Dagur - 20.12.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 20.12.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Miðvikudagur 20. desember 1995 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Skíöi: Brynja með í Svíþjóð Brynja Þorsteinsdóttir frá Ak- ureyri hafnaði í 37. sæti á Al- þjóðlegu móti í stórsvigi, sem fram fór á sunnudaginn í Du- ved í Svíþjóð. Mótið gaf punkta á heimslist- ann og fékk Brynja 66,03 punkta en hún er með 54,75 punkta á listanum. Hún hefur átt við meiðsl að stríða en er nú komin aftur af stað í keppni. Theódóra Mathiesen frá Reykjavík hafnaði í 28. sæti í sama móti. Sigurvegari varð Anna Ottosson frá Svíþjóð. Karfa - íslandsmót: Góður árangur hjá yngri flokkum Þórs • Undanfamar vikur hafa yngri flokkar Þórs verið að spila í 2. umferð Islandsmótsins í körfu- knattleik í hinum ýmu aldurs- flokkum og eru mörg ár síðan að árangur hefur verið jafn góður. Fyrirkomulag í yngri flokkum er þannig að leikin eru þrjú fjölliða- mót yfir veturinn og færast lið sem vinna hvert mót á milli riðla. Þau lið sem skipa síðan A-riðil- inn, eftir mótin þrjú keppa í úr- slitakeppni um Islandsmeistaratit- ilinn í viðkomandi aldursflokki. • Minniboltalið drengja, 11 ára og yngri spilaði í 2. deild og sigr- aði í sínum riðli með miklum yfir- burðum og hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að einni umferð sé enn ólokið. # Piltarnir í Þórsliðinu í 7. flokki hófu veturinn í C-riðli en unnu sig upp í B-riðil í fyrstu umferðinni og voru aðeins hársbreidd frá því að vinna sér sæti í A-riðlinum þegar leikið var í 2. umferð móts- ins. Þeir töpuðu aðeins einum leik og það í framlengingu, gegn KR, sem færðist upp í A-riðilinn. # Níundi aldursflokkur drengja spilaði á Akureyri og stóð sig injög vel. Flokkurinn sigraði í fjórum leikjum, en mátti þola tap fyrir Skallagrími, sem varð til þess að þeir urðu í 2. sæti B-riðils- ins, með jafn mörg stig og Skalla- grímur, sem vann sér sæti í A-riðl- inum á innbyrðisleiknum. • Tíundi flokkur félagsins sigraði í B-riðilinum nokkuð sannfærandi og keppir í A-riðli í næstu umferð. Þeir hafa lengi verið nálægt því að komast upp en alltaf vantað herslumuninn. B-lið 10. flokks spilar í 2. deild og hefur sigrað í öllum leikjum sínum í vetur. • Drengjaflokkur sigraði í öllum sínum leikjum í B-riðlinum og var úrslitaleikurinn æsispennandi. Liðið mætti KR og þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit en Þór sigraði að lokum 100:96 og komst þar með í A- riðil. • Kvennaflokkar Þórs hafa einnig verið að ná góðum árangri og til að mynda sigraði stúlknaflokkur Þórs með yfirburðum í C-riðlinum og vann sig þar með upp í B-riðil. Unglingaflokkur kvenna hafnaði í 2. sæti í B-riðlinum en tveir síð- astnefndu flokkarnir hafa tekið miklum framförum í vetur. Karfa: Fred í tveggja leikja bann Fred Williams, bandaríski leikmaðurinn hjá Þór, var í gær úr- skurðaður í tveggja leikja keppnisbann af Aganefnd KKÍ fyrir að slá til Marels Guðlaugssonar, leikmanns Grindavíkur, í leik liðanna í úrvalsdeildinni sl. sunnudagskvöld. Samkvæmt vinnureglum aganefndar, hafa brot sem þessi alltaf í för með sér tveggja leikja bann, en menn veitu því fyrir sér hvórt leikbann sem hann var dæmdur í fyrr í vetur mundi verða til þess að bannið yrði þrír leikir. Svo varð ekki og það er því ljóst að Wiliiams mun geta leikið með Þórsurum í undanúrslitum bikarkeppninnar, gegn Haukum. Hann tekur út bannið í fyrstu deildarleikjum Þórs á næsta ári, sem eru gegn Akranesi og Breiðabliki. Kosning á íþróttamanni Akureyrar á næsta leiti Fulltrúaráð íþróttabandalags Akureyrar mun ásamt íþróttafréttamönnum á Akureyri gangast fyrir kjöri á íþróttamanni Akureyrar, eftir að hafa fengið í hendur tilnefningar frá íþróttafélögunum, en þau munu skila inn nöfnum þriggja íþróttamanna, sem þau telja að hafi skarað fram úr á ár- inu. íþróttamaður ársins getur einungis orðið sá