Alþýðublaðið - 24.08.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.08.1921, Blaðsíða 3
ALÞÝÐDBLAÐIÐ 3 B. S. R. Sími 716, 880 og 970. Sætaferð austur yfir fjall á hverjum degi. Nýtt kjöt höfum vér til sölu í dag og næstu daga. Kaupfél. Reykvíkinga. Laqgaveg 17. — Símar 728 og 1026. bænum með því að gera við saumavélar, klukkur, grammófóna, regnhlífar, prímusa, olfuofna o. fl. I Hann stundaði nám f biindraskóla f Þrándheimi, og þráir mjög að geta kent öðru blindu fólki hér á landi ýmsa þá handavinnu sem hann lærði sjálfur. Kristján býr á Óðinsgötu 5 í kjallarsnum, og væri vel gert að fólk léti hann sitja fyrir aðgerðum. Hann fékk viðurkenningu fyrir verk sitt á heimilisiðnaðarsýningunni, og eins geta þeir sem til hans koma fljót- lega séð að hann er vandvirkur. Kanpfélogin hafa eftir ósk margra manna hafið kjötsölu af nýju, eins og í fyrra. Kjötið er ofan úr Borgarfirði og miklu feit- ara og betra enn menn eiga að venjast á þessum tfmum. Beibningnr Landsbanba ís- lands 1920 er nýútkominn. Hann sýnir að bankinn hefir skuldabréf fyrir lánum áð upphæð tæpar 9 milj. 400 þús. kr , þar af eru sjálfskuldarábyrgðarlán rúmar 3 milj. 600 þús. kr. og reikningslán tæpar 4 milj. 200 þús. kr. Víxlar og ávísanir námu 17 milj. 557 þús. 47 kr. Innieign hjá öðrum bönkum var 1,185420 kr. og peningar f sjóði 726,973 kr. Inn- stæðufé f hlaupareikningi var 3 milj. 900 þús. 500 kr., f sparisjóði 16,501,927 kr. og innstæðufé gegn viðtökuskýrteinum 3,068,918 kr. Skuld við aðra banka var 1 milj. 393 þús. 159 kr. Varasjóðurinn er orðinn 3,143415 kr. Tekjuaf- gangurinn á árinu ér rúm lh milj. kr. Hagnaður hefir orðíð á rekstri aiira útbúanna að þessu sinni og sparisjóður bankans hefir aukist talsvert á árinu. Áætlanir Bergeuzka gufuskipa félagsins hafa verið sendar blað. inu frá afgreiðslu þess hér. Hef- ir félagið, samkvæmt þeim, á- ætlunarferðir til allra helstu verzl. unarlanda heimsins og fastar skemtiferðir á sumrin frá Engiandj til Noregs, en á vettum til Mið jarðarhafsisís. Húsabraskarar auglýsa hús til sölu, með lausum íbúðum. Það mun sennilega ekki veita af, að hafa eftirlit með þvf, að húsaleigu- Iögunum sé fullnægt. Húsaæðis leysið er nóg samt í bænum. Ekki eigandi. Verzluaarstjóri Duusverziunar hér í bæ biður oss geta þess, að gefnu tiiefni, að Dausverzlun eða eigendur hennar eigi ekki og hafi aldrei átt neitt í Morgunblaðinu, og hafa aldrei Iagt neitt til stjórnmála hér. Oss er vitanlega sönn ánægja að þvf, að flytja lesendum vorum þessa Ieiðréttingu. ísland kom siðdegis f gær. Farþegar voru um 25 frá útlönd um og nokkrir frá Vestmanna eyjum. Meðal farþega frá útlönd um voru: Aðalsteinn Kristinsson fulltrúi, Halldór Sigurðsson úr- smiður og kona hans, Obenhaupt, Funk, ungfrúrnar Margrét Guð- mundsdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Guðrún Þorkelsdóttir. ísland fer vestur og norður um land kl. 3 á morgun. Dagsbrúnarfnndnr verður á morgun f Goodtemplarahúsinu. Þeir verkamenn, sem kunna að standa utan við félagsskspinn enn, ættu að neta tækifærið og biðja um inntöku, og þeir télagsmenn, sem vita af slfkum mönnum, ættu að taka þá með sér á fundinn. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. U'tienðar jréttir. Eangelsin i Svfþjéð. Sænska blaðið „Poiitiken* hefir skýrt frá þvf, að samkvæmt skýrslum umsjónarmannanna með fangelsunum í Svíþjóð, beri mjög mikið á sinnisveiki meðal fang- anna. í ársbyrjun 1919 voru ails 34 sinnisveikir í fangelsunum, en á því ári urðu 23 aðrir fangar einnig sinnisveikir, Auk þessara, sem blátt áfram hafa sýkst í fangelsunum og að öilum líkind- um fyrst og fremst af þeirra völdum, voru 51 karimaður og 10 kvenmenn, sem þá sátu inni, sjúk þegar þau voru dæmd til íangelsisvistarinnar. Bandaríkin og Bússland. í skeytunum, sem bárust hing- að á dögunum, um hungursneyð- ina í Rússlandi, var sagt frá þvf að Bandarfkin hafi boðist til þess að veita hjálp, þó með vissum póiitfskum skilyrðum. Nú er sagt frá þvf f erlendum blöðum, að ameríski senatorinn France hafi fengið þvi til leiðar komið við stjórn Bandarfkjanna að öllum skilyrðum fyrir hjálpinni verði slept. Senator France hefir einnig Iagt fram álit sitt um það, á hvern hátt megi koœa matvæia* flutningunum fljótast til Rússlands. Krim er nýlega orðið sjálfstætt sovjet lýðveldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.