Dagur - 11.04.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 11.04.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 11. apríl 1996 MINNINO H* Stefán Halldórsson Fæddur 21. apríl 1905 - Dáinn 30. mars 1996 Vonin vorblíSa, wnin ylfrjóva drjúpi, sem dögg afdýröarhönd þinni, döpur mannhjörtu í dimmu sofandi veki, sem vallblómin vekur þú á morgni. Þegar ég kveð Stefán Halldórs- son, kæran vin og náinn samstarfs- mann um árabil, lyftir birta morgun- sólarinnar drunga söknuðar; björt minning um hann og þakklæti verð- ur efst í huga. Erindið úr Sólseturs- ljóði Jónasar Hallgrímssonar hér að ofan lýsir tilfinningu minni og er sett fram í þeirri von að hjálpa megi og tendra ljós í döprum hjörtum syrgjenda. Stefán stóð við hlið mér sem starfsmaður Tónlistarskólans á Ak- ureyri nánast allan þann tíma sem ég vann við skólann. Haustið 1970 hóf ég kennslu í nýrri forskóladeild Tónlistarskólans sem vegna hús- næðiseklu fór fram í Lóni, húsi Karlakórsins Geysis í Hafnarstræti, en Stefán annaðist húsvörslu þar. Eftir að starfsemi forskóladeildar flutti í aðalbyggingu skólans í Hafn- arstræti 81 og einnig lengst af í skólastjóratíð minni við sama skóla frá árinu 1974 fékk ég notið trúfesti, óbilandi elju, glaðværðar og vináttu Stefáns sem húsvarðar skólans. Hann lét af því starfi árið 1987, þá 82 ára gamall, án þess að nokk- um tíma hafi mátt merkja að aldur- inn hafi háð honum í því að sinna starfi sínu langt umfram starfslýs- ingu og umsaminn vinnutíma. Stefán og Brynja, eiginkona hans, sem annaðist ræstingastörf ásamt ýmsu fleiru, urðu sannir vinir og tengd skólanum órofaböndum. Eftirá að hyggja má furðu sæta hvemig þeim tókst með prýði að annast störf sín í miklum þrengslum og í ásettu húsnæði, þar sem kennt var og æft alla daga frá morgni til kvölds. Á níræðisafmæli Stefáns fyrir tæpu ári reyndi ég í fátæklegu ljóði að tjá Stefáni hamingjuóskir mínar og þakkir, en þar segir m.a.; Ævitíminn mörg þín mœlir sporin og minningar sem lýstfœst vart meö orðum mitt var lán er lagðir þú mér forðum lið í starfi sumar, vetur, vorin! Þó nú sé kvatt í orði, þá heilsa ég í sál og anda og bið vini mínum Stefáni allrar blessunar. Við Lalla færum þér Brynja og þinni stóru fjölskyldu einlægar samúðarkveðjur og vonum að eftirfarandi erindi úr sólseturljóði Jónasar Hallgrímssonar megi vísa veginn í ljósið: Vekur þú von ogvekurþúbcen, hvenœr sem dapri dimmu hrindir, og augu kœtir allrar skepnu; þökk er og lofgjörð á þinni leið. Jón Hlöðver Áskelsson. Látinn er á Akureyri elskulegur frændi okkar, Stefán Halldórsson, eða Frændi eins og við kölluðum hann. Frændi var eini bróðir ömmu okkar, Önnu Halldórsdóttur, sem lést árið 1975. Á milli þeirra systk- ina var mikill kærleikur og virðing þannig að ekki fór framhjá neinum er til þeirra þekktu. Það var enda ekki erfitt að láta sér þykja vænt um hann Frænda. Hann var einstakur öðlingur og ljúfmenni og það eru ekki allir svo heppnir að hafa átt mann eins og hann fyrir frænda. Mikill samgangur hefur alltaf verið milli heimila okkar og eru þær ófáar ferðimar sem farnar voru í Eyrar- veginn. Þar var oft þétt setinn bekk- urinn og alltaf jafnvel tekið á móti manni. Þegar við vorum yngri var Eyrarvegurinn einn