Dagur - 20.10.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 20.10.1995, Blaðsíða 1
Tvöfaldurl. vinningur Akureyri, föstudagur 20. október 1995 202. tölublað Ólafsfjörður: Sigurhæðir hugsan- iega seldar - bókasafni komið fyrir í leikfimisal barnaskól- ans ef af söiu verður Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefur verið að velta fyrir sér möguleikum á húsnæði fyrir bókasafn og hluta af starfsemi Tónlistarskólans, sem nú eru í Sigurhæðum. Prestssetrasjóður hefur sýnt áhuga á hugsanlegum kaup- um á Sigurhæðum, sem bær- inn á nú, en þar var áður prestssetur Ólafsfirðinga. Mun hugmynd Prestssetra- sjóðs vera að fá húsinu aftur það hlutverk sem það hafði áður, að vera prestssbústað- ur. Bókasafni og tónlistarskóla er í framtíðinni hugsaður stað- ur í viðbyggingu við Gagn- fræðaskólann, en Þorsteinn Bjömsson, bæjartæknifræðing- ur, hefur lagt frumgögn um þá viðbyggingu fyrir bæjarstjóm. Að sögn Þorsteins Ásgeirsson- ar, forseta bæjarstjómar, er ekki hægt að búast við að við- byggingin komist í gagnið á næstu 2-3 árum. „Við erum að tala um einhversstaðar í kring- um aldamótin í þessu sam- bandi. Gagnfræðaskólinn mun einnig fá þama aukið pláss, en skólinn býr vissulega við þröngan kost f dag,“ sagði Þor- steinn. Verði af sölunni á Sigur- hæðum verður í millitíðinni að finna bókasafninu annað stað og horfa menn í því sambandi til grunnskólans, að sögn Þor- steins. Um er að ræða að setja loft í leikfimisalinn en eftir til- komu íþróttahússins er ekki þörf fyrir að nota salinn til leikfimikennslu. HA Hitaveita Akureyrar: Tillaga um lækkun a gjaldskrá frá áramótum Stjórn veitustofnana Akureyr- arbæjar hefur samþykkt fjár- hagsáætlun hita- og vatnsveitu fyrir næsta ár þar sem m.a. er gert ráð fyrir um tæplega 3% lækkun gjaldskrár Hitaveitu Akureyrar frá og með næstu áramótum. Þetta þýðir rúmlega 2 þúsund króna lækkun á hita- veitukostnaði fyrir meðalstórt hús á ári. Þessi samþykkt stjórn- ar veitustofnana á eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Samþykkt stjómar veitustofnana felur í sér að tonn af heitu vatni lækkar úr 113 krónum í 110 krónur og nemur tekjusamdráttur Hitaveitu Akureyrar vegna þessarar lækkunar 12 milljónum króna á ári. „Hitaveitan borgaði upp eitt lán á yfirstandandi ári og það skapar okkur svigrúm til þess að lækka gjaldskrána. Þrátt fyrir 12 milljóna króna tekjusamdrátt getum við staðið við okkar skuldbindingar, að því gefnu að gengið verði stöð- ugt á næsta ári. Ef gengi krónunn- ar lækkar umtalsvert breytast for- sendur verulega, því lán Hitaveit- unnar eru bundin í þrem erlendum Franz Árnason, hitaveitustjóri, segir að Hitaveita Akureyrar haFi á yfir- standandi ári greitt upp eitt lán og það gefi Hitaveitunni nú svigrúm til þess að lækka gjaldskrána. Mynd: BG. gjaldmiðlum; svissneskum frönk- um, dollurum og japönskum jen- um. Þessi ákvörðun um gjald- skrárlækkun er tekin í trausti þess að ekki verði neinar sérstakar sviptingar á gengi krónunnar. Ef á næsta ári verður umtalsverð lækk- un á gengi krónunnar, mun fjár- hagsáætlunin ekki standa," sagði Franz Ámason, hitaveitustjóri, í samtali við Dag. Franz segir að ný æð Hitaveitu Akureyrar frá Laugalandi á Þela- mörk tryggi veitunni öryggi með vatn fram yfir aldamót, en nú þeg- ar séu menn famir að huga að næstu skrefum og sé horft til frek- ari vatnsöflunar á Eyjafjarðar- svæðinu. Töluverðu fjármagni sé veitt á ári hverju til rannsókna á svæðinu. „Við höfum það mark- mið að 1% af brúttótekjum veit- unnar fari árlega í rannsóknir,“ sagði Franz. Síðari tíma svæði er Reykjasvæðið í Fnjóskadal, en Hitaveita Akureyrar á Reyki I og í fjárhagsáætlun næsta árs er gerð tillaga um kaup á Reykjum II. Franz sagði að full samstaða væri um það í stjóm veitustofnana að leggja áðumefnda gjaldskrár- lækkun til. Hann lét þess getið að um áramótin 1993-1994 