Dagur - 21.11.1995, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 - DAGUR - 13
Takið eftir
Mömmumorgnar í Safn-
aðarheiinili Akureyrar-
kirkju miðvikudaginn
22. nóv. kl. 10-12.
Fyrirlestur: „Böm og
krakkar sem pissa undir.“ Fyrirlesari
er Michael Clausen.
Leikföng og bækur fyrir bömin.
Allir foreldrar velkomnir með böm
sín.
Leiðbeiningastöð heimilanna, sími
551 2335.
Opið frá kl. 9-17 alla virka daga.___
Áhugahópur um vöxt og þroska
barna hittast alla þriðjudaga milli kl.
14 og 16 í Safnaðarsal Glerárkirkju.
Frá Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit.
Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit hefur
samverustund á Punktinum alla mið-
vikudaga kl. 15. Þar verða prestamir
til viðtals, veitingar verða á borðum og
dagblöðin liggja frammi.
Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar
verður þó áfram opið hús í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju með dagskrá
sem auglýst verður hverju sinni.
Nánari upplýsingar um starf Mið-
stöðvarinnar gefur umsjónarmaður
Safnaðarheimilisins í síma 462 7700
milli kl. 15 og 17 á þriðjudögum og
föstudögum.__________________________
Minningarspjöld félags aðstandenda
Alzheimer-sjúklinga á Akureyri og
nágrenni, fást í bókabúð Jónasar,
Hafnarstræti, Bókvali, Kaupvangs-
stræti, Möppudýrinu, Sunnuhlíð, skó-
verslun M.H. Lyngdal, Hafnarstræti,
Sjóvá-Almennum tryggingum við
Ráðhústorg, Dvalarheimilinu Hlíð og
hjá Önnu Bám í bókasafninu á Dalvík,
Minningarspjöld Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga fást hjá
Hönnu Stefánsdóttur Víðilundi 24,
Guðrúnu Hörgdal, Skarðshlíð 17 og
Pedromyndum Skipagötu 16.
Messur
Glerárkirkja.
Kyrrðarstund verður í
hádeginu á morgun, mið-
vikudag, frá kl. 12 til 13.
Orgelleikur, fyrirbæn,
sakramenti og tilbeiðsla.
‘Léttur málsverður á vægu verði verður
í safnaðarsal kirkjunnar að helgistund
lokinni.
Allir velkomnir.
Sóknarprestur.
Manneldisráð fær
viðurkenningu
Fjöregg Matvæla- og næringar-
fræðingafélags Islands er verð-
launagripur sem veittur er á Mat-
væladegi Matvæla- og næringar-
fræðingafélags íslands. í dóm-
nefnd sátu Sveinn Hannesson frá
Samtökum iðnaðarins, Alda Möll-
er frá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Einar Matthíasson frá
Mjólkursamsölunni.
Á matvæladegi 1995 voru verð-
launin veitt Manneldisráði Islands
fyrir útgáfu tengda neyslukönnun-
um, útgáfu manneldismarkmiða og
annars fræðsluefnis. Manneldisráð
hefur starfað í núverandi mynd frá
1978 þegar lög um manneldisráð
voru sett. Aukinn kraftur komst í
starfsemi ráðsins árið 1989 eftir að
manneldis- og neyslustefna var
samþykkt á Alþingi. Manneldisráð
hefur gengist fyrir viðamiklum
könnunum á mataræði íslendinga.
Niðurstöður hafa verið gefnar út á
aðgengilegu skýrsluformi. Þá hef-
ur ráðið gefið út margvíslegt efni
fyrir iðnaðinn, stóreldhús og al-
Sveinn Hannesson afhendir hér dr.
Laufeyju Steingrímsdóttur, for-
stööumanni Manneldisráös Islands,
viðurkenninguna.
menning, sem byggir á manneldis-
markmiðum. Að mati dómnefndar
er fræðsluefni sem Manneldisráð
hefur gefið út vandað, öfgalaust og
til þess gert að nýta það. Forstöðu-
maður Manneldisráðs íslands er
dr. Laufey Steingrímsdóttir, nær-
ingarfræðingur. Samtök iðnaðarins
gáfu verðlaunagripinn sem er
handunninn, íslensk framleiðsla
frá Gleri í Bergvík.
