Dagur - 20.12.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 20.12.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 20. desember 1995 LESENDAHORNIÐ Hugleiðing um brunavarnir Þ.J. skrifar. Aldrei hef ég skilið í því að ekki skuli gert tneira fyrirbyggjandi í því að koma í veg fyrir brunatjón í sveitum og víðar. Hvers vegna er t.d. ekki komið upp reykskynjur- um í útihúsum, sem gera aðvart heima í íbúð eigenda? Ég trúi því ekki að kostnaður við það yrði neitt óskaplegur, ef vinnuflokkur fagmanna færi um sveitir til að vinna verkið. Það er erfiðara og áhættumeira fyrir hvern bónda að sjá um slíkt. Þá er aldrei farið um sveitir til að kanna ástand slökkvi- tækja, né dettur nokkrunt í hug að mæla leiðslur í lélegum húsum, sem oft eru komnar til ára sinna. Ég leyfi mér að efast um að hús- freyjur kunni á slökkvitæki og væri mikil bein nauðsyn á að kenna þeim á þau, þar sem karl- amir eru oftast fjarri. Svo þarf víst sérstakt tæki til að slökkva í fitu á pönnu og hver haldið þið að muni eftir hvert tækið það er, þegar úr mörgum er að velja á hverju ein- asta heimili? Umhugsunarfrestur- inn er oft enginn og hvern skyldi þá ekki grípa æði og gera ein- hverja vitleysu, þegar hús og heimili eru í bráðum háska. Þarf ekki að byrja á að loka hurðum og gluggum til að hindra aðgang súrefnis? Þarf ekki að taka sjónvarp (og útvarpstæki) úr sam- bandi á kvöldin og slökkva á öllu jólaskrauti? Enn má nefna „hunda“ og laus- ar snúrur. Reykingar iðkar enginn bóndi í hlöðum sínum. Það er dýrt að tryggja - okur- dýrt - og óvíst hvort tjón fæst bætt. Farið er undan í flæmingi; „ef þetta hefði verið öðruvísi, þá hefðum við bætt þér tjónið", eða „þú hefur gleymt að lesa smáa letrið á tryggingaskírteininu“. Auðvitað verða viðbárur af þessu tagi aðeins til að skaða tryggingafélagið, þegar til lengdar lætur og kasta okkur í faðm Skandia. Tryggingafélögin hafa oft hagað sér skammarlega, þessi mestu gróðafélög landsins. Fyrir utan fjárhagstjónið er svo andlega áfallið. Enginn bóndi horfir sársaukalaust á eftir bú- stofni sínum farast í eldsvoða. Menn eru lengi að ná sér eftir slíkt. Enginn veit hvert verður næsta fórnarlamb vágestsins. Tökum höndum saman og gerum eitthvað í þessum málum. Því fyrr því betra. Reynum að halda brunalaus jól. Megi umræða og tilsögn færari manna en mér, verða til þess að forða þjóðinni frá einum til tveim- ur stórbrunum, þá er tilganginum náð. Hagræðingarfár Brynjólfur Brynjólfsson skrifar. Mikið hagræðingarfár hefur geng- ið yfir matvörumarkaði í bænum í mjög langan tíma. Hús þeirra hafa verið stækkuð og tilfærsla á vöru- hillum virðist vera stöðugt í gangi. Vöruflokkar eru þess vegna á flandri um verslanirnar aftur og fram og fylgja því miklir erfið- leikar fyrir viðskiptavini. Þó eru gjörningar þessir hugsaðir til að bæta þjónustuna og þar með veltu verslunarinnar. A milli ferða í verslanir þessar eru tilfærslur á vöruflokkum það miklar að fólk er á randi um verslanirnar í leit að vörum sem það áður vissi hvar voru staðsettar. Endar þessi leit oft í því að spyrja stafsfólk hvar hinn eftirsótti vöruflokkur sé nið- urkominn. Þegar búið er að fá til- vísun á vöruna þykist viðskipta- vinurinn vel settur og næst þegar hann kemur og ætlar að ná í sama vöruflokk þá er hann öruggur í fasi og ætlar að ganga að sínum vöruflokki vísum. En viti menn, vöruhillurnar sem allar höfðu snúið þversum í húsnæðinu fram að þessu snúa nú langsum og komnar hillur og rekkar til viðbótar sem ekki voru þar áður. Upphefst nú sama leitin og áð- ur og endar oft í að leita aftur að- stoðar hjá starfsfólki til að finna vöruna. Þessi ótrúlega aðstaða minnir á leik þar sem hlutir voru faldir og svo átti að leita að þeim. Nokkuð getur þessi leikur orðið leiðigjarn þegar hann virðist aldrei ætla að taka enda. Ég sé fyrir mér að starfsfólk er stöðugt að ganga um og laga til og í svoleiðis ferðum sér það eitthvað sem færi betur öðruvísi og ber þá tillögu undir verslunarstjórann. Honum líst vel á hugmyndina og breytingin er framkvæmd og þegar allur þessi skari af við- skiptavinum kemur eftir þessa annars smávægilegu breytingu þá er enn hægt að fara í sama leikinn. Að leita að hlutum eins og við gerðum þegar við vorum börn. Oft er um það að ræða að bæta þarf inn nýjum vöruflokkum en það ætti ekki að gera á kostnað fyrri staðsetningar á þeim sem fyr- ir eru, því hún er mjög þýðingar- mikil fyrir viðskiptavininn. Ég hefi reyndar velt því fyrir mér hvort verið geti að starfsfólkið sé blint á þessa augljósu staðreynd. Ég vil leggja til við þá sem stjóma svona verslunum að þeir friði vöruhillurnar fyrir öllum breytingum og tilfærslum á vöru- flokkum. Það mundi auðvelda viðskiptamönnum það starf að fara í markaðina og draga úr erg- elsi því sem fylgir svona stappi. Húsmæður sem vinna langan dag utan heimilis og innan þurfa ekki á svona þvælingi að halda þegar þær fara til innkaupa, oft í mikilli tímaþröng. Mikilvæg skilaboð til krossgátuunnenda: Vitleysa í íólakross- gátu Dags Við prentvinnslu jólakrossgátu Dags í jólablaði urðu þau slæmu mistök að neðri skýringarteikning- in yfirskyggði sex reiti. Á meðfylgjandi smækkaðri mynd af jólakrossgátunni er dreginn hring- ur utan um þá reiti sem um ræðir og á hinni myndinni er sýnt hvemig þessi hluti gátunnar er réttur. Rétt er að benda lesendum á að bera þessa leiðréttu útgáfu saman við gátuna eins og hún birt- ist í jólablaðinu og leiðrétta hana strax. Eins og sjá má felast mis- tökin, sem eru alfarið blaðsins en ekki höfundar krossgátunnar, í því að í jólablaðinu yfirskyggði teikn- ingin sex reiti vinstra megin við myndina. Það skal tekið sérstak- lega fram að á umræddum sex reitum sem teikningin yfirskyggði í jólablaðinu eru ekki tölustafir sem mynda lausnarorð gátunnar. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum um leið og þeim er óskað góðs gengis við lausn gátunnar. Ritstjórar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.