Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 9 Utlönd Grænlandsselur- inneturfiská viðtogaraflota Grænlandsselurinn, sem Norö- menn veiða í takmörkuön magni, sporörennir álika miklum fiski og alþjóðlegur floti fiskiskipa veiðir í Noregshafi og Barentshafi. Þetta eru niðurstöður rann- sókna sem vísindamenn gerðu á matarvenjum Grænlandssela sem þeir voru með í sérstökum kerum þar sem reynt var að líkja eftir hitastigi og fleiru í náttúru- legu umhverfi dýranna. í Ijós kom að selurinn fær 6300 kaloríur á dag. Ekki er vitað nákvæmlega um hversu mikið selurinn etur af hverri fisktegund en reikna má með að Grænlandsselurinn láti í sig sem svarar 420 þúsund tonn- um af þorski á ári sem er meira en veitt var af norskum heim- skautaþorski árið 1992. Mikið var um sel við Noregs- strendur á niunda áratugnum og árið 1989 ákvaö norska rann- sóknaráðið að hrinda í fram- kvæmd sérstakri rannsóknará- ætlun á dýrunum. Þeim rann- sóknum er nú að ljúka. Kohl villfáAust- ur-Evrópuleið- togaáfundi Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hefur lagt til að leiðtogum ríkja Austur-Evrópu verði boðið aö sitja leiðtoga- fundi Evrópu- sambandsins og aö það verði eins konar áfangi á leið landanna inn ÍESB. Kohl sagði í vikubyrjun að hann ætlaði að hefja máls á þessu við leiðtoga lúnna ESB-rikjanna en Þjóðverjar fara með forustu í sambandinu þetta misserið. Kanslarinn sagði að með því að bjóða leíðtogunum til fundar væri auðveldara að afla ESB fylg- is innan fyrrum kommúnistaríkj- anna. Atvinnuieysi i Finnlandifer vaxandi á ný Atvinnuleysi í Finnlandi jókst á ný í júní þegar námsmenn komu út á vinnumarkaðinn. Við lok mánaðarins var rétt tæplega hálf milhón manna án vinnu, eða 19,9 prósent vinnufærra. Samkvæmt yfirliti frá atvinnu- málaráðuneytinu jókst atvinnu- leysið í júrú meðal næstum allra hópa. Atvinnulausu ungu fólki hefur fjölgað um rúmlega átján þúsund frá í maí og skýrist það af skóla- fólki sem komið hefur út á vinnu- markaðimt. Þá hefur langtímaat- vinnuleysi einnig aukist. NTB, Reuter, FNB Norðmenn geta ekki gert kröfur í Smugunni: íslendingar eru of skammsýnir Norðmenn geta ekki gert neinar kröfur til Smugunnar í Barentshafi þar sem hún er alþjóðlegt hafsvæði og ber því nafn sitt með rentu. Þetta er áht Arthurs Baste, tals- manns norska utanríkisráðuneytis- ins. Hann segir þó að engin launung sé á því að norsk stjórnvöld séu vægt sagt lítið hrifin af því að þar séu stundaðar frjálsar og hömlulausar veiðar. „Það bitnar á öllum sem stunda skynsamlegar veiðar með tilliti til fiskstofnanna," sagði Baste. „Samt sem áður er erfitt að setja Smuguna á dagskrá í viðræðum milli Noregs og annarra landa, til dæmis íslands." Baste segir að ekki hafi farið fram neinar viðræður við íslendinga um Smuguna þar sem í raun sé ekkert til að ræða um. „Þetta er miklu fremur spurning um að mælast til þess við íslendinga að þeir fari að hegða sér skikkan- lega. Þeir verða að taka tillit til lang- tímahagsmuna sinna og vera ekki jafn skammsýnir og þeir eru nú. Þeg- ar íslendingar eru nú búnir að tæma eigin „kæliskáp" fara þeir að heiman til að tæma