Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 2
16 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 Opið laugardag 10-13 Bflar Givarahlutir HAMARSHÖFÐA1 • 67 67 44 Kynningarakstur Honda Accord Aerodeck 2,2i ES: Aflmikill, lipur og sérlega vel búinn Honda Accord Aerodeck er rennilegur langbakur sem sameinar vel kosti fólksbíls og stationbíls án þess að glata sportlegu útliti og góðum aksturseiginleikum. DV-myndir ÞÖK Góður aðgangur er að rúmgóðu farmrýminu sem er sérlega vel bólstrað. Hægt er að auka nýtingu þess mikið með því að leggja fram bak aftursætis að hluta eða alveg. Það fer vel um ökumann við stýrið, öll stjórntæki eru innan seilingar og frágangur er til fyrirmyndar. KONI HÖGGDEYFAR Þegar veggrip, /l öruggur akstur / t og sparnaður / skipta máli / ' / ... þá er / KONI rétta svariö! /mmm sp Bildshöfða 14 - sími 672900 OPIÐ laugardaga 10-13, virka daga 8-19. Varahlutir í alla bíla. Gott verð. BÍLAHORNIÐ Varahlutaverslun Hafnarfjarðar Reykjavíkurvegi 50 símar 51019, 52219 ÚRVAL BÍLA Tegund Árg. Ek. Verð Mazda323GLXi '92 40 þ. 1.090 þ. Saab900i '85 130 þ. 550 þ. Subaru1800DL '90 72 þ. 890 þ. Volvo740GLE '84 155 þ. 480 þ. JaguarXJ6 '85 150 þ. 1.950 þ. DaihatsuApplause '91 60 þ. 880 þ. BMW318Í '87 85 þ. 850 þ. ToyotaCarinaE '93 32 þ. 1.670 þ. DoOgeCaravan '85 101 þ. 750 þ. ToyotaTercel '87 89 þ. 630 þ. Renault19RT '93 21 þ. 1.270 þ. Chev.MonteCarlo '87 77 þ. 970 þ. HondaCivicDX '89 69 þ. 600 þ. SubaruJustyJ-12 '91 75 þ. 690 þ. NissanVanette,8 '91 33 þ. 1.050 þ. manna, Ford Econoline dísil '91 89 þ. 1.890 þ. Erum með kaupendur aö MMC Pajero ’91-’92, Nissan Sunny 4x4 ’91-’93, Toyota touring 4x4 ’90-’93. Mikið fjör í bílaviðskiptum Toppþjónusta Opið: mánudag til föstudags kl. 9.30 «11 19.00. Laugardaga kl. 10.00 tll 17.00. (b) í bím briii hf. Borgartúni 26 Símar 617510 og 617511 STÖÐVUM BÍLINN ef við þurfum aö tala í farsímann! Fimmta kynslóð Honda Accord var kynnt hér á landi á síðasta vori og þá var fjallað um þennan nýja bíl eftir stuttan kynningarakstur hér á síðum DV-bíla. Þá var fjallað um hefðbundna fólksbílsgerð þessa nýja bíls en á dögunum bættist station- gerð Accord í hópinn. Eru þaö verk- smiðjur Honda í Bandaríkjunum sem annast framleiðslu á þessari gerð bílsins og hafa raunar gert allt frá árinu 1990. Accord Aerodeck kalla þeir hjá Honda skutbílsgerö Accord en í útbti fer þessi stationgerð ekki alveg hefð- bundnar leiðir í útliti því straum- línulag afturendans, sem nánast hef- ur verið skeytt við fólksbílinn á lipr- an hátt, gefur bílnum mun sportlegra útbt en margir heföbundnir station- bílar hafa. Þetta er svipuð leið og Toyota kaus að gera við stationgerð Carina E sem þykir líka vel heppnað- ur bfll. Vegna þess aö við erum í raun að fjalla að mestu um sama bíl og var ekið fyrr á þessu ári þá er rétt að grípa niður í brot úr þeirri umfjöllun: „Ef horft er til japanskra bíla í millistærðarflokki þá kemur það eflaust mörgum nokkuð á óvart að það er ekki bíll frá Toyota, Mitsu- bishi eða Nissan sem hefur átt hvað mestum vinsældum aö fagna á er- lendum bílamarkaði heldur er það Honda Accord. Það er einkum á Bandaríkjamarkaði sem bílbnn hef- ur slegiö í gegn á þeim tíma sem lið- inn er frá því að hann sá fyrst dags- ins ljós á árinu 1976. Á Uðnu hausti frumsýndu Honda-verksmiðjurnar fimmtu kynslóðina af þessum vinæla bíl sem hefur ahs selst í yfir sjö og hálfri milljón eintaka frá upphafi og meirihluti þeirrar sölu hefur verið á Bandaríkjamarkaði. Þessi nýi Honda Accord sló svo sannarlega í gegn um leiö og hann birtist á liðnu hausti þar vestra og var til dæmis í vetur valinn „Import Car of the Year“ af bandaríska bíla- blaðinu Motor Trend. Sumir þeirra sem skrifað hafa um þennan nýja Accord í erlend bílablöð hafa tekið svo djúpt í árinni að segja Accord vera einn besta bílinn sem er í boði í dag. Það hefur líka þurft nokkuð til að endurbæta bíl sem var efstur á sölu- bsta í Bandaríkjunum á árunum 1989 til 1991.“ Góðir aksturs- eiginleikar „Það er gaman að aka þessum nýja Accord því aksturseiginleikar eru stórgóðir. Fyrstu viðbrögð við bíln- um eru hve vel hann Uggur á vegi. Veggrip er mjög gott og þrátt fyrir yfirdriflð afl verður þess lítt vart aö hann losi veggripið þótt hressilega sé gefið inn.