrif á loftslagió eins og þau
hljóta að hafa gert á íslandi frá ör-
ófi, þá er Ijóst aó þau hafa ekki
neitt sérlega slæm áhrif. Rann-
sóknir okkar hafa ekkert með hitn-
un lofthjúps jarðarinnar að gera
eða slíkt. Eg myndi vera að ljúga
ef ég segði að þetta myndi hjálpa
öllum í heiminum á næstu fimm
árum. Þctta er til að hjálpa okkur
að öðlast grundvallarþekkingu á
plánetunni. Rannsóknimar eru
líka mikilvægar fyrir jarðhitafræð-
inga, sem vilja vita hvers vegna
sprungusvæói færast um set, til aö
geta sagt fyrir um hvað muni ger-
ast á ákveðnum svæðum. Þær
hjálpa okkur einnig aó skilja hvað
er að gerast inni í jörðinni, í jarð-
möttlinum, sem er úr seigfljótandi
bergi og hreyfist tvo-þrjá senti-
metra á ári. Jarðmöttlinum er hægt
að líkja við stóran pott, fullan af
einhverju seigfijótandi efni, eins
og til dæmis karamellu í mismun-
andi litum. Því lcngur sem þú sýð-
ur karamelluna því betur blandast
litimir, en þú getur samt séð bláar,
grænar og rauóar rendur í efninu.
Það sem við sjáum hér er líkt, Is-
land hefur mjög skýran lit, mjög
skýra samsetningu efna og við
getum séð að efni frá eldstöðvum
fiýtur neðanjarðar, suður eftir
Reykjancshryggnum. Við höfurn
ekki séð ncin merki þess norður af
landinu, út af Oxarfirði, að efnið
fljóti í norður. Kenning okkar er
að efnið í möttlinum sé að hreyf-
ast hægt og rólega til suðurs undir
öllu Atlantshafinu. Svæði eins og
það sem við erurn að fara að
skoða, þar sem eldfjallasprunga
hefur rofnað vegna þess að
plötumar sem hún er á eru að
skríða í sundur, gefur okkur tæki-
færi til aó prófa kenninguna. Til
dæmis getum við séð hvort efnið
frá nyrðri sprungunni flýtur suóur,
og hvort sömu efnasamsetningu
má finna í syðri sprungunni og
þeirri nyróri. Meó þessu getum
við kannað hvemig hlutimir fara
fram svo djúpt í jörðinni að menn
munu aldrei geta tekið sýni þar.
Colin Devey, aðalrannsóknarmaðurinn, við tönnina sem notuð er til að taka hraunsýni af botninum. „Svæðið í
kringum ísland cr mjög mcrkilcgt."
Eldfjöllin geta sagt okkur það sern
okkur langar til að vita.“
Lengsti túr 13'^ mánuður
Leiðangurinn tekur tvær vikur,
vísindamennimir fara frá borði í
Reykjavík föstudaginn 11. ágúst,
og að sjálfsögðu er á döfinni að
skoða næturlífið í Rcykjavík, og
borða „landsmat" sem Colin segir
aó sé upplifun eftir að hafa verið á
sjó. Blaðamaöur og ljósmyndari
skildu að vísu ekki hvað hann var
að fara, því eftir aö hafa verið
boðið í mat um borð var erfitt aó
ímynda sér að matur í landi gerð-
ist betri, en á skipinu eru bæði
kokkur og bakari og svo má ekki
gleyma því að þjónað er til borðs!
Skipstjórinn, Hartmut Andre-
sen, og áhöfnin verða auðvitað að
fylgja skipinu og að sögn Colins
mun skipið ekki leggjast að höfn í
Þýskalandi fyrr en í september.
Hartmut hefur starfað hjá fyrir-
tækinu síðan 1975, en hann er
þýskur eins og skipið og áhöfnin
öll. Það er aðeins rannsóknarteym-
ið sem er fjölþjóðlegt, en í þessari
ferð eru átta vísindamcnn um borð;
Colin, sem er enskur, fimm Þjóð-
verjar og tveir íslenskir nemar.