annarra," segir Baste. Samkvæmt upplýsingum frá norsku strandgæslunni eru níu tog- arar nú að veiðum í Smugunni, flest- ir þeirra íslenskir. Strandgæslan fylgist með hversu mikið togararnir fá en hún getur ekkert gert til að stöðva veiðarnar á þessu alþjóðlega hafsvæði. Franski tískukóngurinn Givenchy kynnti þennan svarta og gagnsæja kvöld- kjól á haust- og vetrartískusýningu sinni i París í gær. Ætla má að kjóllinn sé helst til þunnur fyrir islenskan vetrarkulda. Simamynd Reuter m 1 i. t m. wk' ■ i í*i-: y Fjórir Smugutogaranna eru skráð- ir á íslandi en hinir sigla undir henti- fána. Vitað er að tveir þeirra eru í eigu islenskra aðila en óljóst er um hina þrjá en Norðmenn telja að ís- lendingar standi einnig á bak við þá. „Sum skipanna eru samvinnuþýð og gefa upp aflann en við fylgjumst grannt með hinum til að fá yfirlit yfir veiði þeirra,“ segir Öystein Wemberg, næstæðsti maður norður- svæðis norsku strandgæslunnar. Annað mikilvægt hlutverk strand- gæslunnar á þessum slóðum er að sjá til þess að togararnir stingi ekki af og fari á verndarsvæðið við Sval- barða. NTB Silvlo Berlusconi lét undan. Simamynd Reultr Berlusconiaft- urkallar um- deilda tilskipun Silvio Berluscorú, forsætisráð- herra Italíu, dró til baka í gær umdeilda tilskipun þar sem völd rannsóknardómara í spilhngar- málum til að hneppa menn i varö- hald voru mjög takmörkuð. Þetta er stærsti ósigur forsætis- ráðherrans frá því hann fór aö hafa afskipti af stjórnmálum fyrir sjö raánuðum. Fjöldi manns, sem hafði safnast saman i Róm og Napðlí til að mótmæla tílskipuninni, fagnaði ákaft þegar fréttir bárust um af- nám hennar. „Berlusconi barði höfðinu við steininn og tapaði,“ sagði Ar- mando Cossutta, leiðtogi flokks harðlínukommúnista, í mótmæl- unum í gær. Berlusconi hefur reynt að taka spihingu af lista yfir þá glæpi sem dómarar mega beita gæsluvarð- haldsúrskurðí við. Mótmælendur óttuðust að með tilskipuninni yrði dómurum gert erfitt um vik að rannsaka spillingarmál. Reuter FERÐABÍLAR í ÚRVALI Suzuki Vitara JLX, 5 d., árg. 92, ek. 52.000 km. V. 1.750.000. Árg. ’92, ek. 53.000 km, upphækkaður, 31" dekk. V. 1.850.000. Suzuki Samurai 413, árg. ’91, ek. 66.000 km. V. 795.000. Árg. '92, ek. 20.000 km. V. 990.000. Árg. ’93, ek. 9.000 km. V. 1.150.000. Econoline E 350 4x4, 5 sæta, árg. ’85, ek. 92.000 km. V. 1.590.000. 35" og 36" dekk. Driflæsingar. Ford Bronco XLT, árg. ’87, ek. 80.000 km. V. 1.030.000. Nissan king cab dísil, árg. ’91, ek. 36.000 km. V. 1.380.000. Dodge Dakota 4x4, sjálfsk., árg. ’90, ek. 34.000 km. Vsk-bíll. V. 1.450.000. Góð greiðslukjör # SUZUKI j iwy. SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 685100 wwwwwwvv Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Græni síminn: 99-6272 Fallegu brúóarkorselettin komin aftur |) í stærðum 34-40, A-B-C og Ð skálar, litir hvítt og húðlitur. m Hinn vinsæli fyllti undrabrjósta- | haldari kominn aftur, litir svart og hvítt, stærðir 32-36, AogBskálar. sem koma og vorsla moð úrklippj jo y ^ r «, fá blátt eóa hvítt sokkaband frítt. # .««Mto-Ép of? M Vert 5.800 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.