Dagur - 20.10.1995, Síða 16

Dagur - 20.10.1995, Síða 16
/r i 1 \ Akureyri, föstudagur 20. október 1995 Hlutabréfasjóður Norðurlands: Leikhústilboð Djúpsteiktar rækjur með tartarsósu og ristuðu brauði Villibráðardúett - hreindýramedalíur og helsingjabringa Kaffi og konfekt Kr. 1.990,- 18,7% raun- ávöxtun síðustu 12 mánuði Eins og fram kom í Degi í gær hefst í dag hlutaíjárútboð Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. og eru boðnar út 50 milljónir króna að nafnverði. I tilkynningu frá Hlutabréfa- sjóði Norðurlands hf. kemur fram að ávöxtun sjóðsins hafi verið mjög góð, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Þannig hafi raunávöxtun sjóðsins verið 18,7% sl. tólf mánuði og 9,8% frá upphafi. Sé ávöxtun Hlutabréfa- sjóðs Norðurlands borin saman við vísitölu hlutabréfa, kemur sjóður- inn einnig vel út. Þannig hafa hlutabréf sjóðsins hækkað um 48% frá upphafi, á sama tíma og vísitala hlutabréfa hefur hækkað um 9,7% Þann 1. október sl. nam eigið fé Hlutabréfasjóðs Norðurlands 175,8 milljónum króna og hafði þá aukist um 75,6 milljónir króna frá l.október 1994. Hluthafar voru 801. Þau sex hlutafélög sem Hluta- bréfasjóður Norðurlands hf. á mest í eru: Eimskip, Þormóður rammi, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Hlutabréfasjóðurinn, Flug- leiðir og Sæplast. í fjárfestingarstefnu sjóðsins kemur fram að miðað sé við að 40-75% af eignum félagsins sé á hverjum tíma bundin í hlutabréf- um og 25-60% bundin í skulda- bréfum. óþh Innimálning Jafnréttisnefnd óskar eftir greinargerð frá ÍTA Afundi jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar sl. mið- vikudag var samþykkt að óska eftir greinargerð frá íþrótta- og tómstundaráði um þær reglur sem ráðið notar við út- hlutun þeirra ijármuna sem veitt er til keppnisíþrótta í bænum. Orðrétt segir: „Með erindi dags. 26. september 1995, sækir stjóm IBA kvennaknattspymu, um styrk [til jafnréttisnefndar, innsk. blaðamanns.] til starfsem- innar á yfirstandandi ári vegna fjárhagserfiðleika, meðal annars vegna meintra vanefnda á fram- lögum. Vegna þess að íþróttamál heyra undir annan málaflokk tel- ur jafnréttisnefnd sig ekki geta veitt umbeðinn styrk. Vegna ítrekaðra erinda um styrki til kvennaíþrótta óskar jafnréttis- nefnd eftir því við íþrótta- og tómstundaráð að það taki saman fyrir nefndina greinargerð um framlög og styrki Akureyrarbæj- ar til keppnisíþrótta, þær úthlut- unarreglur sem farið er eftir og til hvaða skiptingar fjármuna og tíma í íþróttahúsum milli kynja þær hafa leitt. Óskað er eftir því að fyrsta greinargerð berist jafn- réttisfulltrúa fyrir 15. nóvember 1995.“ HA CLARINS 'PARIS’ egu verði VEÐRIÐ Um norðanvert landið segir Veðurstofan að þokkalegt veður verði nú í morgunsárið. Hins vegar er því spáð að víðast hvar þykkni upp síðdegis í dag og það gangi á með kalda og éljum. Á Norðurlandi eystra fer að rigna í kvöld. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum. Gljá stig 10 Verð frá kr. SSS lítri KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 462 3565 Kynning föstudaginn 20. oktkl. 11.00-18.00 í Vörusölunni Vertu velkomin! Æ • , • ■ Blf ép Áslaug Borg, snyrti- og förðunarmeistari Wranglér dagar Föstudag og laugardag Sérstakt tilboð Wranglér ________ gallabuxur Tilboðsverð kr. 3.990,- Aðeins þessa daga HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri - Sími 462 3599

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.