þessara föstu punkta í tilverunni og á þeim árum fannst okkur að við myndum alltaf hafa Frænda, hann yrði alltaf til staðar þessi falllegi, bóngóði, bros- mildi maður sem alltaf var tilbúinn að spjalla við okkur og nú í seinni tíð segja okkur margar yndislegar sögur af þeim systkinum frá þeirra uppvaxtarárum. Hann hafði og lifað tímana tvenna, reynt margt, horft á ástvini koma og fara og séð Akur- eyri breytast úr þorpi í bæ. Reynsla hans var okkur ómetanleg. Frændi var mikill fjölskyldumað- ur. Hann naut sín best þegar hann hafði alla sína í kringum sig og minnumst við með gleði og þakk- læti allra stundanna sem við höfum eytt með Frænda og hans fólki. Það eru forréttindi að hafa átt hann og hans fjölskyldu að. Nú höfum við verið minnt á að eitt sinn skal hver deyja og komið er að kveðjustund. Við viljum með þessum fáu orðum minnast Stefáns Halldórssonar, þakka þá gæfu að hafa kynnst honum og fyrir öll árin sem við höfðum hann. Við trúum því og treystum að nú sitji þau og spjalli, amma og Frændi, og er ekki erfitt að geta sér þess til að umræðu- efnið séu Fjörðumar. Elsku Inna og þið öll, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Þessum fátæklegu orðum látum við fylgja ljóð Davíðs Stefánssonar sem við tengjum alltaf við Frænda og verður okkur að eilífu kært. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti þú komst með vor í augum þér. Eg söng ogfagnaði góðunt gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Anna Guðný, Hermann Ingi, Ingibjörg og Matthildur. Krakkarnir í Fjólugötu 13. Elskulegur móðurbróðir minn, Stef- án Halldórsson, eða Stebbi frændi er látinn. Að leiðarlokum vil ég færa honum þakkir fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við höfum átt í gegnum árin. Stebbi frændi var í mínum huga eins og eini frændi minn. Mínar fyrstu minningar um hann em af Tanganum, þá var ég aðeins fimm ára gömul. Óg frændi var alltaf svo fallegur og góður. Og þannig var hann alla ævidaga og þannig á ég óteljandi minningar um hann. Frændi varð ungur fyrir þeirri miklu sorg að missa eiginkonu sína frá tveimur ungum bömum. Það var ekki auðvelt í þá daga að standa uppi einn með tvö böm. En, Brynja síðari kona hans, hún Inna okkar, reyndist honum þá, sem síðar, sú stoð sem hann þurfti á að halda. Inna tók bömum hans sem þau væm hennar eigin. Inna og frændi eignuðust fjórar dætur. Afkomendur þeirra eru orðn- ir margir og allir hafa þeir átt at- hvarf í Eyrarveginum. Þar var oft þröngt á þingi en einhvern veginn lánaðist alltaf að koma öllum fyrir. Þar er skemmst að minnast níræðis- afmælis frænda sem þar var haldið og þangað kom fjöldi fólks og gladdist með frænda á þessum tíma- mótum. Þá sást vel hversu frænda þótti vænt um fjölskyldu sína og vini. Einhvem veginn var Stebbi frændi alltaf eins og klettur í hafinu sama hvað á bjátaði. Þó aldrei bæri skugga á okkar vináttu, þá þurfti fjölskyldan í Eyrarveginum oft að horfast í augu við erfiðleika og sorg. En sterk fjölskyldubönd hafa fleytt þessari fjölskyldu yfir margan hjall- ann og gera það einnig nú. Þegar ég stofnaði sjálf heimili og eignaðist börn var þeim tekið opn- um örmum í Eyrarveginum og það voru ófáar ferðirnar þangað úr Fjólugötunni þar sem