Dagur - 21.11.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 - DAGUR - 11
Hvað eínkennir góðan skóla?
Eitt af því sem foreldrar velta fyrir
sér þegar þeir velja sér búsetu er
skólinn í nýja hverfinu og hvaða
orð fer af honum. Það er óhægt
um vik að afla upplýsinga, engar
skýrslur gefnar út og engir gæða-
staðlar skráðir.
Algengast er því að foreldrar
leiti til vina og kunningja sem búa
í hverfinu eða bænum með spurn-
ingar sínar. Reynsla kunningjanna
er vafalaust misjöfn og ræðst
kannski fyrst og fremst af því
hvernig kennara bömin hafa haft.
Gott húsnæði er t.d. mikilvægt en
hvað gagnar það ef agaleysi eða
metnaðarleysi einkennir skólann?
Allir ættu að geta tekið undir þá
fullyrðingu að í góðum skóla líður
nemendunum vel og þeir læra
mikið.
Fyrir nokkrum árum hélt Guð-
jón Ólafsson sérkennslufræðingur
erindi á aðalfundi SAMFOKS í
Reykjavfk þar sem hann tíundaði
ýmis einkenni á góðum skólum.
Flann vitnaði í erlenda fræðimenn
og rannsóknir þeirra en auk þess
sagði hann frá persónulegri
reynslu sem kennari, skólastjóm-
andi og ráðgjafi á fræðsluskrif-
stofu. Hér á eftir fara nokkrir
punktar sem vöktu athygli undir-
ritaðrar.
Góðum skólum er haldið vel
við og þar fá nemendur aðstöðu
Ný saga er
kominút
Tímaritið Ný saga er komið út en
áhersla er lögð á að þar séu stuttar
greinar og rfkulega myndskreytt-
ar.
Meðal efnis í Nýrri sögu er frá-
sögn um síldveiðar í Hvalftrði vet-
urinn 1947 til 1948, grein um
fornar menntir í Hítardal á 17. öld,
siðferðilegar fyrirmyndir á 19. öld
og frásögn um húsagerðarlist ný-
frjálsrar þjóðar, það er hvernig
hinni nýríku sjálfstæðiskynslóð Is-
lendinga voru mislaðgar hendur
við að móla hýbýli sín og um-
hverfi. í ritinu er einnig þátturinn
Sjónarhóll, þar sem áhugamönn-
um um sagnfræði gefst kostur á að
segja skoðanir sínar um gildi og
hlutverk sagnfræðinnar. Gestur
þáttarins að þessu sinni er Björn
Bjarnason- menntamálaráðherra og
leggur hann í grein sinni, áherslu á
að sagnfræðingar gegni með rann-
sóknum sínum meginhlutverki við
að skapa grundvöll að skynsam-
legri stjórnmálaumræðu.
Afgreiðsla Sögufélagsins, sem
er Útgefandi Nýrrar sögu, er í
Reykjavík og síminn þar er 551-
4620.
fyrir sig. Þar er t.d. mataraðstaða,
setkrókar, tómstundaaðstaða og
fleira sem nemendur geta notað
utan kennslustunda. Skólinn er
fyrir nemendur og hurðir ekki
harðlæstar.
í góðuni skólum treystir
skólastjórinn starfsfólkinu, sýnir
umhyggju, fylgist vel með kennsl-
unni og getur beitt valdi sínu ef
með þarf. Hér á landi hefur verið
nokkuð algengt að einhver úr hópi
kennara verður skólastjóri í fyll-
ingu tímans og það getur valdið
vissum stjórnunarerfiðleikum þeg-
ar taka þarf á viðkvæmum starfs-
mannamálum.
í góðum skólum er mikil
samvinna kennara skylda. Þar er
þróunarstarf mikilvægur hluti
skólastarfsins og kennarar sam-
ræma ýmsa hluti eins og t.d.
skipulag heimanáms. Þar fá kenn-
arar möguleika til að þroska hæfi-
leika sína og allir kennarar bera
sína ábyrgð og á þá er hlustað af
stjórn skólans.
I góðum skólum eru reglur
sem tryggja að upplýsingar
komast til skila bæði um það sem
gerist innan skólans sem utan.
í góðum skólum kenna kenn-
ararnir fleiri en eina námsgrein
og þar er lögð mikil vinna í verk-
og listgreinar svo valfög nýtist
nemendunum.
I góðum skólum fá nemendur
að spreyta sig á verkefnum sem
hæfa getu þeirra og þroska.
Kennararnir hafa trú á nemendum
sínum og möguleikum þeirra.
I góðum skólum er það á
allra ábyrgð að kennslan sé góð
og hegðun nemenda í lagi. Kenn-
arar geta því ekki fríað sig ábyrgð
með því að senda óþæga nemend-
ur í skammarkrók til skólastjór-
ans.
I góðum skólum er starfslið
stöðugt og fáar breytingar á
skólaárinu.
I góðum skólum er stöðug-
leiki í ielagatengslum innan
bekkja og rnilli bekkja.
