Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Síða 7
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1994
23
Myndbönd
n Tombstone
I Aðalhlutverk: KurtRussel, Val Kilmer
I Þeir voru fjórir saraan: Wyatt Earp, bræð-
ur hans Morgan og Virgil og síðast en ektó síst
Doc Holliday. Deilur þeirra við Clanton og
McClaury-bræður leiddu að lokura til hins raarg-
fræga bardaga sem kenndur er við O.K. Vorrail.
Þrír menn fóilu en í stað þess að Ijúka deilunum
varð bardaginn upphaflð að blóðugustu smástyrj-
öld sera átti sér stað í viilta vestrinu. Earp var
ekki upphafsmaður stytjaldai'innar og vildi allt
gera tii að koraa í veg fyrír hana. En þegar það
mistókst þurfti hann að beita allri sinni kænsku
til að sigra í henni.
§Lævís leikur (Malice)
Aðalhlutverk: Alec Baldwin, Nicole Kid-
man og Bill Pullman
Allt virðist ganga í haginn fyrir Andy og Tracy.
Bæði eru þau í góðri vinnu, hjónabandiö er ham-
ingjusamt og þau eru nýflutt i draumahúsið. En
því miður veikist Tracy og veröur að fara í skurð-
aðgerð. Lækninum, Jed Hiil, sem er aldavinur
Andys, tekst að bjarga Iffi hennar, en vegna mís-
taka bindur aðgerðín enda á ftögurra vikna með-
göngu hennar og gerir hana ófrjóa. Þegar Tracy
kemst að því hvaða mistök áttu sér stað fer hún
í mál við lækninn og sjúkrahúsið en það kemur
í ljós að málíð er ekki svona einfalt.
AnotherStakeout
Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Emilio
Esteve/, og Rosie O'Donnel
Richard Dreyfuss og Emilio Estevez eru fengn-
ir til að hafa upp á týndu vítni sem hugsanlega
er á leið til Seattle en í þetta skiptið fá þeir til
liðs við sig aðstoðarsaksóknara til að stjórna
aögerðum. Vandamálið er hins vegar aö aðstoð-
arsaksóknarinn er kona og skapstór að auki. Þau
gætu hugsanlega afrekað að hafa upp á hinu
týnda vitni ef þau gengju ekki hvort frá öðru
áður.
4House of the Spírits
Aðalhlutverk: Jererriy lrons, Meryl Streep,
Glenn Close, Winona Ryderog Antonio
Banderas
Myndin hefst í Chile rétt áður en herforingja-
stjómin kemst til valda og segir sögu yíirstéttar-
fjölskyldu einnar. fjölskyldufaðirinn, Esteban,
efnaðist vel sem ungur maður viö gullgröft. Heit-
kona hans lést stuttu áður en hann sneri til baka
og giftist hann þá systur hennar. Auði fýlgja
völd og aðstoðar hann við valdatöku hersins.
Þegar dóttir hans vex úr grasi verður hún ást-
fangin af almúgamanninum Pedro og mikill and-
stæðingur skoðana föður síns.
GuiityasSin
| Aðalhiutverk: Rebecca DeMornay, Don
* Johnsonog JackWarden
horn að taka og örugg með síg. En hún hittir
jafnoka sinn í David Greenhill sem er veraldar-
vanur og tungulipur glaumgosi sem ákærður er
fyrir morð á konu sinni. Hún laðast að honum
vegna persónutöffa hans en eftir því sem kynnin
verða nánari þvd meira efast hún um sakleysi
hans. Skyndilega rennur upp fyrir henni aö
David hefur í raun leitt hana í gildru og hefur
ógnvænleg áform í huga.
Væntanlegar kvikmyndir á myndbandi:
Grín gert að þekktum sakamálamyndum
Fjórir félagar, sem leiknir eru af Emilio Estevez, Cuba Gooding jr., Jer-
emy Piven og Stephen Dorff, hætta sér á hættuliegt svæði í Judge-
ment Night.
Nokkrar kvikmyndir eru vænt-
anlegar á myndbandi á næstu dög-
um og kennir þar margra grasa.