við bjuggum fyrst. Þegar við svo réðumst í hús- byggingu ásamt Bogga í Byggða- veginum var frændi þar múrara- meistari. Öll hans hjálpsemi og góðu ráð reyndust okkur vel og að loknu verki gátu þrjár glaðar fjöl- skyldur fagnað í Sjallanum. Það var aldrei langt í sönginn þar sem frændi var, því hann hafði yndi af söng og hafði sjálfur gullfallega bassasöngrödd og söng með Karla- kómum Geysi í áratugi. Frændi hélt andlegri heilsu nær til síðasta dags. Eg hef haft yndi af frásögnum hans af gamla tímanum og þá sérstaklega frásögnum tengdum móður minni og hvað þau systkin brölluðu saman í gamla daga. Það er ómetanlegt að frændi skyldi geta miðlað þessum frásögnum til næstu kynslóðar. Eg átti með honum yndislega stund aðeins örfáum dögum fyrir andlátið og fyrir það verð ég eilíf- lega þakklát og þannig vil ég muna hann. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að kveðja þennan fal- lega og góða frænda. Elsku Inna og þið öll. Við Ari, Dídi systir, Boggi bróðir og fjöl- skyldur okkar, samhryggjumst ykk- ur öll, en gleðjumst jafnframt yfir því að hafa fengið að hafa frænda svona lengi hjá okkur og átt ykkur öll að vinum. Megi Guð styðja ykk- ur og styrkja. Sigga Dóra. Það verða ætíð mikil þáttaskil í lífi fólks er ástvinir og nánir vinir deyja. Engum kom það þó á óvart er dauðinn knúði dyra hjá öldruðum heiðursmanni og leiddi hann brott, hljóðlega og sársaukalaust. Stefán Halldórsson, múrara- meistari, var á brott kallaður hér á Akureyri 30. mars s.l. á 91. aldurs- ári. Við þá sorgarfregn er erfitt að finna orð er tjá nægilega þær sáru tilfinningar, trega og þá hluttekn- ingu sem bærist inni fyrir. Með honum hverfur okkur sjón- um kunnur iðnaðarmaður sem markaði umtalsverð spor með giftu- ríku starfi sínu og óvenju miklu framtaki í söng- og leiklistarmálum hér í bæ. Stefán var fæddur að Garði í Mývatnssveit 21. apríl 1905. For- eldrar hans voru hjónin Ingibjörg Lýðsdóttir (1874-1948) ættuð úr Strandasýslu og Halldór Stefánsson (1872-1955) Mývetningur að ætt og uppruna, búfræðingur frá Ólafsdal. Halldór var móðurbróðir Þuru skáldkonu í Garði. Fyrstu búskaparár sín bjuggu foreldrar Stefáns í Mývatnssveit, en síðan árin 1907-1914 á Húsavík, þar sem Halldór stundaði almenna dag- launavinnu. Árið 1914 flytjast þau að Kaðalstöðum í Fjörðum þar sem Halldór tók að sér bústjóm fyrir Bjöm Líndal, lögmann á Akureyri. Eftir mikið snjóflóð á beitarhúsin þar, vorið 1919, var lokið búskap Björns Líndals í Fjörðum. Frá Kaðalstöðum fluttu þau næsta vor, 1920, að Svalbarði á Svalbarðsströnd þar sem Halldór annaðist áfram bústjóm fyrir Bjöm Líndal. Þá dvaldi Stefán um hálfs árs skeið hjá Guðrúnu Laxdal í Tungu, sem þar bjó með sonum sín- um. Loks árið 1921 flutti fjölskyld- an til Akureyrar, þar sem Halldór faðir hans var um langt árabil starfs- maður Vatnsveitu Akureyrar. Veturinn 1921-22 stundaði Stef- án nám í kvöldskóla sem þá var rek- inn í hinu svokallaða Bogahúsi, Hafnarstræti 64, rétt við Samkomu- húsið. En í október 1922 hóf Stefán múraranám hjá Einari Jóhannssyni, múrarameistara og var hjá honum næstu þrjú árin. Það var skemmtileg tilviljun, eða örlagaglettni, að fyrsta húsið sem Stefán vann við var Lón, Hafnar- stræti 73 (nú