Dagur - 01.06.1996, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1996
Norðurljósa-
rannsóknir á
Mánárbakka
Mánárbakki á Tjörnesi er einn af
þessum stööum þar sem fortíð og nú-
tíð mœtast á skemmtilegan hátt. Vest-
an við bœinn hafa hjónin á Mánár-
bakka komið upp minjasafni með
gömlum munum sem þau hafa safnað í
gegn um árin. A flötinni fyrirframan
er liins, vegar öllu nýstárlegra fyrir-
bæri. A afgirtum bletti standa 64 loft-
net og mitt í þessum loftnetaskógi er
hvítur kassi sem hefur að geyma flók-
inn tækjabúnað. Kassinn er hluti af
útbúnaði sem er notaður til að rann-
saka norðurljósin og eru það Japanir
sem standa að þessum rannsóknum.
Rannsóknirnar á Mánárbakka hafa staðið
yfir frá árinu 1984 og eru unnar í samvinnu
við Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Þær
eru þáttur í viðamiklum rannsóknum Japana
á bæði norður- og suðurljósum, en það eru
svokallaðir geimgeislar sem valda þessum
segulljósum á pólunum. Japanskir vísinda-
menn dvelja ekki á Mánárbakka að staðaldri
en heimsækja staðinn a.m.k. einu sinni á ári
og stundum oftar. Síðastur til að sækja bæinn
heim var Japaninn Hisao Yamagishi, en hann
var á Mánárbakka í tvo daga eftir hvíta-
sunnuhelgina og ræddi þá stuttlega við blaða-
mann Dags um rannsóknimar.
Skoða suðurljósin líka
Geimgeislar hafa þegar verið skýrðir að
nokkru leyti með tilkomu gerfihnatta en
Yamagishi segir að enn séu ýmis atriði óút-
skýrð og Japanir vonist til að rannsóknir
þeirra komi til með að bæta þekkingu
mannkyns á þessum fyrirbærum sem við
köllum norður- eða suðurljós.
A Suðurskautinu hafa Japanir sett upp
rannsóknarstöðina Syowa og þar eru gerðar
samsvarandi rannsóknir og á Mánárbakka.
Það var í raun staðsetning þeirrar stöðvar
sem réði því að þeir settu einnig upp bæki-
stöðvar á íslandi en til að bera ljósin á norð-
urpólnum saman við suðurljósin er nauð-
synlegt að skoða segulljósin frá samsvar-
andi stað á norðurhveli og á suðurhveli.
Mánárbakki er reyndar ekki eini staðurinn á
Islandi þar sem Japanir hafa komið sér upp
aðstöðu því þeir eru einnig með tækjabúnað
í Húsafelli og í Æðey. Mest nota þeir að-
stöðuna á Mánárbakka og í Húsafelli en
sjaldnar er farið út í Æðey.
í september á ári hverju koma japanskir
vísindamenn til Mánárbakka og um leið em
vísindamenn sendir í Húsafell og á rann-
sóknarstöðina á Suðurskautinu. Astæðan
fyrir því að ferðirnar eru famar á þessum
tíma er sú að eini tíminn sem hægt er að
ljósmynda og skoða segulljósin í sjónauka á
báðum hvelum samtímis er í mars og sept-
ember þegar jafndægur eru því þá er dimmt
á nóttunni á báðum pólunum. Yamagishi
segir þó mögulegt að taka myr.dir allan árs-
ins hring með því að nota útvarpsbylgjur og
jafnvel sé hægt að taka myndir í skýjuðu
veðri með þeirri tækni. Tilgangur ferðalags
hans til Mánárbakka að þessu sinni var þó
ekki að taka myndir heldur að gera við tæki.
