Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Síða 3
S'IMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 25 tónllBt i Steinarnir velta á ný - hljómleikaferð Rolling Stones um Norður-Ameríku hefst eftir helgi Risastórir íþróttaleikvangamir í Bandaríkjunum sem troðfylltust í sumar, þegar heimsmeistarakeppnin í knattspymu fór fram vestra, fyllast nú senn á ný. En nú verða það ekki Roberto Baggio, Romario, Michel Preud’homme eða kókaíntröllið Diego Armando Maradona sem trylla áhorfendur heldur Mick Jagger, Keith Richards, Charlie Watts og Ron Wood ásamt miðvallar- og bakvörð- um sínum. Og nú heitir íþróttin ekki knattspyma heldur rokk. Fylgja eftir nýrri plötu The Rolling Stones em að fara í hljómleikaferð til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Voodoo Lounge, sem kom út tólfta júh. Ferðin hefst með hljómleikum á Robert F. Kennedy- leikvanginum í Washington, höfuð- borg Bandaríkjanna, og fram til jóla verður spilað í Bandarikjunum og Kanada. Ekkert hefur verið látið uppi opinberlega um veturinn og næsta sumar. Ef ferðaáætlunin er eitthvað svipuð því sem var þegar plötunni Steel Wheels var fylgt eftir má búast við að hljómsveitin ferðist um Asíu og Eyjaálfu í vetur og komi síðan til Evrópu næsta sumar. Liðsmenn Rolling Stones hafa verið í æfingabúðum skammt frá Toronto í Kanada síðan 20. júní. Mick Jagger skýrði frá því í viðtali nýlega að það væri talsverður höfuðverkur fyrir hljómsveitina að ákveða hvaða lög ætti að flytja í Voodoo Lounge- ferðinni. Hann lét því útbúa lista með öllum lögum sem hafa komið út með hljómsveitinni á rúmlega þrjátíu ára ferli og raða þeim upp í stafrófsröð. Endanleg ákvörðun kemur ekki í ljós fyrr en 1. ágúst en heimild- armenn Virgin-útgáfunnar, sem hafa fengið að líta inn á æflngar, segja að hljómsveitin hafi verið að fást við Satisfaction (nema hvað), Wild Horses, Start Me up (einu sinni enn), Angie og She’s so Cold, eitt eftir- minnilegasta lagið af Emotional Rescue-plötunni. Rolling Stones: Hljómsveitin spilar á leikvöngunum þar sem heimsmeistaramótið í knattspymu fór fram fyrr í sumar. Mikil að umfangi Hljómleikaferð Rolling Stones 1989 og 1990 var talin ein sú mesta að umfangi sem farin hafði verið til þess tíma. Nokkur eins tónleikasvið voru í gangi og voru þau flutt á milli landa eftir ákveðnu kerfi þannig að hljómsveitin gat komið fram kvöld 'eftir kvöld án þess að tæknimenn nafn vÍKunnar hennar þyrftu að vinna allan sólarhringinn. Síðan þá hefúr U2 bætt um betur með Zoo TV-ferðinni sinni og útbúnaður hljómsveitarinnar Pink Floyd í yfirstandandi hljómleikaferð hennar þykir með því mesta sem sést hefur. Ljóst er að Stones þurfa að tjalda öllum tiltækum útbúnaði og draga helst fram úr erminni einhveijar nýjar brellur ef þeir ætla að skáka U2 og Pink Floyd. Michael Cohl, yfirfararstjóri Voodoo Lounge- hljómleikaferðarinnar, er ekki í vafa um að það takist: „Við ætlum að bjóða upp á stórkostlegustu leik- vangakonserta sem sést hafa hingað tU,“ segir hann kotroskinn. Langur aðdragandi Ferðin sem nú er að hefjast á sér að sjálfsögðu langan aðdraganda. Raunar má segja að hann nái allt aftur tU tuttugasta aprU í fyrra þegar Mick Jagger og Keith Richards hittust á Barbados tU að semja lög fyrir nýju plötuna. Charlie Watts bættist svo í hópinn tlu dögum síðar. Síðsumars