Listaverkaalmanak
Þroskahjálpar
Listaverkaalmanak Landssamtak-
anna Þroskahjálpar fyrir árið 1996
er komið út. Eins og fyrri ár prýða
almanakið myndir af listaverkum
eftir þekkta íslenska listamenn. Á
forsíðu almanaksins er mynd eftir
Karólínu Lárusdóttur, sem hún
færði samtökunum að gjöf. Flestar
myndimar í almanakinu eru til
sölu á skrifstofu samtakanna.
Listaverkaalmanakið er einnig
happdrætti og eru vinningar
dregnir út mánaðarlega. Vinningar
í ár eru 51 listaverk.
Listaverkaalmanakið er mjög
vandað og til mikillar prýði og
kostarkr. 1200.
Landssamtökin Þroskahjálp eru
hagsmunasamtök fatlaðra bama,
fullorðinna og fjölskyldna þeirra.
Samtökin vinna að því að tryggja
fötluðum jafnrétti á við aðra þjóð-
félagsþegna.
Landssamtökin Þroskahjálp
afla að mestu leyti sjálf fjár til
starfsemi sinnar. Helsta fjáröflun-
in er sala listaverkaalmanaks.
Þroskahjálp þakkar stuðning
undanfarinna ára og treystir því að
sölufólki verði tekið vel í ár.
(Fréttatilkynning)
STRAUMRA5 h.f
(10)
\áraj
I98ö-1998
Eigum á lager hjólalegu-
sett í flestar geröir bíla
STRAUMRÁS hf
Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími 461 2288
Þjónusta við sjávarútveg, landbúnað og iðnað.
s
\
frsstrasto
FM 98.7
VERTU MEÐ 0KKUR
ALLAN SÓLARHRINGINN:
Tónlist - leikir - góö tónlist - viðtöl
frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin
Sími 462 7333, fax 462 7636.
/
ORO DAGSINS!) 4621840
DAOSKRÁ FJÖLMIÐLA
SJÓNVARPIÐ
13.30 Alþingi. Bein útsending
frá þingfundi.
17.00 Fréttir.
17.05 Leiðarljós. (Guiding Light)
Bandarískur myndaflokkur. Þýð-
andi: Ýrr Bertelsdóttir.
17.50 Táknmálsfréttir.
18.00 Gulleyjan. (Treasure Is-
land) Breskur teiknimyndaflokk-
ur byggður á sígildri sögu eftir
Robert Louis Stevenson. Þýð-
andi: Ingólfur Kristjánsson. Leik-
raddir: Ari Matthíasson, Linda
Gísladóttir og Magnús Ólafsson.
18.25 Píla. Endursýndur þáttur
frá sunnudegi.
18.55 Bert. Sænskur myndaflokk-
ur gerður eftir víðfrægum bókum
Anders Jacobsons og Sörens Ols-
sons sem komið hafa út á ís-
lensku. Þýðandi: Edda Kristjáns-
dóttir.
19.30 Dagsljós.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Dagsljós. Framhald.
21.00 Staupasteinn. (Cheers X)
Bandarískur gamanmyndaflokk-
ur. Aðalhlutverk: Ted Danson og
Kirstie Alley. Þýðandi: Guðni Kol-
beinsson.
21.30 Ó. í þættinum verður meðal
annars litið á kvenímyndina í
sögulegu samhengi og fjallað um
Ævintýri á harða diskinum, nýtt
leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar
sem Leikfélag Mosfellsbæjar sýn-
ir. Umsjónarmenn eru Dóra
Takefusa og Markús Þór Andrés-
son, Ásdís Ólsen er ritstjóri og
Steinþór Birgisson sér um dag-
skrárgerð.
21.55 Derrick. Þýskur sakamála-
flokkur um Derrick, rannsóknar-
lögreglumann í Múnchen, og æv-
intýri hans. Aðalhlutverk: Horst
Tappert. Þýðandi: Veturliði
Guðnason.
23.00 Ellefufréttir og dagskrár-
lok.