“ Þetta var niðurstaðan eftir akstur fólksbílsins í vor og þessi niðurstaða stendur fylhlega enn. Að visu er aflið meira því 2,2 lítra, 150 hestaíla vélin skilar bílnum svo sannarlega vel áfram. „Stýrið virkar í fyrstu nokkuð þungt en strax eftir nokkurra metra akstur er þetta kostur sem ekki er hægt að horfa fram hjá því þetta á án efa sinn þátt í að skapa stöðug- leikatilfinningu í akstri. Fjöðrun er nokkuð slagstutt og virkar stíf þegar ekið er á „vondum” vegi en nú, þegar bundið slitlag þek- ur æ meira af yfirborði íslenskra vega, er þessi tegund flöðrunar til bóta. Það var aðeins þegar ekið var hratt eftir þjóðvegi með ósléttri olíumöl að flöörunin virkaði of stíf. í öhum venjulegum innanbæjarakstri er hún góð.“ Við þetta er því að bæta að ef eitthvað er þá eru aksturseigin- leikar Aerodeck enn betri en fólks- bílsins og munar þá eflaust um þá tíu sentímetra sem þessi bíh er lengri en sá sem við vorum að flaha um hér á síðunum í vor. Fullmikið veghljóð Eitt af því örfáa sem hægt var að finna að þessum nýja Accord í akstr- inum í maí var að veghljóð er fuh- mikið í venjulegum akstri. Ef eitt- hvað er þá er veghljóð eihtið meira í þessum bíl enda bætist farmrýmið við og gefur því möguleika á meiri hljóðmyndun. Hins vegar stendur enn að bíllinn er alveg laus við vind- gnauð og þegar ekið er eftir alveg nýju malbiki þá líður hann nánast hljóðlaust áfram. Rúmgóður Honda Accord Aerodeck er rúm- góður bíll og býður upp á Qölhæfni í notagildi. Einkum nýtist farmrýmið vel hjá þeim sem þurfa að flytja ehít- ið meiri farangur en í hefðbundnum fólksbíl. Það kemur að vísu nokkuð á óvart hve lágt er til lofts í bílnum, sem er með sóllúgu, þegar horft er til þess hve miklum vinsældum hann hefur átt að fagna í Bandaríkjunum. Það þarf ekki sérlega hávaxna menn til að þeir strjúkist við loft þegar setið er í framsæti og sömuleiðis leyfir ekki af hæöinni til lofts þegar setið er í aftursæti. Á hinn bóginn er fótarými yfirdrif- ið og einnig fer vel um fullvaxna karlmenn hvað axlarrými varðar bæði í aftursæti og framsæti. Lipur og aflmikill Góðir aksturseiginleikar voru und- irstrikaðir hér að framan og góö vísa er aldrei of oft kveðin. Það fer vel um ökumann í akstri, stýrið fellur vel að hendi og stjórntæki eru greini- leg og innan sehingar. Afhð er yfirdrifið. Þetta er sú ein- falda staðreynd sem mætir manni við akstur þessa bíls. Vélin, sem er tæpir 2,2 lítrar að rúmtaki, gefur 150 hestöfl sem er yfirdrifið við hvaða aðstæður sem er og stórgóð og Upur sjálfskiptingin sér um að flytja aflið létt og liðlega. Skiptingin er með tvo valkosti, D3 til nota innanbæjar þeg- ar ekki er þörf á því að hún skipti sér í yfirgír og svo D4, en þá leitast hún við að skipta í efsta þrepið, yfir- gírinn, hvenær sem aksturslagið leyfir. Sérlega vel búinn en nokkuð dýr Hvar sem á þennan bíl er litið er þetta sérlega vel búinn bíll. Það er nánast ekkert sem venjulegur öku- maður getur óskað sér í viðbót hvað varðar hefðbundinn búnað því nán- ast allt sem í mörgum tilfellum verð- ur að panta sem aukabúnað í öðrum bílum er hér staðalbúnaður. En allt þetta kostar líka sitt og þessi bíll er ekki með þeim ódýrari því hann kostar 2.990.000 krónur en á móti kemur aö hér fæst hka mikið fyrir peningana. Vilji menn fá sér- lega sportlegan fólksbíl með góða flutningsgetu, án þess að tapa akst- urseiginleikunum, þá er Honda Acc- ord Aerodeck góður kostur. Hugsanlega líka ódýrari Vestur í Ameríku er Aerodeck líka í boði með 2,0 lítra vél, bæöi hand- skiptur og sjálfskiptur. Gylfi Gunn- arsson hjá Hondaumboðinu sagði þá vera að vinna í því að fá slíka bíla líka hingað en augljóst væri að 2,0i- bílbnn myndi koma verulega hag- stæðar út í verði vegna betri flokkun- ar í tolli, auk þess sem bíllinn væri ódýrari. Hann sagðist ekki vita um verð á slíkum bíl en vel mætti ætla að það gæti farið niður fyrir tvær og hálfa mhljón króna sem væri þá orð- ið gott verð fyrir mjög vel búinn bíl því þótt véhn sé minni er búnaður bílsins nánast sá sami. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.