æfði hljómsveitin síöan á heimUi Rons Woods á írlandi og hóf síðan upptökur í Dyflinni annan nóvember. Don Was upptökustjóri var kallaður til samstarfs við hljómsveitina og hafa fjórmenn- ingamir i Stones keppst við að bera á hann lof fyrir góða frammistöðu. Það tók Don Was hins vegar langan tíma að átta sig á því þegar hann vaknaði á morgnana að hann væri í raun og veru að fara út í hljóðver tU að vinna með The RoUing Stones og ræða við þessa frægu ijórmenninga á jafnréttisgrundveUi. Á útmánuðum var platan hljóð- blönduð í Los Angeles og í maí var aUt tilbúið. Þá var efnt til blaða- mannafundar um borð í skútunni Honey Fitz sem eitt sinn hafði verið í eigu Kennedys Bandaríkjaforseta. Þar var platan kynnt blaðamönnum og kunngert um hljómleikaferðina 1994/95. Sumarið hefur síðan farið í stanslausar æfingar, að viðbættum löngum viðtölum við fjölmiðla víðs vegar úr heiminum. Risasamningur RoUing Stones hafa þar tU nú verið á plötusamningi hjá CBS- fyrirtækinu. Síðla árs 1991 gerði hljómsveitin hins vegar risasamning við Virgin og er Voodoo Lounge fyrsta nýja platan sem út kemur hjá því fyrirtæki. Eftir að fiór- menningamir brenndu sig á hörðum samningamönnum plötufyrirtækja í gamla daga og urðu fyrir vikið nær gjaldþrota á fyrstu árum áttunda áratugarins hafa þeir gætt þess að hafa aUt sitt á þurru. Þar af leiðandi eiga þeir útgáfurétt allra sinna laga aUt frá því að þeir sögðu skUið við fyrirtækið Decca árið 1970. Með í samningnum við Virgin fylgir því endurútgáfuréttur á öUum plötum Stones frá og með Sticky Fingers og tU þessa dags. í fyrradag endurútgaf fyrirtækið eUefu eldri plötur á geisladiskum, það er að segja Sticky Fingers, ExUe on Main Street, Goat’s Head Soup, It’s only Rock’n’RoU, Black and Blue, Some Girls, Emotional Rescue, Tattoo You og Undercover, Steel Wheels og StiU Life. Siðastliðið vor komu átta fyrstnefndu plötumar út i sérstakri safnaraútgáfu og þar var almenni- legur rennUás tU dæmis hafður á umbúðunum um Sticky Fingers. Nokkur eintök þefrrar útgáfu bámst hingað tU lands. Að sögn gagn- rýnenda er vel vandað tU þessarar endurútgáfu hjá Virgin og er búið að laga upptökumar þannig tU aö þær hljóma vel á geislaplötum. Mick Jagger hafði sjálfur yfirumsjón með því verki. Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem aUir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverr i viku em birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Fimm vinnings- hafar, sem svara öUum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum fráfyrirtækinuJapis. Aðþessusinni eru verðlaunin diskurinn Ham _ Lengi lifi, frá Japis. Hér koma svo spumingarnar: 1. Hvað heitir nýja platan með Ham? 2. Nefnið tvær hljómsveitir sem Ham-meðlimir hafa starfað í. 3. Var ekki Ham langbesta rokksveit landsins? Að þessu sinni eru verðlaunin diskurinn Ham - Lengi lifi frá Japis. Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 4. ágúst og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 11. ágúst. Hér eru svörin úr getrauniimi sem birtist 14. júlí: 1. Bjöm Friðbjömsson eða Daníel Ágúst Haraldsson eða Guðlaugur Kristinn Óttarsson eða Kristbjörg K. Sölmundardóttir eða Margrét Sigurðardóttir eða Stefán Hjör- leifsson. 2. Leonard Cohen, Live in Concert. 3. Purple.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.