STÖÐ2
16.45 Nágrannar.
17.10 Glæstar vonir.
17.30 Lisa i Undralandi.
17.55 Lási lögga.
18.20 Furðudýrið snýr aftur.
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.19 19:19.
20.20 Eiríkur.
20.45 VISASPORT.
21.15 Handlaginn heimilisfaðir
(Home Improvement).
21.45 Sögur úr stórborg. (Tales
of the City). Við höldum áfram að
fylgjast með ævintýrum Mary
Ann Singleton í San Francisco.
Hún hefur leigt sér húsnæði hjá
Önnu Madrigal og eignast þar
nýja kunningja sem eru æstir í að
prófa eitthvað nýtt.
22.35 New York löggur. (N.Y.P.D
Blue).
23.25 Rétt ákvörðun. (Blue
Bayou ). Jessica er einstæð móðir
sem býr ásamt syni sínum Nick i
Los Angeles. Pilturinn hefur lent
á villigötum og nú blasir við hon-
um að fara í fangelsi. Jessica bið-
ur dómarann að gefa sér eitt tæki-
færi enn til að halda Nick á beinu
brautinni og þegar það er veitt
flytjast mæðginin til New Orleans
þar sem faðir Nicks er lögreglu-
maður. Aðalhlutverk: Alfre Wood-
ard, Mario van Peebles og Eliza-
beth Ashley. Leikstjóri: Karen
Arthur. 1989.
00.55 Dagskrárlok.
RÁS1
6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra
Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00
Unglingaþátturinn Ó
í unglingaþættinum Ó í
sjónvarpinu t kvöld kl. 21.30
verður m.a. litið á kven-
ímyndina í sögulegu sam-
hengi og fjallað verður um
nýtt leikrit Ólafs Hauks
Símonarsonar sem Leikfé-
lag Mosfellsbæjar sýnir. Þá
mun Páll Óskar Hjálmtýs-
son fá aðstoð leikstjóra og
bregða sér í hádramatískt
hlutverk.
Fréttir. Morgunþáttur Rásar 1. - Stef-
anía Valgeirsdóttir. 7.30 Fréttayfirht.
7.31 Tíðindi úr menningarlifinu. 7.50
Daglegt mál. 8.00 Fréttir. „Á niunda
tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa
Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8.30 Fréttayf-
irlit. 8.31 Pólitíski pistillinn. 8.35
Morgunþáttur Rásar 1 heldur áfram.
9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn. Afþrey-
ing í tali og tónum. Umsjón: Erna Indr-
iðadóttir. 9.38 Segðu mér sögu, Skóla-
dagar. eftir Stefán Jónsson. Símon Jón
Jóhannsson les. (6:22). (Endurflutt kl.
19.40 í kvöld). 9.50 Morgunleikfimi.
með Halldóru Bjömsdóttur. 10.00
Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Tón-
stiginn. Umsjón: Ingveldur G. Ólafs-
dóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Byggðalín-
an. Landsútvarp svæðisstöðva. 12.CP
Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan.
(Endurtekið úr Hér og nú frá morgni).
12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veður-
fregnir. 12.50 Auðlindin. Þáttur um
sjávarútvegsmál. 12.57 Dánarfregnir
og auglýsingar. 13.05 Hádegistónleik-
ar. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan,
Óbyggðirnar kalla. eftir Jack London.
Þómnn Hjartardóttir les þýðingu Ólafs
Friðrikssonar. (7:11). 14.30 Páfinameð
prikið. Þáttur Önnu Pálinu Árnadótt-
ur. (Endurflutt nk. föstudagskvöld).
15.00 Fréttir. 15.03 Út um græna
grundu. Þáttur um náttúmna, um-
hverfið og ferðamál. 15.53 Dagbók.
16.00 Fréttir. 16.05 Tónlist á siðdegi.
Tónlist eftir Franz Liszt. 16.52 Daglegt
mál. Baldur Sigurðsson flytur þáttinn.
(Endurflutt úr Morgunþætti). 17.00
Fréttir. 17.03 Þjóðarþel- Gylfaginning.