Warner-myndir sendir frá sér gam-
anmyndina Fatal Instinct. Þetta er
kunnuglegt nafn enda er skeytt
saman nöfnum úr kvikmyndunum
Fatal Atraction og Basic Instinct.
Aðalpersónan er lögfræðingurinn
Ned Ravine. Eiginkona hans hefur
á pijónunum ráðagerð um að láta
myrða hann, einkaritari hans vill
ólm fá að sofa hjá honum og dular-
full kona og skjólstræðingur Ravi-
nes vill bæði sofa hjá honum og
drepa hann. Aðalhlutverkin leika
Armand Assante, Kate Nelhgan,
Sean Young og Sherilyn Fenn.
Judgement Night er mynd sem
ClC-myndbönd gefur út í næstu
viku. Fjallar myndin um íjóra fé-
laga sem ákveða aö fara að
skemmta sér en í stað þess að
skemmta sér yfir boxkeppni lenda
þeir í átökum við hóp sem vill þá
feiga. Skökk beyja út af hraðbraut-
inni færir þá inn í framandi hverfi
þar sem allir utanaðkomandi eru
óvinir í augum skuggalegra íbúa.
Aðalhlutverkin leika Emilio
Estevez, Cuba Cooding jr. og Denis
Leary.
Labour of Love er sönn saga sem
fjallar um móður sem býr í Suður-
Dakóta. Þegar hún fékk að vita að
dóttir hennar gæti ekki eignast
barn ákvað hún að ganga með egg
frá dóttur sinni sem gert yrði frjótt
með sæði úr tengdasyninum.
Ákvörðun þessi olli miklum titr-
ingi meðal margra í Bandaríkjun-
um. Aðaihlutverkin leika Ann Jill-
ian og Bill Smitrovich. Frá Sam-
myndböndum kemur einnig út Irr-
estable Force með leikaranum
kunna, Stacy Keach, í aðalhlut-
verki. Leikur hann rannsóknarlög-
reglumanninn Harry Stone sem
hefur það eitt í huga að komast
óskaddaður á eftirlaun. En þegar
hann fær nýjan félaga snúast hlut-
irnir við þar sem félaginn, sem er
ung kona, er ekki á þeim buxunum
að taka lífinu með ró.
Myndform sendir frá sér tvær
myndir í næstu viku. Wild Justice
er gerð eftir skáldsögu hins þekkta
spennusagnahöfundar Wilbur
Smith. Roy Scheider leikur mann
sem hefur verið rekinn frá CLA og
hefur störf hjá iðnjöfri sem fram-
leiðir hátæknifcúnaö til nota í hem-
aði. Hryðjuverkasamtök ásælast
búnað þennan og beita öllum til-
tækum ráöum til að komast yfir
hann. Leikstjóri er Tony
Wharmby. Hin þekkta sjónvarps-
leikkona Jacklyn Smith leikur aö-
alhlutverkiö í Love Can Be Nurder.
Leikur hún lögfræðing sem allt
gengur í haginn fyrir en samt
finnst henni vanta einhvern tilgang
í lífið. Dag einn ákveöur hún að
láta draum rætast, fer til Los Ange-
les og gerist einkaspæjari og eftir
það fara hlutimar að gerast hratt
í lífi hennar.
Franska stórmyndin Germinal er
byggð á skáldsögu eins af frægustu
rithöfundum heims, Emile Zola. Er
þetta dýrasta kvikmynd sem
Frakkar hafa gert og gerist myndin
skömmu fyrir síðustu aldamót og
íjallar um réttindabaráttu hins
franska verkalýðs ásamt því að
varpa ljósi á líf þessa fólks. Aðal-
hlutverkið leikur stórleikarinn
Gerard Depardieu. Skífan gefur
einnig út Age of Treason sem íjall-
ar um Falco, seinheppinn einka-
spæjara sem stundar starfa sinn í
Róm 69 f. Kr. Hann og félagi hans
taka að sér að hafa uppi á horfnum
syni alþekkts þingmanns. Þeir eru
fljótir að flækjast í svikavef og
ráðabmgg sem gæti skipt sköpum
um framtíð keisaradæmisins. Aö-
alhlutverkin leika Bryan Brown,
Matthias Hues og Amanda Pays.