Dagur - 20.10.1995, Qupperneq 11
Föstudagur 20. október 1995 - DAGUR - 11
Valur Þór Hilmarsson hefur mikinn áhuga á hinni svonefndu grænu ferðamennsku. „Slík ferðamennska snýst fyrst
og fremst um ábyrgð og raunar allt umhverfisstarf gerir það. Hér þarf að taka tillit til bæði menningar- og náttúru-
legs umhverfis,“ segir hann meðal annars hér í samtalinu. Mynd: Sigurður Bogi.
Valur Þór Hilmarsson er umhverfísfulltrúi
hjá Ferðamálaráði á Akureyri:
Umgengni við náttúru-
perlur þjóðarmnar
er betri en var
Nú í vor tók Valur Þór Hilmars-
son úr Ólafsfirði við starfi um-
hverfisfulltrúa hjá skrifstofu
Ferðamálaráðs á Akureyri. Starf
þetta er býsna víðfeðmt, en Val-
ur segir það helst lúta að tengsl-
um við umsjónarmenn ferða-
mannastaða víða um land þegar
þörf sé úrbóta í umhverfismál-
um. Einnig sé hans að efla svo-
nefnda græna ferðamennsku
sem nú ryður sér víða til rúms.
„Þegar við erum að tala um
umgengni á ferðamannastöðum þá
er rusl á víðavangi ekki sama
vandamál og var áður. Fólk um-
gengst náttúruperlur þjóðarinnar
af miklu meiri virðingu en var áð-
ur. Hér hefur orðið mikil viðhorfs-
breyting meðal almennings. Það
sem helst skiptir máli í þessu sam-
bandi er að stýra rétt álagi á ferða-
mannastöðum. Að leggja afmark-
aðar gönguleiðir og fleira í þeim
dúr. Þá er síður hætta á náttúru-
spjöllum,“ sagði Valur. Hann
bætti því við, að í þessu sambandi
veitti Ferðamálaráð styrki til úr-
bóta á ferðamannastöðum - og
væru þeir styrkir til margvíslegra
verkefna.
„Hér á Norðurlandi hefur að-
gengi við Goðafoss verið bætt og
við Námafjall í Mývatnssveit. Við
fyrrnefnda staðinn hefur Eim-
skipafélagið komið inn í dæmið
og styrkt málefnið undir yfirskrift-
inni Fossar í fóstur. Auk þess að
styrkja betrumbætur við Goðafoss
mun Eimskip í ár einnig styrkja
samskonar verkefni við Skógafoss
undir Eyjafjöllum. Þá verði Detti-
foss og Fjallfoss í Dynjanda við
Amarfjörð teknir fyrir á næsta ári.
Við Dettifoss snýst þetta um að
bæta aðgengi að fossinum," sagði
Valur Hilmarsson.
Að mati Vals hefur margt
breyst til betri vegar í umhverfis-
málum hér á landi. Hann segir að
íslendinga skorti þó enn að til-
einka sér í orði og verki hugtakið
„landslagsvemd". Slæmt se hve
íslendingar hafi til skamms tíma
hugað að því að vemda landslagið
og nefnir í því sambandi á margar
malamámur vítt og breitt um land-
ið. Þær séu víða eins og flakandi
sár og til miklla lýta.
A síðustu misserum hefur verið
að ryðja sér til rúms, bæði hér
heima og erlendis, það sem kallað
er græn ferðamennska. „Slík
ferðamennska snýst fyrst og
fremst um ábyrgð og raunar allt
umhverfisstarf gerir það. Hér þarf
að taka tillit til bæði menningar-
og náttúrulegs umhverfis,“ segir
Valur.
Nánari skilgreining á grænni
ferðamennsku er; til dæmis að
hótelhaldarar og veitingamenn
skulu haga kaupum sínum á vör-
um til þjónustu þannig, að velja
frekar vörur sem innihalda ekki
aukaefni, að kaupa inn í sem
stærstum umbúðum og sneiða
heldur frá einnota umbúðum.
Farga skal sorpi samkvæmt
ströngustu kröfum og á undan skal
það vera flokkað og því komið í
endurvinnslu sem hægt er.
Uppá ferðamennina sjálfa
stendur að fara hljóðlega um í
náttúrunni og ónáða hvorki dýr né
plöntur. Til að dreifa álagi á vin-
sæla áningarstaði eru ferðamenn
hvattir til að ferðast utan helsta
sumarleyfistímans, að ferðast í
litlum hópum til að dreifa álaginu
og skilja ekki eftir rusl.
Jafnframt þessu segir Valur að
hvatt sé til í grænni ferðamennsku
að versla í sem ríkustum mæli í
heimabyggð. „Það fellur ekki inn í
þennan ramma að súrar agúrkur
frá Danmörku séu keyptar í
Hveragerði," segir Valur.
Þeir sem gerst þekkja til í
ferðamálum hafa bent á að í þess-
ari atvinnugrein sé sýnd veiði ekki
alltaf gefin. Þó bein peningainn-
tekt af þjónustu við ferðamenn sé
mikil sé ekki þar með sagt að hún
sé hreinn ágóði. Sveitarfélög þurfi
oft að leggja út í mikinn kostnað
til að þjónusta við ferðamenn
verði sem mest og best. Sýna við-
urkenndir útreikningar að marg-
feldisáhrif í störfum af þessari at-
vinnugrein eru minni en í mörgum
öðrum. Því verði að taka öllu í
þessu sambandi með nokkrum
fyrirvara. Undir þetta tekur Valur
Hilmarsson að nokkru leyti, en
hann varar þó við hugsuninni um
skyndigróða. Við honum sé tæpast
hægt að búast í ferðaþjónustunni.
-sbs.
B E i ENCIN HÚS \ \ ÁNHITA 1 3BHBBBBH mi lllj
1 Ð f > ' - n Lu n niÉMði \ | •''■•• [ o. •
Snjóbræðslurör,
mótar
og tengi
Okkar verð er alltaf betra
Verslib
vi&
fagmann.
DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI
SIMI 462 2360
Op/ð á laugardögum kl. 10-12.
BSBBHHyBBBBBQBBByyBBBQBBByHBBQBa
IfT Má
lar I
• •
llllliilll
Vinn ngstölur
18.10.1995
vinningar FJÖLDf UPPHÆÐ
H 6 af 6 1 45.586.000
Ej 5 af 6 Lfl+bónus 0 1.579.520
RH 5 af 6 0 203.478
EI 4af6 200 1.610
| 3 af 6 635 210
Aðaltölur:
s©@
2l):(30)@
BÓNUSTÖLUR
(16)(§)(34)
Heildarupphæð þessa viku:
47.824.348
áísi.: 2.238.348
UPPLÝSjNGAH, SÍUSVAHI 91- 68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
fjjl/inningur: fór til Danmerkur
Söfnunardagar
föstudag
laugardag
sunnudag
Byggðavegi 98
Tilboð
Nautagúllash
888 kr. kg
Munið heimsendingar-
þjónustuna
kl. 11.00 og 14.00
VeriÖ velkomin!
Tökum vel á móti ykkur
Starfsfólk
Byggðavegi 98