sem keppt hefur með að- ildarfélagi IBA í minnst þrjú ár og tilkynna á valið í lok ársins. Knattspyrna: Fimmfrá Völsungi í liöi ársins Völsungar áttu fimm leik- menn í liði ársins í 3. deild- inni í knattspyrnu, að inati þjálfara í deildinni, en niður- staðan var birt í nýjasta hefti íþróttablaðsins. Völsungamir fimm sem eru í liðinu eru þeir Björgvin Björgvinsson markvörður, vamarmennirnir Ásgeir Bald- ursson og Baldvin Viðarsson og miðvallar- og sóknarmenn- irnir Guðni Rúnar Helgason og Ásgrímur Amarsson. Aðrir leikmenn í kjöri þjálf- aranna eru þeir Zoran Zikic, úr Þrótti Neskaupstað, sem leika ntun með Þórsurum í 2. deild- inni á næsta tímabili, Bjami Sveinbjömsson og Jón Þórir Jónsson frá Dalvík. Þá voru fjórir Leiknismenn valdir, en það voru þeir Heiðar Ómars- son, Steindór Elíson og Róbert og Pétur Arnþórssynir. Handbolti: Æfa með öðrum félögum Tveir leikmenn KA munu æfa með öðrum félögum í jólafrí- inu. Það eru þeir Björgvin Björgvinsson, sem mun mæta á æfingar hjá gömlu félögum sínum í Breiðabliki og Guð- mundur Arnar Jónsson, mark- vörður, sem að öllum líkindum æfir með Frant. Skiöi - Afreksmenn: Níu norðlenskir aðilar styrkja Kristin Björnsson Tíu aðilar, níu þeirra af Norð- Kristinn náði besta árangri sem urlandi, komu saman í Olafs- firði um síðustu helgi til að ganga frá styrktarsamningi við Kristin Björnsson, sem verið hefur fremsti skíðamaður lands- ins í alpagreinum á undanförn- um árum og er styrkurinn met- inn á 1,3 milljónir króna og mun eflaust koma skíðamannin- um vel við æfingar og keppni erlendis í vetur. Þeir tíu aðilar sem tóku þátt í að styrkja Kristin voru, Skíðasam- band Islands, Ólafsfjarðarbær, Árni Helgason, Garðar Guð- mundsson h.f., Hraðfrystihús Ól- afsfjarðar, Kaupfélag Eyfirðinga, Magnús Gamalielsson h.f., Spari- sjóður Ólafsfjarðar, Sæberg h.f. og Vélsmiðja Ólafsfjarðar. I samningnum er kveðið á um að styrkinn eigi að nota til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af skíðaiðkun hans. Samningurinn er til eins árs, með möguleika á framlengingu og verður öðrum fyrirtækjum og einstaklingum gef- inn kostur á að koma að samn- ingnum. íslenskur skíðamaður hefur náð. Hann er nú í 47. sæti á heimslist- anum í risasvigi og hefur verið að bæta sig stöðugt í svigi og stór- svigi og um helgina komst hann á lista þeirra 100 bestu í svigi í heiminum, en þess má geta að alls eru sjö þúsund manns skráðir á heimslista Alþjóða skíðasam- bandsins (FIS). Ekki hefur verið talið hægt að stunda æfingar og keppni hér á landi til að ná árangri á alþjóðleg- um mælikvarða og Kristinn hefur dvalið erlendis við æfingar og keppni, eins og hann gerði síðast- liðinn vetur. Kristinn hefur verið ásamt karlalandsliðinu við æfingar í Schladming í Austurrfki og í Vail í Bandaríkjunum. Hann hefur undanfarið keppt á mótum í Sviss og Austurríki en er væntanlegur heim í jólafrí á næstu dögum. Eftir áramót heldur hann síðan til Evr- ópu fram að heimsbikarmótinu í alpagreinum, sem fram fer í Sierra Nevada á Spáni í byrjun febrúar og svo stendur til að hann taki þátt í alþjóðlegu móti, sem fram fer í Kóreu. Fulltrúar þeirra aöila sem standa að styrk til handa Kristni Björnssyni. Frá vinstri: Garðar Guðmundsson frá Garð- ari Guðmundssyni h.f., Gunnar Sigvaídason frá Sæbergi, Margrét Toft, móðir Kristins, Benedikt Geirsson, forin. Skíðasambandsins, Hálfdán Krist jánsson frá Ólafsfjarðarbæ, Svavar B. Magnússon frá Magnúsi Gamalielssyni h.f., Þorsteinn Þorvaldsson, Sparisjóði Ólafsfjarðar, og Karl Giiðmundsson, Hraðfrystihúsi Olafsfjarðar. Á myndina vantar fulltrúa frá Árna Helgasyni, Kaupfélagi Eyfirðinga og Vélsmiðju Ólafsfjarðar. Móðir Kristins, Margrét Toft, og Benedikt Geirsson, formaður Skíðasam- bandsins, skrifa undir samninginn. Jólatrés- fagnaður Þórs verður 29. desember kl 17.00 Flugeldasalan í Hamri hefst 27. desember Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.