Dynheimar) sem í fyrstu var kvikmyndahús, en síðar félagsheimili söngfélagsins Geysis árin 1945-1975 en þar átti Stefán síðar margar ánægjustundir. Einar, Stefán, Ásgeir Austfjörð og fleiri byggðu einnig húsið Rósenborg við Eyrarlandsveg 19 en þar rak Sess- elja Eldjárn matsölu fyrir nemendur Menntaskólans um árabil. Þeir félagar byggðu einnig húsið Brekkugötu 1, sem nú hýsir Spari- sjóð Akureyrar. Þá má einnig nefnda Skjaldborg, samkomuhús UMFA og templara 1926 og Krist- neshæli 1927. Sveinsprófi lauk Stef- án 1. maí 1928 og meistaraprófi 21. nóvember 1933. Næstu árin vann Stefán á eigin vegum við ýmsar byggingar á Akureyri og í nágrenni. En frá árinu 1938 var hann bygg- ingameistari Kaupfélagsins og Sam- bandsins og sá um byggingar þeirra og viðhald fasteigna. Árin 1954- 1956 var Stefán fenginn til starfa hjá byggingafélaginu Reginn, sem reisti ratsjárstöðvar og starfsmanna- íbúðir á Homafirði og Langanesi. Hann stjórnaði ýmsum bygginga- framkvæmdum hér næstu árin og er þar einna svipmest íþróttahúsið og áhorfendastúkan við íþróttavöllinn neðan Brekkugötu, sem reist var 1961-1962. Eftir það varð Stefán aftur byggingameistari hjá KEA um langt árabil, eða fram á áttræðisald- ur er hann lét af störfum. Jafnframt þessum umsvifamiklu störfum var hann húsvörður við Tónlistarskól- ann í 18 ár, eða frá 1969-1987 og annaðist hann einnig ásamst Brynju konu sinni ræstingu í skólanum. Stefán var röskleikamaður mikill til allrar vinnu og all kröfuharður við starfslið sitt og ekki síst sjálfan sig. Hann horfði ekki á er aðrir unnu. Hann hélt á múrskeiðinni í meira en 6 áratugi. Stefán var félagi í Múrarafélagi Akureyrar frá árinu 1928 og kjörinn formaður þess árin 1941-1948. Félagið þakkaði honum mikil og góð störf með því að gera hann að heiðursfélaga 8. sept. 1978. Þótt starfsdagur væri oft langur og strangur gaf hann sér þó tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Snemma komst hann í kynni við sönglistina og var hann gæddur ágætri bassarödd. Hann byrjaði að syngja með karlakórnum Geysi árið 1928 og með Gamla-Geysi söng hann frá 1972 allt fram á síðustu æviár eða alls um 65 ára skeið, sem nær einstakt mun teljast. Stefán tók þátt í fjölmörgum söngferðum Geysis, m.a. á Alþing- ishátíðina á Þingvöllum 1930, mörgum söngferðum til Reykjavík- ur, til Austfjarða 1938 og til Norð- urlanda 1952. Þá hefir Stefán og Geysishópurinn tekið þátt í Heklu- söngmótum frá upphafi 1935. Einnig söng Stefán í Kantötukór Björgvins Guðmundssonar er hófst vorið 1933 og um skeið söng hann í kór aldraðra undir stjóm Sigríðríðar Schiöth. Karlakórinn Geysir var stofnaður 20. október 1922 að forgöngu Þor- steins Þorsteinssonar frá Lóni. Þessi kór var Stefáni einkar hugstæður og hjartfólginn. Starfið þar, tónleikar og söngferðir var honum sífelld uppspretta skemmtilegra minninga og upprifjana og söngstjóra sinn, hinn leiftrandi stjórnanda og glæsi- tenor, Ingimund Árnason, mat Stef- án umfram aðra menn. Stefán var alla tíð mjög félags- lyndur og strax sem ungur iðnnemi tók hann þátt í starfi templara og ungmennafélaga. Þetta var á ámm áður en fjölmiðlar, útvarp og þó einkum stjónvarp náðu heljartökum á hugum fólks og vom söng- skemmtanir og leiksýningar