Dagur - 20.12.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1995, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Akureyri: Bæjarmála- punktar Þrír í dómnefnd Skipulagsnefnd hefur samþykkt að leggja til að fulltrúar Akur- eyrarbæjar í dómnefnd skipu- lagssamkeppni um Naustahverfi verði Gísli Bragi Hjartarson, for- maður skipulagsnefndar, Stefán Jónsson og Guðmundur Jó- hannsson. Arkitektafélagi ís- lands hefur verið send beiðni um skipun tveggja dómnefndar- manna. Skipulagsstjóri verður ráðgjafi dómnefndar. Bensínstöð við Viðjulund Á sama fundi skipulagsnefndar var lagt fram bréf frá Vilhelm Ágústssyni f.h. Hölds hfi, þar sem ítrekuð er fyrirspum um lóð fyrir bensín- og þjónustumiðstöð við Viðjulund. Erindi frá Rafeyri hf. Á hafnarstjómarfundi var lagt fram bréf frá Rafeyri hf. þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp auglýsingaskilti á ljósa- stauramöstur á bryggjum Ákur- eyrar. Hafnarstjóra var falið að kanna málið. Hönnun Giljaskóla Á fundi framkvæmdanefndar 11. desember var samþykkt að leita samninga við eftirtalda vegna hönnunar Giljaskóla: - Arkitekt - Fanney Hauksdóttir. - Rafhönnun - Rafteiknistofan Kaupangi. - Burðarvirki - Verkfræðistofa Sigurðar Tlioroddsen. - Lagnir og loftræsting - Verk- fræðistofa Norðurlands. Menningarmálanefnd ráðstafar fé Menningarniálancfnd hefur sam- þykkt eftirfarandi skiptingu á óráðstöfuðu fé til gjaldfærðs stofnkostnaðar: Davíðshús vegna framkvæmda við íbúð kr. 100 þúsund, Amtsbókasafn vegna breytinga á afgreiðslu 200 þús- und og Listasafn vegna tækja- kaupa o.fl. 200 þúsund krónur. Styrkir úr Menningarsjóði Menningarmálanefnd hefur sam- jrykkt eftirfarandi styrki úr Menningarsjóði: Geymslufé vegna gjafa til Matthíasarsafns 140 þúsund krónur og erindi frá Sumartónleikum á Norðurlandi kr. 70 jrúsund. Hugmyndir Arnar Inga Á fundi menningarmálanefndar 5. desember var lagt fram bréf dags. 10. nóvember sl. þar sem hann kynnir hugmyndir sínar um útvíkkun á starfsemi sinni í þriggja ára myndlistarskóla ann- ars vegar og viðameiri starfsemi sumarlistaskóla og óskar eftir viðræðum um þessar hugmyndir. Menningarmálanefnd samþykkti að beina því til bæjarráðs að mótuð verði framtíðarstefna um stuðning bæjarins vegna nárns og námskeiðahalds í myndlist og öðrum listgreinum. Bæjarráð samþykkti 14. desember sl. að vísa erindinu til skóla- og menn- ingarfulltrúa til skoðunar. Miðvikudagur 20. desember 1995 - DAGUR - 3 Samland á Akureyri aðili að stærsta innkaupafyrirtæki landsins: Markmiðið að ná sem hagstæðust- um innkaupum Nú um áramótin mun nýtt inn- kaupafyrirtæki, Búr ehfi, hefja starfsemi. Að fyrirtækinu standa flest stærstu kaupfélög landsins, Olíufélagið ESSO og Nóatúns- búðirnar í Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að annast inn- kaup og birgðahald á nýlendu- vörum fyrir hluthafana og ná fram sem lægstu innkaupsverði frá erlendum jafnt sem innlend- um framleiðendum í krafti stærðarinnar og jafnframt að annast birgðahald og dreifmgu með sem ódýrustum hætti. Stærsta sambærilega fyrirtækið hér á landi hefur verið Baugur hfi, sem er innkaupafyrirtæki Hagkaupa og Bónuss, en nýja fyrirtækið mun verða svipáð að stærð ef ekki stærra. Samanlögð velta þeirra