Það er misjafnt hversu lengi
hver áhafnarmeðlimur dvelur
samfleytt um borð. Meðaltími er
4-6 mánuðir, en vísindamenn
dvelja mun skemur. Hartmut segir
að síðast þegar hann sigldi með
Colin hafi þeir vcrið fimmtíu daga
á sjó, og finnst það ekki mikið.
„Viö sigldum frá Fiji til Chile,“
segir Colin. „Jafnvel eftir fimmtíu
daga á sjó fengum við ferska
vatnsmelónu síðasta daginn.
Kokkamir hljóta að kunna sitt fag,
fyrst að maturinn helst ferskur
svona lengi.“
Það er ekki nema von að
Hartmut þyki lítið koma til fimm-
tíu daga útiveru. Þegar hann byrj-
aði á sjó þurfti hann stundum aö
vera úti á sjó í eitt ár samfleytt, og
oftast á bilinu 8-12 mánuði.
„Þessu var breytt fyrir 10-15 ár-
unr og tíminn styttur í 6-8 mánuöi
og nú er þctta komið niður í 4-6
mánuði. Lengsti tími scm ég hef
verið á sjó var þrettán og hálfur
mánuður. Þá var ég að vinna hjá
amerísku fyrirtæki, var á sérstöku
kaplaskipi sem hafði aðsetur í
stórri bandarískri fiotastöð á Fil-
ippseyjum. Við tókum þátt í Víct-
namstríðinu og þegar hlé varð á
bardögum sigldum við út og gerð-
um viö kapla. Þetta var orðinn
langur tími, meira en ár í útiveru
og maður var farinn að telja dag-
ana, klukkutímana, mínútumar og
sekúndumar."
Hartmut segir að auðvelt sé aó
fá Þjóðverja til að vinna á rann-
sóknarskipunum, þrátt fyrir langt
úthald og mikla vinnu. „Það cr
vegna þess að við veróum að
halda uppi vinnu allan sólarhring-
inn. Hver dagur í svona fcrð cr
ntjög dýr og þess vegna er reynt
að afkasta eins rniklu og mögulegt
er meó því að vinna vaktir. Rann-
sóknarskipin eru einu þýsku skip-
in sem gefa möguleika á verulegri
yfirvinnu. A venjulegum skipum
geturðu unnið 20-80 yfirvinnu-
tíma á mánuói en á þcssum skip-
um um 160.“
Hartmut er ánægður með að
vera skipstjóri á rannsóknarskipi,
segir þetta ekki vera eins heila-
laust starf eins og að vera skip-
stjóri á flutningaskipi, þar sem er
siglt fram og til baka á sömu leið
aftur og aftur. „I mínu starfi hitt-
irðu margt áhugavert og skemmti-
legt fólk. Starfið veróur því fjöl-
breyttara, en hins vegar eru vís-
indamenn margir hverjir sérstakar
manngerðir, sumir hálfgerðir sér-
vitringar, og geta verið algjör höf-
uðverkur,“ segir Hartmut í gríni.
„Þegar öllu er á botninn hvolft er
þetta fin vinna. Þú hcfur margt að
gera; t.d. er mikil nákvæmnis-
vinna að stjóma skipinu þegar vís-
indamennirnir vilja fá sýni af sér-
stökum bletti af hafsbotninum."
LÉTTIR . .
it Ungir
hestamenn
Sameiginleg unglingaferö hestamannafélaganna
Léttis og Funa veröurfarin dagana 11.-13. ágúst.
Lagt verður af stað frá Hamraborgum kl. 14 á föstu-
degi og riðið yfir í Sörlastaði í Fnjóskárdal, gist þar og
riðið aftur heim á sunnudag.
Nánari upplýsingar og skráning:
Sigurður V. Óskarsson (Léttir), sími 462 6163 í hádeg-
inu, Valdi í síma 463 1170 og Bjarni í síma 463 1163
(Funi).
Vinsamlega tilkynnið þátttöku sem fyrst, í síðasta
lagi fyrir 7. ágúst.
Bílar til sölui
Skoda Favorit,
árgeröir '89-'90.
Góðir greiðsluskilmálar.
Skálafell
sími 462 2255.