Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUÐAGUR 20. JÚLÍ 1994 13 DV Sjóvamargarður á Seltjamamesi: Fréttir Hlykkjunum sleppt og bogi settur á endann - meiningin að hafa þama útivistarsvæði, segir bæjartæknifræðingur Bæjarsjóður Seltjamarness hefur greitt ríflega 1,1 milljón króna fyrir endurgerð sjóvamargarðs nærri mótum Eiðsgranda og Suðurstrand- ar á Seltjarnamesi og verður endur- gerðinni lokið innan tíðar. Hrafn Jóhannsson bæjartæknifræðingur segir að lína hafi verið strengd milli endanna og garöurinn endurhlaðinn þráðbeinn en hann var hlykkjóttur. Þá hafi bogi verið settur á garðinn næst Eiðsgranda. Ætlunin sé að koma upp útivistarsvæði með bekkj- um og gróðri í skjóh viö garðinn. „Við þurftum að fara út i mikla holræsagerð og grófum niður í fimm metra dýpi eftir endilöngum garðin- um. Verktakinn keyrði alla steinana á sérstakan stað og svo tókum við þá þar í fyrra þegar við endurhlóðum garðinn. Þama var heilmikil órækt og svað. Við urðum að skipta um jarðveg og setja burðarhæft efni þar sem ræsið lá og þjappa með völturum undir allan garðinn,“ segir Hrafn Jóhannsson. Rétt er að geta þess að starfsmenn Seltjarnamesbæjar mældu upp gamla sjóvamargarðinn og tóku af honum ljósmyndir áður en hann var rifinn. Sömu steinamir vom notaðir þegar garðurinn var endurhlaðinn. Garðurinn var endurhlaðinn þráðbeinn en hann var hlykkjóttur eins og sjá má á þessari mynd. Selfoss: Eldur í gastækjum í verkstæðishúsi Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Eldur kom upp í gastækjum í nýju verkstæöishúsi í eigu Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða á Selfossi á mánudag, 18. júlí. Einn maður var í húsinu og var aö nota tækin við brennslu á járni. Eldsúla á annan metra stóö upp í loftið frá gasflösk- unni þegar slökkvihðið kom á stað- inn. í húsinu, sem er eitt af stærstu iðn- aðarhúsum Selfossbæjar, er hátt til lofts þannig að eldurinn náði ekki til þakklæöningarinnar. Það tók um 20 mínútur að slökkva eldinn. Lögregl- an lokaði svæðinu umhverfis húsið á meðan slökkvistarf fór fram. Menn em sammála um að þarna hefði ekki mátt muna miklu að sprenging yrði með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. 3ja dyra 882.000 kr. 4 dyra 985.000 kr. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt f tilefni 40 ára afmælis B&L höfum við fengið sendingu af Hyundai Pony með ríkulegum aukabúnaði. Því er óhætt að fullyrða að sambærilegur bíll er vandfundinn á þessu verði. Afmælisútgáfan af Pony er með: • 1,3 lítra og 74 hestafla vél • samlæsingu • styrktarbitum í hurðum • tölvustýrðu útvarpi og segulbandi með 4 hátölurum • lituðu gleri í rúðum • samlitum stuðurum Innifalið í verði: 6 ára ryðvarnarábyrgð og 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Auk þess frír ís í Perlunni fyrir alla farþega bílsins í átta sunnudaga. HYLHIDHI ...tilframttðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.