fyrirtækja á mat- vörumarkaði sem standa að Búri ehf. mun vera um 10 millj- arðar á ári. Meðal þeirra sem taka þátt í hinu nýja fyrirtæki er Samland á Akureyri, sem er í sameininlegri eigu KEA, KÞ á Húsavík og Kaupfélags Langnesinga, en Sam- land er í raun sams konar fyrirtæki og Baugur og Búr. Hannes Karls- son, framkvæmdastjóri Samlands og deildarstjóri matvörudeildar KEA, situr í stjórn hins nýja fyrir- tækis, ásamt Þorsteini Pálssyni frá Kaupfélagi Árnesinga og Einari Jónssyni frá Nóatúni. Hannes seg- ir engar breytingar vera fyrirhug- aðar á rekstri Samlands. „Það sem er að gerast er að við erum að Húsavík: Mat hnupl- • ganga inn í miklu stærra og öfl- ugra samfélag. Ávinningurinn verður fyrst og fremst sá að við teljum okkur geta náð mun betri innkaupsverðum, sem væntanlega getur skilað sér í hagstæðara verði fyrir neytendur.“ Birgðastöðvar fyrirtækisins verða tvær, önnur á höfuðborgar- svæðinu og síðan Samland á Ak- ureyri og Hannes sagðist vonast til að umsvifin muni aukast í fram- tíðinni. „Samland er það fyrirtæki af þessu tagi sem á hvað lengstan starfsaldur hérlendis og það er auðvitað geysileg þekking og reynsla sem við höfum aflað okk- ur. Með tilkomu Samlands á sín- um tíma urðu þau fyrirtæki sem að því standa mun samkeppnis- hæfari á þessu sviði og sú reynsla sent við búum að mun korna nýja fyrirtækinu til góða. Menn hafa mjög horft til þess sem hér hefur verið að gerast og tekið mið af þeim árangri sem við höfum náð. Samland er þriðja stærsta heild- sölu- og dreifingarfyrirtæki á landinu og hefur sýnt verulega veltuaukningu frá ári til árs,“ sagði Hannes. HA •6 _ ° # # 9$ Í®| tjg ðJÞ d$ öfh 0 0 ' 0 0 0 0 0 0 0 0 I 0 0000000 HRISALUNDUR - fyrir þig! - ódýrari en þig grunar o 0 0 # 0 0 a$i 0 0 dfþ 0 3$ 0 0 0, dfD Skíðagallar kr. 5.900 Kuldaúlpur 3 í einni kr. 12.580 Mikið úrval af barnafatnaði herrafatnaði kuldaskóm kvenfatnaði snyrtivörum 0 S á góðu verði ®iíí#dí)d5id!íiiSit^#igi(ííidtidtid3!idí€)##iS!dt1#'^# 0.0 KítchenAid trilboð að úr íbúð - af svöngum veislugesti nágrannans Töluvert mikil ölvun var á Húsavík um sl. helgi. Einn mað- ur var settur í fangageymslu lög- reglunnar sl. föstudagskvöld, vegna ölvunar og slagsmála, og annar á laugardagskvöld. Snemma á sunnudagsmorgun var kvartað yfir að orðið hefði vart óvæntra mannaferða í íbúð í bænum og hafði viðkomandi haft á brott með sér matvæli úr ísskáp. Óboðni gesturinn var staddur í veislu í nágrannaíbúð þar sem vant varð veislufanga undir morg- uninn. Málið leystist fljótlega eftir að lögregla kom á staðinn. Aðfaranótt laugardags var brot- in rúða í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar að Garðarsbraut 9. Lögregla hefur enn ekki upplýst málið og þiggur upplýsingar frá þeim sem hafa verið á ferðinni þegar atvikið átti sér stað. Tveir smáárekstar urðu í bæn- um um helgina og talsvert hefur verið um að lögregla hafi haft af- skipti af ungum ökumönnum vegna hraðaksturs. Að sögn lög- reglu eru þar á ferð ökumenn sem eru nýkomnir með próf og kunna sér ekki hóf hvað umferðarhrað- ann varðar. IM Verð með hakkavél kr. 29.830,- LÓNSBAKKA•601 AKUREYRI •ct 463 0321,463 0326, 463 0323 / CAY AGO 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.