Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 Spumingin Grillar þú oft? Sigurbjörg Ósk Hagalín Sigurðar- dóttir: Nei, bara stundum. Sigríður Pétursdóttir og Guðni Fann- ar: Já, mjög oft. Jakob Sigurbjörnsson: Nei, ekki oft en það kemur fyrir. Elfa Hjálmarsdóttir: Ég grilla mjög mikið, allar helgar og svoleiðis. Anna María Ágústsdóttir: Nei, því miður. Lesendur Er þjóðaratkvæðagreiðsia ekki órækasti vitnisburðurinn um vilja þjóðarinnar? Deilur um Evrópusambandið: Frestun af ótta við kosningar? Guðmundur Kristjánsson skrifar: Nú sýnist mér heldur betur farið að hitna í kolunum hjá okkar mönn- um í tengslum viö Evrópusamband- iö. Utanríkisráðherra fer mikinn á erlendri grund og sendir heim skila- boð um að íslendingar eigi kost á inngöngu í ESB eða a.m.k. séu ráða- menn þar ytra tilbúnir að ljá okkur eyra ef við viljum nú gera alvöru úr umsókn að bandalaginu. - Sumir taka þessu illa þrátt fyrir þá stað- reynd að skoðanakönnun hafi sýnt sterkan vilja til inngöngu í ESB. Nú hefur umræðan hér snúist um hugsanlegar haustkosningar sem sumir ráðamanna, einkum í Alþýðu- flokki, vilja þó ekki vita af. Þeir eru líklega búnir að binda sér þunga bagga fjárhagslega, sumir hverjir, og vilja ekki fyrir nokkurn mun sleppa stólum sínum fyrr en það hentar hagsmunum þeirra. - Að slíku myndi þó ekki spurt ef kosningar í haust væru hentugri en vorkosningar. En spyrja má hvort umræðan um ESB og framgangur utanríkisráð- herra á erlendri grund spilli eitthvað fyrir málinu. - Eg tel svo ekki vera. Það er full þörf á því að herða á umræðunni og gera íslendingum grein fyrir alvöru málsins. Að bíða eftir atkvæðagreiðslu Svía og Norð- manna allt fram í nóvember er ekki annað en vítaverður fyrirsláttur og sýnir kannski fyrst og fremst hræðslu við hugsanlegar haustkosn- ingar en einnig ósjálfstæði okkar ís- lendinga. Hið eina vitræna í öOu málinu væri að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um málið samhliða haust- kosningum til að fá skorið úr því i eitt skipti fyrir öll hver vilji þjóðar- innar sé í þessum efnum. Skoðanak- annanir gera ekki sama gagn þótt ein slík hafi sýnt að 60% landsmanna samþykki ESB aðild. Verði hins vegar ekki af aðild okk- ar að ESB í þessari lotu er lítið annað fyrir okkur íslendinga að gera en að þrýsta á um fríverslunarsamning við Bandaríkin eða NAFTA. Um þann hluta utanríkisstefnunnar mætti líka rétt eins spyrja í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem er öllum umræðum og niðurstöðum sterkari vitnisburður, um vilja þjóðarinnar. Auðvitað skatt á laxveiðina Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: í hátíðarræðum tala stjómmála- menn um nauðsyn fækkunar undan- þága í skattkerfinu. Allir eru sam- mála um aö eitthvað verði að gera. Af einhveijum undarlegum ástæð- um viröist þessi taktfasta og hálfheil- aga umræða þó seint eða aldrei ætla að ná til skattheimtu á uppáhaldsfrí- stundir flestra stjórnmálamanna og embættismanna samfélagsins, nefni- lega lax- og aðrar stangveiðar. Það er eitt af óopinberu leyndar- málum íslensks samfélags að bróður- partur stjómmálamanna, banka- stjóra og annarra embættismanna láta „velunnara" sína og marga helstu viðskiptaaðila kerfisins bjóöa sér í lax og aðrar veiðitortúrkræsing- ar lungann úr sumrinu í skiptum fyrir „lipurð“ á réttum stöðum og tímum. Þetta vita allir þótt enginn ræði það síðan Steingrímur, þáver- andi forsætisráðherra, var svo óheppinn að blaðamenn fundu hann í ónefndri á í boði ónefndra verktaka á Keflavíkurflugvelli. En hvernig stendur á því að lang- mesti og spilltasti lúxus yfirstéttar- innar hér á landi ber engan virðis- aukaskatt á meðan matur, fot, bílar, sjónvörp og annar afþreyingariðnaö- ur ber skattinn? - Þetta er gjörsam- lega óskiljanlegt á sama tíma og ráð- herrar geta ekki stillt sig um að setja sama skatt á alla bókaútgáfu. Vitað er að fyrir fáum missemm gekk maður undir manns hönd í stjómar- ráðinu þegar til stóð að skattleggja þessa þjáningarfullu afþreyingu og það svo dyggilega að meira en nægi- legur stuöningur fékkst í kerfinu til að festa þessa vafasömu undanþágu. Deila má um siðferði laxveiða, svo og annarra píningartómstunda karl- rembna þjóðfélagsins á öðrum dýr- um. Það er hins vegar hneyksli að lögfesta undanþágu á laxveiðina á meðan nær allar nauðþurftir eru skattlagðar í botn. Sú gjörð fjármála- ráðuneytisins er óveijandi með öllu. Böm Sophiu Hansen heim: Langþreytt mál? - Ég segi nei Anna M. Hálfdánardóttir skrifar: Ég er hreint agndofa yfir meðferð- inni á máli Sophiu Hansen og Halims