Arstíðirnar hafa áhrif
Geimgeislar eru samansettir úr örlitlum
eindum og eins og nafnið gefur til kynna er
uppruni þeirra út í geimnum. Eindimar
koma úr öfugri átt en sólargeislamir (sjá
skýringarmynd) og Yamagishi segir rann-
sóknir þeirra sýna að hreyfingar norður- og
suðurljósa séu í grófum dráttum eins. „Öll
stóru formin eru eins en ýmis smáatriði eru
frábrugðin. Ástæðan eru breytilegar árstíð-
ir,“ segir hann. Hvers vegna er ekki vitað en
Yamagishi segist sjálfur hafa ákveðna til-
gátu. „Á vetuma er hröðun eindanna nálægt
pólunum skilvirkari og nákvæmari." Skiln-
ingsvana augu blaðamanns koma í veg fyrir
nánari útskýringar enda segir hann að ekki
sé búið að sanna þessa tilgátu.
„Eitt af því sem við höfum hins vegar
Jörðin er táknuð
sem svartur depill á
þessari mynd en út
frá henni liggja
nokkrar línur sem
tákna lögun jarðseg-
ulsviðsins. Eindirnar
sem valda norður-
og suðurljósum (seg-
ulljósum) koma úr
geimnum en sólar-
megin frá kemur sól-
vindur sem mótar
lögun segulsviðsins.
Heimild: Isnes, Nilsen og
Sandás. 1993. EBlisfræði
fyrir framhaldsskóla, ^
grunnbók 2. y
geislabelti
segulsvið
segulhvolf
emdir sem valda
segulljósum
sólvindur
Hisao Yamagishi við kassann með tækjabúnaðinum. í baksýn sést í hluta af loftnetaskóginum.
Mynd: AI
Norðurljós.
sýnt fram á með þessum rannsóknum er að
bylgjuhreyfingar geislanna eru háðar sólar-
ljósinu. Sumar bylgjur komast ekki í gegn-
um sólarljósið en aðrar eiga auðveldara með
að komast inn í lofthjúp jarðar í gegnum
sólarljós."
Hagnýtt gildi?
Japanir eru ekki einir um að rannsaka þessi
furðulegu en fallegu ljós sem birtast okkur
sem búa nálægt pólunum á hverjum vetri.
Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada, Rúss-
land og sennilega fleiri lönd hafa einnig
rannsakað segulljósin og greinilegt að þessi
fyrirbæri vekja upp margar spumingar. En
skyldu rannsóknir hafa einhver hagnýt gildi
önnur en þau að svala forvitni mannkyns?
Yamagishi nefnir þrjú atriði í þessu sam-
hengi. I fyrsta lagi gæti skilningur á geim-
geislum verið gagnlegur fyrir geimveður-
spár sem séu mikilvægar vegna þess að
mennirnir séu með sífellt meiri starfsemi úti
í geimnum. „T.d. er hægt að búa til sérstaka
málmtegund út í geimnum þar sem þyngd-
araflið er ekki allsráðandi," segir hann og
bendir á að geimfarar séu t.d. óvarðir gagn-
vart orku frá útvarpsbylgjum og því skipti
máli að geta sagt fyrir um bylgjuhreyfingar
í geimnum.
í öðru lagi hafi rafveitur sýnt þessum
rannsóknum áhuga vegna þess að fyrir komi
að segulljós hafi áhrif á spennustöðvar.
Yamagishi segist vita dæmi þess í Kanada
að margar spennustöðvar hafi bilað í einu á
stóru svæði og var ástæðan talin vera áhrif
frá norðurljósum. „Ef veitustjómendur vita
fyrirfram um þessi áhrif geta þeir gert við-
eigandi ráðstafanir svo röskunin verði í lág-
marki.“
í þriðja lagi segir Yamagishi að geim-
geislar ásamt sólvindum geti haft áhrif á
ósonlagið. Fram að þessu hafi reyndar ekki
verið til tæki til að rannsaka sambandið
milli geimgeisla og ástand ósonlagsins en
nú séu komin fram á sjónarsviðið ný tæki
sem ættu að geta gert rannsóknir á þessu at-
riði mögulegar. Slíkar rannsóknir gætu
reynst gagnlegar í baráttu mannkynsins
gegn eyðingu ósonlagsins. AI
AUGLYSINGAR • RITSTJORN • DREIFING
Á AKUREYRI462 4222
Á HÚSAVÍK 464 1585