kær- komin tilbreyting í lífi alls þorra manna og þakksamlega þegin. Fyrstu spor á leiksviði sté hann með UMFA, er félagið sýndi gamanleik- inn „Gleðigosann" árið 1931. Sýn- ingamar vöktu talsverða athygli, ekki síst þar sem Leikfélagið starfaði ekki þetta ár. Þama komu fram nokkrir efnilegir nýliðar sem létu til sín taka í starfi LA næstu ár- in og má þar nefna Elsu Friðfinns, Margréti Steingríms, Skjöld Hlíðar og Stefán. Árið eftir, 1932, er merkisat- burður í leiksögu bæjarins, en þá flutti Geysir á 10 ára afmæli sínu í október, hinn fyrsta söngleik hér í bæ, hinn víðfræga stúdentaleik „Gamla Heidelberg“. Aðalhlutverk- in léku læknishjónin Bjarni Bjama- son og Regína Þórðardóttir. Þeir Stefán og Kári Johansen léku barón- ana Metzing og Breitenberg. Leik- stjóri var Ágúst Kvaran. Sýningarn- ar hlutu fádæma góðar viðtökur. Árið 1945 tók Geysir leikinn aft- ur til sýninga og að þessu sinni í samvinnu við Leikfélagið. Jóhann Guðmundsson og Brynhildur Stein- grímsdóttir fóru nú með aðalhlut- verkin. Af gömlu félögunum vom það aðeins Stefán og Kári sem léku nú aftur sín fyrri hlutverk. Ámi Jónsson leikstýrði. Áratuginn 1941- 50 lék Stefán nær árlega með LA, auk þess að sinna þýðingarmiklu starfi að tjaldabaki. En hann hafði með höndum leiksviðsstjóm árin 1947-1950 og um langt árabil sinnti hann smíði leiktjalda og leikmuna, lengst af með þeim Kolbeini Ög- mundssyni og Oddi Kristjánssyni. Síðustu hlutverk Stefáns voru Diaforius læknir 'í ímyndunarveik- inni 1957, Assesor Svale í Ævintýri á gönguför 1960, von Rankenau í óperettunni Bláu kápunni 1961 og að lokum Antonio í Þrettándakvöldi 1963. Þrátt fyrir margvísleg störf og annríki gætti Stefán ætíð afar vel að hagsmunum fjölskyldu sinnar og sparaði þar hvergi sporin. Stefán var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, 27. maí 1933, var Bára Lyng- dal Magnúsdóttir, f. 15. jan. 1908, d. 2. júlí 1944. Böm þeirra em Magnús Lyngdal yfirlæknir, f. 1936 og Bára Lyngdal skrifstofustjóri, f. 1944. Seinni kona Stefáns, 10. maí 1952, er Brynja Sigurðardóttir, f. 28. sept. 1919. Þeirra böm eru: Ingi- björg húsfreyja og skrifstofustúlka, f. 1948, Sigríður Hróðný hjúkmnar- fræðingur, f. 1953, Hrafnhildur, fóstra og kaupmaður, f. 1955, og Halldóra, ritari, f. 1962. Einnig ólu þau Brynja og Stefán upp Gerði dóttur Sigríðar. Öll bömin hafa ætíð sýnt Stefáni og Brynju einstaklega hlýju og umhyggjusemi, ekki síst hin síðustu ár er þreyta og aldur tók að hægja á lífsgöngu þeirra. Geysismenn sýndu hinum aldna félaga sínum jafnan tryggð og vin- áttu og glöddu hann á stórafmælum hans með heimsóknum og söng. Stefán var hinn vörpulegasti maður að vallarsýn, fróður og víð- lesinn. Honum var, sem Önnu syst- ur hans, gefin rík frásagnargáfa og oft var kátt í koti er þau krydduðu sögur sínar eða ýktu hæfilega til skemmtunar. Ég sakna Stefáns mágs míns, vináttu hans, hjálpsemi og glaðlega viðmóts. Við Elsa og böm okkar minnumst og þökkum fyrir margar ánægjustundir í Eyrarveginum. Brynju, börnum, barnabörnum og öðrum ættmennum vottum við hlut- tekningu og innilega samúð við brottför þessa góða manns. Blessun fylgi honum á nýrri veg- ferð. Haraldur Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.