Fyrsti hluti Snorra-Eddu. Steinunn
Sigurðardóttir les (14). Rýnt er í text-
ann og forvitnileg atriði skoðuð. 17.30
Síðdegisþáttur Rásar 1. Umsjón: Hall-
dóra Friðjónsdóttir, Jóhanna Harðar-
dóttir og Jón Ásgeir Sigurðsson. 18.00
Fréttir. 18.03 Síðdegisþáttur Rásar 1. -
heldur áfram. 18.48 Dánarfregnir og
auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30
Auglýsingar og veðurfregnir. 19.40
Morgunsaga bamanna endurflutt. -
Bamalög. 20.00 Þú, dýra list. Umsjón:
Páll Heiðar Jónsson. (Áður á dagskrá
sl. sunnudag). 21.00 Kvöldvaka. 22.00
Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð
kvöldsins: Guðmundur Ingi Leifsson
flytur. 22:20 Tónlist á síðkvöldi.
Flautukonsert í D-dúr eftir Luigi Bocc-
herini. Pemsina. 23.10 Þjóðlifsmyndir:
Sveitin og dýrin. Minningar úr sveit-
inni. Umsjón: Ragnheiður Daviðsdótt-
ir. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónstiginn. Um-
sjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. (Endur-
tekinn þáttur frá morgni). 01.00 Næt-
urútvarp á samtengdum rásum til
morguns. Veðurspá.
íþróttlr og kynlíf
í þættinum Visasport á
Stöð 2 í kvöld verður
fjallað um íþróttir og kyn-
lií. Ýmsar hliðar á þessu
málefni verða skoðaðar og
m.a. velt upp þeirri gamal-
kunnu spurningu hvort
kynlíf skömmu fyrir
íþróttakeppni sé til góðs
eða ills. Rætt verður við
nokkra þekkta íslenska
íþróttamenn um þetta og
þeir spurðir beinskeyttra
spurninga.
RÁS 2
6.00 Fréttir. 6.05 Morgunútvarpið. -
Magnús R. Einarsson leikur músik fyr-
ir alla. 6.45 Veðurfregnir. 7.00 Fréttir.
Morgunútvarpið. - Leifur Hauksson og
Magnús R. Einarsson. 7.30 Fréttayfir-
ht. 8.00 Fréttir. „Á niunda tímanum"
með Rás 1 og Fréttastofu Útvarps:
8.10 Hér og nú. 8.30 Fréttayfirht. 8.31
Póhtíski pistillinn. 8.35 Morgunútvarp-
ið heldur áfram. 9.03 Lísuhóh. 12.00
Fréttayfirht og veður, 12.20 Hádegis-
fréttir. 12.45 Hvitir máfar. Umsjón:
Gestur Einar Jónasson. 14.03 Ókindin-
sérlega ókindarleg i garð hlustenda á
þriðjudögum. Umsjón: Ævar Öm Jós-
epsson. 16.00 Fréttir. 16.05 Dagskrá:
Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs-
menn dægurmálaútvarpsins og frétta-
ritarar heima og erlendis rekja stór og
smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dag-
skrá heldur áfram. - Ekki fréttir: Hauk-
ur Hauksson flytur. - Pistill Helga Pét-
urssonar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðar-
sálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu.
Siminn er 568 60 90.19.00 Kvöldfrétt-
ir. 19.30 Ekki fréttir endurfluttar.
19.32 Milli steins og sleggju. 20.00
Sjónvarpsfréttir. 20.30 Ljúfir kvöldtón-
ar. 22.00 Fréttir. 22.10 Kynjakenndir.
Sími 568-6090. Umsjón: Óttar Guð-
mundsson. 24.00 Fréttir. 24.10 Ljúfir
næturtónar. 01.00 Næturtónar á sam-
tengdum rásum til morguns: Veður-
spá. NÆTURÚTVARPIÐ. Næturtónar
á samtengdum rásum til morguns:
02.00 Fréttir. 04.30 Veðurfregnir.
05.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum. 06.00 Fréttir og
fréttir af veðri, færð og Ðug-
samgöngum. 06.05 Morgunútvarp.
LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2. Út-
varp Norðurlands kl. 8.10-8.30 og
18.35-19.00.