A1 í Tyrklandi. Hafi íslendingar kvartað yfir réttarríki á íslandi tel ég að tyrkneskt réttarfar slái okkar út. - Sophia Hansen hefur allan rétt- inn sín megin í þessu máli og því skil ég hana sem móður að vilja ekk- ert gefa eftir. Þetta mál hefur tekið allt of langan tíma og hefur kostaö tugi milljóna króna. En er þetta kannski orðið lang- þreytt mál? Ég sem móðir og íslend- ingur segi NEI! - Við íslendingar er- um þrautseigir og gefumst ekki upp. Staðan hjá Sophiu er sú að þeir í Tyrkiandi eiga að rétta í máli þeirra samkvæmt íslenskum lögum og enn draga þeir lappimar og fresta réttar- höldum aftur og aftur. - Og Halim Sophia Hansen með dætrum sínum. „Þetta mál hefur tekið alltof langann tima,“ segir Anna m.a. i bréfinu. A1 bætir við brot sín varðandi um- gengnisrétt. í þessari stöðu getur Sop.hia bara beðið. Það sem vantar er beinn stuðning- ur frá okkur á íslandi við Sophiu. Nú auglýsi ég hér með aö ég ætla að vera í Kolaportinu helgina 23.-24. júlí nk. og allur ágóði rennur til Sop- hiu Hansen. Ég lýsi hér með eftir þeim sem vilja hjálpa og geta gefið t.d. fatnað, húsbúnað, bækur, hljóm- plötur o.fl. til að selja í portinu. Einnig skora ég á starfsmannahópa og aðra að standa að söfnun því margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem sjá sér fært að gefa varning geta af- hent hann í Kolaportinu merktan: „BÖRNIN HEIM“ föstudaginn 22. júlí milli kl. 17 og 20. - Sýnum sam- stöðu og mætum í portið - og fáum börnin heim fyrir jól. DV Jóhannamun sprengjja flokkinn Alþýðuflokksmaður hringdi: Með írumkvæði Jóhönnu Sig- urðardóttur, fyrrv. ráðheiTa og varaformanns Alþýðuflokksins, að leita á vit kjósenda flokksins og hugsanlega annarra sem hana myndu styðja í komandi kosning- um er hún í raun aö sprengja sig frá flokknum. Mér býður einnig í grun að hún muni sprengja flokkinn þegar aö framboðsmál- um kemur. Það er því mikil stjórnmálaleg flónska af forystu Alþýðuflokksins að taka ekki annan pól í hæðina en gert er í dag. Kosníngar með fyrra fallinu myndu einmitt bjarga Alþýðu- flokknum frá upplausn sem ann- ars liggur á borðinu. UMFÍ mótið á Laugarvatni: Ekki f leiri fréttir afmótinu Gunnar Árnason skrifar: Það er sem ríkisfjölmiölarnir fái einn og einn atburð á heilann eins og stundum er sagt. Nú hefur knattspyman verið í Sjónvarpinu síöustu vikur og hefur hún senni- lega bjargað Sjónvarpinu hvað dag- skrárefni varðar, Annars hefðu lík- lega falliö niður útsendingar sök- um hugmyndafátæktar. - Og síðan kom mót UMFÍ að Laugarvatni. Nú hafa glumið fréttir og pistlar þaðan alla helgina og samkvæmt venju verður líklega teygt úr því efni fram eftir vikunni í útvarpi og sjónvarpi. - En fyrir alla muni; ekki fleiri fréttir af þessu ömurlega móti. Nóg er aö gert. Debetkortinvefj- astfyrir mörgum Matthías hringdi: Ég sá frétt í DV á bls, 4 sl, föstu- dag um debetkortin. Mynd fylgdi. En það er dæmigert þegar debet- kortin eiga i hlut að þá er alltaf eítthvað sem fer úrskeiöis. Af myndinni að dæma sá ég ekki betur en debetkortið sneri öfugt í vélinni. Kannski engin furða þótt kortinu sé hafnað! - Annars eru debetkortin ekki viðtekinn þáttur í greiðslumáta erlendis, t.d. hvorki í Þýskalandi, Frakk- landi eða Sviss. Nánast enginn er með þessi kort. Gamla góöa Eurokortið og önnur svipuð eru þau sem gilda á þessum slóðum. Skattfrjáls ellilífeyrir? Eldri borgari skrifar: Fyrír mörgum árum var lögð fram tillaga til þingsályktunar í hinu háa Alþingi um aö allur elli- lífeyrir skyldi vera skattfrjáls enda taldi viðkomandi þingmað- ur ágætur réttilega að þegar fólk væri komið á eftirlaunaaldur væri það örugglega búið að greiða nóg til samfélagsins. Þvi miður var þessi tillaga ekki afgreidd. Ég skora á ríkisstjómina að taka þetta mál upp. Ekki er ég í vafa um aö komi rikisstjóm íslands þessu máli í gegn, ætti hún ekki að þurfa að kvíða næstu kosningum. Hæstaréttar- húsiðihöfn Halldór Sigurðsson hringdi: Það er alltaf gott þegar íslenskir ráðamenn taka af skarið, það er allt of sjaldan sem það gerist. Og því fer oft sem fer hér, málin drab- bast og enda oft í ógöngum. Nú hefur dómsmálaráðherra tekið af skariö um byggingu nýs húss Hæstaréttar og aftur verður ekki snúið. Auðvitað á ekki að hlusta á hina og þessa þrýstihópa sem af og til skjóta upp kollinum og krefjast breytinga á hlutiim sem búið er að ákveða. Sömu sögu er að segja um Iönó. Það hefúr tekist vel með end- urgerð þess, þ.m.t. útbyggingin, og enginn á að hlusta á kostnaðarsam- ar breytingartillögur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.