Dagur - 01.06.1996, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1996
Fyrir nákvæmlega fimmtíu árum, 1. júnf árið
1946, byrjaði Sverrir Hermannsson að
iæra smíðar, þá 18 ára gamall. Svo skemmti-
lega hittist á að fyrir hálfri öld bar 1. júní upp
á laugardag eins og í ár enda segir Sverrir að
laugardagar hafi löngum verið miklir lukku-
dagar í hans lífi. Smiðurinn hefur svo sannar-
lega látið hendur standa fram úr ermum þessi
fimmtíu ár. Gömul timburhús eru hans sér-
grein og þau eru orðin ófá, húsin á Akureyri
og í nágrenni, sem hafa tekið stakkaskiptum f
meðförum Sverris.
„Ég var alltaf mikið fyrir smíðar.
Ef ég sá spýtu var ég strax farinn
að reyna smíða eitthvað úr henni,“
segir Sverrir um ástæðu þess að
smíðamar urðu fyrir valinu. Þegar
hann byrjaði sem lærlingur var
sveinakaupið 12 krónur á tímann
og lærlingar fengur 25% af því
kaupi, eða 3 krónur á tímann.
„Ætli það myndi ekki samsvara
100 krónum í dag sem þykir ekki
mikið,“ segir Sverrir, en bætir við
að allt hafi þetta samt bjargast
enda hafi hann alltaf unnið mikið.
„Ég er að verða sjötugur og hef
aldrei tekið sumarfrí."
Er og verðurInnbæingur
Sverrir er Akureyringur og hefur
búið í Innbænum mestalla ævina.
„Ég fæddist í Aðalstræti 12,
gamla hótelinu, en var síðan alinn
upp í Aðalstræti 54, norðurenda,"
segir hann. Hann bjó áfram í Inn-
bænum á fullorðinsárum en fyrir
tveimur árum flutti hann ásamt
Auði konu sinni í íbúð við Lindar-
síðu þar sem aðstaðan fyrir Auði
er betri en hún lamaðist fyrir
nokkrum árum og er föst í hjóla-
stól.
Auður, kona Sverris, er frá
Keflavík en kom til Akureyrar í
sumarfrí árið 1949. „Við hittumst
úti á götu og höfum verið saman
síðan. Þannig að hún er eiginlega
enn í sumarfríinu," segir Sverrir
kíminn. Hjónin eiga eina dóttur,
Katrínu, bamabömin em þrjú og
nú hefur eitt bamabamabam bæst
í hópinn.
Steypan átti ekki við mig
Fyrstu tíu árin vann Sverrir hjá
Grími Valdimarssyni og segir
hann þann tíma hafa verið mjög
lærdómsríkan. „Ég var svo hepp-
inn að lenda á verkstæði þar sem
allt var smíðað; líkkistur, hús-
gögn, yfirbyggingar á jeppa og
mjólkurbfla og ýmislegt fleira.“
Um tíma vann liann síðan hjá
Stefáni Reykjalín og þar voru
steypt hús aðal viðfangsefnið. „Ég
vann m.a. við Landsbankann sem
er mjög vönduð bygging. En
steypan átti ekki við mig,“ segir
Sverrir.
Rétt fyrir 1960 keypti Sverrir
lítinn skúr í Hafnarstrætinu, stofn-
aði sitt eigið fyrirtæki og fór að
minnka við sig. Nýjasta verkefnið
er að gera upp Aðalstræti 14, sem
er gamli spítalinn, en þar á að
koma læknaminjasafn. „Ég var
beðinn um að taka það að mér og
gat auðvitað ekki neitað því.“
Turnkirkjur erfiðastar
Sverrir tekur fram að flest húsin
sem hann hafi gert upp hafi upp-
haflega verið vel byggð. Hins
vegar hafi viðhald verið látið sitja
á hakanum og húsin hafí því
grotnað niður mörg hver. En
hvaða hús skyldu hafa verið erfið-
ast að gera við?
„Erfíðustu verkin eru tumkirkj-
ur. Ég var svo heppinn af fá að
gera upp Grundarkirkju í Eyja-
firði, sem er eitthvert fallegasta
timburhús á landinu. Þar var tum-
inn að detta af. Vegna þess að í
tuminum em löng tré sem elta
Stafninn á Hafnarstræti 86, þar sem
verslunin Eyjafjörður var áður til
húsa, hefur verið tekinn í gegn og er
ákaflega glæsilegur enda vekur
hann jafnan athygli ferðamanna
^ sem ganga inn í bæ frá Um-
^ ferðarmiðstöðinni.
Stafninn á Hólabæ, sem er gamall torfbær í Eyjafjarðarsveit, var farinn
að slaga heilan metra fram á við.
Þessi mynd er tekin ári seinna þegar viðgerð á Hólabæ er vel á veg kom-
in. Eins og sjá má hefur tekist að rétta stafninn af og bærinn er orðinn
ólíkt reisulegri en áður. Úr myndasafni
vinna sjálfstætt. Á þessum tíma
hafði Sverrir töluvert að gera við
að setja kvisti á hús og í framhaldi
af því fór hann nær eingöngu að
vinna við gömul hús. Síðan hefur
hann gert við ótal mörg hús og
komast fáir með tæmar þar sem
hann hefur hælana á þessu sviði.
Sverrir segir gaman að glíma
við að gera þessi gömlu hús upp,
ekki síst vegna þess að vinnan sé
svo fjölbreytt. „Stundum hef ég
sagt í gríni að menn þurfi að vera
fæddir smiðir til að geta unnið við
þetta,“ segir hann og bætir við að
hann hafi nú loks fundið eftir-
mann sinn. „Ég hef unnið með
uppundir tuttugu manns í þessu
starfi. Allir hafa þeir verið góðir
menn en 1989 fór að vinna með
mér maður sem er einn af þeim
sem eru fæddir smiðir. Hann heitir
Kristján Pétursson frá Brávöllum
og er nú smám saman að taka við
af mér. Hann hefur mikinn áhuga
og ég er alveg sáttur við að hann
taki við mínum verkum.“
SveiTÍr er þó langt frá því að
vera hættur, þó hann sé farinn að
hvert annað var erfitt að eiga við
þetta verk,“ svarar Sverrir. Önnur
kirkja þar sem svipað vandamál
kom til sögunnar var Möðruvalla-
kirkja ytri (í Hörgárdal) og einnig
nefnir hann Laxdalshús sem dæmi
um erfitt verkefni. „Þar vantaði
meter neðan á húsið. Á afmæli
bæjarins var steypt upp að glugg-
um og þá fúnaði allt. Það var heil-
mikið basl að taka það í gegn. Ég
tók annan helminginn fyrst og má
segja að húsið hafi verið farið að
vega salt. En þetta bjargaðist
samt.“
Sverrir fyrir framan Laxdalshús sem hann segir vera í sérstöku uppáhaldi.