I góðum skólum er skráð og
óskráð stefnt að hreinskilni,
samvinnu og samstöðu bæði
meðal sto’ ísma...::, og starfs-
• .aiina og foreldra og annarra
sem tengjast skólastarfinu.
í góðum skólum eru áhuga-
samir kennarar með jákvæða
afstöðu til menntunar og nem-
enda.
f góðum skólum er skóla-
stjórinn faglegur leiðtogi og er
mikilvægur í vinnunni við að
skapa sameiginlegan starfsgrund-
völl og jákvætt andrúmsloft.
í góðum skólum eiga nem-
endurnir foreldra og vini sem
hafa álit á skólanum.
Við þetta má lengi bæta. í góð-
um skólum er öflugt og vel skipu-
lagt foreldrastarf og í anda gæða-
stjórnunar er m.a. lagt upp úr því
að kvartanir foreldra séu teknar al-
varlega og boðleiðir séu skýrar.
Þetta er óþrjótandi umfjöllunar-
efni og sjálfsagt fyrir foreldra,
kennara og alla þá sem áhuga hafa
á skólamálum að taka virkan þátt í
gæðaumræðunni.
Unnur Halldórsdóttir.
Höfundur er formaður landssamtakanna Heim-
ili og skóli.
Akureyri:
Kynning á ABC-
hjálparstarfi í kvöld
I kvöld, þriðjudag, verður kynning
á ABC-hjálparstarfi í húsnæði
KFUM og K í Sunnuhlíð á Akur-
eyri. Sérstakur gestur kvöldsins
verður Robert Salomon frá Ind-
landi, en hann er fyrrverandi
styrktarbarn Mission of Mercy,
sem er einn af samstarfsaðilum
ABC.
Kynningarfundurinn er öllum
opinn og er aðgangur ókeypis.
ABC-hjálparstarf er íslenskt
samkirkjulegt hjálparstarf sem var
stofnað 1988. Markmið þess er að
veita bágstöddum börnum þriðja
heimsins hjálp sem kemur að var-
anlegu gagni, gefa fátækum börn-
um kost á skólagöngu og heimilis-
lausum börnum heimili. Um 1700
börn eru nú styrkt af íslenskum
stuðningsforeldrum gegnum
ABC-hjálparstarf; á Indlandi, Fil-
ippseyjum, Úganda, Kambódíu og
Madra, og er kostnaður á hvert
barn á bilinu 500 til 1450 krónur á
mánuði.
Félag eldri borgara í Vestur-Húnavatnssýslu:
Mótmælír skerðingu
á kjörum eldrí
borgara og öryrkja
Fundur í félagi eldri borgara í
Vestur-Húnvatnssýslu haldinn á
Hvammstanga 11. nóvember sl.
mótmælir harðlega allri skerðingu
á kjörum eldri borgara og öryrkja,
sem gert sé ráð fyrir í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs.
„Þykir okkur súrt í broti, ef
batnandi hagur í þjóðfélaginu á að
koma fram með þessum hætti. Við
neitum því eindregið að verða slit-
in úr tengslum við verkalýðs-
hreyftnguna í landinu," segir orð-
rétt í samþykkt eldri borgara í
Vestur- Húnavatnssýslu.
Gullasmiðjan
Stubbur
Vegna frásagnar í blaðinu sl.
föstudag af tréleikfangasmíði Ge-
orgs Hollanders er rétt að taka
fram að fyrirtæki hans heitir
Gullasmiðjan Stubbur. Vinnustofa
hans er í Laugalandsskóla í Eyja-
fjarðarsveit.
Lögmannavaktin
Ókeypis lögfræðiráögjöf fyrir almenning í Safnaöar-
heimili Akureyrarkirkju.
IMæsta vakt verður miðvikudaginn 22. nóv.
kl. 16.30-18.30.
Tímapantanir í síma 462 7700 kl. 9-12 og kl. 14-
16 virka daga.
Lögmannarélag íslands.
Eiginmaður minn,
JÓSTEINN FINNBOGASON,
Garðarsbraut 7, Húsavík,
lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 17. nóvember.
Jarðarlörin auglýst síðar.
Þórey Sigmundsdóttir.
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir
og amma,
ÁGÚSTA GUNNLAUGSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
24. nóvember kl. 13.30.
Sverrir Árnason,
Ragnar Árnason,
Emma Árnadóttir,
Haukur Árnason,
Unnur Berg Árnadóttir,
Hörður Sverrisson,
Ágústa G. Garðarsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI MARINÓ ÓLAFSSON,
Fjólugötu 11,
Akureyri,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Seli föstudaginn 17. nóvember,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. nóvem-
berkl. 13.30.
Kristín Ásgeirsdóttir,
Hilmar Gíslason, Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Hreiðar Gíslason, Sigríður Hjartardóttir,
Marselía Gísladóttir, Ólafur Jónsson,
Anna S. Gísladóttir, Hilmar Steinarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.