hafi verð á heitu vatni til notenda Hitaveitu Akureyrar verið lækkað um 5%. Hefði gjaldskráin fylgt breyting- um á byggingarvísitölu frá ára- mótum 1993-1994 til dagsins í dag segir Franz að gjaldskráin hefði hækkað um 5%. Þegar allt sé talið; gjaldskrárlækkunin um áramótin 1993-1994, verðlags- breytingar á undanfömum tæpum tveim ámm og 3% lækkun gjald- skrár nú, megi því í raun segja að raunlækkun gjaldskrár Hitaveitu Akureyrar á tæpum tveim ámm nemi um 13%. óþh Kjötiðja Kaupfélags Þingeyinga: Kippur i naggasolu og tíu starfsmönnum bætt við Við erum búin að taka ákvörðun um að ráða 10 manns, og jafnvel verða fleiri ráðnir. Þetta er vegna mikillar vinnu við framleiðslu á nöggun- um og vegna útflutnings lamba- kjöts til Ameríku,“ sagði Páll Arnar, sláturhússtjóri á Húsa- vík. Mikil vinna er framundan hjá Kjötiðju Kaupfélags Þingeyinga. í sláturtíðinni var unnið lambakjöt til útflutnings í tvo gáma og var það sent út í síðustu viku og nú á að vinna kjöt í þriðja gáminn. „Verðið hefur ekkert breyst miðað við þær tölur sem hafa verið í gangi undanfarið, en það er verið að senda kjötið út og við erum að fara inn á nýjan markað þama. Það er ekki hægt að fara fram á góð verð strax en ég el þá von í brjósti að verðið til bænda eigi eftir að hækka,“ sagði Páll. Skila- verðið vonar Páll að sé rétt rúm- lega 100 kr. á kg. Hann á von á að fjórði gámurinn verði sendur út í nóvember. Sala á nöggum hefur tekið mik- inn kipp. Framleitt var í lok srð- Akureyri: Gomlum skemmtistað breytt í 12 íbúðir Nýlega var haflst handa við miklar framkvæmdir við húsnæðið Hafnarstræti 100 á Akureyri, þar sem áður var til húsa hinn landsþekkti veit- ingastaður H-100. Til stendur að breyta húsinu í tólf tveggja herbergja íbúðir. Húsnæðið hefur staðið ónotað undanfarin ár og var mjög illa farið. Fyrir rúmu ári festu bræðumir Bjöm og Óskar Einarssynir úr Reykjavík kaup á húsinu. Bjöm segir algera tilviljun hafa ráðið því að þeir keyptu húsnæðið fyrir ári. Um síðustu áramót fengu þeir nýjar teikningar samþykktar í bygginganefnd Akureyrarbæjar og þá var hægt að fara huga að framkvæmdum. Nýverið var haf- ist handa við breytingar innan- húss og einnig standa fyrir dyr- um talsverðar útlitsbreytingar á húsinu. Kjallari hússins verður nýttur sem geymslurými og á fyrstu hæð verður aðstaða fyrir húsvörð. Þremur hæðum verður breytt í íbúðir og á efstu hæð er gert ráð fyrir sameiginlegu rými þar sem koma á upp sauna, tækjasal eða jafnvel lesaðstöðu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort íbúðimar verða seldar til félagasamtaka og notaðar sem orlofsíbúðir eða leigðar á al- mennum markaði. Einnig em uppi hugmyndir um að nýta þær sem stúdentaíbúðir. Gert er ráð fyrir að íbúðimar verði tilbúnar innan þriggja til fjögurra mánaða. ÁKA ustu viku en það kláraðist strax í byrjun þessarar svo framleiðsla þarf að hefjast aftur á fullu. „Ég reikna með að störfin við fram- leiðslu nagganna séu komin til að vera, en það verður að koma í ljós með störfin við útflutningskjötið. Við ráðum fólkið fram til áramóta til að byrja með,“ sagði Páll, að- spurður hvort um framtíðarstörf væri að ræða hjá Kjötiðjunni. Rúmlega 30 manns hafa unnið hjá Kjötiðjunni svo starfsmannafjöld- inn fer nú yfir 40 manns. IM Ólafsfirðingar samþykktu Afundi bæjarstjórnar Ólafs- Qarðar sl. þriðjudag var einróma samþykkt að skipuð verði sameiginleg nefnd sveitar- félaga við utanverðan Eyjafjörð sem fari yfir og meti möguleika á frekara samstarfí og/eða sam- einingu þessara sveitarfélaga. Samskonar tillaga hafði áður verið samþykkt í bæjarstjórn Dalvíkur. „Það eru engar kvaðir eða skuldbindingar í þessu sambandi. Þetta er gert fyrst og fremst til að þess að heyra hljóðið í mönnum,“ sagði Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjómar Ólafsfjarðar. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.