Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Qupperneq 4
26 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 Bílar 400-línanfráVolvomeð 1800-vél: Dugar vel fyrir þennan bíl Engin útlitsbreyting er á 95-árgerð af Volvo 460 - nema nýir hjólkoppar. Fallegur frágangur og góður búnaður eru einkenni 400-línunnar frá Volvo. DV-myndir ÞÖK í fyrra var farið að bjóða upp á 400-linuna frá Volvo með 2 lítra vél, eftir að hún hafði lengst af ver- ið með vélar með 1700 rúmsentí- metra rúmtaki. Þessi tveggja lítra Volvo kom afar vel út, samanber reynsluakstur DV-bíla í apríl síðast liðnum. Nú eru þessir bílar, Volvo 440 og 460, einnig boðnir með 1,8 lítra vél og var sú útfærsla kynnt hjá um- boðinu Brimborg nú um helgina. Þessi 1800-vél er, eins og 2000-vélin, ættuð frá Renault með einhverjum breytingum frá Volvo. Aö grunni til er þetta sams konar vél og boðin er í Renault 19 1,8 en hjá Volvo fær hún út 90 hestöfl, á móti 95 hjá Renault, en snúningsvægi 140 Nm við 2500 sn. mín. á móti 135 Nm v. 3000 sn. min. í Renault 19. Þetta eru um margt sambærilegir bílar þó að Volvoinn sé ívið lengri og ástæða til að harma það rétt einu sinni að Volvo og Renault skyldu ekki gera alvöru úr því að sameinast - úr því hefði orðið heijans góður og metn- aðarfullur framleiðandi. Grunnbúnaður alltaf eins DV-bílar hafa nú haft undir hönd- um í nokkra daga Volvo 460 með 1800-vélinni. Hún er eins og við var að búast ágætlega skemmtileg og dugar þessum bíl vel til að gera hann skemmtilegan þótt hann sé ekki eins ljónijörugur með henni og 2000-vélinni. Upp gefin meðal- eyðsla samkvæmt Áutokatalog er 7,9 á minni véhnni, á móti 8,0 á stærri vélinni, svo eyðslumunur er ekki umtalsverður. 1800-vélin hef- ur gott snúningsvægi og bíliinn nýtur þess vel í öllum gírum, er lipur og notadijúgur og vel úr garði gerður. Með 95-árgerðinni tekur Volvo upp þann háttinn að öll boddí eru eins, sama hvaða vél og drifbúnað- ur er látinn í þau. Þannig er sama boddíútfærsla fáanleg án tillits til þess hvort bíllinn er með minni eða stærri vélinni. Af helsta grunnbún- aði má telja vökvastýri, samlæs- ingu, veltistýri, hæðarstillanleg upphituð sæti ökumanns og far- þega frammi í, vasa aftan á sætun- um, kippibelti með sjálfidrkri hæð- arstillingu, dagljós, fellanleg aftur- sætisbök, litaða stuðara, hliðar- spegla sem eru stillanlegir innan frá, ljós við ræsi (sviss), læst bens- ínlok, sílsahlífar, litað gler, pluss- áklæði, heila hjólkoppa og varahjól í fullri stærð. - Við þessa grunn- gerð má svo bæta ýmsum auka- hlutum eða „pökkum" sem í boði eru og fela í sér tiltekna kippu af aukahlutum. Þannig er auðvelt fyr- ir hvem og einn að fá bílinn með þeim búnaði sem honum hentar. 100 þúsund krónum ódýrari Að öðra leyti er ekki miklu að bæta við umsögnina frá því í apríl - rétt að minna á að Volvoinn er mjög vel búinn frá öryggissjónar- miði, bæði hvað snertir virkt ör- yggi og óvirkt, m.a. með SIPS hlið- arhöggvörninni sem kynnt hefur verið ítarlega. Volvo 460 1,8 er að sjálfsögðu ódýrari heldur en 460 2,0. Miðað við grunngerð er verðmunurinn 100 þúsund krónur. 1,8 kostar 1.498.000 krónur en 2,0 kostar 1.598.000 krónur. Hver og einn verður að sjálfsögðu að gera það upp við sig hvers hann metur þann mun í hestöflum og snúningsvægi sem felst í þessum mismunandi vélum. En hvom kostinn sem hann velur getur hann verið viss um að fá prýðilega skemmtilegan og dug- andi bíl. S.H.H. Vantar þig ódýran bít? I skólann eða snattið? Kíktuþá á úrva/ið! Opið 10-18 virka daga og 12-16 laugard. Lada station 1991, 2 eintök. Verð frá kr. 290.000. Lancia skutla 1987, ek. 54 þús., fínn konubíll. Aðeins kr. 240.000. BMW 520ÍA 1984. Tilboðsverð kr. 290.000. BMW 3201 1983. Gott eintak, aðeins kr. 450.000. Ford Sierra 1986, topplúga, aðeins kr. 290.000. Renault 19 GTS 1990, góður bíll á mjög góðu verði, kr. 590.000. Citroén AX 1987,3 eintök, frá kr. 220.000. Mazda 323 1986/1987, 4 eintök, frá kr. 250.000. Dodge Aries 1987, ek. 93 þús. Góð kaup, kr. 430.000. Peugeot 405 1988, ek. 118 þús. Stór og góður bíll, aðeins kr. 470.000. Subaru 1800 st. 1985, ek. 130 þús. Tilboð kr. 450.000. Fiat Duna 1988, ek. 85 þús. Kr. 250.000. Einnig á staðnum m.a.: BMW520ÍA Ford Econoline BMW316 Chrysler Le Baron 6TS Renault 19 GTS BMW318Í Chevy Monza Renault11 Mazda 626 Skoda Favorit Peugeot205 XL Arg. Stgr. Tiib. verð 1987 750.000 690.000 1987 1.800.000 1.250.000 1988 750.000 690.000 700.000 590.000 680.000 590.000 690.000 520.000 340.000 250.000 Tilbkr. 190.000 Tilbkr. 1988 1990 1987 1987 1984 1987 1991 1988 490.000 360.000 295.000 420.000 350.000 Euro og Visa raðgreiðslur Skuldabréf til alltað36mán. Renault 5 Campus 1988, ek. 73 þús. Toppbíll. Aðeins kr. 280.000. VW Jetta 1986, sjálfsk., ek. 130 þús. Kr. 270.000. Peugeot 205 1988, ek. 70 þús. Kr. 350.000. Nissan Cherry 1983, skoðaður '95. 90.000. Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 876633 ÐílBSSlðn KrÓkhálSÍ, Krókhálsi 3, Sími 676833

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.